Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 Minning: AslaugF. Gunnars- dóttír Sívertsen Fædd 14. desember 1897 Dáin 18. febrúar 1992 Látin er í hárri elli sérstæð dugn- aðar- og framfarakona, sem ekki vildi láta mikið á sér bera, en mark- aði þó veruleg spor í iðnaði og at- vinnurekstri á starfsævi sinni og lét líknarmál lengi til sín taka. Frú Áslaug var eldri dóttir hjón- anna Ástríðar Jónsdóttur ljósmóður og Gunnars búfræðings og útvegs- bónda Eggertssonar í Selnesi á Skaga. Hún hlaut menntun sína á heimaslóð og síðan í kvennaskólan- um á Blönduósi. Síðar fór hún til verslunarnáms í Edinborg, þá orðin ekkja eftir fyrri mann sinn. Að því námi loknu sneri hún heim aftur og setti á stofn eigið fyrirtæki, Sport- húfugerðina, sem hún rak lengi af miklum myndarbrag meðan grund- völlur var fyrir slíkum iðnaði. Áslaug giftist aftur 1933 frænda mínum Helga, forstjóra Sívertsen syni Sigurðar Sívertsen prófessors í guðfræði. Helgi lést í árslok 1969. Þau Helgi ráku í sameiningu inn- flutningsverslun og áttu hlut að ýmsum verslunarfyrirtækjum. Lögðu þau vel saman í viðskiptum sem öðru og voru höfðingjar heim að sækja. Vegna tímabundinna veik- inda Helga, sem alltaf bötnuðu aft- ur, mæddi reksturinn stundum mikið á Áslaugu. Á þessum tímabilum kynntist ég best hvílík afbragðskona og tryggðartröll Áslaug var. Þrátt fyrir miklar annir og ýmsa örðug- leika sem verslunarfólk þurfti að fást við á haftaárunum sat um- hyggja hennar fyrir manni sínum ávallt í fyrirrúmi. Var það ekki síst þessari umhyggju að þakka hversu góðum bata Helgi náði. Eins og áður er sagt lét Áslaug ýmis líknarmál til sín taka, en vildi ekki þar frekar en annars staðar láta mikið á sér bera. Hún var virk- ur þátttakandi í Oddfellow-reglunni og meðal stofnenda Geðverndarfé- lags íslands og gjaldkeri þess félags um árabil. Reyndist viðskiptavit og framkvæmdagleði Áslaugar félaginu drjúgt nesti á sjöunda áratugnum í baráttunni við fordóma gagnvart geðsjúkum, og meðan verið var að koma upp endurhæfingarpiássum félagsins að Reykjalundi. Eftir að hún lét af stjórnarstörfum í félaginu fylgdist hún með starfsemi þess áfram af miklum áhuga og benti á ýmislegt sem tíl heilla mátti horfa. Áslaug var vinmörg og frændræk- in og nutum við frændfólk Helga þess mjög. Hún var mjög áfram um velgengni fólks og gladdist þegar íslendingar sköruðu fram úr á al- þjóðavettvangi ekki síst á sviði lista og vísinda. Er mér ekki grunlaust um að hún hafi lagt sitt af mörkum til að svo mætti verða í ýmsum tilvik- um. Áslaug var rúmlega meðalhá vexti og samsvaraði sér vel, kjarkmikil og úrræðagóð. Hún var íhugul, hæg og yfirveguð í framgöngu og tali og skipti sjaldan skapi, þó að henni gæti hitnað í hamsi ef henni þætti ekki nógu skynsamlega að farið. Hún var mjög dul og ræddi að heita má aldrei um eigin hagi, svo að þrátt fyrir tæplega sextíu ára kynni veit ég ekki mikið um hana. Þegar hún á síðustu árum var spurð um líðan var hún fljót að svara og sveigja talið að öðru. Hún kvartaði ekki þrátt fyrir að síðustu árin þyrfti hún að nota göngugrind og þyrfti nokkra aðstoð til að geta búið í eigin íbúð. Hún vildi gjarnan vera umkringd vinum og hafði