Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 44
Rétíi vcá~ kosturinn SJOVAÖPALMENNAR *t8mffl$toib RISC SYSTEM/6000 KEYRIR UNIX FRAMTlÐARINNAR: IBMAIX • MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍm 091100, FAX 691181, POSTHOLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hnífsdalur: Lávið -,stórslysi er strætis- vagn fauk ísafirðw VIÐ stórslysi lá þegar þrítug kona og fjögurra ára dóttir hennar fest- ust undir strætisvagni sem Cii.uk til í hvassviðri á Hnífsdal í gær. Konan fótbrotnaði og dóttir henn- ar upphandleggsbrotnaði, en í fyrstu var talið að um mun alvar- legri áverka á þeim væri að ræða. Að sögn bílstjóra vagnsins var ^Jjann að fara frá fyrstu biðstöð við Oalbraut í Hnífsdal. Þá hreif sterk vindhviða bílinn, og ýtti honum þversum út í vegkant þar sem hann stöðvaðist á hörðum snjóruðningi. Við það lyftist vagninn vindmegin, og munaði litlu að hann ylti fram af 10-15 metra háum bökkum. Mæðgurnar, sem nýfarnar voru úr vagninum, urðu fyrir honum og fest- ust undir honum. Öflugur gaffallyft- ari var strax fenginn úr Rækjuverk- smiðjunni skammt frá og með honum og hjálp fólks sem dreif að tókst að -—^lá mæðgunum undan bflnum. í fyrstu var óttast að um mjög alvar- lega áverka væri að ræða, en að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði reyndist móðirin vera fótbrotin og dóttir hennar upphand- leggsbrotin. Bíllinn er óskemmdur eftir óhappið. Úlfar Bifreiðar fukuí hávaðaroki Morgunblaðið/Júlíus Áttatíu nemendur úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði sluppu með skrekk- inn þegar tvær rútur, sem þeir voru farþegar í, fuku út af Suðurlands- vegi, skammt ofan við Litlu kaffístofuna. Önnur rútan valt þegar nemend- urnir voru nýfarnir út úr henni. Lögregla stöðvaði alla umferð um Suður- landsveg í tvær stundir í gærmorgun, en þá var ekki stætt þar sökum hvassviðris. Á myndinni sjást rúturnar tvær, önnur á hliðinni, og aðrar bifreiðar, sem ökumenn þurftu að stöðva til að bíða af sér veðrið. Sjá „Farþegar rétt sluppu út..." á miðopnu. Álitsgerð lögfræðings: Skipulagðri leit er hætt VEGNA veðurs var í gær ekki hægt að leita að mönnunum þremur sem saknað er eftir að skuttogarinn Krossnes fórst á Halamiðum á sunnudag. Ekki viðraði til leitar á Hala- miðum í gær frekar en í fyrra- dag, en leitað var allan sunnudag- inn. Gunnar Bergsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segir að skipulegri leit hafi verið hætt en reynt verði að fljúga yfír svæð- ið þegar veður leyfir. Sjópróf hefjast í Stykkishólmi á morgun. Sjá ennfremur fréttir á bls. 7. Útgerðarfélög missa veiði- rétt við erlenda eignaraðild MÖGULEIKAR olíufélaganna hér á landi til þess að eignast hlut í félög- um sem hafa leyfi til fiskveiða við ísland eru mjög takmarkaðir ef olíufélögin eru ekki að öllu Ieyti í eign íslenskra aðila. Olíufélögunum er út af fyrir sig heimilt að eignast hlutabréf í hvaða útgerðarfélagi sem er, en við það glatar útgerðarfélagið veiðiréttindum sínum, sam- kvæmt lögfræðilegri álitsgerð Gests Jónssonar hrl. sem hann vann að beiðni Skeljungs hf. Þannig kynnu þau sjávarútvegs- fyrirtæki sem Olíufélagið hf. á hlut í að glata veiðiheimildum sínum, ef Kuwait Petroleum, Q-8, kaupir 31% hlut Sambandsins í Olíufélaginu, en viðræður þar um eiga sér nú stað milli fyrirtækjanna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að til þess að forða slíku yrði Olíufélagið að selja sinn hlut í sjávar- útvegsfyrirtækjum þeim sem það á hlut í, ef af sölu Sambandsins til Q-8 yrði, en samtals á Olíufélagið nálægt eitt hundrað milljónum króna í hlut- afé í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Sama máli gegnir um Skeljung og OLÍS. Hvort olíufélag um sig á eftir því sem næst verður komist nálægt eitt hundrað milljónum í hlut- afé í sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar um landið. I álitsgerðinni þar sem Gestur fjallar um breytingar þær sem orðið hafi við lög nr. 34/1991 sem fjalla um almenna heimild