Morgunblaðið - 21.02.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.02.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C/D 43. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Umbæturnar bomar undir þjóðaratkvæði De Klerk sagði að úrslit kosninganna sýndu að nauðsyn- legt væri að fá úr því skorið hvaða flokkur nyti stuðnings hvíta minni- hlutans í viðræðum sem hafnar hafa verið um nýja stjórnarskrá. Blökkumannahreyfingin Afr- íska þjóðarráðið (ANC) fordæmdi ákvörðun forsetans og sagði hana til marks um kynþáttamismunun þar sem atkvæðagreiðslan myndi einskorðast við hvíta Suður-Afr- íkumenn. Talsmaður íhaldsflokksins, Casper Uys, kvaðst sannfærður um að Búar myndu hafna stefnu de Klerks í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni þar sem þeir vildu „ekki fremja sjálfsmorð". Vestrænn stjómarerindreki í Jóhannesarborg sagði að þetta væri djarfasta ákvörðun sem de Klerk hefði tekið sem forseti til þessa og bætti við að hún gæti jafnvel reynst „fífldirfska". De Klerk hyggst segja af sér styðji meirihluti hvítra ekki stefnu hans Höfðaborg. Reuter. F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, kvaðst í gær ætla að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu á meðal hvítra Suður-Afríku- manna til að fá úr því skorið hvort meirihluti þeirra styddi umbótastefnu stjórnarinnar. Daginn áður hafði flokkur hans goldið afhroð í aukakosningum. „Ef ég bíð ósigur í þjóðarat- kvæðagreiðslunni segir stjórn Þjóðarflokksins af sér og þið fáið þá kosningar," sagði forset- inn á þinginu. De Klerk sagði að þjóðarat- kvæðagreiðslan myndi að öllum líkindum fara fram fyrir lok mars, en dagsetningin yrði ekki ákveðin fyrr en í næstu viku. Daginn áður hafði íhalds- flokkurinn, sem er andvígur af- námi kynþáttaaðskilnaðar í Suður- Afríku, unnið sigur í aukakosning- um til þingsins í Potchefstroom, einu af höfuðvígjum Þjóðarflokks- ins. Litið er á kosningarnar sem besta mælikvarðann á skoðanir hvíta minnihlutans á breytingun- um í landinu frá því de Klerk lét blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela lausan og heimilaði stjómmálastarfsemi blökku- mannahreyfinga fýrir tveimur ámm. , Reutcr Frambjóðandi suður-afríska íhaldsflokksins í aukakosningunum í Potchefstroom fagnar hér sigri í gær eftir að hafa borið sigurorð af Þjóðarflokki F.W. de Klerks forseta. ísraelar ráðast inn í Suður-Líbanon: Herinn ruddist gegn- um vegatálmanir SÞ biðu að minnsta kosti tveir óbreyttir borgarar bana og 11 særðust, en flestir íbúa þorpanna tveggja höfðu þegar flúið vegna loft- og stórskota- árása ísraela. Tugþúsundir manna flúðu frá öðrum þorpum í grennd- inni er fregnir bárust af innrásinni. ísraelar segja að innrásin hafí verið gerð til að eyðileggja bæki- stöðvar skæruliðanna., og stöðva flugskeytaárásir þeirra á norður- hluta ísraels. Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hvatti Israela til að kalla hersveitirnar tafarlaust heim og fyrirskipaði háttsettum embætt- ismanni samtakanna að kalla sendi- herra ísraels á sinn fund til að mót- mæla innrásinni. „Þið vitið að þegar við tölum um takmarkaðan tíma setjum við ekki ákveðin takmörk," sagði Yitzhak Shamir aðspurður um hvenær her- mennirnir yrðu kallaðir heim. Naqoura í Líbanon, Sameinuðu þjóðunum, Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn og skrið- drekar ruddust í gær gegnum vegatálmanir friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og réð- ust inn í þorp í suðurhluta Líban- ons. Nokkur hundruð skæruliða veittu harða mótspyrnu og héldu áfram flugskeytaárásum á norð- urhluta ísraels. Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hvatti ísraela til að kalla hermenn sína tafarlaust heim. