Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 29
- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 29 Ungmennafélag Selfoss: í Mikill vilji fyrir stór- huga uppbyggingu Selfossi. Ungmennafélag Selfoss vill að gerð verði stórhuga íþróttaáætlun fyrir bæjarfélagið og næsta nágrenni þar sem það verði haft að markmiði að bærínn verði besti íþróttabær landsins. Tillaga þessa efnis var meðal samþykkta á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss sem haldinn var þriðjudaginn 11. febrúar. Nýr formaður var kos- inn á fundinum, Gísli Á Jónsson húsasmíðameistari. Innan ungmennafélagsins eru starfræktar níu íþróttadeildir sem allar standa fyrir miklu unglinga- starfi ásamt því að halda úti öflugu keppnisliði í sínum greinum. Á aðalfundinum var mikil um- Frá aðalfundi Ungmennafélags Selfoss. Morgunbiaðið/Sigurður Jónsson. ræða um bætta aðstöðu til íþrótta- iðkunar og til félagsstarfa. Var í því efni samþykkt að hefjast handa á þessu ári við undirbúning að byggingu íþróttahúss og félagsað- stöðu á. íþróttavallasvæði bæjar- ins. Samþykkt var að leggja fram- lag íþróttadeilda úr lottósjóði óskipt í byggingarsjóð. Mikill hug- ur var í fundarmönnum að ganga til þessa verkefnis af krafti og ljúka því á sem skemmstum tíma. Auk bættrar félagsaðstöðu er mik- il þörf á búningsaðstöðu fyrir íþróttavellina auk þess sem þörf er á nýju íþróttahúsi fyrir íþrótta- starfsemina og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Félagið hefur þrjú undanfarin ár annast rekstur íþróttavalla- svæðisins fyrir framlag frá Sel- fosskaupstað. Reksturinn og styrkir úr íþróttasjóði ríkisins hafa skilað þremur milljónum til tækja- kaupa fyrir svæðið. Nú stendur félagið fyrir byggingu áhaldahúss á íþrottavellinum. A fundinum voru veittar viður- kenningar. Gunnar Guðmundsson, umsjónarmaður íþfottahússins, fékk Björns Blöndal-bikarinn sem veittur er einstaklingi innan eða utan félagsins sem unnið hefur félaginu vel. Frjálsíþróttadeild félagsins fékk viðurkenningu fyrir mesta félagsstarfið á liðnu ári þar sem mest bar á Brúarhlaupinu, almenningshlaupi sem orðið er árviss viðburður. Sig. Jóns. Atriði úr myndinni „Barráttan við K2". Fjallaklifurmynd sýnd í þágu Hjálparsveita skáta REGNBOGINN og Hjálparsveit skáta í Reykjavík bjóða til forsýning- ar á spennandi fjallgöngumynd, „Baráttan við K2", fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.15. Myndin fjallar um ævintýralega tilraun til þess að klifra eitt erfiðasta fjall heims, K2, en árið 1990 hafði að- eins 71 manni tekist að sigra tindinn en 27 höfðu farist við tilraunir til þess. Miðaverð að þessari sýningu rennur óskipt til styrktar Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík. Hjálpar- sveitarmenn munu fyrir sýningu sýna tilþrif fjallaklifurs utan á húsa- kynnum Regnbogans á Hverfisgötu 54. Hjálarpsveitarmenn munu freista þess að láta börur með slös- uðum manni síga niður húsið en einnig munu þeir kynna nýjasta útbúnað sinn til björgunar manns- lífum. M.a. verður kynnt GPS- gervihnattastaðsetningatæki ásamt mörgu fleiru. Skátabúðin mun sýna fullkomn- asta fjallgönguútbúnað sem völ er á í dag, í anddyri Regnbogans, og mun sýningin standa til 5. mars. Myndin fjallar um tvo vini Taylor Brooks (Michael Biehn) og Harold Jamieson (Matt Craven) sem hafa það markmið að reyna að klífa fjar- lægasta, næsthæsta og erfiðasta fja.ll í heiminum, K2. Taylor er hrol*- afullur og sjálfselskur og hugsar um ekkert annað en fjallakljfur en Harold er aftur á móti viðkvæmur einstaklingur, giftur og faðir eins barns. Það reynist honum erfítt að sannfæra eiginkonu sína um ágæti