Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 27 Morgunblaðið/Rúnar ^ór Pakkar afhentir í afmæliskaffinu Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa hélt upp á 50 ára afmæli Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í gær og var mikið um dýrðir í kaffitímanum af þessu tilefni. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög á meðan starfsmenn gæddu sér á tertu og síðan söng Hólmfríður Benediktsdóttir við undirleik Björns Steinars Sól- bergssonar. Þá voru starfsmönnum færðar gjafir frá SH í tilefni hálfrar aldar afmælis samtakanna og virtist þeim falla gjöfin vel í geð, en hún var m.a. svunta og spil. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, sagði að SH væri Útgerðarfélaginu afar mikilvægt og það hefði sýnt sig að um væri að ræða gott fyrir- komulag hvað samtökin varðar. ÚA er annað stærsta aðilarfélagið að SH með um 11% hlut af heildarstarf- semi samtakanna. Fyrirhugað að stofna Samtök atvinnulífsins Atvinnumálanefnd Akureyrar boðar til kynningarfundar á föstudag ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur í samráði við Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Verslunarráðs kannað að undan- förnu grundvöll þess að stofna á Akureyri samtök aðila seJlT standa í einhvers konar atvinnurekstri. Viðbrögð við athugun- inni hafa verið jákvæð, þannig að ákveðið hefur verið að boða til kynningarfundar um stofnun slíkra samtaka á Hótel KEA á föstudag kl. 13.30. Á fundinum mun Vilhjáhnur m.a. fjalla um starfsemi slíkra samtaka. Tilgangur fundarins er að kanna hvort áhugi sé meðal at- vinnurekenda á Akureyri um myndun breiðfylkingar allra þeirra sem á einn eða annan hátt tengjast atvinnurekstri, til að ná fram fram fjölmörgum hagsmun- amálum atvinnulífsins í bænum. Verði niðurstaða fundarins já- kvæð er hugmyndin að mynda undirbúningshóp til að vinna að framgangi málsins. Verði af stofnun Samtaka at- vinnulífsins á Akureyri hyggjast þau m.a. standa fyrir fundum um atvinnumál í bænum, gefa út fréttabréf um málefni atvinnuveg- anna og beita sér fyrir námskeiðs- haldi í þeirra þágu. Þá er hug- myndin að samtökin muni beita sér fyrir samstarfi og samvinnu við erlend verslunarráð m.a. með því að safna upplýsmgum um er- lend viðskiptasambönd, vera leið- andi í kynningu á Akureyri m.a. með sýningarhaldi á framleiðslu- vörum af Eyjafjarðarsvæðinu og kanna grundvöll þess að koma "í" fót söluskrifstofu fyrir eyfirska framleiðslu, þjónustu og hugvit bæði á innlenda og erlenda mark- aði. Þá munu samtökin einnig beita sér fyrir atvinnunýjungum í bæjarfélaginu. Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps: Bör Börson jr. afar vel tekið á frumsýningu Ytri-Tjðrnum. HÚSFYLLIR var og góð stemmning í samkomuhúsinu á Melum í Hörgárdal þegar Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps frum- sýndi gamanleikinn Bör Börson jr. síðastliðið föstudagskvöld. Verkið er samið upp úr skáldsögu Johans Falkberget, en Thor- alf Sandö samdi ieikritsgerðina. Alls eru 15 leikarar í sýning- unni og þeim leikstýrði Eggert Kaaber. Mikil og góð leiklistarhefð er í Hörgárdal og þar hafa verið settar upp fjölmargar leiksýningar á undanförnum áratugum, enda eru flestir leikara sviðsvanir og skila hlutverki sínu með sóma. Með aðalhlutverkið fer Þórður Steindórsson, en hann leikur sjálf- an Bör Börson með miklum tilþrif- um. Hann er á sviðinu nær allan tímann og heldur uppi stöðugum dampi og er í einu orði sagt sprenghlægilegur, en hefur þó næma tilfinningu fyrir því að of- leika ekki. Aðrir leikarar standa einnig vel fyrir sínu, þannig að útkoman verður mjög skemmtileg og fjörug sýning. Ný brú er komin á Hörgá og bundið slitlag nánast alla leið, ekkert ætti því að vera því til fyrir- stöðu að Akureyringar og aðrir nágrannar Hörgdæla drifu sig á leiksýninguna á Melum. Þeir verða ábyggilega ekki fyrir vonbrigðum. Þriðja sýning á verkinu verður í kvöld, þriðudagskvöld, og sú fjórða á fimmtudagskvöld, en sýn- ingar hefjast kl. 20.30. -Benjamín Frá fundi Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Hótel KEA fyrir skömmu. Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra: Fimmti hver íslendingur fær gigt einhvern tíma ævinnar Morgunblaðið/Rúnar Þór Fákurinn yfirfarinn Þeir félagar, Gummi og Halli, voru á dögunum að dytta að mótorfák einum og ekki var annað að sjá en það hafi farist þeim vel úr hendi. HELSTU baráttumál Gigtarfé- lagsins á Norðurlandi eystra eru að fá fastráðinn sérfræðing í gigtlækningum við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og að koma upp varanlegri iðjuþjálfun- araðstöðu fyrir gigtsjúka á Akur- eyri. Þetta kom fram á fundi sem félagið efndi til fyrir skömmu á Hótel KEA. Á fundinum kynnti Ingvar Teits- son gigtlæknir iðjuþjálfun fyrir gigtsjúka, sem hefst að Bjargi á Akureyri 6. mars næstkomandi, en þá mun Anna Sveinbjörnsdóttir yf- iriðjuþjálfi hjá Gigtarfélagi íslands, GÍ, koma og leiðbeina gigtsjúkum um hjálpartæki, liðvernd og fleira er að iðjuþjálfun lýtur. Til þessa hafa gigtsjúkir norðanlands ekki átt kosta á iðjuþjálfun á heimaslóð- um, en fyrirhugað er að iðjuþjálfar Akureyrarkirkja: Sauljánda kirkjuvikan að hefjast SAUTJANDA kirkjuvika Akur- eyrarkirkju hefst á sunnudag, 1. mars, og verður ýmislegt um að vera í kirkjunni af því tilefni alla næstu viku. Fjölskylduguðsþjónusta verður í kirkjunni á sunnudag, þar sem Guðmundur Einarsson fræðslufull- trúi kirkjunnar á Norðurlandi pred- ikar. Á mánudag taka sóknarprest- ar á móti börnum úr 7. bekk Lund- arskóla og á fimmtudag heimsækja börn úr sama bekk Barnaskóla Akureyrar kirkjuna. Þá verður á fímmtudag opið húít fyrir aldraða, þar sem Olöf Leifsdóttir iðjuþjálfi ræðir um þjálfun við daglegar at- hafnir. Um kvöldið verður kvöld- vaka fyrir unga fólkið þar sem boð- ið verður upp á tónlistar- og leik- atriði. Á þriðjudagskvöld verður kvöld- vaka þar sem séra Pétur Sigurgeirs- son, biskup, flytur ræðu, tónlist verður flutt, kórsöngur, og ávarp. Föstumessa verður á miðvikudags- kvöld, sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju predik- ar og kór Glerárkirkju syngur. Einar Gylfí Jónsson forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisiris flytur fyrirlestur um aðstæður ungl- inga, hlutverk uppalenda og sam- skipti foreldra og unglinga í Safn- aðarheimilinu á föstudagskvöld. Hádegistónleikar verða í kirkj- unni kl. 12 á laugardag þar sem Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel Akureyrarkirkju nokkur verk og lesið verður úr ritningunni. Kirkjuvikunni lýkur sunnudaginn 8. mars með hátíðarguðsþjónustu, sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup predikar. GÍ komi norður mánaðarlega á næstunni og verði með aðstöðu á Bjargi. Gigtsjúkir þurfa beiðni frá Iækni til að komast að í iðjuþjálfun og sér Ingvar Teitsson um tíma- pantanir. Ólöf Leifsdóttir iðjuþjálfi v& Kristnesspítala flutti erindi um menntun og starf iðjuþjálfa. Hún útskýrði m.a. að með réttri beitingu liðanna má draga úr hættu á lið- skemmdum. Þá sýndi hún ýmis hjálpartæki fyrir gigtsjúka og út- skýrði hvernig iðjuþjálfar leiðbeina fötluðum við athafnir daglegs lífs. Frosti Jóhannsson, framkvæmd- astjóri norræna gigtarársins á ís- landi ræddi um kynningarátak það sem nú fer fram á Norðurlöndunum, þar sem m.a. er lögð áhersla á hve gigt er algeng. Talið er að fimmti hver íslendingur fái gigt einhvéífi tíma á ævinni. Gigt er algengasta orsök fjarvista úr vinnu og gigtsjúk- dómar eru algengasta orsök fötlun- ar í okkar heimshluta. Á Norður- löndunum eru rösklega 20% allrar örorku vegna gigtsjúkdóma. Þrátt fyrir þetta er minna fé varið til rannsókna á gigtsjúkdómum og til lækninga gigtarsjúklinga en til nokkurs annars sambærilegs heil- brigðisvandamáls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.