Morgunblaðið - 12.02.1992, Page 10

Morgunblaðið - 12.02.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 Jóhannes Kjarval: „Bleikdalsá". KJARVAL - GAMALT OG NÝTT - Myndlist Eiríkur Þorláksson Nokkur síðustu ár hefur Lista- safn Reykjavíkur tekið að setja upp sýningar á verkum Jóhannes- ar Kjarvals í byijun árs, auk þess sem sumarsýningarnar hafa verið reglulegur þáttur í starfi Kjarvals- staða um langt árabil. Þessar sýn- ingar í upphafi árs eru auðvitað vel þegnar af eldri unnendum list- ar Kjarvals, en eru einnig vel til þess fallnar að leiða skólafólk inn í heim listamannsins, og gefa þeim tækifæri til að kynnast þó ekki væri nema broti af því mikla lífsstarfí sem þessi listamaður lét eftir sig. Þannig gengur hringrás myndlistarinnar fyrir sig; eldri listunnendur heilsa upp á gamla vini meðal verka meistarans og njóta þess enn á ný að standa frammi fyrir nokkrum merkustu verkum hans, á sama tíma og nýjar kynslóðir eru að kynnast og læra að meta þá auðlegð, sem Kjarval lagði til íslenskrar menn- ingar. Á sýningunni sem nú stendur í nýmáluðum og björtum austur- sal Kjarvalsstaða er að fínna mörg þeirra stórverka Kjarvais, sem safnið hefur eignast í gegnum tíðina. Eitt stærsta málverk sem hann vann, „Krítík“ (K-5094), blasir við gestum og skipar önd- vegi, þegar gengið er inn í salinn. Ýmis fleiri þekkt verk eru síðan víðar í salnum, og má þar af nefna „Bláskógarheiði" (K-5100), „Ofar Skýjum" (K- 5152), „Skjaldbreið- ur“ (K-5141) og „Bleikdalsá" (K- 5101), svo einhver dæmi séu tek- in. Einnig er vert að benda gestum á myndina „Þingvallabóndinn" (K-5153), sem er án efa með sterkustu portrettum sem íslensk- ur listamaður hefur gert. Það er athyglisvert, hversu mörg af bestu verkum Kjarvals voru unnin á síðustu áratugum ævi hans, og sýnir þessi staðreynd einna best, hversu ötull listamaður hann var, stöðugt að þróa list sína og mynd- sýn, allt fram á síðasta vinnudag. Það vill stundum gleymast, að í því safni listaverka sem Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg, var mikið af teikningum og skissum, en málverkin voru hins vegar til- tölulega fá. Meðal annars vegna þessa hefur verið unnið ötullega að því alla tíð að efla safnið, og með tímanum hefur því áskotnast fjöldi góðra málverka listamanns- ins, bæði í gegnum gjafír frá vel- unnurum listamannsins og með kaupum á ýmsum verkum, sem safninu hafa boðist. Á sýningunni nú getur að líta nokkur verk, sem hafa bæst í safnið á síðustu tveimur árum, og hafa ekki verið á sýningum þess áður. Hér er um að ræða gjafír til safnsins og keypt verk, og eru þau út af fyrir sig næg ástæða fyrir unnendur Kjarvals að leggja leið sína á sýninguna til að kynnast þessum nýju safn- gripum. Það er ánægjulegt að sjá Kjarvalssafn þannig auðgast og efiast, og eiga allir gefendur mikl- ar þakkir skildar frá öllum list- unnendum. Af þessum nýju verkum safns- ins má benda á tvær skemmtileg- ar andlitsmyndir, annars vegar