Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Grasaráðstefna í Norræna husinu LíFFRÆÐAFÉLAG íslands gengst fyrir grasafræðar- áðstefnu föstudaginn 24. og laugardaginn 25. janúar 1992 í Norræna húsinu. Ráðstefnan fjallar um grasa- fræðirannsóknir á íslandi í víðum skilningi. Fyrri daginn kl. 13-17 verður fjallað almennt um íslenska flóru þar sem sér- fræðingar um þörunga, sveppi, fléttur og háplöntur gera grein fyrir þessum sviðum. Sérstaklega verður rætt um útbreiðslu tegunda, gróðurfarssögu, fjölbreytni *¦ og uppruna íslensku flór- unnar. Einnig verður erindi um grasafræðikennslu í ís- lenskum skólum. Seinni daginn kl. 9-18 verður erindaröð um ýmsar grasafræðirannsóknir á sviði vistfræði, umhverfis- mála, landbúnaðar, land- græðslu og skógræktar. Meðal annars verður fjallað um gróður í vötnum, landn- ám gróðurs í hraunum, framvindu gróðurs á upp- blásnu landi, stofnaprófanir á trjám og runnum, korn- rækt og nytjagrös. Einnig * verða íslenska birkinu og alaskalúpinu gerð sérstök skil. Sagt verður frá tækni- legum nýjungum í gróður- kortagerð, hlutverki gróður- rannskókna í svæðaskipu- lagi og hugsanlegum áhrif- um lofthjúpsbreytinga á vaxtarskilyrði plantna á ís- landi. í lok ráðstefnunnar verður farið í kynnisferð í sýningarsali Náttúrufræði- stofnunar íslands. Þar verð- ur sérstök sýning á nýjum og gömlum grasafræðihand- bókum, bæði íslenskum og erlendum. Á meðan á ráðstefnunni stendur verða kynntar ýms- ar aðrar grasafræðirann- sóknir á veggspjöldum í and- dyri Norræna hússins. Ritl- ingur með ágripum erinda og myndum af veggspjöld- um verður seldur á 100 kr. við innganginn. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um íslenskar grasafræði- rannsóknir. Htjómsveit Önnu Vilhjálms leikur sveitatónlist á fimmtu- dagskvöldum og alhliða danstónlist á laugardags- og sunnudagskvöldum í Artúni. Nýjungar í veit- ingahúsinu Artúni Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á rekstri veitingahússins Ártúns, sem áður var þekkt og starf- rækt sem danshús fyrir gömlu dansana. Tekin hefur verið upp fjölbreyttari tónlist, sem ætlað er að höfða til sem flestra. Á fimmtudagskvöldum mun hljómsveit Onnu Vil- hjálms flytja sveitatónlist, gamla og nýja, og er að- gangur ókeypis. A föstu- dagskvöldum verður sem fyrr hljómsveit Jóns Sig- urðssonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur. Á laugardags- og sunnudagskvöldum verða svo almennir dansleik- ir með hljómsveit Önnu Vil- hjálms. Nú um helgina verða opin þorrablót í Ártúni, föstu- dags- og laugardagskvöld, en slík blót, sem opin voru fyrir almenning, voru haldin í Ártúni í fyrra og mæltust vel fyrir. (Úr fréttatilkynningu.) íslensk þyrnirós (Rosa pimpinellifolia) tekin í fsafirði við ísafjarðardjúp. Breyting á efnis- skrá sinfóníutónleika VEGNA veikinda getur einleikari tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar á tónleikunum í dag kl. 20.00, Banda- ríkjamaðurinn Tzimon Barto, ekki komið. í stað hans kemur rússneski píanóleikarinn Dmitri Alexeév og leik- ur Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofíeff. Dmitri Alexeév hefur tvi- svar leikið áður hérlendis við góðar undirtektir. Hann fæddist í Moskvu árið 1947 og hóf píanónám sex ára gamall. Hann út- skrifaðist frá Tónlistarhá- skólanum í Moskvu 18 ára. Eftir framhaldsnám hjá Dmitri Bashkirov hófst ein- leikaraferill hans sem hefur staðið óslitið síðan. Alexeév hefur leikið í öllum stærstu tónleikasölum álfunnar og í Bandaríkjunum. ¦ HINAR miklu vinsældur blústónlistar á síðastliðnu ári virðast síður en svo í rénum og bendir margt til þess að þetta ár verði grósk- umikið ár nýrrar blúsbylgju þar sem nýir kraftar hasla sér völl, en hingað til hafa Vinir Dóra, Blúsmenn Andreu, Tregasveitin og KK-Band ráðið ferðinni í blúsheiminum. Undanfarið hafa þrjár nýjar blússveitir, sem stofnaðar voru á síðasta ári vakið athygli blúsunn- enda þar sem þær hafa ver- ið að koma fram í borginni, en þær eru: Crossroads, Fessmenn og Red House en þær munu allar koma fram á Púlsinum næstu helgi, sem tileinkuð er hinni nýju blúsbylgju. Crossroads skipa þeir Tyrfingur Þór- arinsson, Astþór Hlöð- versson, Hreiðar Júlíus- son og Svavar Sigurðsson. Fressmenn skipa þeir: Björn M. Sigurjónsson, Kristján