Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 23 ::- ¦¦ -.¦:"-~:í-- Morgu nblaðið/Júlíus er: mútúr n valt ðu Þegar verstu hviðurnar gengu yfir var ekki ann- að að gera fyrir lögreglu- og slökkviliðsmenn en að grípa í bíl- ana og haida sér þar uns siotaði. lent í þessu ævintýri en að hafa kom- ist á leiðarenda. Undir það tóku nokkrir nemendur Símonar sem blaðamaður raeddi við. Allt að tíu vindstiga meðalvindur var á svæðinu frá Snæfellsnesi til Vestfjarða en hægari vindur annars staðar á landinu. Á veðurstofunni voru engar upplýsingar tiltækar um vindhraða á Sandskeiði í gær en þar sem vindhraði í verstu hviðunum hafði farið upp í 61 hnút í Reykjavík fyrir hádegi í gær voru menn viðbún- ir því að mjög hvasst yrði í Drauga- hlíðinni enda er hún í hópi annáluð- ustu hvassviðrisbletta suðvestan- lands, einkum í sunnan- og suðvest- an átt. AF INNLENDUM VETTVAMISI AGNES BRAGADOTTIR Olíufélög með erlenda eignar- aðild mega ekki kaupa hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum Þau sem áttu hlut í útgerð og vinnslu fyrir 25. mars í fyrra, fá líklega að halda sínum hlut, en mega ekki auka hann MÖGULEIKAR olíufélaganna hér á landi til þess að eignast hlut í félögum sem hafa leyfi til fiskveiða við íslánd eru mjög takmarkaðir ef olíufélögin eru ekki að öllu leyti í eign íslenskra aðila. Olíufélögun- um er út af fyrir sig „heimilt að eignast hlutabréf í hvaða útgerðarfé- lagi sem er, en við það missir jitgerðarfélagið hæfi til þess að hafa heimild til fiskveiða i landhelgi íslands". Þannig orðar Gestur Jónsson hrl. hluta niðurlagsorða sinna í lögfræðilegri álitsgerð sem hann vann í nóvember 1991 að' beiðni Skeljungs hf. um hvaða áhrif það hefur á heimildir hlutafélaga til fiskveiða í íslenskri lögsögu að félag eins og Skeljungur hf., sem að hluta til er í eigu erlendra aðila, á eða eign- ast hlut í félaginu. T. Samkvæmt þessari álitsgerð er það matsatriði hvort sjávarútvegs- fyrirtæki sem olíufélögin, sem eru að hluta til í eigu erlendra aðila, áttu hlut í þegar lögum um fjárfest- ingar erlendra aðilavar breytt í fyrra glati veiðiréttindum sínum í íslenskri landhelgi, þótt lögmaðurinn hallist fremur að þeirri skoðun að svo sé ekki. Jafnframt virðist ljóst, eftir að lögin tóku gildi, að ef erlendur aðili eignast hlut í olíufélagi hér á landi, þá glati þau sjávarútvegsfyrirtæki sem viðkomandi olíufélag á hlut í, veiðirétti sínum. Þannig kynni að fara fyrir þeim fyrirtækjum sem Olíufélagið hf. á hlut í, ef Kuwait Petroleum, Q-8, kaupir 31% hlut Sambandsins í Olíufélaginu, en við- ræður þar um eiga sér nú stað milli fyrirtækjanna. Samkvæmt mínum upplýsingum mun Sambandinu full alvara með því að selja Q-8 sinn hlut, fáist viðun- andi verð fyrir hlutinn, sem Sam- bandsmenn munu telja vera sexfalt nafnverð, eða rúmar 1.100 milljónir króna. Kaupgengi hlutabréfa Olíufé- lagsins var í gær skráð hjá Kaup- þingi 4,6 falt nafnverð og sölugengi 5,48 falt nafnverð. Samkvæmt skráningu hlutabréfa á hlutabréfa- markaði, er sennilega eðlilegast að miða við skráningu Kaupþings, þar sem þeirra markaður er tilboðsmark- aður. Sambandið hefur nú þegar