Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 33 Sjálf var hún einn af stofnendum Geðverndarfélags íslands og gjald- keri félagsins um skeið. Ellin birtist í ýmsum myndum. Meðal þess sem er heillandi við ellina er þegar hinn aldni reynist fær um að miðla yngri kynslóð af ríkulegri reynslu liðinna áratuga og stofna til vináttu við yngra fólk og byggja þannig brú milli kynslóða. Áslaug Sívertsen bar gæfu til að fá að reyna þessa jákvæðu hlið ellinnar. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Áslaugu Sívertsen. Guð blessi minningu hennar. Gunnlaugur A. Jónsson. Mikil heiðurskona hefur lokið göngu sinni á þessu tilvistarstigi. Frænka mín, Áslaug Sívertsen, gekk á vit feðra sinna þriðjudaginn 18. febrúar eftir langa og giftudrjúga ævi. Ekki er að efa að vel hefur verið tekið á móti henni af fjölmennu frændliði og vinum, sem farnir eru á undan henni. Stór hefur þar verið flokkur Skíðunga úr Skagafirði. Áslaug Gunnarsdóttir Sívertsen var fædd að Sævarlandi á Skaga í Skagafirði, „út að vestan", eins og við segjum í Hólminum. Faðir hennar var Gunnar Eggerts- son, bóndi á Selnesi og víðar, af hinni fjölmennu Skíðastaðaætt. Hann hefur verið vel menntaður bóndi, lauk námi frá búnaðarskól- anum á Hólum í Hjaltadal og rak útgerð ásamt búskapnum. Gunnari er svo lýst í Skagfirskum æviskrám: „Gunnar var all hár vexti, stórlynd- ur, en kunni þó vel að stilla skap sitt, glaðlyndur áhuga- og ákafa- maður. Hann var góður formaður og sótíá fast sjóinn." Kona hans og móðir Áslaugar var Ástríður Jóns- dóttir bónda á Völlum á Kjalarnesi og Ásu Þorláksdóttur prests á Mó- ura, sömu sveit. Ástríður var lærð ljósmóðir og gegndi ljósmóðurstörf- um í fjölda ára í Hvammsprestakalli á Skaga. Önnur dóttir þeirra hjóna og systir Áslaugar var Sigríður Jenný fædd árið 1900. Hún giftist sr. Jóni Skagan, sem lengi sat á Bergþórshvoli. Þau eru bæði látin. Áslaug lauk námi frá Húsmæðra- skólanum á Blönduósi, þeirri merku menntastofnun ungra kvenna. Um tíma vann hún verslunarstörf í Vest- mannaeyjum, m.a. í Apóteki Vest- mannaeyja. Hún fór til Skotlands þar sem hún nam verslunarrekstur og skyld fræði. Þar lærði hún einnig sporthúfugerð og eftir heimkomuna setti hún á stofn sporthúfugerð í Reykjavík sem hún rak í fjölda ára. Eg kynntist frænku minni ekki fyrr en ég var komin á fullorðinsár og búsett hér í Reykjavík. Þá sagði hún mér sögur af því þegar unga fólkið í Skagafirði þeysti um grænar grundir á skagfirskum gæðingum. Söngur hefur ávallt verið mjög í hávegum hafður í Skagafirði og unga fólkið á fyrstu áratugum þess- arar aldar var ekki síður sðngvið en í dag. Oft enduðu 'útreiðartúrarnir með dansleik í Syðra-Vallholti, í stóru baðstofunni, en þar var oft glatt á hjalla þar sem faðir minn, Gunnar í Vallholti, var aðal söngv- arinn og frábær dansmaður. Hann sagði okkur einnig frá þessum gleði- fundum unga fólksins, syngjandi og þeysandi á gæðingum um rennislétt- an Hólminn. Já, Áslaug hefur lifað tímana tvenna. Hún giftist Helga Sívertsen forstjóra hér í Reykjavík og saman ráku þau stórfyrirtækí á sínum bestu árum. Helgi lést árið 1969. Síðan hefur Áslaug búið í húsi sinu, Hával- lagötu 46, sem hún hafði lagt grunn- inn að um það leyti sem þau Helgi kynntust. Þar átti hún frábærlega fagurt og listrænt heimili og gaman var að heimsækja hana. Hver hlutur var valinn af slíkri kostgæfni og list- fengi að líkast er það litlu lista- safni. Hún hélt sínu andlega atgervi til síðustu stundar, las blöðin, hlust- aði á útvarpið og ræddi þjóðmálin og landsins gagn og nauðsynjar, hafði skoðanir á hverju máli. Hún var fastmótuð, trúði á sigur mann- sandans og einstaklingsatgervið. Áslaug var félagi í Rebekkustúk- unni nr. 1 Bergþóra í Oddfellowregl- unni og starfaði þar í áraraðir. Þar átti hún margar góðar vinkonur. Sýndu stúkusysturnar henni mikla . ræktarsemi með heimsóknum eftir að hún hætti að geta tekið þátt í starfinu og sótt fundi. Mér er minnisstætt þegar ein vin- kona hennar, komin