Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 Krefjast landsvæða í Litháen Pjotr Kravtsjenko, utanríkis- ráðherra Hvíta-Rússlands, sagði í gær að stjórn sín hefði gert kröfu til landsvæða í Lit- háen, sem næðu til höfuðborg- arinnar, Vilnius. Hann sagði að stjórnin vildi leysa málið með friðsamlegum hætti en bætti við að Litháar hefðu neitað að ræða það. Ráðher- rann lét þessi orð falla í há- degisverðarboði með sendi- nefnd Evrópubandalagsins í Mínsk. „Við ætlum ekki að skapa annað Nagorno-Karbak í miðri Evrópu,“ sagði hann þó. „Við leysum málið eins og siðmenntuðum mönnum sæm- ir.“ Velayati í friðarferð Ali Akbar_ Velayati, utanríkis- ráðherra írans, fór í gær til Azerbajdzhans til að freista þess að binda enda á bardaga Azera og Armena vegna hér- aðsins Nagomo-Karabak. Hann ræddi við ráðamenn í Bakú, höfuðborg Azerbajdz- hans, í gær og fer til héraðsins umdeilda og síðan til Jerevan, höfuðborgar Armeníu, í dag. Stórhríð í Mið- austurlöndum Sex manns biðu bana í snjó- flóði á þorp í suðausturhluta Tyrklands í fyrrinótt. Alls hafa 230 manns týnt lífi vegna snjó- flóða á svæðinu í mánuðinum og veðurfræðingar segja að veðrið þar hafi ekki verið jafn slæmt í tvo áratugi. Stórhríð olli miklum usla í Miðaustur- löndum í gær, meðal annars varð að loka skólum í Jórdan- íu. Verslanir og skrifstofur voru lokaðar í ísrael og ekkert fólk var á götum Jerúsalem- borgar vegna óveðursins. Vilja breyt- ingar á Airbus NEFND, sem hefur rannsakað hvað olli brotlendingu Airbus A-320 þotu franska flugfé- lagsins Air Inter skammt frá Strasbourg 20. janúar, hefur lagt til að fyrirkomulagi mæli- tækja í flugstjómarklefa þota af þessari tegund verði breytt til þess að koma í veg fyrir mistök af hálfu flugmanna er þeir stilla lækkun í aðflugi. Ennfremur að skylt verði að hafa jarðnándarmæli í öllum þotum sem skráðar era í Frakklandi og neyðarsendir verði færður úr tijónu A-320 þotunnar í stél. Talið er að ár muni líða þar til orsakir óhappsins liggja endanlega fyrir en þó er talið nær öruggt að flugmenn þotunnar hafí gert mistök er þeir létu þotuna lækka flugið. Stjórntölvur hafi verið mataðar á upplýsingum sem gilda þegar um lækkun eftir svifgeisla er að ræða en tölvurnar hafí verið tengdar hæðarmæli þotunnar í stað aðflugshallamæla og því hafi lækkunin verið mun örari en ella. f1T> ERLENT Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO: Samveldisríkin fái aðild að samstarfs- ráði bandalagsins Kíev, Moskvu. Daily Telegraph, Reuter. MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, boðaði nýja tíma samstarfs og samvinnu þegar hann tilkynnti í Kíev, höfuðborg Ukraínu, á sunnudag, að öllum samveldisríkjunum eða sovétlýð- veldunum fyrrverandi væri vel- komið að taka þátt í samstarfs- ráði Atlantshafsbandalagsins. „Kalda stríðinu er lokið. Nú tek- ur við samvinna í stað fjandskap- ar. Hlutverk okkar er að tryggja stöðugleika,“ sagði Wörner á fréttamannafundi í Kíev en hann var í sinni fyrstu heimsókn í austur- vegi eftir hrun Sovétríkjanna. Ana- tólíj Zlenko, utanríkisráðherra Úkraínu, og Andrei Kozyrev, utan- ríkisráðherra Rússlands, hafa báðir þegið boð um að koma til Brussels 10. mars næstkomandi þegar fagn- að verður nýjum þátttakendum í samstarfsráði NATO. Aðeins Ge- orgíu, sem er ekki hluti af samveld- inu, hefur ekki verið boðin aðild að ráðinu. Einn megintilgangur með heim- sókn