Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 15 Fortíðarvandi stúdenta eftirÁsgeir Ólaf Pétursson Hvemig er kleift að halda uppi velferðar- og velsældar-þjóðfélagi eins og okkar? Og hvernig er háttað sambandi hinna ólíku þjóðfélagshópa sem það mynda? Að mínu mati er nú tímabært að þessar spurningar séu settar fram og svörin við þeim gaumgæfð, því þjóðfélag okkar stendur nú ef til vill á mikilvægum tímamótum. Fyrst og fremst byggist þjóðfélag eins og hið íslenska á verkaskipt- ingu. Landverkafólk og sjómenn sjá að mestu leyti um öflun gjaldeyris- tekna sem allir landsmenn njóta að meira eða minna leyti, bændur fram- leiða matinn sem við borðum og menntað fólk heldur uppi þjónustu á fjöldamörgum sviðum sem í augum okkar er ómissandi. Þetta vita allir, en ég segi frá því til að skýra það sem á eftir kemur. Það liggur í augum uppi að gott samkomulag verður að vera milli þjóðfélagshópa ef samvinnan á að geta gengið vel. Enginn ætti að þykj- ast yfír aðra hafinn, eða reyna að festa í sessi forréttindi sér til handa. Það er því áhyggjuefni hve mikill trúnaðarbrestur hefur orðið milli menntamanna annars vegar og verk- afólks hins vegar á síðustu árum. Því miður verð ég að segja að þessi brestur er að mestu leyti menntuðu fólki að kenna. Svo virðist sem það sem ég hóf greinina á njóti þar ekki nægilegs skilnings, en best er að nefna nokkur dæmi frekar en að halda áfram að tala undir rós. Allir muna eftir verkfalli háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna fyrir tæpum þrem árum og eftirmála samninganna við þá. Fulltrúar há- skólamanna töldu sig að eigin sögn ekki bundna af þeirri sögulegu þjóð- arsátt sem náðst hafði í landinu, vildu fá kaupkröfum sínum framgengt hvað sem það kostaði. Skilaboðin til verkafólks voru sem sagt þau að háskólamenn gilti einu hvort í þjóðfé- laginu ríkti stöðugleiki eða ringul- reið, bara ef þeir fengju sitt fram. Að vísu verður að viðurkennast að kjör háskólamanna hjá ríkinu eru ekki nógu góð, en það réttlætir ekki skemmdarverk á þjóðarsátt. Það er með öllu óþolandi að menntafólk sem á að vera almennt greindara en meðaljóninn skuli sýna slíka fram- komu gagnvart öðrum launþegum. Ekki má gleyma því að það er verka- fólk sem skapar hin raunverulegu verðmæti í þjóðfélaginu og gerir kleift að halda uppi menntun og vel- ferð. Annað dæmi sem ég vil nefna er hin svokallaða framfærslukönnun sem forysta Vöku í Stúdentaráði lét gera á sínum tíma og var ætlað að leiða í ljós hver fjárþörf námsmanna væri í raun og veru. Ekki veiti ég hvernig gerð þessarar könnunar var háttað, en niðurstöður hennar sem kynntar voru í sjónvarpi voru á þá leið að námsmaður í foreldrahúsum þyrfti á upphæð að halda sem sam- svaraði verkamannslaunum sér til uppihalds mánaðarlega, meðan námsmaður í leiguhúsnæði nálgaðist þingmannslaunin. Þetta var síðan notað sem röksemd fyrir því að námslán væru allt of lág. Ætla mætti að menn sem gera svona nokkuð væru algerlega skyni skroppnir, en samt höfðu þeir valist til forystu fyrir háskólastúdenta. Hvað átti fólk" sem vann hörðum höndum fyrir launum að halda? Þeg- ar þetta er sett í samhengi við oft og tíðum óraunsæjar kröfur náms- manna á þessum tíma og jafnvel hrokafulla framkomu forystumanna . þeirra á opinberum vettvangi er skilj- anlegt að stuðningur þjóðarinnar við málstað stúdenta færi