Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 7 Hef aldrei orðið var við veilu í þessum skipum - segir Þórarinn Guðmundsson sem var skipstjóri systurskips Krossness „ÞETTA er óskiljanlegt. Þessi skip eru sjóborgir, mjög stöðug og ég hef aldrei orðið var við neina veilu,“ sagði Þórarinn Guðmundsson skipstjóri á Akra- nesi í samtali við Morgunblaðið um Krossnesslysið. Hann var lengi stýrimaður og skipstjóri á Skipaskaga AK, systurskipi Krossness SK, sem sökk á skammri stundu á Halamiðum á sunnudag. Þórarinn sagði að skrokkur beggja skipanna hefði nýlega verið yfirfarinn og þau komið vel út úr þeirri athugun. Þrjú eins skip voru keypt notuð til landsins frá Englandi á árunum 1981 og 1982. Fyrst kom Baldur EA 108 sem Upsaströnd hf. á Dalvík keypti. Kaupfélag Eyfirð- inga keypti skipið síðan og seldi það svo Snorra Snorrasyni, útgerð- armanni og ber skipið nú heitið Þór. Heimaskagi hf. keypti Skipa- skaga AK 102 til Akraness 1982. Heimaskagi var sameinaður Har- aldi Böðvarssyni hf. og Skipaskagi seldur til Valdimars hf. í Vogum í lök nóvember. Skipið ber nú nafn- ið Þuríður Halldórsdóttir. Útgarður hf. í Garði keypti þriðja skipið til landsins, 1982. Skipið bar fyrst nafnið Haförn GK en því var breytt í Gaut GK 224. Hraðfrystihús Grundarfiarðar hf. keypti skipið 15. maí 1987 og gerði út undir nafninu Krossnes SH 308. Skipin voru smíðuð í Bretlandi 1973 og 1974. Þau eru rétt innan við 300 brúttórúmlestir að stærð og tæplega 36 metrar að lengd. Þórarinn Guðmundsson var stýrimaður þegar Skipaskagi kom til landsins og síðar skipstjóri þar til skipið var selt til Voga, fyrir utan um það bil hálft ár. Hann sagði að skipið hefði reynst mjög vel og öll skipin að því er hann best vissi. Hann sagði að nýbúið hefði verið að fara yfir skrokkinn á Skipaskaga og Krossnesi og þau hefðu bæði komið mjög vel út úr þeirri athugun. Þau væru „blokk- sterk“. Þórarinn sagði að það væri sér hulin ráðgáta hvernig stæði á því að Krossnesið hefði farist á þennan hátt, sérstaklega að það hefði gerst eins snöggt og lýst hefur verið. Sagði hann mikilvægt að málið skýrðist eitthvað í sjóprófunum. Andrés Guðmundsson skipstjóri á Þuríði Halldórsdóttur sagði að skipið hefði reynst vel þessa þrjá mánuði sem það hefði verið gert út frá Vogum og ekkert það gerst sem skýrði slysið á Halamiðum. Magnús Ágústsson útgerðarmaður Þuríðar hafði svipaða sögu að segja. Sagði að þetta væru annáluð sjóskip og traustlega gerð. Skip Páll Hjartarson siglingamálastjóri: Til greina kemur að innkalla gamla út- gáfu Markúsarnets GOMUL útgáfa af Markúsarneti er um borð í Sléttanesi frá Þing- eyri. Bergþór Gunnlaugsson stýrimaður stakk sér í sjóinn með netið þegar hann bjargaði skipveija af Krossnesi úr sjónum á Halamiðum á sunnudag en netið kom ekki að notum við þær að- stæður að hans mati og flæktist um fætur hans. Páll Hjartarson settur siglingamálastjóri segir að nýrri útgáfur af Markúsarnetinu séu taldar betri og að til greina komi að innkalla gömlu útgáfurnar. Skylda er að hafa Markúsarnet í öllum skipum og hefur svo verið í rúm fimm ár. Páll sagði að ekki væri hægt að segja að Markúsar- netin gæfu'sjómönnum falskt ör- yggi. Þarna hafi verið um að ræða eldri útgáfu af netinu. Síðan væri búið að þróa það mikið og seinni gerðir taldar betri. Bergþór sagði í samtali við Morgunblaðið að Markúsarnetið gæti verið hættu- legt en Páll sagðist ekki telja að svo væri og sagðist ekki vitað til að stofnuninni hefðu áður borist slíkar aðvaranir. Og þó nokkur dæmi væra um að það hefði kom- ið að góðú gagni við björgunar- störf þó það hentaði ekki alltaf en sama mætti segja um mörg önnur björgunartæki. Á nýjustu útgáfu Markúsar- netsins hafa verið gerðar breyting- ar á floti og líflínu. Netið á að opna sig betur en eldri útgáfur og haldast opnara í sjó. Páll telur að eldri gerðir netsins þurfi að hverfa og sagði að til umræðu hefði komið að innkalla þau. Hann sagði að engar- ákvarðanir hefðu