Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 17 Oddný Mjöll Arnardóttir efsti maður á lista Röskvu til Háskólaráðs: Brýnt að auka áhrif stúdenta í ákvarðanatöku í skólanum „Röskva telur óeðlilegt að vand- anum sé velt yfir á stúdenta þegar að kreppir í ríkisfjármálunum. Með því að leggja á skólagjöld hafa verið opnaðar dyr að frekari hækk- unum. Skólagjöld- in erU ákveðin fyr- ir eitt ár í senn og Röskva mun beita sér fyrir því að þau verði afnumin," segit' Oddný Mjöll Arnardóttir, sem skipar efsta sæti á lista Röskvu til Háskólaráðs. „í Háskólanum er þekkingin, frumkvæðið og nýsköpunin sem beint getur þjóðfélaginu inn á betri brautir svo það er furðulegt að stjórnvöid skuli velja þann kost að skerða framlög til Háskólans á erf- iðum tímum,“ segir Oddný. Hún segir að Röskva muni beijast gegn öllum niðurskurðarhugmyndum sem leiði tii fækkunar deilda, fækkunar nemenda eða verri kennslu í skólan- um. ’Helsta stefnumál ' Röskvu í menntamálum er, að sögn Oddnýj- ar, að áhrif stúdenta í ákvarðana- töku innan stjórnsýslunnar í Háskó- lanum vet'ði aukin. „Við viljum jafn- framt auka áhrif stúdenta á eigið nám þannig að frumkvæði þeirra verði virkjað. Mötun í náminu er allt of mikil.“ „Önnur leið til að auka áhrif stúd- enta er að auka vaifrelsi. Röskva ætlar að ýta við því máli en frá því að svokölluð valfrelsisnefnd skilaði áliti fyrir um hálfu ári hefur lítið gerst í því,“ segir Oddný Mjöll. Hún segir að Röskva hyggist fylgja eftir hugmyndum um nem- endaráðgjafa í hverri deild. „í vetur var nemendaráðgjöfin samþykkt í Háskólaráði og hefur þegar tekið til starfa í nokkrum deildum en víða á enn eftir að ýta á eftir fram- kvæmdinni. Ráðgjöfín virkar þannig áð eldri nemendur í hverri deild sem hafa þekkingu á valmöguleikum og öðru leiðbeina yngri nemendum,“ segir Oddný. Ónnur mál sem Röskva leggur áherslu á eru lesstofumál sem að sögn Oddnýjar eru í miklum ólestri. „Þjóðareignin“ í sjónum og lögfesting hennar „ ---------------------------- náttúruöflunum. Yrði ekki litið svo eftir Asgeir Jakobsson Þjóðin hefur tekið sér öll ráð á sókn á fiskisvæði sínu, sem hún hefur helgað sér mismunandi á hin- um ýmsu tímum og fengið viður- kenndan þann rétt. Þjóðin eða hand- hafi hennar, ríkisvaldið, getur því bannað mönnum að sækja á fiski- svæði sitt, einnig ákveðið á því af- mörkuð sóknarsvæði, sett reglur um notkun og gerð veiðarfæra og ákveð- ið hámark þess afla sem af svæðinu er tekinn árlega. Enginn efast held- ur um lagalegan rétt þjóðarinnar eða ríkisvalds hennar til að selja rétt til veiða á fiskisvæði sínu eða leggja gjald á fisk, sem þar er veiddur eða taka hann eignarnámi. Hinsvegar hefur verið litið svo á, af þessari þjóð sem öðrum, að fiskur- inn sé einskis manns eign og ekki heldur þjóðar, fyrr en hann hefur verið veiddur, því að fyrr myndist ekki í honum eign, sem hægt sé að meta til verðs. Að baki þessari skoð- un liggur löng reynsla ekki sízt hjá íslenzku þjóðinni. Hún bjó öldum saman við mið sín full af fiski en hann var henni engin eign, fyrr en til komu menn, sem veiddu fyrir hana fiskinn, og gerðu hann sjálfum sér og þjóðinni að eign, sem þjóðin fékk til sinna nota, til átu og kau- peyris. Þar sem þjóðinni myndaðist ekki eign í fiskinum fyrr en hann var dreginn úr sjó, taldi þjóðin eðli- legast að þeir teldust fyrstu eigend- ur, sem drægju hann ásamt þeim sem gerðu út skip til veiðanna. Nú vill þjóðin reikna sér óveiddan fisk til eignar, meta hann til verðs og gjaldtaka hann og það gjald eiga þeir að greiða sem veiða fiskinn. Til þess að þetta gæti gerzt með lögleg- um hætti hefur Alþingi lögfest óveiddan fisk, sem þjóðareign. Nú gæti það hvorttveggja gerzt, að þeir, sem veiddu fiskinn og hinir, sem gerðu út skipin til veiðanna tækju að efast um rétt þjóðarinnar eða ríkisvald síns fyrir hennar hönd á þeim fyrrnefndu forsendum að gjaldtæk eign myndaðist ekki í fisk- inum fyrr en hann hefði verið veidd- ur. Og ríkisvaldið yrði að fá eignina lögfesta fyrir dómi. Hitt gæti og líka gerzt, og gerist trúlega, að nágrannaþjóðir okkar fylgdu fordæmi okkar og lögfestu óveiddan fisk á sínum miðum, sem Ásgeir Jakobsson „Eigum við ekki að gleyma þessari lögfest- ingu á óveiddum fiski sem þjóðareign og láta hið gamla gilda, að fisk- ur sé ekki eign fyrr en hann er veiddur og hver þjóð eigi þá þann fisk, sem veiddur er innan hennar marka.