Wörners var að þrýsta á, að Rússar og Úkraínumenn kæmu sér sem fyrst saman um skiptingu her- aflans og hann kvaðst ánægður með, að búið væri að flytja helm- inginn af 2.600 skammdrægum kjamorkuvopnum Úkraínu til Rússlands þar sem þeim verður eytt. Þá sagði Wörner, að Atlants- hafsbandalagið, sem hefði verið stofnað til að veijast Sovétríkjun- um fyrrverandi, væri reiðubúið að hjálpa samveldisríkjunum að koma upp eigin heijum og hét um leið, að engin afskipti yrðu höfð af inn- ríkismálum þeirra. Wörner átti einnig viðræður við Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, í Moskvu, meðal annars um Andófsmenn dæmdir I Kína Peking. Reuter. WU XUECAN, fyrrverandi rit- stjóri Dagblaðs alþýðunnar, mál- gagns kínverska kommúnista- flokksins, var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að „dreifa gagnbyltingaráróðri". Wu er 42 ára og var handtekinn eftir að herinn braut á bak aftur andóf lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989. Hann gaf út „aukabláð" af Dag- blaði alþýðunnar er andófíð stóð sem hæst til að hvetja til þess að Li Peng forsætisráðherra yrði vikið frá og Zhao Ziyang fengi uppreisn æru og endurheimti embætti leið- toga kommúnistaflokksins. Sex aðrir menn voru dæmdir ásamt Wu, þeirra á meðal náms- mannaleiðtoginn, Peng Rong, sem fékk tveggja ára fangelsisdóm. Peng var handtekinn eftir að hafa birt ritgerð í maí 1990 þar sem hann hélt því fram að kínverskir námsmenn væru þunglyndir og áhugalausir um námið eftir grimmdarverk hersins í Peking 4. júní 1989. Ekki var vitað í gær hvaða dóma hinir fengu, en þeirra á meðal voru tveir atkvæðamiklir andófsmenn úr röðum námsmanna, Zhai Weimin og Li Mingqi. Réttarhöldin yfír sjömenningun- um hófust í desember. Helstu Ieið- togar lýðræðissinnanna á Torgi hins himneska friðar voru dæmdir fyrir ári. Síðan hafa kínversk stjórnvöld látið nokkra andófsmenn lausa úr fangelsi vegna þrýstings frá Vesturlöndum. Fréttaskýrendur segja hins vegar að réttarhöldin yfir sjömenningunum sýni að stóm- völd hyggist ekki slaka á klónni. áætlanir um að breyta rússneska hergagnaiðnaðinum í venjulegan framleiðslu- og neytendaiðnað. Sagði Wörner NATO hafa á pijón- unum sérstakt námskeið fyrir rúss- neska iðnrekendur í þesu skyni. Þá ræddi Wörner í gær við Jevg- eníj Shaposhníkov, yfirmann sam- veldishersins, og Alexander Rútskoj, varaforseta Rússlands, og í dag Borís Jeltsín forseta. Sam- kvæmt frétt Itar-TASS fréttastof- unnar var ekkert látið uppi um efni viðræðnanna. Beiðni Ceausescu um frelsi hafnað Hæstiréttur Rúmeníu hafnaði í gær beiðni um að Nicu Ceausescu, sonur einræðisherrans fyrrverandi, yrði látinn laus úr fangelsi af heilsufarsástæðum. Hann afplánar nú sextán ára fangelsisdóm fyrir dráp í byltingunni í desember 1989 þar sem föður hans var steypt. Ceausescu þjáist af skorpulifur og æðaslitum í vélinda. Myndin var tekin er hann fór úr dómshúsinu í Búkarest í fylgd lögreglu. Þorskveiðar iindan ströndum Nýfundnalands; EB vísar ásökunum um ofveiði algjörlega á bug Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópubandalagsins (EB) mótmælti i gær fullyrðingum Kanada- manna þess efnis að fiskveiði- skip EB-ríkja hefðu ofveitt þorsk við Nýfundnaland. Hins vegar bauð framkvæmdastjórn- in Kanadamönnum til samstarfs um veiðitakmarkanir til að koma í veg fyrir að gengið yrði of nærri þorskstofninum á mið- unum við