Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 18
fM 18 MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 Morgunblaðið/KGA Frá vinstri: Friðrik Bjarnason og Anna Bjarnadóttir, sem hafa haft veg og vanda að undirbúningi söfnunarinnar ásamt Sveini Aka Lúðvikssyni, formanni Ólympíunefndar íþróttasambands fatlaðra, og Ólafi Jenssyni, formanni íþróttasambands fatlaðra. Olympíuleikar fatlaðra 1992: Selja rauð nef til fjár- öflunar á Öskudaginn ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra ætlar að standa aA fjársöfnun til að fjármagna ferð fatlaðra íþróttamanna á Ólympíuleikana í Barcelona og Madrid næsta sumar. Á síðustu Ólympíuleikum í Suður-Kóreu 1988 unnu íslenskir afreksmenn fatlaðra til samtals 11 verðlauna, tveggja gullverðlauna, tveggja silfurverðlauna og sjö bronsverðlauna. ísland á í dag fatlað afreksfólk sem á fullt erindi á Ólympíuleikana á Spáni og munu 20 íþróttamenn taka þátt í leikunum. Um 80 aðilar, íþróttafélög, kvenfélög og útskriftarnemendur, munu ganga í hús dagana 27. febrúar til 1. mars og bjóða rauð nef til kaups. Hugmyndin að baki rauða nefs- ins á rætur að rekja til Bretlands þar sem hinn svokallaði Red Nose Day er haldinn með viðhöfn. Þennan dag bera margir rauðu nefin. Þessi siður verður innleidd- ur hér á landi og hefur öskudagur verið valinn sem hinn íslenski Rauðnefjadagur. Á blaðamannafundi sem íþrótt- asamband fatlaðra gekkst fyrir í gær kom fram að um 270 fyrir- tækjum sem hafa meira en 10 starfsmenn hafi verið send bréf og þeim boðin rauð nef á starfs- menn sína. Þá hafa bréf verið send til um 200 skipa yfir 200 tonn að stærð ogþeim boðin rauðu nefjn. Ólympíufararnir sjálfir munu selja rauð nef í Kringlunni nk. fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Fmmsýning LR á Þrúgum reiðinnar LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir „Þrúgur reiðinnar" fimmtudaginn 27. febrúar. Þrúgur reiðinnar eru byggðar á sögu Johns Steinbeck, leik- gerð gerði Frank Galati. íslensk þýðing og aðlögun fyrir svið er eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónsson með hliðsjón af þýðingu Stefáns Bjarman. Skáldsagan Þrúgur reiðinnar er af flestum talin hátindurinn í sagn- aritun Johns Steinbeck en margar sögur hans eru til í íslenskum þýðingum frá fyrra helmingi ald- arinnar. Steinbeck skrifaði skáld- söguna í kjölfar þurrka sem herj- uðu á miðríki Bandaríkjanna á fjórða tug aldarinnar. Þúsundir fjölskyldna voru hraktar frá jörð- um sínum og lögðust á vergang. Straumurinn lá vestur á bóginn til Kaliforníu sem í flestra huga var land allsnægtanna. Þungmiðja verksins er Joad-fjölskyldan og örlög hennar en margir aðrir koma þar einnig við sögu. í Þrúgum reiðinnar er sagt frá baráttu þessa fólks og hvernig það berst fyrir lífi sínu af dugnaði, hörku og bjart- sýni í þeirri von að um síðír finni það sér samastað í tilverunni og geti lifað í sátt við menn og mál- leysingja. Tónlist gerði KK, leikmynd Ósk- ar Jónsson, búninga Stefanía Adolfsdóttir, lýsingu sér Lárus Björnsson um og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Með helstu hlutverk fara: Valdi- mar Örn Flygenring, Þrðstur Leó Gunnarsson, Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Karlsson, Þórey Sigþórs- dóttir, Magnús