af Ara (bílstjóra hjá BSR?) og hins vegar af Ivari Modeer, en báðar þessar myndir sýna vel hið mikla vald, sem Kjarval hafði yfír þessari tegund myndverka. Mynd- in „Fjarðarmynni" frá 1947 er ein fallegasta skútumynd, sem undir- ritaður hefur séð eftir Kjarval; með þessa mynd fyrir framan sig er auðvelt að trúa sögunni um að það hafi verið skipin, sem vöktu áhuga Kjarvals á að verða lista- maður. Þessi sýning er góð kynning fyrir list Kjarvals, og eru listunn- endur hvattir til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Hin nýju verk koma til með að efla safnið og bæta, og vonandi verður unnið áfram að því markmiði um ókomna tíð. Sýningunni á verkum Kjarvals í austursal Kjarvalsstaða lýkur sunnudaginn 16. febrúar. Miklaholtshreppur: Hreppstjóri hættir eftir 40 ára starf HREPPSTJÓRASKIPTI urðu í Miklaholtshreppi í Snæfells- og Hnappadalssýslu um síðustu mánaðarmót. Auðunn Pálsson bóndi á Borg tók við af föður sínum, Páli Pálssyni bónda á Borg, en Páll hefur verið hrepp- stjóri í rúm fjörutíu ár. Páll hefur gegnt hreppstjóra- Páll Pálsson. Auðunn Pálsson. starfínu frá því 1. ágúst 1951. Hann óskaði eftir lausn frá starfínu um síðustu áramót en hann verður sjötugur síðar á árinu. Starfið var auglýst laust til um- sóknar með umsóknarfresti til 10. janúar. Auðunn var eini umsækj- andinn og skipaði sýslumaður hann hreppstjóra frá 1. febrúar. t ' Sérhæð - 204 fm Til sölu verulega hugguleg sérhæð í þríbýlishúsi í Hlíðun- um, byggð 1965. Hæðin er 204 fm og er á miðhæð. Hæðin skiptist þannig: Forstofa með gestasnyrtingu, hol, 3 stofur, 3 svefnherb., baðherb. og eldhús. Á jarð- hæð fylgir sérþvottaherb. og geymsla. Bílskúr fylgir íb. Upphitaðar stéttir og bílaplan. íbúðin getur losnað strax. Forkaupsréttur að íbúð á jarðh. getur fylgt. Verð 18,0 millj. Hugsanleg skipti á ódýrari eign koma til greina. Fasteigiwþlóiwstan 30, 3. hæð. Sími 20600 681066 Leitið ekki iangt yfir skammt Við höfum lagt áherslu á makaskipti Sýnishorn úr skrá: ERUM MEÐ í MAKASKIPTUM Raðhús við Ósabakka 211 fm með innb. bílsk. Verð kr. 14,0 millj. Einbhús við Kársnesbraut 190 fm m/bílsk. Góð lán áhv. Verð kr. 18,0 millj. Sérhæð v/Álfhólsveg. Glæsil. 140 fm íb. Verð kr. 11,7 millj. 4ra herb. íb. í Hraunbæ. Lítið áhv. Verð kr. 7,3 millj. 4ra herb. íb. v/Hlíðarhjalla, Kóp. Glæsil. 4ra herb. íb. v/Austur- strönd 102 fm m/bílskýli. Verð kr. 8,5 millj. Fjöldi eigna f sölu og makaskiptum. Makaskiptatilboð eru alltaf auglýst á miðvikudögum í Morgunblaðinu. Húsafell FASTEIGNASALA, Langholtsvegi 115, 104Reykjavík Simi68 10 66 Jón Kristinsson, Þorlákur Einarsson, Gissur V. Kristjánsson hdl. .................................. ÓSKAÐ ER EFTIR 4ra herb. íb. í Háaleitishverfi nál. nýja miðbæ. Verðhugm. kr. 10,0-12,0 millj. 4ra-5 herb. íb. ílyftuh. m/bílsk. eða bílskýli. Verðhugm. kr. 9,0-10,0 millj. Einbhús eða raðhús. Verð- hugm. allt að kr. 15,0-17,0 millj. 