Nýfundnaland. „Orsakir ofveiðinnar eru ósköp einfaldar; þær má rekja til kanad- ísku veiðiskipanna og mikillar umfram veiðigetu þeirra,“ sagði talsmaður framkvæmdastjórnar EB. John Crosbie, sjávarútvegsráð- herra Kanada, sagði í fyrradag að fiskistofnar undan Kanada- ströndum væru í stórhættu vegna mikillar veiði fiskiskipa frá EB. Sagðist hann ráðgera að fara þess á leit við Spánveija, Portúgali og Þjóðveija að þeir féllust á nýjar veiðitakmarkanir utan kanadísku efnahagslögsögunnar. Ef við því yrði ekki orðið myndu Kanada- menn grípa til einhliða aðgerða til að ná markmiðum sínum fram, að sögn Crosbie. Kanadamenn fullyrða að físki- skip frá EB-ríkjunum hafí veitt 47.000 tonn af þorski undan Ný- fundnalandi í fyrra en afli þeirra á þeim slóðum 1990 var 22.000 tonn. Talsmaður framkvæmda- stjórnar EB mótmælti því í gær og sagði aflann hafa verið 27.000 tonn í fyrra og ráðgert væri að hann yrði ekki meiri á þessu ári. „Leggi Kanadamenn fram skyn- samlegar tillögur um veiðita- kmarkanir, sem byggjast á sam- eiginlegu mati á ástandi stofnanna á þessum slóðum, munum við verða að öllu leyti við þeim,“ sagði talsmaðurinn. Samkvæmt frétt Financial Ti- mes verða kanadískir embættis- menn sendir í vikunni til Brussel til þess að mótmæla meintri of- veiði spænsku, portúgölsku og þýsku togaranna undan Ný- fundnalandi. Munu þeir jafnframt bera fram þá ósk kanadíska sjáv- arútvegsráðherrans að bandalagið fallist á algjört þorskveiðibann utan 200 mílna efnahagslögsög- unnar við austurströnd Kanada. Grænland og Rússland: Gagnkvæmar veiðiheimildir Kaupmaiinahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLAND og Rússland hafa ákveðið að taka upp samvinnu í veiðum á Barentshafi og við austurströnd Grænlands. Þetta varð að samkomulagi, þegar rússnesk samninganefnd kom til Nuuk í síðustu viku. Rússar og Grænlendingar munu skiptast á fiskveiðiheimildum á þann hátt að grænlenskir sjómenn fái hlut í kvóta Rússa á Barents- Reuter Suzuki ber vitni Zenko Suzuki, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, ber hér vitni fyrir fjarlaganefnd neðri deildar japanska þingsins í gær og svarar spurningum um meinta aðild hans að mútumáli, einu mesta hneyksl- ismáli í sögu Iandsins. Suzuki kvaðst saklaus af því að hafa þegið mútur. hafí og rússneskir sjómenn fái að veiða við austurströnd Grænlands. Danska utanríkisráðuneytið verður að samþykkja samninginn og þarf í því sambandi að taka tillit til fiskveiðisamninga Græn- lands við Evrópubandalagið. Sam- kvæmt þeim eiga sjómenn frá EB-löndunum forgangsrétt á þeim hluta grænlenska fiskveiðikvótans sem Grænlendingar nýta ekki sjálfir. A samningafundinum í Nuuk var einnig gengið frá því að fisk- vinnsla grænlensku landstjórnar- innar, Royal Greenland, kaupi 4000 tonn af þorski af Rússum. Þeim verður landað hjá græn- lenskum fiskverkunai-fyrirtækjum frá því í febrúarlok til ársloka. Fyrstu 500 tonnin eru á leiðinni tií Paamiut (Frederiksháb). Auk þess munu Rússarnir landa 1500 tonnum af rækju hjá rækju- verksmiðjunum á Norðvestur- Grænlandi í haust. Hvort tveggja á að tryggja næga atvinnu í verk- smiðjunum. Royal Greenland get- ur ekki flutt þessar framleiðsluvör- ur tollfijálst til EB. Tollfrelsi Grænlendinga þar nær aðeins til fisks, sem þeir veiða sjálfir. Þess vegna er ætlunin að selja vörur þessar á Bandaríkjamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.