þverrandi, sem hann hefur gert. Ég tel að myndast hafí gjá milli menntamanna og verk- afólks, sem að vísu ber ekki mikið á yfirleitt, en er orðin ískyggilega breið. Það kemur í ljós þegar á reynir. Sem betur fer hefur núverandi stjórn Stúdentaráðs undir forustu Röskvu gert sér grein fyrir þessum vanda, og mótað nýja, raunsæja stefnu í hagsmunabaráttu stúdenta. Nú er ekki lengur mikilvægast að sem flestir sjái að eitthvað sér gert, Samráð um lánasjóðinn eftir Arnór Þóri Sigfússon Nú Iiggur fyrir Alþingi stjórnar- frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem mun hafa í för með sér grundvallarbreytingar á lána- sjóðnum ef það verður að lögum og valda því að það meginhlutverk nú- gildandi laga að tryggja jafnrétti til náms óháð búsetu, fjölskyldustærð og efnahag er að engu haft. Núgild- andi lög um LÍN frá 1982 voru sam- in í samráði við námsmenn en um þetta frumvarp háttar öðruvísi. Þeg- ar Ólafur Garðar Einarsson settist í ráðherrastól í fyrravor heimsóttum við í samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna hann til að kynna okk- ur fyrir honum og heyra hvort ein- hverjar breytingar væru á döfinni. Þá sagði ráðherra að hann óskaði eftir góðu samstarfi við námsmenn og að ekki stæðu til nein bakföll í lánamálum. í stuttu máli sagt hefur hvorugt staðist. Ef það sem gerst hefur \ lánamálum síðan við áttum þennan fund eru ekki bakföll þá er menntamálaráðherra meiriháttar fimleikastjarna. Stuttu eftir þennan fund voru lánin skert um tæp 17% og svo fylgdi áðurnefnt frumvarp með haustinu sem gjörbyltir lána- kerfinu. Og þetta hefur allt gerst án samráðs við námsmenn sem þó voru höfð fögur fyrirheit um. í sum- ar sem leið var skipuð nefnd til að gera tillögur um breytingar á lána- kerfinu og var sú nefnd eingöngu skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna en námsmenn fengu þar ekki full- trúa þrátt fyrir beiðni um slíkt. Sú nefnd skilaði áliti um haustið þar sem lagðar voru til breytingar á lán- akerfmu svipaðar þeim sem litu dagsins ljós í frumvarpinu um LIN. Samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna gerði verulegar athuga- semdir við álit nefndarinnar sem varð meðal annars til þess að ákvæði um að LÍN ætti kröfu í dánarbú námsmanna var dregin til baka. I framhaldi af því var skipuð önnur nefnd til að semja frumvarp til laga um LIN og sóttu námsmenn fast að fá þar fulltrúa og eftir langa um- hugsun ráðherra varð úr að sam- starfsnefndin fékk þar einn fulltrúa og Vaka, lítið pólitískt félag úr há- skólanum sem oft er kennt við flokk menntamálaráðherra, fékk einn full- trúa. Þessi skipan mæltist ekki vel fyrir hjá stórum námsmannasamtök- um eins og Bandalagi íslenskra sér- skólanema, Iðnnemasambandi Is- lands og Sambandi íslenskra náms- Arnór Þór Sigfússon „Þarna slær Vökumað- urinn neðan beltisstaðs því ef eitthvað hefur verið baráttu náms- manna til ógagns þá er það framganga Vöku, hans eigin félags." manna erlendis, að fámennu pólit- ísku félagi úr háskólanum skyldi þannig gert hærra undir höfði en mörg þúsund manna samtökum námsmanna. Um samstarfsviljann er það að segja að nefndin fékk viku til að skila af sér frumvarpi. Hélt hún 5 fundi á 10 dögum og strax á 3. fundi lögðu fulltrúar ráðherra fram tilbúið frumvarp sem sam- starfsnefndin gat engan veginn fellt sig við. Úr varð því að fulltrúi