á efri ár, sagði eitt sinn við mig: „Það er svo gaman að spjalla við hana Áslaugu. við ræðum þjóðmálin og hvað er að gerast í heiminum, en svo til allar vinkonurnar tala bara helst um heilsufarið." Já, Áslaug frænka mín var ein sú jákvæðasta manneskja sem ég hef hitt. Henni auðnaðist að vera á sínu heimili svo að segja til hinstu stund- ar. Þótt hún hafi á síðustu árum mátt þola lærbrot tvisvar, með sjúkrahúslegum, fór hún alltaf aftur heim á Hávallagötuna. Þar sat hún eins og drottning, dúkað var borðstofuborðið með feg- ursta postulíni, málverk á veggjum og fagrir listmunir hvert sem litið var. Kaffið stóð á borðinu, hvenær sem komið var, kökur og annað góðgæti í skrautlegum skálum, góð- vild, gleði og hlýlegur virðuleiki sveif yfir vötnum. A síðustu árum vann hún að því að endurreisa kirkjuna sína á Skaganum, fékk listmálara til að mála altaristöflu og vildi endur- byggja guðshúsið eins og það áður var. Já, Áslaug var alltaf að huga að einhverjum framkvæmdum, ein- hverju sem gæti bætt Island og ís- lendinga. Hún var mikill listunnandi og fylgdist grannt með afrekum ís- lendinga á listasviðinu víðs vegar um heim og átti það til að senda hvatningar- og heillaóskir þegar við átti. Við Móses erum ríkari af kynnum við þessa stórbrotnu konu. Við erum stolt af frændseminni og henni fylgja hjartanlegustu þakkir fyrir tímann sem við áttum saman, blessunaró- skir og kveðjur til frændgarðs hand- an móðunnar miklu. Áslaug og Helgi Sívertsen eign- uðust ekki börn en tóku sér fóstur- son, Júlíus Vífíl Ingvarsson, fram- kvæmdastjóra hér í borg. Hefur hann reynst henni eins og sannur sonur, hugsað um hana af kost- gæfni og hlýju. Kona hans er Svan- hildur Blöndal hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Helga Vífíl Sívertsen og tvíburana Gunnar Snæ og írisi Þóru. Fyrir hjónaband eign- aðist Vífill soninn Halldór. Áslaugu þótti mjög vænt um þessi elskulegu börn og sagði með miklu stolti frá ýmsum tiltækjum þeirra og athuga- semdum, eins og allar ömmur gera. Kæru vinir, við Móses og systkin- in frá Syðra-Vallholti sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Ég ætla að enda þessi kveðjuorð til frænku minnar með ljóði eftir Hannes Pétursson, Vornótt í Skaga- firði. Gullbúinn himinvagn kvðldsins er horfinn við eyjar í þögul grunn Fjörðurinn lognblár og landið lögst til værðar með munn við munn. Hestar að nasla á votum völlum Vinnulúnir menn, sofa í ró, fá heilnæma hvíld undir herðabreiðum fjöllum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Blessuð sé minning Aslaugar Sívertsen. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Lovísa N. Jónatans- dóttír - Kveðjuorð Fædd 10. júlí 1920 Dáin 3. janúar 1992 Mig langar að minnast ömmu minnar, Lovísu Norðfjörð Jónatans- dóttur, í nokkrum línum. Ég man fyrst eftir ömmu þegar ég var tveggja ára. Þá kom hún í heimsókn til okkar til Vestmannaeyja. Þar var gaman að hafa hana hjá okkur. Amma sagði mér seinna hvað hún hafði orðið hissa þegar hún heyrði mig fara með bænirnar mínar, að- eins tveggja ára. Þá fór ég með eftir- farandi bæn: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð í faðmi þínum. Ömmu fannst svo gaman að heyra mig fara með þessa bæn. Hún kunni margar bænir, en þessa kunni hún ekki, svo ég kenndi henni hana. Eftir þessa heimsókn var þessi bæn alltaf uppáhalds bænin okkar. Amma minntist oft á þessa bæn og að ég kenndi henni hana. Þegar ég var fjögurra ára flutti amma til Eyja og bjó þar í tvö ár. Það var yndislegt að búa svona ná- lægt henni. Hún var alltaf í svo góðu skapi, syngjandi eða flautandi einhver létt og skemmtileg lög. Árið 1986 flutti ég til Reykjavíkur, þar sem amma bjó og gat ég þá verið með henni eins oft og ég vildi. Ömmu fannst gaman að fara í bingó og leyfði hún mér og systrum mínum tveimur oft að fara með sér. Okkur systkinunum fannst mjög gaman að heyra hana segja frá því þegar hún var lítil. Einnig sagði hún okkur frá ýmsu þegar mamma var lítil og fannst okkur það mjög gam- an. Núna á unglingsárum mínum, fannst mér jafn skemmtilegt að koma til ömmu og fá hana í heim- sókn til okkar. Oft kom ég með vin minn með mér til hennar og var hann alltaf velkominn. Það var alltaf hennar fyrsta verk að gefa okkur eitthvað að borða, því henni fannst við krakkarnir aldrei borða nóg. Síð- an settist hún niður með okkur og spurði hvernig gengi í skólanum, kvennamálunum o.