óskað eftir upplýsingum um árs- reikning.Olíufélagsins frá því í fyrra, en samkvæmt mínum upplýsingum eru reikningarnir ekki tilbúnir og því var ekki orðið við þessari beiðni Sambandsins. Kunnugir telja að þessi beiðni sé tilkomin, vegna þess að Q-8 hafi óskað eftir slíkum upp- jýsingum frá Sambandinu. Ljóst er því að-Sambandið reynir að ná fram hærra söluverði, með tilraun sinni til þess að selja Q-8, en fyrirtækið getur gert sér vonir um að ná hér innanlands. Þeir sem til þekkja telja á hinn bóginn af og frá að Kuwjiit Petroleum sé reiðu- búið til þess að greiða yfirverð, til þess að ná hér takmarkaðri mark- aðshlutdeild, á markaðssvæði sem í heild er ekki stærra en úthverfi stór- borgar. Þó svo að samningar tækjust með Sambandinu og Q-8 um kaup þess síðarnefnda á hlut hins fyrrnefnda í Olíufélaginu, er ekki þar með sagt að af kaupunum yrði endilega, vegna þess að 9. grein samþykkta fyrir Olíufélagið hf. er svohljóðandi: „Vilji erlendur aðili eignast hlut í félaginu, þarf til þess samþykki stjórnar fé- lagsins." Ekkert liggur fyrir um það enn sem komið er að stjórn Olíufé- lagsins væri samþykk slíkri sölu og jafnframt eru líkur á að þau sjón- armið sem Vilhjálmur Jónsson, fyrr- verandi forstjóri Olíufélagsins, reif- aði í viðtali hér í blaðinu í gær, þess efnis að með sölu á hlut í Olíufélag- inu til Kuwait Petroleum myndi Olíu- félagið missa alla sína samninga við ESSO, yrðu stjórnarmönnum Olíufé- lagsins ofarlega í huga þegar þeir tækju afstöðu til samningsins. Auk þess er líklegt að Olíufélagið yrði að selja sinn hlut í sjávarútvegsfyrir- tækjum þeim sem það á hlut í, ef af sölu til Q-8 yrði, en samtals á Olíufélagið nálægt eitthundrað millj- ónum í hlutafé í nokkrum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Sama máli gegnir um Skeljung og OLÍS. Hvort olíufé- lag um sig á samkvæmt mínum upplýsingum nálægt eitthundrað milljónum í hlutafé í sjávarútvegs- fyrirtækjum víðsvegar um landið. í lögfræðilegri álitsgerð Gests Jónssonar segir m.a. um þá laga- setningu frá í fyrra sem Skeljungur fékk hann til að fjalla um: „Yfirlýst markmið lagasetningarinnar var að setja almennar reglur sem rýmkuðu rétt erlendra aðila til fjárfestingar hér á landi, en á sama tíma yrðu tryggð full yfirráð íslendinga yfir náttúruauðlindum lands og sjávar. Bera umræður á Alþingi með sér að talsmenn allra flokka lögðu áherslu á að tryggja að fiskveiðar og tiltekinn þáttur fiskvinnslunnar yrði í höndum íslenskra aðila einna." Lögmaðurinn rekur þessu næst hvaða reglur giltu þar til lög nr. 34/1991 tóku gildi þann 25. mars í fyrra. Aðalregla hafi verið sett í 1. grein laga númer 33 frá árinu 1922 að einungis íslenskir ríkisborgarar mættu stunda fiskveiðar í íslenskri landhelgi og mætti einungis nota íslenska báta og skipt til veiðanna. Frá aðalreglunni haí'i verið mikilvæg undantekning í 11. grein sömu laga, sem varðaði rétt hlutafélaga til þess að reka fiskveiðar og fiskverkun í í landhelgi. í greininni hafi verið heimilað að hlutafélög, sem ríkis- borgarar annarra ríkja ættu hlut í, rækju fiskveiðar í landhelgi að upp- fylltum eftirfarandi skilyrðum: 1. Meirihluti hlutafjár væri í eigu íslenskra ríkisborgara. 