Morgunblaðið - 12.02.1992, Side 38

Morgunblaðið - 12.02.1992, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 38 OLYMPIULEIKARNIR I ALBERTVILLE ALBERTVILLE92 CXX) ■ KEPPENDUR frá Fjjieyjum hafa enn ekki komið fram í Albert- ville, en þeir voru skráðir í skíða- göngu. Þeir tóku ekki þátt í opnun- arhátíðinni á laugardaginn, en eru skráðir með síma í ólympíuþorpinu sem ekki hefur verið svarað í. „Við höfum ekkert frétt af þeim og vitum ekki hvort þeir koma eða ekki,“ sagði talsmaður ólympíuþorpsins. ■ NENER-systurnar frá Aust- urríki, Doris og Angelika, er í fyrsta og öðru sæti í sleðakeppninni einstaklinga eftir tvær fyrstu um- ferðirnar af fjórum. Doris er fyrst á 1:33.354 mín og er 0,175 sekúnd- um á undan eldri systur sinni, Angeliku. Keppninni lýkur í dag. I BONNIE Blair, skautakona frá Bandaríkjunum, sigraði í 500 m skautahlaupi og varði ólympíutitl- inn frá því í Calgary fyrir fjórum árum. Hún kepþir í 1.500 metra skautahlaupi í dag og á þar við þýsku guil stúlkuna, Gunde Nie- mann. Blair, sem er 27 ára frá Illinois, tileinkaði föður sínum gull- verðlaunin, en hann lést fyrir tveim- ur árum. ■ YE Qiaobo varð önnur í 500 metra skautahlaupi kvenna og varð þar með fyrst Kínverja til að kom- ast á verðlaunapall á vetrarólymp- íuleikum. Hún var 0,18 sek. á eftir Bonnie Blair. Qiaobo keppti ekki á Ólympíuleikunum í Calgary þar sem hún féll á lyfjaprófi eftir að hafa tekið inn lyf sem kínverskur læknir hafi látið hana hafa 1988, rétt fyrir leikana í Calgary. Hún var þá sett í 15 mánaða keppnis- bann. „ ■ LJÓSMYNDARI varð fyrstur til þess að frá rauða spjaldið í Al- bertville. Ljósmyndarinn var að mynda verðlaunaafhendingu í 500 m skautahlaupi kvenna á mánudag- inn og gekk þá út á ísinn á keppnis- brautinni, sem er bannað. í fram- haldi að því ákvað framkvæmda- stjórn leikanna að setja hann í 24 klukkustunda ljósmyndabann; Ginther úr leik Olympíuleikamir runnu á enda áður en þeir hófust hjá aust- urrísku skíðakonunni, Sabinu Gint- her. Hún braut hryggjarlið er hún féll illa á æfingu í brunbrautinni í gær. Ginther, sem var talin mjög sig- urstrangleg í alpatvíkeppni kvenna, kom illa niður eftir að hún hafði misst jafnvægið og flogið út úr brautinni og í öryggisnetið. Hún var flutt á sjúkrahús í Meribel þar sem gert var að sárum hennar. í dag verður hún flutt á sjúkrahús í Inns- bruck til frekari rannsókna. Idag Dagskrá Ólympíuleikanna í Albertville í dag: 09.00- 10 km skíðaskotfimi karla. 09.00- Sleðakeppni kvenna. 11.15- Tvikeppnisbrun kvenna. 13.00- Hólasvig (Moguls). 13.30- 15 km ganga karla. 15.00- 1.500 m skautahlaup kvenna. Íshokkí, b-riðill: 12.00- Noregur - Kanada 15.30- Frakkland - Sviss 19.15- SSL - Tékkoslóvakía Veðurútlit: Skýjað en léttir til um miðjan daginn. Reuter Rússar sigruðu í áttunda sinn RÚSSNESKA parið, Matalta Míshkútíenok og Artúr Dmítríev, urðu ólympíu- meistarar í listhiaupi á skautum. Þau höfðu forystu eftir skylduæfingarnar á mánudag og fylgdu því eftir með glæsibrag ífrjálsu æf- ingunum í gær og sigruðu nokkuð örugglega. Æfingar þeirra voru næst- um fullkomnar undir tónlist Franz Liszt, eins og þeg- ar þau unnu Evrópu- og heims- meistaratitilinn á síðasta ári. Elena Betsjke og Denís Petrov unnu silfurverðlaunin og kana- díska parið, Isabelle Brasseur og Lloyd Eisler, bronsverðlaun- in. Þetta var í áttunda sinn í röð sem Rússneskt par fagnar sigri á ólympíuleikum í parakeppni í listhlaupi á skautum. Það var Tamara Moskvína sem fagnaði mest allra þar sem hún þjálfar bæði ólympíumeistarana og silf- urverðlaunahafana í heimabæ sínum, St Petersburg. Josef Polig sigraði mjög óvænt í alpatvíkeppni karla og var þar með fyrsti ólympíumeistari Itala á Ólympíuleikunum í Albertville. Hann er hér á fullri ferð í svigi alpatvíkeppninnar í gær. ttalinn Josef Polig stal senunni AUSTURRÍSKI ólympíumeist- arinn í alpatvíkeppni