þess að klífa fjöll. Þegar þeir félag- ar eru að klífa fjall í Alaska hitta þeir hóp fjallgöngumanna sem eru að undirbúa sig til átaka við K2. Þrátt fyrir aðvaranir þeirra félaga reyna tveir félagar úr hópnum afar glæfralegt atriði sem leiðir til dauð^. þeirra. Þetta leiðir til þess að pláss losnar í hópnum og sannfæra þeir leiðangurstjórann um að taka þá með. Brátt er hópurinn á leið til Norður-Pakistan til hinna miklu Karakoram-fj alla. (Fréttatilkynning) Elínborg Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður, afhendir Gunnari Guðmundssyni Björns Blöndál-bikarínn. Kvöldvaka Ferðafélags- ins - Breiðafjarðareyjar KVÖLDVAKA með Ævari Pet- ersen um Breiðafjarðareyjar verður á miðvikudaginn 26. fe- brúar í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Ævar ætlar að draga fram sér- kenni Breiðafjarðareyja í myndum með tilheyrandi útskýringum. Myndagetraun verður að loknum fyrirlestri Ævrs þar sem fólk get- ur kannað þekkingu sína á land- inu. Morgunblaðið/GTK Tíu efstu í töltinu við verðlaunaafhendinguna. Yst til vinstri eru verðlaunahafarnir þrír, Sigríður Theó- dóra á Hlekk, Þormar á Dag og Marjolyne á Sokka. Fyrsta hestamót ársins: Aðalfundur Foreldra- félags mis- þroska barna FORELDRAFÉLAG mis- þroska barna heldur aðal- fund sinn miðvikudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.30 í Æf- ingadeild Kennaraháskóla Islands. Dagskrá er þannig að fyrst ræðir Sigurður Bogi Stefáns- son geðlæknir um slökun, en að fyrirlestri loknum verða venjuleg aðalfundarstörf. Fé- lagar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn. Hlekkur sigraði í töltinu FYRSTA hestamót ársins var haldið á Gaddastaðaflöt hjá Hellu um helgina. Fagurt veður var en kalt. Hlekkur Fjólu Runólfsdóttur sigraði í töltkeppninni, knapi var Sigríður Theódóra Kristinsdóttir. Dagur Sigurlínu Óskarsdóttur Foreldrasamtökin: Fyrirlestur haldinn um fjölskylduna Inga Stefánsdóttir sálfræðingur. FYRIRLESTUR á vegum For- eldrasamtakanna um fjölskyld- una verður fimmtudaginn 27. febrúar. Fyrirlesturinn er hald- inn í Bústaðakirkju og hefst klukkan 20.30. Hann er fyrst og fremst ætlaður foreldrum og öðrum uppalendum en allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Fjölskyldan. — Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að allir meðlim- ir hennar fái notið sín? nefnist fyrir- lesturinn. Þar mun Inga Stefáns- dóttir sálfræðingur fjalla um það sem hún hefur kosið að nefna starf- hæfa fjölskyldu. Inga hefur sérhæft sig í fjölskyldumeðferð. Hún hefur meðal annars starfað við barnameð- ferðarheimili fyrir börn á Kleifar- vegi og við Útideild í Reykjavík. Inga hefur verið leiðbeinandi á fjöl- skyldumeðferðarnámskeiðum auk annarra námskeiða. varð annar, knapi var ÞornrSr Anders. Þriðja var Sokka Jakobs Hansen, knapi Marjolyn Tiepwen. í barnakeppni varð Kolskeggur hlutskarpastur, knapi og eigandi var Kristín Þórðardóttir. Tvistur varð númer tvö, knapi og eigandi er Birkir Jónsson og í þriðja sæti varð Stjarni og sat Erlendur Ing- varsson hann. Harpa sjgraði í skeiðinu, knapi og eigandi er Bjarni Davíðsson, Einir. Loga Laxdal varð í öðru sæti og Rjúkandi í þriðja sæti. Mótið er hið fyrsta af þremw*. í stigakeppni hestamannafélagsins Geysis í Rangárvallasýslu og hlutu allir sigurvegararnir verðlauna- peninga, en sigurvegarar á saman- lögðu mótinu fá folöld í verðlaun ásamt bikurum. Næsta mót verður á Hvolsvelli í næsta mánuði. Þá hefur hestamannafélagið Geysir kosið hestafþróttaknapa ársins fyrir síðasta ár og varð Sigríður Theódóra Kristinsdóttir fyrir val- inu. _ GTK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.