því húsið jafnan opið svo að þeir kæmust strax inn og þyrftu ekki að bíða eftir að hún opnaði. Alltaf var kaffí og meðlæti á borðum og rausn og reisn var söm þar til hún þurfti að fara á sjúkra- hús tveim dögum fyrir andlát sitt. Áslaugu varð ekki barna auðið, en upp úr 1953 eða 1954 fór ungur nágranm að venja komu sínar til þeirra Áslaugar og Helga. Hann varð fóstursonur þeirra og auga- steinn Áslaugar. Júlíus Vífíll Ing- varsson lögfræðingur og söngvari hefur goldið fóstrið vel með natni sínni og umhyggjusemi. Þau hjón hafa búið í næsta húsi og fylgst náið með Áslaugu sem naut sam- verunnar með þeim og börnum þeirra. Júlíusi Vífli og fjölskyldu hans færum við innilegar samúðar- kveðjur. Tómas Helgason. Það hafa verið höggvin stór skörð í lið „Skeflunga" og „Skíðunga" á fáum árum. Nú kveðjum við háaldr- aða en síunga frænku, 94 ára að t Bróðir okkar, HAUKUR ÞÓRIR EGILSSON, Austurgötu 8, Keflavflc, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkinin. + Ástkær fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG SÍVERTSEN, Hávallagötu 46, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni ídag, miðvikudaginn 26. febrú- ar, kl. 15.00. Júl/us Vífill Ingvarsson, Svanhildur Blöndal og börn. t Faðir okkar, SUMARLIÐI SVEINSSON frá Feðgum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 22. þ.m. Útför hans fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Guðgeir Sumarliðason, Sveinn Sumarliðason. aldri. Áslaug frænka, eins og fjöl- skyldan kallaði hana, er horfin af sviðinu. Samleiðin með henni var orðin löng og mannbætandi. Við fundum það svo mörg, bæði ættingjar og vinir, að Hávallagata 45 var einn af fáum stöðum þar sem alltaf var einhver heima og alltaf kyrrð og friður. Það verða viðbrigði að ekki er lengur svarað í síma 14427 með þýðum rómi og ekki hægt lengur að skiptast á skoðunum við húsráðanda. Áslaug fylgdist ótrúlega vel með þjóðmálum og hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum. Áslaug var fædd að Selnesi á Skaga, Skagafirði og var af Skefíl- staða- og Skíðastaðaættum. Hún var dóttir hjónanna Gunnars Eggerts- sonar útvegsbónda á Selnesi og Ástríðar ljósmóður, sunnlenskrar ættar. Eina systur átti hún, Jenny Sigríði Skagan, hennar maður var síra Jón Skagan, þau eru bæði látin í hárri elli. Þeirra dóttir er María Skagan rithöfundur sem lifir þau. Mjög mikið og gott samband var með þeim Áslaugu og Jenny. Eiginmaður Aslaugar var Helgi Sívertsen forstjóri, látinn 1969, öð- lingsmaður. Þau hjón voru barnlaus, en urðu fyrir þeirri gæfu að lítill drengur, 3 eða 4 ára, fór að venja komur sínar til þeirra og vildi hvergi annarsstaðar vera. Hann varð að lokum fóstursonur þeirra. Það varð mikil breyting á heimilinu þegar þessi „Skeflungur" bættist í hópinn og man ég hve allt lifnaði við á Hávallagötunni. Þessi fóstursonur er Júlíus Vífill Ingvarsson, söngvari og lögfræðingur. Á Selnesi var stórbrotin nátt- úrufegurð, þar sem Drangey, Málm- ey, Þórðarhöfði og Austurfjallgarð- urinn blöstu við og nær Tindastóllinn með sína fögru og tilkomumiklu tinda. Eg man að móðir okkar, Olína Bjönsdóttir, sem fædd var og alin upp á Skefilstöðum á Skaga, sagði okkur