5-6 herb. í Hraunbæ. Verð- hugm. allt að kr. 11,0 millj. Einbhús m/tveimur íb. í Rvík eða Kóp. Einb., hæð eða raðhús ca 160-170fm. LÚXUSÍB. í KRINGLUNIMI - NÝJA MIÐBÆNUM ÚTB. Á 6-8 MÁN. - 20,0 ÞÚS. Á MÁN.* íb. er stör stofa, rúmg. hol, stórt svefnherb. og veglegt baöherb. Glæsil. innr. Eikarparket. Sérþvhús í íb. og sér suðurgarður. Stutt í þjónustu. *K8upandi yfirtekur hagst. áhv. lán ca 4,8 mitlj. veð- deild m/u.þ.b. 20,0 þús. kr. afborgun á mán. Einbýlishús VESTAST Á>SELTJ- NESI. Gott ca 180 fm einb. á einni hæð. 23 fm bílsk. íb. stendur á hornlóð. Góðir mögul. á að byggja v/húsið s.s. sólst. o.fl. Nýtt, fallegt bað. Áhv. góð langtlán. Sérhæðir - hæðir SÓLHEIMAR. Mjög góö 4ra herb. ca 90 fm sérhæð + bílsk. Nýir skápar i herb. Bað nýtt. Áhv. ca 4,4 millj. langtlán. BARMAHLÍÐ. Mjög góð neðri sérhæð (1. hæð). Hæðin skiptist í gott sjónvhol, eldhús, búr (lagt f. þvottavél), rúmg. bað, 2 saml. suðurstofur, 3 svefnherb. Nýtt gler. íb. nýmál. Sór bíla- stæði. Laus. 5-6 herb. ESKIHLÍÐ. Mjög falleg 107 fm íb. á 2. hæð. Nýtt bað. Nýl. rafm. 3 svefnherb. Mjög góð eign. Áhv. ca 2,8 millj. veðdeild. 3ja herb. FROSTAFOLD. Mjög góð 3ja herb. ib. m/sérinng. af svölum. Falleg innr. í eldh. Flísar á gólfi. Þvherb. i íb. Áhv. 4,6 millj. veðd. FROSTAFOLD. Ný og mjög glæsil. 85 fm íb. á 2. hæð. Vönduð gólfefni. Þvherb. í íb. Áhv. ca 4,7 millj. veðdeild. 2ja herb. VEGHÚS - JARÐHÆÐ. Gullfalleg ca 62 fm íb. á sléttri jarðhæö í nýju 3ja hæða fjölb- húsi. íb. er fullb. Mjög vandaðar innr. frá Gásum. Mjög góð greiðslukj. allt að 65% i húsbr. og mism. á 3 ára skuldabr. Verð 6,3 millj. JÖKLAFOLD. Falleg 57 fm íb. á 2. hæð. Parket. Góðar innr. Stórar svalir. Áhv. ca 2,1 millj. veðdeild. Verð 5,9 millj. VALLARÁS. Gullfalleg ca 53 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. íb. er fullb. Parket. Áhv. ca 2,4 millj. veðd. Verð 5,5 millj. Til leigu VANTAR 3ja-4ra herb. íb. á leigu í Garðabæ, Hafnarf. eða Kópavogi f. viðskiptavin okkar. Uppl. á skrifst., Sverrir eða Pálmi. 1540 Einbýlis- og raðhús Langagerði. Fallegt 175 fm ein- bhús. 3 svefnh. Parket. Allt endurn. Bílskréttur. Áhv. 4,0 millj. húsbr. Garðabær. Glæsil. 220 fm einl. einbhús v/sjóinn. Saml. stofur, arinn, 4 svefnherb., afar vandaðar innr. 45 fm bílsk. Útsýni. Eign í sérfl. Vesturbrún. Nýtt glæsilegt 240 fm parhús á tveimur hæðum. Allar innr. sérsmíðaðar og mjög vandaðar. 35 fm bílskúr. Afgirt lóð. Eign í algjörum sér- flokki. Láland. Fallegt 195 fm einl. ein- bhús. Saml. stofur, 3 svefnherb. Park- et. Tvöf. bílskúr. Stór falleg lóð. Holtsbúð. Mjög fallegt 200 fm einlyft einbhús. Saml. stofur, 4 svefn- herb.Tvöf. innb. bílsk. Fallegurgarður. Fornaströnd. Mjög vandað 225 fm einl. einbhús. Garðstofa. Heitur pottur. Tvöf. bílsk. Útsýni yfir sjóinn. Álfaheiði. Skemmtil. 165 fm einb. á tveimur hæðum. 35 fm bílsk. Húsið er ekki fullb. Áhv. 3,5 millj. byggsj. rík. Sæviðarsund. Mjög fallegt 160 fm einlyft endaraðhús. Rúmg. stofa, 4 herb. 20 fm bílsk. Fallegur garður. Laust strax. Ákv. sala. Geitland. Mjög gott 392 fm raðh. á pöllum. Suðursv. 