fyrir erlenda aðila til þess að fjárfesta í íslensku atvinnulífí segir m.a.: „í reynd fela lögin því í sér algert bann við því að erlendir aðilar, með beinum eða óbeinum hætti, gegnum eignarhald á íslenskum fyrirtækjum, geti öðlast rétt til fískveiða við Island." Sjá nánar Af innlendum vett- vangi á miðopnu, bls. 22-23. Forsætisráðherra um Wiesenthal-málið: ísraelska utanríkisráðu- neytið afhenti ekki bréfið Nauðsynlegt að skoða réttarstöðu Eðvalds Hinrikssonar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að í skeyti frá Yngva Yngvasyni sendiherra kæmi fram að ísraelska utanríkisráðuneytið hefði ekki afhent honum bréf Wiesent- hal-stofnunarinnar sem sendiherrann færði forsætisráðherra meðan á heimsókn hans til ísraels stóð. Sagði Davíð að afhending bréfsins hefði ekki haft nein áhrif á heimsókn sína til ísraels, sem hefði í öllum aðal- dráttum verið afskaplega vel heppnuð. **& Umræðurnar voru haldnar að beiðni Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, sem lagði 12 spurningar um ísraelsheim- sóknina fyrir forsætisráðherra. I svörum Davíðs kom m.a. fram að heimsóknin hefði verið rædd i ríkis- stjórn áður en ákvörðun um hana ^ar tekin en utanríkisráðherra hefði ekki verið viðstaddur vegna fjarveru erlendis. Davíð sagði við umræðurnar á W«a»aBMK«»WIM»«Mfil<ll<Wlllllllfllli|it'Wlill|i|llMilllll'il»l»l»l» Alþingi í gær að í bréfi Wiesenthal- stofnunarinnar væru mjög alvarlegar ákærur á hendur íslenskum ríkis- borgara. Ríkisstjórnin myndi skoða málið mjög vandlega og skoða rétt- arstöðu þess einstaklings sem ásak- aður væri í bréfinu og hvaða skref væru eðlileg áður en Wiesenthal- stofnuninni yrði svarað. „Þetta mál er um atburði sem gerðust fyrir hálfri öld. Ég tel af- skaplega mikilvægt að menn tali tMMMMMMM mjög varlega um mál af þessu tagi. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að skoða réttarstöðu þessa íslenska rík- isborgara. Ég tel að hann eigi kröfu til þess og að skoðað verði mjög vandlega með hvaða hætti islenska stjórnkerfíð tekur á málum af þessu tagi og hvaða kröfur beri að gera til þess serh iætur uppi jafn þungar ákærur og þessi aðili gerir — hvaða kröfur til sannana beri að gera," sagði Davíð. Hann sagði einnig, að þrátt fyrir að Wiesenthal-stofnunin væri virt og hefði oft haft rétt fyrir sér í ásökunum af þessu tagi, væri það ekki algilt. Sjá ennfremur þingfréttir á blaðsíðu 26. Skoðanakönnun Gallups: 80% telja verðbólgu verða undir 10% í ár TÆPLEGA átta af hverjum tíu íslendingum sem afstöðu taka trúa því að verðbólga næstu 12 mánuði verði innan við 10% og 35% þeirra te^ja að verðbólgan verði innan við 5%, ef marka má niðurstöðu könnunar Gallups fyrir Vinnuveitendasamband ísliiuds um verðbólguvæntingar almennings næstu 12 mánuði. Það er veruleg breyting frá því sem verið hefur, en í fyrrasum- ar taldi innan við þriðjungur að verðbólga yrði innan við 10% næstu 12 mánuði. Athugun á verðbólguvænting- um er gerð með jöfnu millibili á 2-3 mánaða fresti af Gallup fyr- ir VSÍ og sýnir að trú á lágri verðbólgu á næstunni hefur farið verulega vaxandi á síðustu mánuðum. í maí og september í fyrra taldi rúmlega helmingur aðspurðra eða 54 og 55% að verðbólga yrði á bilinu 10-19%, rúmlega fjórðungur eða 30% og 27% að hún yrði 5-9% og aðeins 1% að hún yrði minna en 5%. í desember 1991 töldu 12% að verðbólgan yrði innan við 5%, tæpur helmingur eða 43% að hún yrði 5-9% og 36% að hún yrði 10-19%. Nú í febrúar telja 35% að verðbólgan verði innan við 5%, önnur 42% að hún verði 5-9% og 18% að hún verði á bilinu 10-19%. Ef tekið er meðaltal af vænt- ingum almennings um verðlags- horfur þá taldi almenningur í maí í fýrra að verðbólgan yrði 15% og í september 16%. í des- ember var samsvarandi tala 12% og er nú 8%. Mismunur á vænt- ingum fólks um verðbólgu og á raunverulegri verðbólgu hefur verið á bilinu 7-13% á síðustu tveimur árum sem væntingarnar hafa verið hærri en verðbólgan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.