frá því í Calgary, Hubert Strolz, var hænufeti frá því að verja titil- inn. Hann var með besta tím- ann í fyrri umferð svigsins í gær og átti aðeins eftir fjögur hlið í síðari umferð er hann keyrði útúr og kastaði þar með sigrinum yfirtil Josefs Polig frá Ítalíu. Strolz var sjötti eftir brunið á mánudaginn og stefndi því allt í að hann myndi veija titilinn eftir fyrri umferð svigsins í gær og hefði þá orðið fyrsti skíðamaðurinn í sögunni til áð verja titilinn. En honum urðu á mistök í síðari um- ferðinni og þar með varð sá draum- ur á enda. Ólympíumeistarinn Josef Polig hefur aldrei náð að vera á meðal þriggja efstu í heimsbikarnum og SKÍÐASKOTFIMI Á þessum Ólympíuleikum keppa konur í fyrsta sinn til verðlauna í þessari krefjandi tvíkeppni. áttu því fáir von á því að hann stæði; sem sigurvegari. Hann var sjötti í ■bruninu og fimmti sviginu í gær og það dugði. Landi hans, Gianfran- . co Martin, vann silfurverðlaun og var aðeins 0,06 sek. frá sigri í tví- keppninni. Steve Locher frá Sviss varð þriðji og vann fyrstu verðlaun Svisslendinga á leikunum. Paul Accola, sem var talinn sig- urstranglegastur fyrir svigið, gerði mistök í fyrri umferð og missti við það dýrmætan tíma og þar með möguleika á sigri. Snjókoma var meðan á keppninni stóð og brautirn- ar mjög harðar og erfiðar yfirferð- ar. Heimsmeistarinn austurríski, Stefan Eberharter, féll úr keppni í gær, en á mánudaginn féllu þeir Marc Girardelli og Gúnther Mader, sem voru taldir sigurstranglegir fyrirfram. „Ég trúði því ekki að þetta gæti gerst," sagði Polig. „Ég átti alls ekki von á því að ná svona góðum árangri hér í Albertville. Þetta er mikill sigur fyrir mig og stór dagur í lífi mínu,“ sagði ítalinn. Restzova skráði nafn sitt á spjöld sögunnar RUSSNESKA stúlkan Anfissa Restzova skráði nafn sitt á sjöld sögunnar í gær er hún varð fyrsti ólympíumeistarinn í skíðaskotfimi kvenna. Hún varð ólympíumeistari i boð- göngu kvenna á síðustu ólymp- íuleikum, en snéri sér að skíða- skotfimi er hún komst ekki í rússneska göngulandsliðið eft- ir að hafa eignast barn. Restzova, sem er 27 ára, var örmagna er hún kom í mark eftir 7,5 km. En hún gat þó stunið því upp að hún tryði því ekki að hún hefði sigrað. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Restzovu í einstakl- ingsgrein, en hún vann silfurverð- laun í 20 km göngu á ÓL í Calg- ary. Ekki hefur áður verið keppt í kvennaflokki í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum. v Antje Misersky frá Þýskalandi varð önnur, 15,9 sekúndum á eftir Restzovu. Elena Belova frá Sam- veldi sjálfstæðra lýðvelda varð þriðja. Rússnesku göngukonurnar hafa nú unnið fjögur af sex verð- launum í göngugreinunum leik- anna. Norska stúlkan Grete-Ingeborg Nykkelmo, fyrrum heimsmeistari í skíðagöngu, keppti í fyrsta sinn í skíðaskotfimi og hafnað í 31. sæti. Hún missti marks fjórum sirinum í upréttri skotstöðu og varð því refs- að fyrir það með aukahring. Snjó- koma vat meðan á keppninni stóð og það gerði keppendum erfitt fyrir að hitta skotskífurnar. Hvað er hólasvig? m Idag hefst keppni í hólasvigi eða „moguls“ og er það ný grein á Ólympíuleikunum. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur renna sér niður brekku sem í eru litlir hólar og grafningar. Keppandinn á að fara níður brekkuna með snöggum beygjum og stökkum á sem stystum tíma. Dómarar gefa síðan einkunn fyrir frammistöðuna. Beygj- urnar gilda 50%, stökkin 25% og hraðinn 25% í einkunnagjöfinni. Edgar Grospiron frá Fr'akkiandi og Donna Weinbrecht frá Bandaríkj- unum er talin sígurstranglegust í hólasviginu. Grospiron hefur verið nær ósigrandi í heimsbikarnum í þessari grein síðustu árin og er m.a. tvöfaldur heimameístari. Weinbrecht varð heimsmeistari í hólasvigi í Lake Placid og var efst í heimsbikarnum síðustu tvö árin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.