Jónsson, Stefán Jónsson, Ólafur Guðmundsson o.fl. Mikill áhugi er á sýningunni og er uppselt á fyrstu fimm og fá sæti laus á sjöttu og sjöundu sýn- ingu. (Fréttatilkynning) Fyrirgreiðsla til kennara í grunnskólum á landsbyggðinni: Aðkomukennarar njóta oft 10- 30 þús. kr. húsnæðishlunninda Ólöf Pétursdóttir Héraðsdómur Reykjaness; Olöf Péturs- dóttir skip- uð dómstjóri Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólöfu Pétursdóttur hér- aðsdómara til þess að vera dóm- sljóri héraðsdóms Reykjaness til næstu sex ára frá og með 1. júlí 1992 að telja. Jafnframt störfum héraðsdóm- ara hefur hún verið sett til að gegna störfum dómstjóra við hér- aðsdóm Reykjaness frá og með þriðjudeginum 25. febrúar til 30. júní 1992, eða fram til þess tíma er hún tekur við skipaninni. ----------? ? ? Verulegur munur á fyrirgreiðslu milli sveitarfélaga FYRIRGREIÐSLA sveitarfélaga til aðkomukennara á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi til að koma í veg fyrir kennaraskort í grunnskólum er talsvert mismunandi á milli sveitarfélaga og ein- stakra skóla. Dæmi eru um að greiddir séu rúmlega 50 þúsund kr. flutningsstyrkir til kennara, þá er algengt að kennarar njóti húsnæðishlunninda sem metin eru frá 10-30 þúsund kr. á mánuði og auk þess greiða nokkrir skólar launauppbætur eða veita kennur- um og leiðbeinendum önnur hlunnindi. Þetta kemur fram í könnun sem samtök sveitarfélaga í þessum landshlutum gengust fyrir á síðari hluta síðasta árs. Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi stóð að könnuninni í lands- fjórðungnum og náði hún til 20 skóla. I ljós kom að fimm skólar veittu enga fyrirgreiðslu. I smærri skólum, þar sem starfa 1-5 kennar- ar, voru hæstu flutningsstyrkir sem greiddir voru kr. 50 þús. til tveggja kennara í sama skóla en lægstu flutningsstyrkirnir 25 þús. kr. til alls níú kennara. Húsnæðishlunnindi í þessum skólum voru hæst metin á 30 þús. kr. á mánuði hjá einum kennara en minnst á 12,5 þús. Alls nutu ellefu kennarar í fímm skólum húsnæðishlunninda. I stærri skól- um nutu alls 28 kennarar flutn- ingsstyrkja frá 10 þús.-55 þús. kr. Húsnæðishlunnindi voru metin allt frá fimm þús. kr. á mánuði til 30 þús. í nokkrum tilfellum. Fjórðungssamband Norðlend- inga gekkst fyrir könnuninni á Norðurlandi og bárust svör frá alls 34 aðilum. I ljós kom að engin fyrirgreiðste var veitt í fimm sveit- arfélögum. í skólum í dreifbýli og blandaðri byggð er húsaleiga kenn- ara lág og hiti oft innifalinn í leig- unni eða á hagstæðu verði. Er þetta nær undantekningarlaust þar sem húsnæði er í eigu sveitarfélags en húsaleiga sem greidd er er yfír- leitt um þriðjungur af algengri leigu. Flutningstyrkir voru greiddir í alls fjórum skólum en tiltekið var að um óverulegar upphæðir væri að ræða. Kennarar fá víða fæði á skólastað á sama verði og nemend- ur og þá er akstur greiddur í nokkr- um tilvikum fyrir þá sem ekki búa á skólastað. í skólum í þéttbýli á Norður- landi er húsaleiga yfirleitt greidd niður fyrstu tvö árin um t.d. 30% fyrsta árið og 20% annað árið en fellur svo niður. A nokkrum minni stöðum eru húsnæðishlunnindi metin á 10-15 þús. kr. á mánuði. Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að flutningsstyrkir eru nokk- uð algengir, sérstaklega I mínni þéttbýlisstöðum og í tveimur sveit- arfélögum er greidd launauppbót og er þar ekki gerður greinarmun- ur á hvort um aðkomukennara eða heimakennara er að ræða. Annars vegar eru greiddir 20 yfirvinnutím- ar á mánuði og hins vegar 22% álag ofaná föst laun. A Vestfjörðum stóðu fjórðungs- samband Vestfirðinga, Fræðslu- skrifstofa Vestfjarðaumdæmis og Kennarasamband Vestfjarða að hlunnindakönnuninni. Alls bárust svör frá 11 sveitarstjórnum/skól- um og þar af frá átta þéttbýlisskól- um. Kennarar njóta húsnæðishlunn- inda í sjö skólum á Vestfjörðum skv. könnuninni. Upphæðirnar eru mismunandieða frá 14 þúsund til 96 þúsund kr. á kennara á ári en einn skóli sker sig úr með 15 þús- und kr. greiðslu til sinna kennara á mánuði vegna húsnæðis. Flestir skólanna greiða aðkomu- kennurum flutningsstyrki, sem eru yfirleitt á bilinu 20-35 þúsund kr. Tveir skólar greiða kennurum launauppbót, 20% ofaná mánaðar- laun í öðrum skólanum og 37.846 kr. til hvers kennara á heilu skóla- ári í hinum. Þá tilgreina nokkrir skólar að kennarar séu í ókeypis húsnæði í eigu sveitarfélags og greiði ýmist engan hitunar- og raforkukostnað eða aðeins að hluta til. Bifreiðastyrkir eru yfírleitt ekki greiddir í skólum á Vestfjörðum skv. þessum niðurstöðum en aðeins einn skóli tilgreindi að kennarar þar fengju 10.500 kr. bifreiða- styrk. í öðrum skóla var tekið fram að kennarar fengju greiddan ferða- og uppihaldskostnað vegna nám- skeiða, réttindanáms, funda o.þ.h. Einn skóli tiltók að kennurum væru ekki veitt önnur hlunnindi eða launauppbætur en flutnings- styrk skv. reikningi. Leiðrétting Mishermt var í texta með korti á miðsíðu blaðsins í gær að togar- inn Menja hefði farizt í Halaveðr- inu 1925. Hið rétta er að togarinn sökk 10. júní 1928 í hinu bezta veðri. Skipverjar björguðust um borð í togarann Imperialist, en Tryggyi Ófeigsson var skipstjóri á Imperialist. Björk Jónsdóttir syng- ur á Háskólatónleikum BJORK Jónsdóttir söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 12.30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Dvorak og Sibelius. Eftir Dvorak verða flutt 7 sígaunalög (Zigeunermelodien) en eftir Sibelius fimm sönglög sem samin voru í kringum aldamótin. Björk Jónsdóttir hóf ung söng- nám við Tónlistarskólann í Kópa- vogi en síðar lá leið hennar í Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk hún tónmenntakennaraprófi þaðan. Hún hélt söngnáminu áfram við Söng- skólann í Reykjavík og lauk námi þaðan vorið 1990. Björk hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í Hafnar- borg haustið 1990. Síðastliðið ár hefur hún notið leiðsagnar próf. Suasanne Eken og Friedrich Gurtler við Konservatoriet í Kaupmanna- höfn. Björk starfar nú sem kennari við Nýja tónlistarskólann. Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík árin 1959-1967. Þar naut hann tilsagnar Rögnvaldar Sigurjónssonar, Asgeirs Beinteins- Björk Jónsdóttir Jónas Ingimundarson sonar og Árna Kristjánssonar. Síð- an fór hann í framhaldsnám í Tón- listarskólann í Vínarborg og var þar nokkur ár. Jónas hefur haldið fjölda tónleika, bæði á íslandi og erlendis, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Jónas kennir við Tón- listarskólann í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.