Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 13 Ráðgjafi á villigötum eftir Pál Pétursson „Spámaður mikill er risinn upp á meðal vor.“ Það er Þröstur Ólafs- son sem nú gegnir starfi aðstoðar- manns eða ráðgjafa Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Ráðgjafinn var til þess settur af núverandi flokki sínum Alþýðu- flokknum að vera formaður í nefnd stjórnarflokkanna um mótun sjáv- arútvegsstefnu. Nú hefur Þröstur þessi sýnt inn í hugarheim sinn í fjölmiðlum hvað varðar vanda út- gerðarinnar í landinu og hvern hug hann ber til fólksins sem að útgerð og fiskvinnslu starfar. Ekki eru viðhorf Þrastar geðfelld fremur en vænta mátti. Hann krefst gjald- þrota þeirra fyrirtækja sem í érfið- leikum eiga og telur að þær aðgerð- ir sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar beitti sér fyrir haustið 1988 og björguðu útgerð og físk- vinnslu, og þar með þjóðarbúinu, hafi verið til ills eins. Þjóðin gæti ef til vill látið skoðanir Þrastar sér í léttu rúmi liggja, en svo er þó ekki. Þröstur er öflugur maður og hefur ýmislegt afrekað á ferli sínum. Þresti tókst það sem Sjálfstæðisflokknum tókst aldrei, þrátt fyrir margra áratuga baráttu. Hann gerði KRON gjald- þrota á fáeinum mánuðum og drap félagið endanlega. Einnig tókst honum í framhjáhlaupi að vinna Samvinnuhreyfingunni slíkt tjón, að vandséð er hvenær hún réttir við, eða hvort hún nær nokkurn tímann fyrri styrk. Þetta gerir eng- inn aukvisi. Fjármálaséní fer á kostum Nú hefur þetta fjármálaséní snú- ið sér að höfuðatvinnuvegi lands- manna, sjávarútveginum, og ætlar að veita honum þjónustu sína í hjá- verkum. Þröstur hefur raunar hvergi reynst húsbændum sínum heillakarl, né þeim stjórnmála- flokkum þar sem hann hefur verið innan vébanda. eftir Gunnar Þorsteinsson Viskí, koníak og romm, þessi fleygu orð hljóma í eyrum mínum sem ég er á.flugi yfir Atlantshafíð á leiðinni til gamla Fróns eftir stutta fjarvist, en alltaf er jafn gaman að koma heim, þó alltaf sé leiðinlegt að vera vitni að þessum áfengis- austri. Það er flugfreyjan sem er að traktera farþegana, en ég er önnum kafinn við að lesa Moggann. Það er merkilegt hvernig Mogginn verður eins og vin í eyðimörkinni þegar maður hefur ekki séð hann í nokkurn tíma og jafnvel gömlum Mogga er flett aftur og aftur. Eg er búinn að lesa meginblaðið og nú er komið að lesbókinni, það er nefnilega laugardagur. Þar rek ég augun í fastapistilinn „Rabb“, en nú hefur Agnes Bragadóttir fyllt hann með skrifum sínum undir yfir- skriftinni „Frelsið í gúrkutíðinni". Eg átti nú ekki von á því að vera boðinn velkominn heim þannig að ritað væri um mína persónu og söfnuðinn sem ég tilheyri með þeim hætti sem hún gerír blessunin. Ég hef oft séð skrif Agnesar í Morgun- blaðinu og hefur hún farið mikinn. Hér gerir hún ekki undantekningu. Ég hef ekki verið þess umkominn að meta skrif liennar fram til þessa, en nú hef ég góða aðstöðu til þess, þar sem efnið sem hún fjallar um er mér jafnskylt og skegg mitt á höku minni. Ef önnur skrif hennar í blaðið eru unnin með sama hætti og þessi, Haustið 1988 var svo komið að újgerð og fískvinnsla í landinu var komin í þrot. Gengi var fast, 20% verðbólga og vextir alltof háir. Þorsteinn Pálsson sem þá var for- sætisráðherra fékkst ekki til að taka á vandanum, þrátt fyrir það að hann hafí verið ágætlega skil- greindur af nefnd undir forystu Einars Odds á Flateyri. Bjargráð 1988 Aðgerðarleysi Þorsteins varð til þess að Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur