Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 26
Í6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 Umræður utan dagskrár um ísraelsför forsætisráðherra: I megindráttum afskap- lega vel heppnuð heimsókn - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra MIKLAR umræður urðu utan dag- skrár á Alþingi í gær vegna nýaf- staðinnar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til ísraels og um afhendingu á bréfi Wiesenthal-stofnunarinnar til for- sætisráðherra meðan á heimsókn hans stóð. Umræðurnar fóru fram að beiðni Ólafs Ragnars Grímsson- ar, formanns Alþýðubandalagsins, sem lagði tólf spurningar fyrir forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson spurði m.a. hvers vegna heimsóknin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórninni áður en hún var ákveðin, hver af- staða forsætis- ráðherra og ríkis- . stjórnarinnar "væri til morðsins á Abbas Musawi og árásar ísraels- hers á þorpin Kafra og Yater, hvort forsætisráðherra hefði rætt skýrslu Amnesty International um mann- réttindabrot í ísrael við forsætisráð- herra landsins og hvers vegna hann hefði heimsótt herteknu svæðin og þar með lagt blessun sína yfir hernám ísraels á landsvæðum Pal- estínumanna. Ólafur Ragnar beindi ennfremur þeim spurningum til Davíðs, hvort .hann væri sammála þeirri niðurstöðu í leiðara Morgunblaðsins 20. febrúar að ísraelsstjórn ætti að biðja forsæt- isráðherra afsökunar, hvort ummæli utanríkisráðherra um að forsætisráð- herra hefði verið leiddur í gildru í heimsókninni og hvort sú afstaða utanríkisráðherra að afþakka heim- boð til ísrael túlki dóm ríkisstjórnar- innar yfír framkomu stjórnvalda í ísrael við forsætisráðherra. Sagði hann að utanríkisráðherra hefði upp- lýst á fundi í utanríkismálanefnd 10. febrúar að heimsóknin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórninni. í ræðu þingmannsins voru einnig lagðar fram þær spurningar hvers vegna forsætisráðherra teldi afstöðu ,. utanríkisráðherra um að hann hefði " átt að hætta við heimsóknina vera ranga, hvort ríkisstjórnin hygðist endurskoða afstöðu sína til stefnu ísraelsstjórnar og málefna Mið- Austurlanda í ljósi þess sem gerst hefði og loks spurði þingmaðurinn hver yrðu viðbrögð ríkisstjórnar ís- lands við bréfi Wiesenthal-stofnunar- innar, sem afhent var forsætisráð- herra f ísrael. Óbreytt stefna Davíð Oddsson fjallaði um ástandíð í samskíptum ísraelsríkis og araba og rakti í ræðu sinni allítar- lega stefnu ís- lenskra stjórn- "Valda í málefnum Mið-Austur- landa. Sagði hann m.a. að stefna núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna væri áþekk í þessum málum. Hún hefði fyrst og fremst verið mótuð með ályktun Alþingis 1989 um að viðurkenna bæri sjálfsá- kvörðunarrétt palestínsku þjóðarinn- ar og tilverurétt ísraelsríkis. Sagði hann að stefna íslenskra stjórnvalda væri skýr og afdráttarlaus. Þá sagði -forsætisráðherra fráleitt að halda því fram að í heimsókn hans fæjist viður- kenning á yfírráðarétti ísraela á hernumdu svæðunum. Sagðist Davíð hafa átt mjög gagnlegar viðræður við forystumenn Israels og að af- hendingu bréfs Wiesenthal-stofnun- arinnar frátalinni hefði heimsókn hans til ísrael verið afar vel heppnuð. Davíð sagði að heimsóknin hefði verið rædd í ríkisstjórninni áður en hún var ákveðin en utanríkisráðherra hefði