“ eign sinnar þjóðar. Það má velta fyrir sér málarekstr- inum í fyrra tilvikinu. Yrði ekki ríkis- valdið beðið að skilgreina eign sína? Hvað kæmi þá upp? Ríkisvaldið reyndist ekki vita, hvað mikið það ætti af óveiddum fiski á miðunum í þennan eða hinn tímann, jafnvel ekki á sumum tíma, hvort eignin reyndist nokkur. Það getur sem sé ekki staðfest hver eign- in er. Ríkið getur heldur ekki vísað á hvar eignin sé á hveijum tíma, aðeins að hún sé hér og þar í Norð- austur-Atlantshafi, djúpt eða grunnt. Það kemur sem sé í hlut þess, sem greiðir gjald fyrir að nýta eignina eða kaupir hana að finna hana. Ríkisvaldið getur ekki viðhald- ið eign sinni, nema með því einu, að banna þeim, sem kaupir hana eða nýtir, að taka hana. Ríkisvaldið get- ur heldur ekki varið eign sína fyrir skepnum, sem sækja að henni né á að ríkisvaidið hefði helzti litlar reiður á eign sinni til að fá hana lögfesta sér til gjaldtöku eða sölu. Við skulum gefa okkur, allt getur gerzt fyrir dómstólum, að ríkisvaldið gæti fengið lögfestinguna, gegn þegnum sínum, þrátt fyrir það sem að ofan segir, en þá væri eftir að fást við hið síðara, annarra þjóða eign í „eigninni". Nágrannaþjóðirnar fylgdu náttúr- lega fordæmi okkar, og lögfestu sem sína eign óveiddan fisk á sínum miðum. Eignaréttur á óveiddum fiski hefur miðast við fiskveiðimörk, og hver þjóð talin skilyrðislaust eiga þann fisk sem veiddur væri innan hennar lögleglegu fiskveiðimarka, á þeim gömlu og góðu forsendum að fyrr myndist ekki eign í fiski. Málið horfir náttúrlega æði mikið öðruvísi við, ef það yrði ríkjandi skilningur að óveiddur fiskur á miðum þjóðar yrði talinn hennar löglega eign. Eignarréttur einnar þjóðar hyrfi þá ekki við fiskveiðimörk annarrar. Fiskur á okkar miðum er blandaður fiskur, sem gengur af miðum ná- grannaþjóðanna. Þetta a við bæði um Grænlands- fisk, sem gengur á okkar mið til hrygningar og loðnuna og norsk- íslenzku síldina, sem gengur á okkar mið í ætisleit, sem Grænlandsfiskur- inn gerir einnig. Við skulum hugsa okkur, hvað gæti gerzt með Græn- landsfiskinn. Þar yrði dæmið einfalt, þar sem Grænlandsfiskur er þekkj- anlegur frá íslenzkum fiski, og því vel gerlegt að áætla með rannsókn hveiju mikið af Grænlandsfiski við veiddum úr hrygningarfiskinum á okkar slóð. Það gæti reynzt þriðji hver fiskur, sem Grænlendingar teldu sína eign. Við segðum trúlega á móti að fiskurinn hefði hrygnt á okkar slóð og Grænlendingar ættu að borga okkur seiðin. Þannig gæti eignarréttur á óveiddum fiski orðið hið flóknasta mál. Það yrði erfiðara að koma við mælingum á Græn- landsfiski, sem gengi á okkar mið í ætisleit, en þó mætti áætla um það. Og svo er það loðnan. Eigum við ekki að gleyma þessari lögfestingu á óveiddum fiski sem þjóðareign og láta hið gamla gilda, að fiskur sé ekki eign fyrr en hann er veiddur og hver þjóð eigi þá þann fisk, sem veiddur er innan hennar marka. Höfundur er rithöfundur. ELFA Spaðaviftur - borðviftur - bað- herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur - fjósviftur Hagstætt verð. TJöfðar til JLL fólks í öllum starfsgreinum! FJOLSKYLDUDAGAR M KENTUCKY AF KJUKLINGABITUM, KJUKLINGABORGURUM, „HOT WINGS FRÖNSKUM, SÓSUM, SALATI, KORNI OG GOSI I GLÖSUM. Fried Chicken OPIÐ ALLA DAGA FRA Kl 11-22 FAXAFENI 2. REYKJAVIK SIMi 6S0588 OG HJAllAHRAUNI 15 HAFNARFIROi SIMl 50828

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.