slitu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki til þess að forða þeim þjóðarvoða sem þá stefndi í með hruni sjávarútvegsins. Stofnaður var Atvinnutrygg- ingasjóður útflutningsgreina. Hann beitti sér fyrir hagræðingu fisk- vinnslufyrirtækja og útgerðar. Fyrsta lánið og það næst stærsta fór til Granda hf. Þessi sameining og hagræðing tókst vel hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum, sum fyrir- tæki voru þó svo skuldug að fyrir- sjáanlegt var að atbeini Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina dygði þeim ekki til frambúðar. Því var settur á stofn Hlutafjársjóður og gerðist hann þátttakandi í fyrir- tækjum og þannig komust nokkur þeirra fyrir vind. Árið 1989 snerist rekstur sjávar- útvegsins á rétta braut. 1990 var gott ár í rekstri flestra sjávarút- vegsfyrirtækja. Þau skiluðu hagn- aði og fóru að borga niður skuldir. Pólitískt sjóslys Vorið 1991 komst ríkisstjórn Davíðs Oddssonar til valda og stjórnarstefnunni var gjörbreytt. Fyrsta verk ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar var að stórhækka vexti sem varð til þess að snúa hagnaði í tap hjá fyrirtækjunum. Ríkisend- urskoðun lagði mat á stöðu Atvinn- utryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs vorið 1991. Sú skýrsla sýndi brúk- lega fjárhagsstöðu þeirra. Tveimur mánuðum seinna sendi Ríkisendur- þá hefur það greinilega verið algjör tímasóun að lesa langhundana, sem hún hefur sent frá sér, er ég þó hef gert með nokkurri velþóknun. Órökstutt níð Ég legg ekki í vana minn að svara níði, en í þessu tilfelli á hlut að máli fyölmiðill sem ég ber virð- ingu fyrir og starfsmaður hans, sem ætti að teljast marktækur að mestu. Því fer víðs fjarri að ég, Krossinn eða það málefni sem fjallað er um, njóti sannmælis. Agnes gerir að umtalsefni viðtal sem Stöð 2 átti við mig um komu Ozzy Osbome o.fl. hingað til lands og spyr með mikilli vanþóknun hvað mér komi það við. Kemur mér það við? Að hljómlistarmenn komi hingað til lands og haldi hljómleika er mér algjörlega óviðkomandi, það er rétt. Hitt aftur á móti, að ég gerist svo djarfur að svara fyrirspurn sem að mér er beint og hafa skoðanir sem ekki fellur f kramið hjá henni, er lögverndaður réttur minn og ég hef enga ástæðu til að liggja á skoðun- um mínum í þessu efni. Agnes, sem og fy'öldi annarra Islendinga hefur í raun ekki nema óljósan gmn um hvað hangir hér á spýtunni og ef ég að einhverju marki er þess um- kominn að upplýsa menn, lít ég á það sem skyldu mína, þó svo að skurfur kunni að hljótast af. Nú fara leika að æsast hjá Agnesi, skrif hennar verða mót- sagnakennd og hún afhjúpar brenglaða veruleikaskynjun sína. skoðun frá sér nýja skýrslu og þá var allt annað uppi á teningnum og horfur sjóðanna taldar mjög dökkar. Ríkisendurskoðandi gaf þá skýringu opinberlega á hinum mikla mismun á þessum tveimur skýrslum, að á vordögum hafl ver- ið breytt um stjórnarstefnu og til valda væri komin ríkisstjórn sem ekki ætlaði að liðsinna fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þetta var skynsam- leg ályktun hjá Ríkisendurskoðun, enda lágu fyrir yfirlýsingar forsæt- isráðherra um það efni. Nú er, eftir 10 mánaða setu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, ástandið að verða hliðstætt því sem var haustið 1988. Hefði stefna fyrr- verandi ríkisstjórnar ráðið hefði útkoman orðið önnur. Sjávarút- vegurinn þurfti 2-3 ár til viðbótar árinu 1990 til þess að treysta af- komuna. Hefði sjávarútvegurinn