M. Hauksson, Steinar Sigurðsson, Hljómsveitin Crossroads. Steinn Sigurðsson og Jón Ingi Thorvaldsson. Sér- stakur gestur sveitarinnar verður írski fiðluleikarinn Sean Bradley sem leikur jöfnum höndum klassík, blús og írsk þjóðlög en hann leik- ur í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Hljómsveitin Red House verður sérstakur gestur föstudagskvöldið og leikur frá kl. 22-22.30. Hana skipa: George Grosman, Pétur Kolbeinsson og Ja- mes Olson. Danssýning í Kringlunni HOPUR eldri borgara mun sýna gömlu dansana í Kringlunni fimmtudag- inn 23. janúar kl. 17.00. Um árabil hefur hópur eldri borgara frá félagsmið- stöðvum borgarinnar æft gömlu dansana undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar dans- Regnboginn sýnir myndina „Morðdeildin" REGNBOGINN hefur tekið til sýningar myndina „Morðdeildin". Með aðahlutverk fara Joe Mantegna og William H. Macy. Leikstjóri er David Mamet. Myndin fjallar um lög- T regluþjón, Bobby Gold, sem er gyðingur. Bobby hefur engin afskipti haft af trú- málum og sinnir ekki nein- um skyldum gyðinga. Hann hefur unun af starfi sínu og honum finnst ekkert gefa eins mikla fyllingu eins ». og góð handtaka. Þegar að hann rannsakar morð á gamalli gyðingakonu fara einkennilegir hlutir að ge- rast. Grunur vaknar að þetta sé ekki venjulegt ráns- morð heldur skipuleg út- rýming á einni gyðingafjöl- skyldu. Þegar að Bobby rannsakar þetta morð þá opnast fyrir honum ný heimur gyðingdómsins. Hann flækist inn í flókið samsæri sem jafnvel mun leiða til meiri hrannvíga á Joe Mantegna, einn aðal- leikari myndarinnar „Morðdeildin". gyðingum en á dögum Hitl- ers. kennara. Sérstök áhersla er lögð á dansa, sem eru nú lítið þekktir, eins og Lance og Les. í dag, fimmtudag, mun hópurinn sýna þessa dansa, ásamt öðrum gömlum dönsum í Kringlunni. Sýn- ingin hefst kl. 17. ? ? ?----------- Námskeið í mælskulist ITC námskeiðið, Markviss málflutningur, verður haldið í Brautarholti 30, 3. hæð, fimmtudagskvöld- ið 23. janúar og miðviku- dagskvöldið 29. janúar, kl. 20.00 bæði kvöldin. Þetta er tveggja kvölda námskeið þar sem farið er í alla helstu þætti mælsku- listarinnar, framkomu í ræðustól, raddbeitingu og handritsgerð og ýmsir und- irbúningsþættir kannaðir. Nemendur fá hver um sig persónulega ráðgjöf. Tak- markaður fjöldi er á hvert námskeið. ^iliSr^ Sími 16500 Laugavegi 94 Stórmynd Terrys Gilliam BILUN í BEINIMIÚTSENDINGU 1: wmmi:Wfí®&?& l FI8HER KING „Besta jólamyndin íár" - * -ki * Bíólínan * * *1/2 HK DV * * * * S.V. Mbl. „Tvímælalaust ein eftirminnilegasta raynd, sem ég hef séö á árinu. Gott handrit og frábær leikur." Valdís Gunnarsdóttir. Bókin Bilun i beinni útsendingu fæst í bókaverslunum og söluturnum. Sýnd í A-sal kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Bönnuð innan 14 ára. BORNNATTURUNNAR Framlag Islands til Óskarwverðlauna. Sýnd í B-sal kl. 7.20 og 9 gg^ÞJOOLElKHUSIÐ símill200 STÓRA SVIÐIÐ: RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare I kvöld kl. 20 uppselt. Sun. 26. jan. kl. 20. Lau. 1. feb. kl. 20. Lau. 8. feb. kl. 20. Hi imnies er a íifi eftir Paul Osborn Lau. 25. jan. kl. 20. Fös. 7. feb. kl. 20. Sun. 2. feb. kl. 20. SÝNINGUM FER FÆKKANDI ^Æ%ýf eftir David Henry Hwang Fös. 24. jan. kl. 20. Fim. 6. feb. kl. 20. Fös. 31. jan. kl. 20. LITLA SVIÐIÐ: KÆRA JELEN A eftir Ljudmilu Razumovskaju Fös. 24. jan. kl. 20.30, uppselt. Lau. 25. jan. kl. 20.30, uppselt Þri. 28. jan. kl. 20.30, uppselt. Ekki er hægt aö hleypa gestum í salinn eftir aö sýning hefst, Fim. 30. jan. kl. 20.30, upps. Fös. 31. jan. kl. 20.30, upps. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu, ella seldar öðrum. SALA OG MÓTTTAKA PANTANA Á 10 SÝNINGAR Á KÆRU JELENU ER HAFIN Kæra Jelena sýnd 11., 12., 14., 15., 18., 20., 22., 25., 27. og 28. febrúar kl. 20.30. SMIÐAVERKSTÆÐIÐ: ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur Frumsýning fós. 24. jan kl. 20.30 uppselt. 2. sýn. sun. 26. jan. kl. 20.30 uppselt. 3. sýn. fös. 31. jan. kl. 20.30. 4; sýn. lau. 1. feb. kl. 20.30. Sýningin er ekki rið hæfi barna. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun- um i síma frá kl. 10 alla rirka daga. Greiðslukortaþjónusta - Græna Ii'naii 996160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.