þá verið erlendis en starfandi utanríkisráðherra hefði verið á fund- inum. Forsætisráðherra sagði einnig að hann hefði látið koma fram að ís- lensk stjórnvöld hörmuðu atburðina í samskiptum ísraels og Palestínu- manna í viðræðum við Shamir for- sætisráðherra. Þá benti Davíð á að tugir ráðherra annarra landa hefðu heimsótt ísrael að undanförnu og hann hefði því á engan hátt rofið einangrun Israels með heimsókn sinni. „Menn á Vesturlöndum telja mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá fyrstu hendi og láta sín sjónar- mið koma fram við þessa aðila," sagði hann. Davíð sagði að ísraelska utanrík- isráðuneytið hefði ekki haft milli- göngu um að afhenda sér bréf Wies- enthal-stofnunarinnar og vitnaði til skeytis frá Yngva Yngyasyni sendi- herra þar sem stæði að vegna mis- sagna íslenskra fjölmiðla um þetta mál væri tekið fram að bréfið hafi verið afhent sendiherranum af gesta- móttöku Hotel King David og fréttir þess efnis að utanríkisráðuneytið hefði afhent bréfið væru ekki á rök- um reistar. Ákæran hefði ekki borist í tal Davíðs Oddssonar með forseta, forsætísráðherra og utanríkísráð- herra ísraels en forseti þingsins hefði tekið málið upp og sagst gera það að eigin frumkvæði. Sagði Davíð að afhending bréfsins hefði ekki haft nein áhrif á heimsókn sína til Israels. Um viðbrögð við bréfi Wiesenthal- stofnunarinnar sagði Davíð að í því væru mjög alvarlegar ákærur á hendur íslenskum ríkisborgara. „Mér fannst ekki viðeigandi að ég ræddi það mál á erlendri grundu og lýsti því yfir að ég myndi ekki taka það mál til efnislegrar umræðu nema á íslandi. Þetta mál er um atburði sem gerðust fyrir hálfri öld. Ég tel af- skaplega mikilvægt að menn tali mjög varlega um mál af þessu tagi. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að skoða réttarstöðu þessa íslenska rík- isborgara. Ég tel að hann eigi kröfu til þess og að skoðað verði mjög vandlega með hvaða hætti íslenska stjórnkerfið tekur á málum af þessu tagi og hvaða krófur beri að gera til þess, sem læturuppi jafn þungar ákærur og þessi aðili gerir, hvaða kröfur til sannana beri að gera. Ég vek athygli á að þrátt fyrir að hér sé um mjög virta stofnun að ræða sem hefur margoft reynst hafa rétt fyrir sér í ásökunum af þessu tagi er það fjarri því að vera algilt," sagði Davíð og bætti við að ríkisstjórnin myndi athuga málið vandlega og skoða réttarstöðu þess einstaklings sem að væri vegið og hver væru eðlileg skref áður en Wiesenthal- stofnuninni yrði svarað. Ekki vel heppnuð heimsókn Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir(Kv-Rv) sagði að forsætisráðherra væri einn um þá skoðun að heimsókn hans til ísraels hefði verið vel heppnuð. „í rauninni er þessi ferð leiðindaferð sem hefði betur aldrei verið farin," sagði hún. Um afhendingu bréfs Wiesenthal- stofnunarinnar sagði þingmaðurinn m.a. það sína skoðun að ekki væri sjálfgefið að menn færu hefðbundnar leiðir ef þeir teldu mikið liggja við og réttlætinu væri misboðið. Ingibjörg sagði að málið gæfi til- efni til að benda á að stjórnvöld ísra- elsríkis væru ekki sérstakir handhaf- ar réttlætis þrátt fyrir hina skelfilegu helför gegn gyðingum í síðari heims- styrjöldinni. Rakti þingmaðurinn al- varleg mannréttindabrot sem hefðu fylgt Israelum allt frá stofnun ríkis- ins og væru þar hvað alvarlegust brot __ þeirra á Genfarsáttmálanum sem íslendingar væru aðilar að. Vitn- aði hún m.a. í grein eftir Sölva Sölva- son lögfræðing um kynningu á Genf- arsáttmálanum þar sem hann segði m.a. að aðildarríki sáttmálans skuld- bindi sig til að virða og tryggja helgi hans. Aðildarríkin ættu ekki aðeins að sjá til að borgarar þess ríkis færu að sáttmálanum heldur einnig að vinna að því að önnur ríki virtu sátt- málann. Því bæri íslendingum skylda t\l að einangra þá siðferðilega sem hefðu gerst brotlegir við sáttmálann. Eðlilegt að þekkjast boðið Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, sem gegnir störfum utanrík- isráðherra í veikindaforföllum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagðist vilja láta koma fram að hann teldi í alla staði eðlilegt að forsætisráðherra þekktíst boð forsætísráðherra Israels um að fara þangað í opinbera heimsókn. „Heimsókn forsæt- isráðherra var meðal annars liður í þeirri stefnu íslendinga að stuðla að friðsamlegum, samningsbundnum láusnum á deilum Israela og nágranna þeirra," sagði hann. Sagði Jón að það hefði verið eink- ar óheppilegt að heimsókn forsætis- ráðherra hefði verið notuð sem til- efni til að afhenda bréf Wiesenthal- stofnunarinnar. „Þessi atburður varpar því miður nokkrum skugga á þessa heimsókn en er henni annars algerlega óviðkomandi. Eins og kunnugt er hefur utnarikjsráðherra nýlega ákveðið að hætta við áform- aða heimsókn til ísraels í vor, meðal annars með vísan til þess að heim- sókn forsætisráðherra er nú nýaf- staðin," sagði Jón. Páll Pétursson(F-Nv) sagði við umræðurnar að forsætisráðherra hefði aldrei átt að fara þessa ferð. Nú væri skaðinn skeður og þá væri kannski best að gleyma henni. Þing- maðurinn sagði að viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra að slíta fyrirhugaðri heim- sókn sinni til ísraels hefðu verið rétt. Páll kvaðst einnig efast um að rétt væri að ísraelsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af afhendingu bréfs Wies- enthal-stofnunarinnar. „Hvaða hætt- ur hefðu þá getað leynst í vegi hæstv- irts forsætisráðherra ef öryggis hans var ekki gætt betur en svo í þessu ófriðarins landi að menn hefðu getað komist að honum eða fylgdarliði hans með bréf og sendingar?" spurði þing- maðurinn. Páll upplýsi einnig að hann hefði lagt fram tillögu í utanríkismála- nefnd um að nefndin lýsti yfír stuðn- ingi við ákvörðun utanríkisráðherra. Olafur Ragnar Grímsson sagði er hann kom aftur í ræðustól að sú yfirlýsing forsætisráðherra að stefna Islands gagnvart ísrael væri óbreytt eftir heimsóknina væri furðuleg í ljósi þess að utanríkisráðherra hefði með því að afþakka heimsókn sína til landsins slitið kurteislegum sam- skiptum ríkjanna. Lýsti hann von- brigðum með svör forsætisráðherra, sem hann sagði að hefði vikið sér undan að svara spurningum sem vörðuðu níðurstöður í leiðara Morgunblaðsins og afstöðu utanrík- isráðherra. Af máli hans hefði mátt ráða að ákvörðun utanríkisráðherra hefði byggst á misskilningi. Davíð Oddsson kom aftur í ræðustól og sagði m.a. að ekki væri meginágrein- ingur á milli sín og utanríkisráðherra um afstöðuna til ísraels. Endurskoðuð vegaáætl- un fyrir árin 1991-94 HALLDÖR Blöndal samgönguráð- herra mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um vegaáætlun fyrir árin 1991-1994. Tillagan gerir ráð fyrir að útgjöld til vegamála lækki um 515 milljónir króna, verði sam- kvæmt áætluninni 5565 milljónir króna. Ráðherra sagði einnig í sinni ræðu að hann hefði skipað nefnd til að endurskoða gildandi vegalög. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gerði grein fyrir því að þegar vegaáætlun fyrir árin 1991-94 var samþykkt sl. vor, var ráð fyrir því gert að markaðir tekjustofnar vega- sjóðs yrðu nýttir til hins ýtrasta, þ.e. að þeir yrðu hækkaðir eins og lög heimiluðu. Þá hefði einnig verið við það miðað að afsláttur á blýlausu bensíni yrði lagður niður. Með hliðsjón af markmiðum ríkis- stjórnarinnar um að halda verðbólgu niðri og stuðla að hófsömum samn- ingum á vinnumarkaði, þætti ekki fært að nýta markaða tekjustofna eins og fyrirhugað var. Bensíngjald og þungaskattur var hækkað um 2% í upphafi þessa árs, en ekki væri frekari hækkun fyrirhuguð á árinu, þá yrði ekki heldur lagður niður af- sláttur af blýlausu bensíni eins og fyrirhugað var. En samkvæmt lögum Um fjáröflun til vegagerðar mætti hækka bensíngjald um 5% og þunga- skatt um 10% umfram það sem gert var um áramótin. Af þessum ástæðum yrðu mark- aðar tekjur um 250 milljónum króna lægri heldur en reiknað hafði verið með í fyrravor. Við afgreiðslu fjár- laga þessa árs var ákveðið í þeim tilgangi að draga úr halla ríkissjóðs, að 265 milljónir af tekjum vegasjóðs rynnu í ríkissjóð. Til ráðstöfunar í vegaáætlun yrðu þá 515 milljónum króna lægri upphæð heldur en gild- andi vegaáætlun gerði ráð fyrir. Lækka yrði gjaldahlið áætlunarinnar til samræmis við þetta. Samgönguráðherra gerði nokkra grein fyrir niðurskurðinum. Við lækkun útgjalda hefði viðhalds- og þjónustuliðum verið hlíft. Væri það byggt á þeirri skoðun að þessir liðir þyldu ekki lækkun, ef halda ætti vegakerfinu í nothæfu ástandi. Lið- urinn stjórn og undirbúningur lækk- ar um 15 milljónir króna. Aðrir liðir lækka þá samtals um 500 milljónir króna. Sú lækkun dreifist í aðalatrið- um hlutfallslega jafnt en helstu undantekningar eru vegna samnings sem þáverandi fjármálaráðherra 01- afur Ragnar Grímsson gerði við borgarstjóra Reykjavíkur í apríl sl. vor um greiðslu skuldar ríkisins við Reykjavíkurborg. Til að standa við þann samning hækkaði fjárveiting til höfuðborgarsvæðisins lítillega í heild. Þá væri einnig reiknað með því í tillögunni að fjárveiting til Vest- fjarðaganga lækki ekki. Við af- greiðslu vegaáætlunar hefði verið gert ráð fyrir að aflað yrði lánsfjár til viðbótar fjárveitingu í vegaáætl- uninni til að halda mætti uppi eðlileg- um framkvæmdahraða. Verksamn- ingur sem gerður var sl. sumar var í samræmi við þessi áform. Sam- kvæmt honum var ætlað að afla lánsfjár að upphæð um 250 milljónir króna. Við gerð fjárlaga var ákveðið að afla ekki þessa lánsfjár. Við þessar aðstæður er lagt til í tillögunni að fjárveiting til Vestfjarðaganga hald- ist óbreytt. Yrði að semja við verk- taka verksins um að hægja á verkinu. Ræðumaður taldi það allrar at- hygli vert að, þrátt fyrir þá lækkun útgjalda sem fælust í tillögunni myndu heildarútgjöld til vegamála verða heldur meiri en verið hefði undanfarin ár. Fjárveitingar til nýrra framkvæmda yrðu svipaðar og voru á síðasta ári en viðhald og þjónusta fengju heldur meira í sinn hlut. Endurskoðun vegalaga Samgönguráðherra vildi nota tæk- ifærið til að víkja nokkrum orðum að endurskoðun vegalaga en gildandi vegalög væru að stofni til frá árinu 1963. Forveri sinn í embætti hefði falið vegamálastjóra að vinna upp hugmyndir að endurskoðun veg- alaga. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra kvaðst hafa fengið þær hugmyndir í hendur um áramótin. í framhaldi þessa hefði hann skipað nefnd til að taka þessar hugmyndir til skoðunar og frekari vinnslu. For- maður nefndarinnar er Þórhallur Jósefsson deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, en aðrir eru Helgi Hall- grímsson - vegamálastjóri, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðar ríkisins, og alþingismennirnir Árni Mathiesen (S-Rn), Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), Karl Steinar Guðnason (A-Rn) og Pálmi Jónsson (S-Nv). Samgönguráðherra vænti þess að nefndin myndi skila niðurstöðu á þessum vetri. Að endingu lagði samgönguráð- herra til að tillögunni yrði vísað til samgöngunefndar en fjárlaganefnd athugaði einnig áhrif tillögunnar á hag ríkissjóðs. Skorið þar sem síst skyldi Jón Helgason (F-Sl) taldi niður- skurð til vegamála orka mjög tvímæl- is, sérstaklega á samdráttartímum. Þá væru vegaframkvæmdir öðrum fremur hagkvæmari, þess mætti vænta tilboð í verk væru i lægri kantinum og líta yrði til atvinnusjón- armiða. Þetta væru ódýrar fram- kvæmdir þegar tillit væri til þess tekið að þær væru unnar með tækj- um sem ella væru ekki nýtt og eng- inn deildi um það að betra væri að borga mönnum vinnulaun fremur en atvinnuleysisbætur. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) fyrrum samgönguráðherra vildi leið- rétta það sem fram hefði komið í ræðu samgönguráðherra um að til hefði staðið að afnema afslátt af blý- lausu bensíni. Fullur vilji hefði verið fyrir því að hafa verðmun á blý- og blýlausu bensíni. Ekki hefði verið ætlunin að hvatning til notkunar á blýlausu bensíni yrði til þess að rýra tekjur vegasjóðs. Það væri tæknilegt úrlausnarefni að halda uppi verð- hvatningu án þess að rýra tekjur sjóðsins. Að lausn þessa máls hefði verið unnið í samgönguráðuneytinu og vilda hann spyrja eftirmann sinn í embætti samgönguráðherra hvað þessu starfi liði? Steingrímur taldi það villandi ef ekki blekkingu að halda því fram að heildarútgjöld til vegamála yrðu meiri á þessu ár heldur en síðasta. Það mætti reyndar vísa til töflu sem væri í greinargerð. En sú tala sem þar kæmi fram fyrir árið 1991 væri segði bara hluta sögunnar. Þar kæmu útgjöldin fram eftir að skorið hefði verið niður um 350 milljónir. Ef það hefði komið fram sem upphaf- lega hefði verið áætlað, hefði stór- felldur niðurskurður blasað við. Steingrími J. Sigfússyni var þessi tillaga til vegaáætlunar. hið mesta harmsefni, hann taldi þann niður- skurð sem tillagan gerði ráð fyrir nema 766 krónum að raungildi. 250 milljónir væru teknar með því að hverfa frá lántöku vegna Vestfjarða- ganga en færa þær framkvæmdir yfir á vegasjóðinn s.em yrði þá að mæta þessari byrði með skerðingu á öðrum framkvæmdum. 265 milljónir króna af fé vegasjóðs væru gerðar upptækar í ríkissjóðs og rúmlega 251 milljónir króna væru vegna þess að markaðir tekjustofnar væru ekki full- nýttir. Ekki tókst að ljúka umræðum um tillöguna. Fleiri þingmenn tóku til máls og verður gerð grein fyrir ræð- um þeirra síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.