2. Félagið ætti heimili á íslandi. 3. Stjórn félagsins væri skipuð íslenskum ríkisborgurum og væri helmingur þeirra búsettur á Islandi. Lögmaðurinn getur þess að þessi heimild hafi nokkuð takmarkast af 5. tölulið 1. greinar laga um skrán- ingu skipa.nr. 53/1970 því skráning fiskiskips, heimilisfang og varnar- þing á íslandi sé forsenda þess að það verði notað við fiskveiðar í land- helginni. Lögmaðurinn telur með tilvísan til þessara laga ljóst að hlutafélag sem Skeljungur eigi hlut í, hafi get- að fengið heimildir til fiskveiða í ís- lenskri lögsögu, enda væru ofan- greind skilyrði uppfyllt. Þessu næst rekur Gestur hvaða breytingar hafi orðið með lögum nr. 23 og 34/1991. Orðrétt segir hann: „Fyrsta grein þessara laga breytti lögum um rétt til fiskveiða í land- helgi í grundvallaratriðum. Breyt- ingin miðar að því að útiloka lögað- ila frá fiskveiðum í landhelginni, ef lögaðilinn er ekki með heimili á ís- landi og að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara. Nánar er breytingin sú, að felld var niður heimildin í 11. grein til þess að hlutafélög, sem að hluta til eru í eigu erlendra ríkisborgara, geti átt hlut í félagi sem stundar fiskveiðar ... Lögaðilar, þ.m.t. hluta- félög, geta einungis fengið réttinn ef þeir eru með lögheimili á íslandi og að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara. Óneitanlega er þetta orðalag um skilyrði þess að félög geti fengið veiðirétt í fiskveiðilandhelginni þröngt ..." Gestur segir að lög nr. 34/1991 feli í sér almenna heimild fyrir er- lenda aðila til þess að fjárfesta í ís- lensku atvinnulífi, en frá meginregl- unni séu síðan gerðar tilteknar und- antekningar. I fyrsta tölulið greinar- innar sé orðrétt tekin upp sú tak- mörkun á heimild til fiskveiða í ís- lenskri landhelgi sem lýst sé í lögum nr. 33/1922, eins og þeim lögum var breytt með 1. 23/1991. „í reynd fela lögin því í sér algert bann við þvf að erlendir aðilar, með beinum eða óbeinum hætti, gegnum eignarhald á íslenskum fyrirtækjum, geti öðlast rétt til fiskveiða við ísland. Ekki er að sjá af lagafrumvarpinu, greinar- gerðinni sem því fylgdi eða umræð- um á Alþingi að neinar undantekn- ingar hafi verið ætlaðar frá þessari reglu aðrar en þær sem kynnu að felast í sérstöku ákvæði til bráða- birgða sem er aftast í lögunum," segir orðrétt um þetta atriði í álits- gerð lögmannsins. Ákvæðið til bráðabirgða í lögun- um er svohljóðandi: „Takmarkanir þær, sem lög þessi setja fjárfestingu erlendra aðila hér á landi, skulu ekki ná til fjárfesting- ar erlends aðila sem átt hefur sér stað fyrir gildistöku laga þessara samkvæmt heimildum í eldri lög- um..." Vilhjálmur Jónsson sagði í blaðinu í gær að hann teldi erlenda eignarað- ild að sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi, í gegnum erlenda eignarað- ild að olíufélögum ekki heimila, vegna þess að í lögum um stjórn fiskveiða væri slík fjárfesting ein- ungis heimil íslenskum ríkisborgur- um. Gestur Jónsson telur í álitsgerð sinni að ákvæðið til bráðabirgða í lögum nr. 34/1991 sé mjög sér- stakt, fyrir þá