5 herb. Bílsk. 4ra, 5 og 6 herb. Álfheimar. íb. á tveimur hæðum í fjölbhúsi. Tvennar svalir. Þvhús í íb. Herb. í kj. Bílskréttur. Öll sameign utan sem innan nýuppg. Laus. Flókagata. Glæsil. 5 herb. 140 fm neðri sérhæð. 3 saml. stofur, 2 svefn- herb. Parket. 23 fm bílsk. Úthlíð. Góð 5 herb. 125 fm neðri sérhæð í þríbhúsi. Saml. stofur, 3 svefn- herb. 36 fm bílsk. Flyðrugandi. Glæsil. 131,5 fmíb. á 2. hæð m. sérinng. Stórar saml. stof- ur, 3 svefnherb. Þvottah. innaf eldh. Parket. Svalir í suðvestur. Sér garður. Eskihlíð. Góð 120 fm íb. á 4. hæð. Saml. stofur, 4 svefnherb. Nýl. þak. Húsið ný viðgert. Verð 8,2 millj. Reykás. Mjög falleg 153 fm íb. á tveimur hæðum. 3 svefnherb. Parket á öllu. 26 fm bílsk. Hörpugata. 4ra herb. íb. í risi auk innr. baðstofulofts. Sérinng. Laus. Lykl- ar á skrifst. Verð 5,8 millj. Lyngmóar. Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð. 3 svefnherb. Stórar suðursv. Bílsk. Áhv. 3 millj. langtímalán. Framnesvegur — v/Grandaveg. Mjög góð 105 fm íb. á 1. hæð í fjölb. Saml. stofur. 3 svefn- herb. Suðursv. Fiskakvísl. Mjög falleg 112 fm íb. á tveimur hæðum. Saml. stofur, 2 svefnh. auk 2ja herb. og snyrt. í kj. Áhv. 2,6 millj. byggsj. Laus strax. Lykl- ar á skrifstofu. 3ja herb. Njarðargata. Góð 65 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð ásamt hálfum eign- arhl. í risi ca 25 fm. Þar með talið sér- herb. auk geymslu í kj. Álfaheiði . Glæsileg 85 fm íb. á 1. hæð. Rúmg. stofa, 2 svefnh. Parket. Allt sér. 24 fm bflsk. Laus fljótl. Áhv. 4.7 millj. Byggsj. Sólvallagata. Mjög falleg 85 fm ib. á 3. hæð. Stór stofa, tvö svefnherb. íb. er öll nýlega endurn. Tvennar svalir. Verð 7,3 millj Eiðistorg. Mjög falleg 3ja herb. fb. á 1. hæð auk einstaklib. I kj. 30 fm stæði f bflskýlf. Austurströnd. Falleg 80 fm íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. 2 svefnherb. Stæði í bílskýli. Stórkostl. útsýni. Hlíðarhjalli. Falleg 95 fm 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð (efstu). Bilsk. Áhv. 4.8 millj. byggsj. ríkisins. Seljavegur. Falleg 85 fm ib. á 1. hæð sem er öll nýuppg. Áhv. 2,0 millj. byggsj. Gnoðarvogur. Nýstands. 75 fm íb. á 1. hæð. 2 svefnh. Parket. Suðvest- ursv. Lundarbrekka. Góð 90 fm ib. á 3. hæð. 2 svefnherb. Verð 6,2 millj. Bólstaðarhlíð. Góð 80 fm ib. I góðu fjölbh. Suðursv. m. sólhýsi. Laus. 2ja herb. Gaukshólar. Góð 55 fm (b. á 3. hæð. Svalir ( norðvestur. Útsýni. Verð 4,8 millj. Freyjugata. 50 fm íb. á 2. hæð í góðu steinhúsi, Verð 4,5 millj. Víkurás. Falleg 60 fm Ib. á 3. hæð efstu. Áhv. 1,9 millj. byggsj. V. 5,5 m. Breiðvangur. Mjög falleg 80 fm íb. á jarðhæð. Parket. Allt sér. Áhv. 2,2 millj. byggsj. Laus 1/3 nk. FASTEIGNA JJLfl MARKAÐURINN Óðinsgötu 4 11540 - 21700 Jón Guömundsson, sölustj., lögg. fast- og skipasali, Ólafur Stefánsson, viðskiptafr., lögg. fastsali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.