systkinunum frá tindunum í Tindastól og stórfengleika þeirra. Þær Áslaug voru bræðradætur. Áslaug hafði gott listaauga og áttu þau hjón óvenju fögur listaverk og eitt sem listamaðurinn Eyjólfur Eyfells hafði málað af Selnesi og hafði honum tekist að ná fram töfr- um_ umhverfisins. Áslaugu fannst mjög vænt um alla ættingja sna og vini sem voru margir og gladdist yfir hverju nýju barni sem bættist í fjölskylduna. Fyrir 2-3 árum vaknaði hjá henni brennandi áhugi á að kirkjan í Hvammi í Laxárdal, Skagafirði, yrði endurbyggð, sérstaklega að settur yrði á hana turn svo hún fengi aftur sinn upphaflega svip en turninn fauk af kirkjunni í einá tíð. Hún fór af stað með söfnun í þeim tilgangi og það sem safnaðist lagði hún inn hjá Fjárfestingarfélaginu í nafni Hvammskirkju þar sem féð mun ávaxtast þar til hafist verður handa um viðgerð. Hvammskirkja verður 100 ára á næsta ári. Áslaugu var mikið í mun að fá að lifa að verkinu lyki, þetta var henni hjartans mál. Flestir þeir er gáfu í þessa söfnun áttu skyldmenni sem hvíla í Hvammskirkjugarði. Áslaug sendi lista með nöfnum gefenda og upp- hæð hvers og eins til sóknarprests Hvammskirkju, síra Hjálmars Jóns- sonar prófasts, Sauðárkróki. Nú kveð ég Áslaugu frænku í nafni okkar allra, barna Ólínu Björnsdóttur og fjölskyldna þeirra, þakka henni vináttu á langri vegferð og bið henni Guðsblessunar á nýjum brautum. Minningin um hana mun búa í hjörtum vina og ættingja um ókom- in ár. Vífli, Svanhildi, börnunum og Maríu Skagan sendum við innilegar samúðarkveðjur. Gígja Snæbjarnardóttir. Með frú Áslaugu Sívertsen er gengin mikil sómakona. Hún var á 95. aldursári er hún lést. Líkami hennar var fyrir nokkru nánast þrot- inn af kröftum, en hún bjó engu að síður við þá gæfu í ellinni að geta með góðri aðstoð búið heima í hinum vistlegu húsakynnum sínum á Há- vallagötu 46 þar til hún lagðist bana- leguna. Hugsun hennar var fullkom- lega skýr allt til þess og minni henn- ar ágætt. Kynni mín af Áslaugu og vináttu átti ég því að þakka að fóstursonur + JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR, Furugerði 1, áður RauSagerði 28, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 24. febrúar. Börnin. + Jarðarför JÓHANNS JÓNSSONAR frá Seglbúðum, fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Helgason. Þetta er minningarkort Slysavarnafélaeps íslands Skrifstofan sendirpau bæði innanlands og utan. Þau fást með enskum, dönskum eða þýskum texta. SímiSVFÍer 27000. Gjaldið er innheimt með gíró. fc/> hennar, Júlíus Vífill Ingvarsson, var bekkjarbróðir minn á menntaskólaá- rum. Vorum við nokkrir bekkjar- bræður Vífils oft boðnir heim til Áslaugar, sem þá var orðin ekkja. Eg kynntist því ekki manni hennar, Helga Sívertsen forstjóra, (f. 20. nóvember 1901, d. 29. desember 1969), syni Sigurðar Sívertsen guð- fræðiprófessors. En mér eru, eins og ýmsum öðrum bekkjarbræðrum og vinum Vífils, sérstaklega minni- stæð mörg boð á heimili Áslaugar Sívertsen, en kvöldstundir þessar kölluðum við í gamni „kúltúrkvöld". Duldist okkur ekki að heimili Ás- laugar var menningarheimili og hún sjálf höfðingleg í lund, greind og sérlega hlý í allri framkomu. Þeim einkennum sínum