sök að það sé sagt til bráðabirgða, en ekki tiltekið að það skuli gilda í tiltekinn tíma. „Eg held að rétt sé að líta svo á að nafn- giftin sé mistök og í reynd séu þetta venjuleg lög þess meginefnis að rétt- indi sem erlendir aðilar áttu á grund- velli fjárfestingar í íslenskum at- vinnuvegum, fyrir gildistöku lag- anna, skuli ekki skerðast þrátt fyrir lögin ... Mér finnst eðlilegast að líta svo á að réttur íslensks lögaðila, sem erlendur aðili á hlut í, með beinum eða óbeinum hætti, til fiskveiða í landhelgi íslands, skerðist ekki frá því sem ,var fyrir gildistöku laganna. Ónnur niðurstaða fæli í sér að fj'ár- festing erlenda aðilans yrði í sumum tilvikum verðlaus," segir lögmaður- inn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra virðist hafa sama skilning á þessu „bráðabirgðaákvæði" og Gestur. Jón sagði í gær að nokkur mál hefðu komið inn á sitt borð, vegna þess að olíufélög, sem að hluta væru í erlendri eigu, ættu hlut í fiskveiðifé- lögum. „Þetta varðar náttúrlega ein- göngu eignarhluti sem olíufélögin hafa eignast eftir 25. mars 1991, því eldri eignarhlutar eru í lagi. Það sem gerðist fyrir þann tíma, verður ekki athugasemdaefni, segja hinir lögfróðu menn," sagði viðskiptaráð- herra." Viðskiptaráðherra kvaðst hafa vakið athygli sjávarútvegsráðuneyt- isins á nokkrum málum sem hefðu komið inn á hans borð um þetta efni, eftir 25. mars í fyrra. Jón var spurður hvort í þessu fælist að hans mati að sjávarútvegs- fyrirtæki þau sem Olíufélagið á hluti í, misstu veiðiheimildir sínar, ef samningar takast um kaup Q-8 á 31% hlut Sambandsins í Olíufélag- inu: „Mér finnst nú eðlilegra að segja að þá þyi-fti Olíufélagið að losa sig við eignarhluti sína í sjávarútvegs- fyrirtækjum," sagði viðskiptaráð- herra. í lokakafla álitsgerðar sinnar fjall- ar Gestur Jónsson um stöðu Skelj- ungs hf. sem er væntanlega sama staða og OLÍS hefur í þessum efnum og Olíufélagið kæmi til með að hafa, kaupi Q-8 sig inn í félagið: „Það er alveg ljóst, af því sem að framan er sagt, að möguleikar Skeljungs hf. til þess að eignast hlut í félögum sem hafa leyfi til fiskveiða við ísland eru mjög takmarkaðir meðan félagið er ekki að öllu leyti í eign íslenskra aðila. Skeljungi hf. er út af fyrir sig heimilt að eignast hlutabréf í hvaða útgerðarfélagi sem er, en við það missir útgerðarfélagið hæfi til þess að hafa heimild til fisk- veiða í landhelgi íslands. Líklega gildir þetta þó ekki um útgerðarfélög sem Skeljungur hf. átti hlut í við gildistöku laga nr. 34/1991. Mér sýnist að „bráða- birgðaákvæðið" tryggi að viðkom- andi útgerðarfélög haldi veiðiheim- ildum sínum, þrátt fyrir eignaraðild Skeljungs hf. Hætt er þó við að rétt þyki að túlka bráðabirgðaákvæðið þröngt, þannig að aukning á hlutafé Skeljungs hf. í útgerðarfélagi valdi því að veiðiheimildir þess falli úr gildi, hvort sem aukningin stafar af kaupum þegar útgefms hlutafjár eða þátttöku í hlutafjárútboði. Skeljungi hf. er þó væntanlega heimilt að taka við jöfnunarhlutafé án þess að slíkt hafi áhrif á réttindi félagsins til fisk- veiða í landhelginni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.