Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 Fullyrðingum mennta- málaráðuneytis mótmælt Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing. frá for- mönnum aðildarfélaga Kenn- arasambands íslands á Stór- Reykjavíkursvæðinu: „Háttvirtur menntamálaráð- herra Ólafur G. Einarsson og að- stoðarmaður hans Ólafur Amarson hafa í fjölmiðlum haldið því fram að kennarar noti kennslustundir til að ófrægja ráðherrann. Við mótmælum þessari fullyrðingum fí harðlega. Hver kennslustund er dýrmæt. Kennurum er ljós sú ábyrgð sem á þeim hvílir og líta á það sem skyldu sína að vera óhlut- drægir í starfi sínu. Ólafur Arnar- son aðstoðarmaður menntamála- ráðhera heldur því fram í Morgun- blaðinu 11. febrúar að kennarar fái árslaun fyrir níu mánaða vinnu. Við vísum þessari ásökun á bug og biðjum aðstoðarmanninn að kynna sér kjarasamninga kennara. Menntamálaráðherra hefur haldið því fram að fundir foreldra og ályktanir frá þeim séu eingöngu verk kennara. Þetta er rangt. For- eldrar hafa leitað eftir samstarfi við kennara vegna þeirra óvissu sem ríkir í skólamálum í landinu. Fundir einstakra skóla eða skóla- hverfa hafa verið skipulagðir af foreldrum og kennurum saman eða eingöngu foreldrum. Fimmtudag- inn 13. febrúar gengu nemendur í grunnskólum Stór-Reykjavíkur- svæðisins fylktu liði á fundi menntamálaráðherra og afhentu honum undirskriftalista nemenda í 8.-10. bekkjum grunnskóla. í sjónvarpsfréttum sama kvöld hélt ráðhrra því fram að kennarar hefðu staðið að baki þessum undir- skriftalistum, gefið nemendum frí til að fara á fundinn, að eitthvað sé að í skólakerfinu og að ástæða sé til að laga til kennaramenntun- ina í landinu. Samtök kennara hafa á engan hátt haft afskipti af undirskrifta- söfnun nemenda og margir kenn- arar jafnvel ekki vitað af henni fyrr en fjölmiðlar fluttu fréttir af fundi nemenda og menntamálaráð- herra. Skólastjórar munu ekki hafa gefið nemendum frí en þeir hafa einir leyfi til þess. Við viljum gjarn- an fá nánari skýringu á því hvað menntamálaráðherra telur vera að í skólakerfinu og hvernig kennara- menntun tengist þessari undir- skriftasöfnun. Við hörmum þá tor- tryggni og það vantraust sem yfir- menn menntamála bera til kenn- ara. Ásakanir þeirra mega ekki verða til þess að gjá myndist milli kennara og foreldra nemenda þeirra. Samstarf foreldra og kenn- ara hefur aukist til muna undan- farin ár og verið óijúfanlegur og ómissandi þáttur skólastarfsins. Kynning á Asatrú ÁSATRÚARFÉLAGIÐ gengst nú fyrir kynningarátaki. Markmiðið er að vekja íslend- inga til vitundar um menningar- arf sinn. Þriðji fyrirlestur í því kynning- arátaki er framundan og fjallar Dagur Þorleifsson um hina illvígu stríðskappa norrænna manna, ber- serki. Fyrirlesturinn verður hald- inn fimmtudaginn 27. þessa mán- aðar í Stúdentakjallaranum kl. 20.00. (Fréttatilkynning) Sölufólk óskast Óskum eftir að ráða vant sölufóik til sölu- starfa. Starfið felst í sölu á myndböndum í gegnum síma á kvöldin. Vinnutími frá kl. 18.30-22.30. í boði er gott tímakaup + sölubónus. Lágmarksaldur 20 ár. Upplýsingar gefur Skúli í síma 677986 á skrifstofutíma. H/l Y N D B A .N 0 fl 9¥>*E> RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður LANDSPITALINN BÆKLUNARLÆKNINGADEILD SÉRFRÆÐINGUR í BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGUM Laus er til umsóknar staða sérfræðings (100%) í bæklunarskurðlækningum við bækl- unarlækningadeild Landspítalans. Þess er sérstaklega óskað að umsækjandi sjái um bæklunaraðgerðir á börnum. Staða þessi er laus frá 01.04.92. Umsækjandi skal hafa sérfræðiviðurkenn- ingu í bæklunarskurðlækningum á íslandi. Umsóknum skal fylgja greinargerð um nám og fyrri störf (curriculum vitae). Einnig upp- lýsingar um vísindalegar rannsóknir og rit- skrár. Umsóknir sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 22. mars 1992. Nánari upplýsingar veitir dr. Stefán Haralds- son, yfirlæknir. RÍKISSPÍT ALAR Ríklsspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Orðsending til bænda á fjárskiptasvæðum Þeir bændur, sem ætla að kaupa líflömb í fyrsta eða annað sinn nk. haust eftir samn- ingsbundið fjárleysi, þurfa að leggja inn skrif- lega pöntun á líflömbum fyrir 25. mars nk. Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan líflömb verða tekin. Aðeins koma þeir aðilar til greina, sem lokið hafa fullnaðar sótthreinsun á fjárhúsum, hlöðum og umhverfi þeirra. Svör við pöntunum munu berast í júní nk. hvar taka má líflömb haustið 1992. Sauðfjárveikivarnir, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. FÉLAG lÍFASTEIGNASALA Aðalfundarboð Aðalfundur Félags fasteignasala og Ábyrgð- arsjóðs Félags fasteignasala verður haldinn í veitingasalnum „Háteigi" á 4. hæð á Hótel Holiday Inn við Sigtún fimmtudaginn 27. febrúar 1992 kl. 17.00 síðdegis. Á dagskrá aðalfundar verða eftirtalin mál: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar. 4. Kjör endurskoðanda. 5. Ákvörðun félagsgjalda. 6. Lagabreytingar. 7. Önnur mál. Stjórnin. Útboð - Setbergsskóli II Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu 2. áfanga Setbergsskóla. Byggingin er á tveimur hæðum, samtals 1600 m2. Verktaki tekur við steyptri botnplötu og verktími er til 30. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent frá miðvikudegi 26. febrúar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 30.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Félagsvist Félagsvist verður haldin í Valhöll fimmtudaginn 27. febrúar 1992 og hefst kl. 20.30. Kaffiveitingar og góðir vinningar. Hverfafélag siálfstæöismanna i Laugarnes- hverfi, Langholtshverfi og Háaleitishverfi. Lærið vélritun Morgunámskeið hefst 2.mars Vélritunarskólinn, sími 28040. □ GLITNIR 599202267 = 1 HELGAFELL 59922267 IV/V 2 I.O.O.F. 9 = 1732268V2 = I.O.O.F. 7 = 1732268V2 = 9.0 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. /ffh SAMBAND ÍSLENZKRA ijdí'S KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleitisbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Hrönn Sigurðar- dóttir og Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Skyggnilýsingafundur Glynn Edwards heldur skyggni- lýsingafund á vegum Ljósgeisl- ans fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.30 í Síöumúla 25. Nánari upplýsingar í síma 686086. Ljósgeislinn. Lífsmyndir - sjálfsþekking Spennandi námskeið 20. til 22. mars. Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir. Notum æviferilinn sem stuðning fyrir nútíðina og stökkbretti inn i framtíðina. Upplýsingar og skráning til 5. mars hjá Nýaldarsamtökunum. FERÐAFELAG # ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533 Helgarferð - Botnssúlur 29/2-1/3 Ekið verður að Svartagili í Þing- vallasveit og gengið (um 4 klst.) þaðan í Súlnadal í Bratta, skála Alpaklúbbsins, og gist þar. Brottför er kl. 09.00 laugardag. Einstök ferð fyrir þá sem vilja kynnast vetri á fjöllum með reyndum fararstjóra. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Næsta helgarferð verður á Snæ- fellsjökul 13. mars. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Miðvikudagur 26. febr. kl. 20.30 - Kvöldvaka FÍ - Breiðafjarðareyjar Á kvöldvöku í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 26. febrúar, mun Ævar Petersen draga fram sérkenni Breiða- fjarðareyja í myndum með til- heyrandi útskýringum. Ævar skrifaði um „Náttúrufar Breiða- fjarðareyja" í árbók F( 1989 og er manna kunnugastur dýralífi og náttúrufari eyjanna. Missið ekki af leiðsögn Ævars um þessa „matarkistu" íslendinga á fyrri tið; þar kemur margt forvitnilegt í Ijós. Myndagetraun verður á dagskrá að vanda og getur þá fólk látið reyna á þekkingu á landinu. Aðgangur er kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Kvöldvakan hefst kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Munið aðalfund Ferðafélagsins miðikudaginn 4. mars nk. f Sóknarsalnum. Venjuleg aðal- fundarstörf. Pantið tímanlega á vetrarfagn- aðinn 7. mars i Básnum, ölfusi. Skemmtun sem enginn ætti að missa af. Hægt verður að skrá sig á kvöldvökunni. Miðaverð aðeins 3.600 kr. Verið með! Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.