fengið frið hefðu ráðstafanir ríkis- stjómar Steingríms Hermannsson- ar skilað fullkomnum árangri. Þröstur kvakar á grein Þröstur Ólafsson getur því miður ekki lært af reynslunni og skil- greinir vandann rangt, þótt ótrú- legt megi virðast með þvílíkt fjár- málaséní. Hann telur björgunarað- gerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar einungis hafa verið til bölvunar. Það hafí verið rangt að bæta stöðu lakar settu sjávarút- vegsfyrirtækjanna haustið 1988. Vera má, að hefði þorri fyrirtækj- anna verið látinn fara á hausinn 1988 og 1989 þá þyrfti Þröstur Ólafsson ekki að ganga milli bols og höfuðs á þeim 1992. Honum ógnar það þó tæplega, enda vanur maður. Ekki minnist Þröstur þess að ríkissjóður og stofnanir tengdar honum hefðu tapað stórfé 1988 hefði Atvinnutryggingasjóður ekki komið til, þannig að þótt sjóðurinn tapi fé hefði skaði hins opinbera orðið sýnu meiri með gjaldþrotum. Vissulega er hinn mikli vandi sjávarútvegsins einnig aflasam- Hún segir að ég sjái alla meinbugi á því að „leyfa“ popparanum ill- ræmda að sækja land okkar heim. Það er alrangt hjá Agnesi, í raun sagði ég hið öndverða eins og síðar kgmur fram í pistli hennar. Ég er talsmaður frelsis og tel að menn eigi að hafa fulla heimild til að fremja allt það sem heyrir undir velsæmi og allsheijarreglu, sem reyndar orkar tvímælis í þessu til- felli. Hún heldur áfram og segir að ég sé á móti Ozzi vegna þess að hann hefur verið á geðsjúkrahúsi og hafi verið í meðferð vegna hundaæðis er hann át höfuðið af leðurblöku á hljómleikum. Þetta er ekki rétt hjá Agnesi, ég hef ekkert á móti fólki þó það sé lasið og reynd- ar hef ég ekkert á móti fólki yfir- leitt. Það sem við í Krossinum vilj- um benda á í gegnum allt þetta moldviðri, er að boðskapur poppar- ans er afsiðandi og skemmandi á mjög afgerandi hátt. Hann er að hvetja óhamað ungviðið til siðleys- is, óeðlis, eiturlyfjaneyslu og tor- tímingar. Hann hefur verið dreginn fyrir rétt í Bandaríkjunum ákærður fyrir að vera valdur að dauða ung- menna. Hann leggur að ungu fólki að gera Djöfulinn að guði sínum. Á ég að þegja þunnu hljóði og neita að upplýsa þá sem spytja aðeins af því að ég fer í taugarnar á Ag- nesi og hennar líkum í skoðanalög- reglunni? Foreldrasamtök, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hafa lagt sig í líma við að stemma stigu við því að popptónlist verði notuð til að Páll Pétursson „Þröstur Ólafsson get- ur því miður ekki lært af reynslunni og skil- greinir vandann rangt.“ drætti að kenna, en ofaná aflasam- dráttinn leggst ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hún hækkar skatt á greinina um 650-700 milljónir. Hún hreifír engum ráðum til úrbóta fyr- ir sjávarútveginn. Hún lætur vext- ina vera alltof háa og heldur gengisskráningu fastri þótt raun- gengi hafí hækkað um 9% frá því að þjóðarsáttin var gerð. Ráðgjafi utanríkisráðherra Þröstur Ólafsson, heimtar nú gjald- þrot þeirra fyrirtækja sem í erfíð- leikum eiga. Kvótinn renni þá til sterkustu fyrirtækjanna og bæti stöðu þeirra. Þetta er ftjálshyggja Gunnar Þorsteinsson „Boðskapur popparans er afsiðandi og skemm- andi á nyög afgerandi hátt.