hélt hún allt til hinsta dags. Það var ekki nóg með að Áslaug opnaði okkur vinum Vífils heimili sitt. Við fengum einnig afnot af sumarbústað hennar, sem stóð á ein- um fallegasta staðnum við Þing- vallavatn. Þannig minnist ég fjöl- margra dæma um örlæti hennar og gestrisni. Heimili hennar flutti með sér and- blæ liðinna áratuga. Á veggjum héngu fjölmörg listaverk gömlu meistaranna úr íslenskri myndlist- arsögu. Smekkleg húsgögnin til- heyrðu einnig fyrri hluta aldarinnar. Minnistæður er gamall plötuspilari í setustofunni og gamlar hljómplöt- ur, en Áslaug átti mikið og gott hljómplötusafn. Sérstaklega minnist ég þess að við hlustuðum stundum á plötu þar sem Eggert Stefánsson söng Agnus Dei. Sjálf var Áslaug meðal þeirra sem höfðu mikið dá- læti á Eggerti sem söngvara og til- heyrði hann vinahópi þeirra hjóna. Hún var mjög söngelsk og það veitti henni mikla ánægju þegar Júlíus Vífill, fóstursonur hennar, lagði út á braut sönglistarinnar. Áslaug fæddist 14. desember 1897 að Sævarlandi í Skagafirði. foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Eggertsson útgerðarbóndi og Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir. Hún gekk í húsmæðraskóla á Blönduósi, en hitt var mikið óvenjulegra þegar kvenmaður átti í hlut að hún skyldi sigla utan til náms. Var hún einn vetur við verslunarnám í Edinborg. Aldrei miklaðist hún þó af því eða öðru sem hún hafði tekið sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Það þurfti því ekki að koma á óvart að hún skyldi óska eftir því að í hugsanlegum eftir- mælum um hana yrði sem minnstu rúmi varið til að rekja lífshlaup henn- ar. Áslaug átti marga vini og það var einkennandi hversu vel hún hélt utan um sinn vinahóp og ræktaði vinátt- una. Hún laðaði fólk auðveldlega að sér. Leigjendur hennar urðu vinir hennar. Sömu sögu var að segja af hjúkrunarfólki því sem annast hafði hana í veikindum hennar og þannig mætti lengi telja. Mér er minnis- stætt að er ég heimsótti hana á aðfangadag var stöðugur straumur af fólki til hennar, og sjálf sá hún til þess að allir fengju einhverja hressingu og væru leystir út með gjöfum þrátt fyrir að hún gæti varla hreyft sig lengur. Sjálfur fékk ég að reyna gjafmildi hennar oftar en einu sinni og að hún gleymdi ekki vinum sínum eða vinum Vífíls, sem urðu oftar en ekki eins og sjálfkrafa vinir hennar. Þannig minnist ég þess að er ég bjó erlendis um nokkurra ára skeið að ég fékk reglulega kveðj- ur frá Áslaugu, bréf eða símtöl, og þegar ég hafði lokið þeim áfanga sem að var stefnt var annað tveggja fyrstu heillaóskaskeytanna sem bár- ust einmitt frá henni. Sömu sögu var að segja þegar ég fluttist heim. Eitt allra fyrsta heimboðið kom frá Áslaugu. En Áslaug mundi ekki bara eftir vinum sínum, hún mundi einnig eft- ir átthögunum. Það sýndi hún í verki er hún síðustu árin beitti sér fyrir því að endurreistur yrði kirkjuturn á Hvammskirkju í Skagafirði. Tals- menn ýmissa líknarfélaga gætu líka' borið vitni um að Áslaug Sívertsen studdi margsinnis vel við bakið á þeim. En það bar hún aldrei á torg. ÍT Minningarkort Bandalags (slenskra skáta Slml: 91-23190 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.