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra Israels, vildi ekki segja hversu lengi hersveitirnar yrðu á svæðinu og yfirmenn friðargæslu- sveitanna óttuðust að ísraelar væru með innrásinni að stækka „öryggissvæðið", sem þeir höfðu þegar hertekið innan landamæra Líbanons. Talsmenn friðargæslusveita Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon sögðu að 350 manna hersveitir með 17 skrið- dreka, jarðýtur og þyrlur hefðu haf- ið innrásina skömmu eftir dögun í gær. Friðargæslusveit hefði lagt brynvörðum bifreiðum á veginn við þorpið Sribbin í því skyni að stöðva hersveitimar, sem hefðu á hinn bóg- inn hótað valdbeitingu og notað jarðýturnar til að ryðja bifreiðunum burt. Fjórir liðsmenn friðargæslu- sveitanna saerðust; tveir urðu fyrir skotum frá ísraelum en talið er að hinir hafí lent í skothríð skæruliða. Heimildarmenn innar. friðar- gæslusveitanna sögðu að ísraelar hefðu náð á sitt vald tveimur þorp- um, Kafra og Yater, sem hafa verið á meðal höfuðvígja Hizbollah- skæruliða. Fregnir hermdu að þrír ísraelskir hermenn hefðu beðið bana og fímm særst í hörðum bardögum við skæruliða. Að minnsta kosti sjö skæruliðar féllu og 17 særðust. Þá Reuter Liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna hlynna að særðum félaga sínum í höfuðstöðvum sveitanna í Líbanon eftir að hann hafði verið fluttur þangað með þyrlu í gær. Umframbirgðum Evrópubanda- lagsins verði breytt í eldsneyti Brussel. The Daily Telegraph. ROTTÆKAR tillögur um að breyta gífurlegum umframbirgðum jarðargróða í jurta-eldsneyti fyrir bifreiðar hafa verið kynntar hjá framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins. Samkvæmt tillögunum mundi 32 milljóna tonna hveitifjall eyðast upp jafnframt því sem landnýting bænda yrði ekki Iengur bundin matvælaframleiðslu ein- göngu og dregið yrði úr mengun frá útblæstri bifreiða. Christiane Scrivener, sem fer með skattamál hjá framkvæmda- stjórninni, fékk samþykktar tillög- ur um stórfelldan skattaafslátt fyr- ir ,jurtaeldsneyti“ eins og etanól, sem hægt er að blanda bensíni. Hún sagði að innan fárra ára ætti jurtaeldsneyti að nema um fímm hundraðshlutum allrar eldsneytis- notkunar í Evrópu. Nýlega kom fram í rannsókn sem gerð var á vegum EB að kornjurtir, kartöflur, sólfíflar og síðast en ekki síst rauð- rófur hentuðu mjög vel til fram- leiðslu á jurtaeldsneyti. Scrivener sagði að það mundi aðeins kosta um eina krónu að framleiða um 20 lítra af etanól- eldsneyti úr geijuðum jarðargróða, en verðið mundi hækka þegar að markaðssetningu og dreifingu kæmi. Hún bætti við að engar breytingar þyrfti að gera á sprengi- hreyflum þar sem jurtaeldsneytið yrði blandað bensíni. Umhverfissamtök mótmæltu þessum tillögum þegar á miðviku- dag og sögðu að áætlunin yrði aðeins til þess að hvetja bændur í löndum Evrópubandalagsins til enn meiri umframframleiðslu. Sameinuðu þjóðirnar: Saddam mesti harðstjórinn eftir stríð Genf. The Daily Telegraph. MAX van den Stoel, sérlegur rannsóknari Sameinuðu þjóð- anna, sakaði í gær stjórn Saddams Husseins Iraksfor- seta um grimmdarverk og mannréttindabrot sem ættu sér ekki hliðstæðu frá heims- styijöldinni síðari. Van den Stoel sagði í skýrslu sem hann lagði fyr- ir mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna að valdakerfíð í írak miðaði aðeins að því að tryggja ótak- mörkuð völd Baath-flokksins og Saddams. Hann lagði til að Sam- einuðu þjóðimar sendu sérstaka eftirlitsnefnd til landsins því ástandið þar væri svo alvarlegt að umheimurinn gæti ekki hald- ið að sér höndum lengur. Embættismaðurinn segir að margir tugir þúsunda íraka hafi horfið. í einu fangelsi sem hann hafí komið í hafi hvorki meira né minna en 96 manns beðið aftöku. Þá sé ljóst að stefna stjómarinnar hvað Kúrda varðar sé þjóðarmorð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.