þ.h. Þ<5 svo að amma hafi verið orðin sjötíu og tveggja ára fannst mér hún aldrei vera gömul, því hún var alltaf svo hress og kát og glöð með lífið og tilveruna. Þess vegna kom það mjög flatt upp á mig þegar hún lést aðfaranótt 3. janúar. Fallega brosandi andlitið hennar ömmu geymi ég ávallt í hjarta mér. Við söknum hennar öll. Ég bið Guð að blessa elsku ömmu mína. Aðalbjörn Þorgeir Valsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar, Lovísu Norðfjörð Jónatansdóttur, t BJARMI GESTSSON, Hjarðarholti, s Kjós, er látinn. Jarðsett verður frá Reynivallakirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SUMARLÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Völvufelli 44, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Guðfinna Birna Coltí, Ólafur Jónsson, Árni Jónsson, Una Kristi'n Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson Drew Coltí, Birna I. Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Valmundur Guðmundsson, og barnabörn. sem lést á Landspítalanum 3. jan- úar sl. Amma Lilla, eins og ég var vön að kalla hana, var fögur kona og í mínu hjarta sérstök amma, hún var eins og fallegt flögrandi fiðrildi, dansandi og flautandi daginn út og inn og lífsgleðin sem skein af henni var svo mikil að ekki var annað hægt en að hugsa stundum hvor væri nú eldri, ég eða hún. Þótt tug- ir ára hafi verið á milli okkar fékk hún mig alltaf til að finna hvað líf- ið gat verið skemmtilegt þó að mér hafi liðið illa nokkrum mínútum áður en við hittumst, en svona var hún amma mín, með allan sinn skilning, gleði og kærleik sem fyllti hjörtu qkkar allra sem í dag söknum hennar svo mikið. Erfiðast finnst mér þó að hafa ekki getað kvatt hana, umvafið hana og gefið henni til baka allan þann kærleik sem hún gaf mér. Með þessum fáu orðum kveð ég ömmu mína og bið Guð að blessa hana og minningu hennar, og einn- ig bið ég Guð að styrkja þá sem syrgja hana. Megi hún hvíla í friði. Drottinn er minn hirðir . mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta Hann hressir sál mína leiðir mig um rétta vegu, fyrir sakir nafn síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Lúlla. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ÞORDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR, Norðurbrún 24, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 18. febrúar, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vin- samlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. , Kristinn Guðbrandsson, Þórarinn Kristinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Kristinsson, SigríðurGunnarsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ágústa Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MÖRTU KJARTANSDÓTTUR, Setbergi, Stokkseyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Valdimarsson, Guðmundur Þórðarsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, VILHJÁLMUR ÞÓR ÞORBERGSSON, Vogagerði 27, Vogum, 7. er lést í Borgarspítalanum 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Kálfatjörn. Marfa Henley, Kristín Vilhjálmsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Jóna Aðalheiður Vilhjálmsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU EMILSDÓTTUR frá Akureyri, húsfreyju, Kirkjubraut 22, Innri-Njarðvík. Einar E. Magnússon, Kristinn Magnússon, Ásgeir Magnússon, Skúli Magnússon, Stefán Magnússon, Helgi Magnússon, Margrét Haukdal Marvinsdóttir, Kristín Finnbogadóttir, Helga Hauksdóttir Gígja, Hjördfs Aðalsteinsdóttir, Sigríður Guðrún Jónsdóttir, barnoböm og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.