Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FBBRÚAR 1992 Borgarspítali: Meðlæti með kvöldkaffi í stað síð- degiskaffis Sjúklingum á Borgarspítala er nú gefið meðlæti með kvöldkaffi en ekki síðdegiskaffi eins og áð- ur. Ennfremur hefur sætabrauð á virkum dögum verið lagt niður. Ingibjörg Þórhallsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, sagði að breytingin hefði verið ákveðin í kjöl- far umræðna um hagræðingu. „Þá kom í ljós að verið var að fæða fólk nokkuð ört fyrri hluta dags en langur tími leið frá kvöldmat þar til það fékk morgunmat daginn eft- ir. Af þessum sökum ákáðum við að færa meðlætið fram á kvöldið. Ennfremur var tekin ákvörðun um að gefa fólki haldbetri næringu. Hætta við sætabrauð og taka upp brauð með áleggi á virkum dög- um," sagði Ingbjörg og bætti við að þeir sem hefðu hrundið breyting- unni af stað teldu að núverandi fyrirkomulag kæmi sér betur bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga spítal- ans. Geir Þórðarsson, yfirmatreiðslu- maður á spítalanum, sagði að hér væri einungis um hagræðingu að ræða en ekki beinan sparnað. ----------? ? *--------- Apple-skákmótið: $ 9 stórmeist- arar tefla ALÞJÓÐLEGT skákmót, Apple- skákmótið, hefst í Reykjavík á sunnudag. Af tólf keppendum eru níu stórmeistarar, þar á meðal gestir frá Lettlandi, grikk- lítndi, Englandi og Frakklandi. Mótið er í 11. styrkleikaflokki FIDE og er stórmeistaraáfangi 7 vinningar af 11. íslenskir þáttak- endur eru þeir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröst- ur Þórhallsson. Þá tekur þátt í mótinu Alexei Sírov frá Lettlandi, en hann er aðeins 19 ára gamall og 7. stigahæsti skákmaður heims. Aðrir erlendir þátttakendur eru Vasilios Kotronias, sterkasti skák- maður Grikklands, Stuart Conquest og James Plaskett frá Englandi, auk Olivier -Renet frá Frakklandi. teflt verður_ í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12. Á laugardag kl. 18 verða keppendur kynntir og dregið um töfluröð, en fyrsta umferð hefst á sunnudag kl. 17. Skákmót í Bern: Margeir í 2.-12. sæti MARGEIR Pétursson stór- meistari varð í 2.-12. sæti á skákmóti sem nýlokið er í Bern í Sviss. Sigurvegari á mótinu varð Rússinn Andrej Sokolov. Margeir hlaut 7 af 9 mögu- legum. Af öðrum skákmönnum sem hlutu sama vinningafjölda má nefna Vlastímíl Hort og Borís Gúlkó. Einnig hlaut Sví- inn Pia Cramling sjö vinninga og náði þarmeð síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Er hún fimmta konan sem nær þeim árangri og sú fyrsta frá Vestur- löndum. Á þriðja hundrað skákmenn tóku þátt í opna mótinu í Bern, um þrjátíu stórmeistarar og fimmtíu alþjóðlegir meistarar. ^^^ Sfyrkurþinn felst i rauóa nehnu Sala rauöa nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af söluf ólki og berum það á öskudag. w OLYMPIUNEFND FATLAÐRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.