“ leiða börn þeirra á óheillabraut. Agnes reynir að gera því skóna að hér sé um ungæðishátt að ræða frá hendi popparans, en þar stendur dómgreind hennar henni enn fyrir þrifum, því vesalings maðurinn er kominn fast að fimmtugu! Agnes segir einnig að ég hafi þakkað mér og „trúarklíku" minni að tónleikar Bryan Adams hafi far- ið út um þúfur. Það er uppspuni, vísvitandi ósannindi eða þekking- arskortur. Hvorutveggja er í raun jafn slæmt í grein eftir fréttamann sem ofsatrúarmenn og grillu- fangarar yst til hægri í Sjálfstæðis- flokknum gætu verið fullsæmdir af. Úrræði til endurreisnar Það verður að snúast við vanda sjávarútvegsins tafarlaust, ekki láta ráðgjafa eins og Þröst Ólafsson fá frið til að vinna honum óbætan- legt tjón. Vextina verður að lækka mjög verulega, með handafli ef ekki duga önnur ráð. Gengisum- hverfið verður að gera þolandi fyr- ir útflutningsatvinnuvegina, þó ekki með gengisfellingu, hún er vítahringur sem við höfum dapur- lega reynslu af. Síðan ber ríkis- stjórninni að beita sér fyrir áfram- haldandi hagræðingu og end- urskipulagningu í svipuðum anda og gaf góða raun hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Auðvitað er offjárfesting í sjávarútveginum, frystingin hefur verið flutt út á sjó í miklum mæli og fískur er fluttur úr landi, óunn- inn í stórum stfl. Hagræðingar er því enn þörf, en hún er vandasöm. Hagræðing getur haft í för með sér alvarlega fækkun starfa og aukið atvinnuleysi. Það ber að var- ast svo sem kostur er, en margt má leysa með hagkvæmari hætti. Úrelding fiskvinnslustöðva getur einnig komið til greina. Þjóðfélagið þolir ekki þessa menn Fólkið sem vinnur við sjávarút- veginn má ekki láta orð Þrastar Ólafssonar framhjá sér fara. Hann heimtar gjaldþrot og stöðvun í fjölda fyrirtækja. Hann mun, ef hans ráðgjöf verður þegin af ríkis- stjórninni, svipta fjölda fólks víða um land atvinnunni, leggja byggð- arlög þess í rúst og gera eignir þess verðlausar. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir. Það var mikill ábyrgðarhluti af kjósendum að gefa Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki þingræðislegt tækfæri til að yfirtaka stjórn landsins. Þeir líta á þjóðfélagið sem herfang sitt. Þjóðfélagið þolir ekki þessa menn. Höfundur er formaður þingflokks framsóknarmanna. sem vil vera vandur að virðingu sinni. Agnes, þú ert í slæmum málum þegar þú sendir frá þér svona skrif. Við höfum aldrei fett fíngur út í Bryan Adams eða gert athugasemdir við framkomu hans með einum eða neinum hætti. Þú hefur verið að lesa áramótaútgáfu Pressunnar þar sem þessu var sleg- ið upp í gríni. Agnes, „frétta- mennska“ þín í þessu tilfelli er byggð á brandara í Pressunni sem þú afbakar! Hitt er aftur á móti rétt og satt við báðum gegn vondum áhrifum af hljómleikunum sem haldnir voru í Kaplakrika 16. júní sl. Barbarossa Agnesi er greinilega ekki alls varnað, því að í einu atriði hafði hún rétt fyrir sér og það er þegar hún segir að ég sé rauðskeggjaður. Það er hárrétt fyrir utan þessi fáu gráu hár sem farin eru að láta sjá sig. Agnes, þú hefur svikið sannleik- ann, skrif þín get ég ekki skilið öðruvísi en að þú veljir að svíkja frelsara þinn og þú - svíkur stétt þína. Blaðamaður eða fréttamaður ber mikla ábyrgð. Siðlaus og óábyrg fréttamennska er að verða að plágu í landi okkar. Það þarf sterka sið- ferðisvitund og góðan skammt af heilbrigðri skynsemí til að standa vel undir starfsheiti fréttamanns. Þig skortir verulega á í hvoru- tveggja, en ég skora á þig að bæta þig og taka þig á. Góð byrjun hjá þér væri að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara þínum og koma á sam- komu hjá Krossinum, það verður samkoma á sunnudaginn kemur klukkan hálf fimm. Höfundur er forstöðumaður í Krossinnm í Kópavogi. Agnes og gúrkan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.