Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B *f£nul>lafrife STOFNAÐ 1913 47. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Á fundi með Jeltsín Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, hefur síðustu daga verið á ferð um samveldisríkin eða sovétlýðveldin fyrrverandi og átt viðræður við forystumenn þeirra. Var það einn meg- intilgangur fararinnar að hvetja Rússa og Úkraínu- menn til að koma sér saman um skiptingu sovéska hersins og ábyrgjast jafnframt þá afvopnunarsamn- inga, sem gerðir hafa verið. Var myndin tekin í gær á fundi Wörners og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í Moskvu en Wörner hefur boðið samveldisríkjunum aðild að samstarfsráði Atlantshafsbandalagsríkjanna. Sjá „Samveldisríkin fái . . . " á bls. 20. Svíþjóð: Vilja samstarf við NATO-ríkin Framlög til varnarmála verða aukin Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Erik Liden. SÆNSKA stjórnin ætlar að auka framlög til varnarmála og taka jafn- framt upp samstarf við ýmis aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í ör- yggismálum. Skýrði Anders Björck, varnarmálaráðherra Svfþjóðar, frá þessu í gær en hér er um að ræða verulegt frávik frá hlutleysisstefnu Svía. Björck sagði, að á næstu fimm árum yrðu framlög til varnarmála aukin um rúmlega 70 milljarða ÍSK. og tfl að nýta fé og búnað betur yrðu sjö herdeildir lagðar niður eða fluttar til. Þá ætla Svíar að sækja um samstarfsaðild að IEPG, samtök- um 13 NATO-ríkja í Evrópu, en þau hafa með sér tæknilegt samstarf í vopnasmíði. Björck sagði einnig, að sænsk stjórnvöld hefðu rætt við Finna og Norðmenn um samstarf við gæslu lofthelginnar og þau eru einnig reiðu- búin að aðstoða Eystrasaltslöndin í hermálum, til dæmis hvað varðar landhelgisgæslu. Björck lagði áherslu á, að Svíum stafaði vissulega engin hætta af nágrannaríkjunum um þessar mundir en á hinn bóginn yrði sænski herinn að vera verki sínu vaxinn. Á síðari árum hefðu framlög til hans verið skert verulega. Búist er við miklum mótmælum verði einhverjar deildir sænska hers- ins lagðar niður. Eiga þær sumar langa og merka sögu að baki og auk þess skiptir þjónustan við herinn miklu máli fyrir atvinnulífið í sumum sveitum. Afstaða Bandaríkjastjórnar til lánsábyrgðar fyrir ísraelsstjórn: Skilmálarnir geta haft veru- leg áhrif á ísraelsk stjórnmál Bush segist hvergi munu hvika en þrýst á um málamiðlun á þingi Túnis, Jerúsalem, Washington. Reuter. TALSMENN Palestínumanna fögnuðu í gær yfirlýsingu Jam- es Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að Bandaríkjastjórn ætlaði ekki að ábyrgjast fyrir ísraelsstjórn 10 milljarða dollara lán nema hætt yrði tafarlaust við landnám gyð- inga á hernumdu svæðunum. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, var hins vegar þögull sem gröfin í gær en George Bush Bandaríkjaforseti sagði að þetta hefði lengi verið stefna Bandaríkjastjórnar og frá henni yrði ekki hvikað. Vegna þess hve ástandið í ísra- elskum efnahagsmálum er al- varlegt er talið að þetta mál geti skipt sköpum í kosningun- um í júní. „Við fögnuíti yfirlýsingu Banda- ríkjastjórnar sem mikilvægu fram- lagi til friðarins en okkar takmark er að koma í, veg fyrir búsetu gyðinga á hernumdu svæðunum, eicki bara lánafyrirgreiðslu við ísraelsstjórn," sagði Ahmed Abd- errahman, talsmaður PLO, Prels- issamtaka Palestínumanna, og Hanan Ashrawi, talsmaður samn- inganefndar Palestínumanna í friðarviðræðunum í Washington, sagði að Baker ætti að stíga skref- ið til fulls og lýsa búsetu gyðinga á hernumdu svæðunum ólöglega. Þá sögðu stjórnvöld í Jórdaníu að yfirlýsing Bakers sýndi að Banda- ríkjastjórn væri heiðarleg í tilraun- um sínum til að koma á friði í Miðausturlöndum. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, vildi ekkert um skil- mála Bandaríkjastjórnar fyrir lánsábyrgðinni segja í gær en Benjamin Netanyahu, aðstoðar- forsætisráðherra ísraels, sagði í yiðtali við ísraelska sjónvarpið, að ísraelar myndu bera málið undir dóm bandarísku þjóðarinnar. Þeg- ar viðtalið við Netanyahu var kynnt hafði þulurinn eftir honum, að krafa Bandaríkjastjórnar jafn- gilti því að „neyða ísraela upp að hliðum Auschwitz" en sjálfur nefndi hann þó ekki á nafn þessar illræmdu útrýmingarbúðir nasista í viðtalinu. George Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar í gær að þessi afstaða væri rétt og hann myndi standa við hana hver sem áhrifin yrðu á stjórnmálin í Bandaríkjun- um á kosningaári.' Þurfti hann ekki lengi að bíða eftir viðbrögðun- um því að Patrick Leahy, öldunga- deildarþingmaður demókrata, lýsti yfir, að yrði ekki fundin einhver málamiðlun í deilunni myndi hann ekki styðja frumvarp stjórnarinnar um aðstoð við samveldisríkin. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta mál geti hæglega orðið Shamir og Likud-flokknum að falli í þingkosningunum í júní. Láti hann undan kröfum Bandaríkja- stjórnar muni hann missa fylgi hægrimanna en þráist hann við muni miðjufylgið meta meira efna- hagslega afkomu sína en her- numdu svæðin og flýja yfír til Verkamannaflokksins. Kjör Yitz- haks Rabins sem formanns Verka- mannaflokksins þykir gera þetta enn líklegra en hann er meiri harðlínumaður en Shimon Peres, fyrrverandi formaður, og höfðar því frekar til kjósenda Likud- flokksins. Það er stefna Rabins að halda eftir þeim hlutum her- numdu svæðanna sem eru hernað- arlega mikilvægastir en láta þau annars af hendi við Palestínumenn í skiptum fyrir frið. Samdrátt- ur í Japan Tókýó. Reuter. JAPANSKA efnahagsáætl- anastofnunin hefur loks viður- kennt, að efnajiagslífið í Jap- an einkennist ekki af vexti, heldur samdrætti, og er ekki búist við neinum bata fyrr en í fyrsta lagi á síðara misseri þessa árs. Frá því í október síðastliðnum hefur birgðasöfnun aukist frá mánuði til mánaðar og iðnfram- leiðslan hefur farið minnkandi frá því i janúar fyrir ári. Miðað við heilt ár dróst hún saman um 1,7% í október sl., um 1% í nóv- ember og 1,9% í desember. Á sama tíma og miðað við heilt ár jukust birgðir um 10,8% í október, 11,5% í nóvember og 13,1% í desember. I skýrslu efnahagsáætlana- stofnunarinnar er,orðunum ,jap- anskt efnahagslíf er í vexti" sleppt í fyrsta sinn um margra ára skeið en orðið „samdráttur" kemur hvergi fyrir, ekki frekar en á fyrri samdráttarskeiðum, enda óttast Japanir neikvæð áhrif slíkra orða á atvinnulífíð. Ottast ofbeldisverk aðskiln- aðarsinna í Suður-Afríku Höfðaborg. Reuter. Ihaldsflokkurinn í Suður-Afríku ætlar að berjast fyrir því, að hvítir Suður-Afríkumenn segi nei við afnámi aðskilnaðarstefnunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem F.W. de Klerk forseti hefur boðað til 17. mars næstkomandi. Vildi flokksforystan raunar hunsa at- kvæðagreiðsluna en þingflokkurinn var á öðru máli. Andries Treurnicht, formaður íhaldsflokksins, sagði að þingflokk- urinn hefði ákveðið að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni en leið- togar nýnasísks flokks, Andspyrnu- hreyfingar Afríkana, kváðust mundu grípa til allra ráða til að hindra hvíta menn í að kjósa. Sagði leiðtogi hreyfingarinnar, Eugene Terre Blanche, að með þjóðarat- kvæðagreiðslunni væri verið að leiða hvíta menn eins og lömb til slátrunar enda væru blökkumenn fímm sinnum fjölmennari en þeir. í þjóðaratkvæðagreiðslunni verða hvítir Suður-Afríkumenn spurðir að því hvort þeir vilji halda áfram þeim umbótum, sem forset- inn byrjaði á fyrir tveimur árum, en de Klerk ætlar að segja af sér bíði hann ósigur. Almennt er þó talið, að hann muni sigra en það yrði andstæðingum umbótastefn- unnar, sem hafa verið að sækja í sig verðið, mikið áfall. Talið er, að Andspyrnuhreyfing Afríkana hafi á sínum snærum 5.000 menn undir vopnum og hafa liðsmenn hennar staðið að baki sprengjutilræðum og öðrum ofbeld- isverkum. Er því óttast, að þeir muni grípa til ofbeldisverka í sam- bandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Viðræður stjórnvalda og blökku- manna um bráðabirgðasamstjórn halda áfram og í gær lýstu fulltrú- ar allra aðila ánægju sinni með árangurinn til þessa. Hefur Afríska þjóðarráðið, helstu blökkumanna- samtökin, slakað verulega á kröfum sínum og er jafnvel talið, að sam- stjórn kynþáttanna geti tekið við síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.