verið teknar um það en umræðan nú myndi ef til vill ýta á eftir því. Björgvinsbeltið sem Bergþór Gunnlaugsson telur að þurfi að vera í öllum skipum hefur hlotið viðurkenningu Siglingamálastofn- unar sem björgunartæki. Sjó- mönnum og útgerðarmönnum er heimilt að hafa Björgvinsbelti um borð í stað bjarghringa en ekki í stað Markúsarnets. þeirra hefði verið skoðað og þykkt- armælt við eigendaskiptin og reynst í fullkomnu lagi, þykkt byrðings hefði til dæmis verið eóð. Krossnes SH 308. Pétur Th. Pétursson fram- kvæmdastjóri Björgunarnetsins Markúsar hf. var í gær að und- irbúa svar við athugasemdum skipveijanna á Sléttanesi. Björgunarnetið Markús hefur verið notað til að bjarga mönnum sem fallið hafa útbyrðis af skipum. Dæmi um það er þegar skipvetja tók út af netabátnum Hrungni frá Grindavík út af Krísuvíkurbjargi í febrúar 1987. Hann náðist um borð í Markúsarneti. Annað dæmi er þegar skipveiji á Óskari Hall- dórssyni fór fyrir borð við Vest- mannaeyjar í mars 1990. Félagi hans kastaði sér í sjóinn í vinnu- flotgalla og bjargaði honum. Hann lýsti því þannig í samtali við Morg- unblaðið á sínum tíma: „Þegar félagi minn var kominn í björgun- arnetið var hann dreginn um borð, sem gekk erfiðlega, því bæði við og Markúsarnetið höfðum flækst við bakstroffurnar. Þegar hann komst svo upp var .ég orðinn illa flæktur í stroffurnar, og gat varla hreyft mig.“ Fram kemur í frétt- inni að svo heppilega hafi viljað til að björgunarmaðurinn hafi ver- ið með vasahníf í bijóstvasanum og náð með naumindum að koma flæktum handleggnum þannig fyr- ir að hann náði hnífnum. Hann sagði, að ef vasahnífurinn hefði verið í buxnavasanum hefði ekki verið viðlit að ná til hans. Hann skar sig síðan lausan úr stroffun- um og félagi hans dreginn um borð. Björgunarmaðurinn náðist síðar upp í gúmmíbjörgunarbát. Tvær vikur á Florida íslenskur fararstjóri. Dvalið í glæsilegum íbúðum á Enclave Suites við Intematíonal Drive í Orlando. Sól og sumar, Walt Disney World, Sea World, Wet'n Wild (einn æsilegasti vatnsskemmtigarður heims) og ótal möguleikar á afþreyingu og skemmtun. Verð frá 81.510 kr. í ijórbýli í stúdíói og frá 97.250 kr. í tvíbýli í stúdíói. Opnunarhátið Euro Disney og heinisborgin París íslenskur fararstjóri Um páskana mun Euro Disney skemmtigarðurinn skammt utan við París opna með pompi og prakt. Taktu þátt í einstakri skemmtíveislu fyrir alla fjölskylduna. París er heillandi á vorin, götulífið er glaðvært og rómantísk vorstemmning svífur yfir bökkum Signu. Verð frá 55.480 kr. á mann í fjórbýli og frá 68.300 kr. á mann í tvíbýii. Edinborgarveisla Fararstjóri Anna Þorgrímsdóttir Edinborg hefur unnið hug og hjörtu þeirra þúsunda íslendinga sem heimsótt hafa borgina á síðustu misserum. Anna Þörgrímsdóttír þekkir borgina eins og lófana á sér og hún leiðir hópinn í stórskemmtilegar kynnisferðir. Farið verður í Makro- heildsöluhúsið þar sem verðlag er „fyrir neðan allar hellur“ eins og einn farþegi okkar orðaði það. Gist verður á liinu rómaða Mount Royal hóteli í miðborginni. Verð frá 34.865 kr. á mann í tvíbýli. Thailand á ótrulegu verdi iri 30 ,ipn Thailand er alltaf jafn spemiandi og nú bjóðum við ferð til þessa heillandi lands á verði sem er saga til næsta bæjar. Dvalið verður á hinu stórglæsilega Royal Cliff Beach Resort á Pattaya-ströndinni sem þrjú undanfarin ár hefiir verið útnefnt mm/mmm gm> mm besta strandhótel í Asíu. Verð frá 99-900 kr. í tvíbýli. Öll verðdæmi í auglýsingunni miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar a.m.k. 4 rikunt fyrir brottfór. Að öðrum kosti hækkar verð um 5%. Föst aukagjöld, þ.e. ílugvallarskattar og forfallagjald, eru ekki innifalin j verði. M ÖRVAL'ÚTSÝN íMjódd: sími 699 300; vió Austurvöll: stmi 2 69 00; í Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbúslorg á Akureyri: simi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land alll. KMFARKHRT; FIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.