náms- manna, Pétur Oskarsson frá stúd- entaráði Háskólans, skilaði séráliti þar sem meðal annars var lagt fram sér frumvarp. Svo talar Ólafur Garð- ar Einarsson um það nú að hann sé tilbúinn til að skoða aðrar leiðir! Það fer að hljóma eins og úlfur úlfur þetta tal menntamálaráðherra um samráð og samstarf. Hvers vegna var ekki haft samráð á réttum vett- vangi, þ.e. í nefndinni þar sem við námsmannafulltrúarnir vorum fullir' vilja til viðræðna J)annig að ná mætti sáttum um LIN? í grein 1 Morgunblaðinu 15. febr- úar gagnrýnir ungur maður að nafni Stefán Eiríksson, sem er á lista Vöku til^ kosninga í stúdentaráð Háskóla íslands, formann og lána- sjóðsfulltrúa stúdentaráðs fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi í baráttunni gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um LIN. Með þessu gagnrýnir hann einnig sam- starfsnefnd námsmannahreyfing- anna, þar sem undirritaður á sæti, því námsmannahreyfingarnar hafa hingað til borið þá gæfu að koma sér saman um aðgerðir til varnar kjörum námsmanna og koma fram sem-einn aðili. Þarna slær Vökumað- urinn neðan beltisstaðs því ef eitt- hvað hefur verið baráttu náms- manna til ógagns þá er það fram- ganga Vöku, hans eigin félags. Vaka rauf margra ára samstarf náms- mannahreyfinganna með því að senda eigin tillögur til menntamála- ráðherra og Elsa B. Valsdóttir, form- aður Vöku, sem sæti átti í samstarfs- nefndinni, þáði sæti í nefnd mennta- málaráðherra þrátt fyrir áskoranir frá BISN, Iðnnemasambandi íslands og SÍNE um að gera það ekki. Svo heldur hún því fram á stúdentaráðs- fundi að ekkert sé því til fyrirstöðu að halda áram „hinu góða sam- starfi" innan samstarfsnefndarinn- ar. Það mun taka einhvern tíma áður en fulltrúi Vöku vinnur sér þar traust að nýju. Fyrst Stefán Eiríks- son gagnrýnir okkur fyrir að gera lítið þá vil ég spyrja hann hvort hann hafi ekki verið á Austurvelli við þingsetningu í haust þegar sam- starfsnefnd námsmannahreyfing- anna ásamt framhaldsskólanemum mótmælti skólagjöldum og aðför að LIN, eða þá á fjölmennum útifundi á Lækjartorgi síðasta vor sem sam- starfsnefndin hélt. Einnig spyr ég Stefán hvort hann hafi ekki lesið greinargerð með frumvarpinu um LÍN þar sem fulltrúi samstarfs- nefndarinnar, Pétur Óskarsson, sem hann gagnrýnir fyrir að gera ekki neitt, skilaði 9 blaðsíðna séráliti sem innihélt m.a. drög að frumvarpi. Og bar Stefán það saman við einnar blaðsíðu sérálit Elsu B. Valsdóttur, formanns Vöku, sem segir mest lítið nema hvað hún leggur þar til að leggja á lántöku- og innheimtugjöld til að standa undir rekstrarkostnaði Lánasjóðsins og var það tekið upp í frumvarpinu? Það má þannig segja með réttu að Elsa hafi komið ein- hverju að, en hvort námsmenn muni standa í eilífri þakkarskuld við hana fyrir það er önnur saga. Höfundur er fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE)ístj6rnLÍN. H0MWBMMMH Ásgeir Ólafur Pétursson „Með öðrum orðum er endurreisnin hafin. Endurreisn, sem miðar að því að endurvekja traust á stúdentum og samúð með málstað þeirra, og að auka al- mennt traust milli starfsgreina í þjóðf é- laginu. Enginn betri vettvangur en háskól- inn er til að hefja slíkt starf." eins og oft virtist í síðustu stjórnar- tíð Vöku, heldur er lögð áhersla á að beita þeim ráðum sem líkleg eru til árangurs. Skynsemi hefur komið í stað sýndarmennsku. Vökumenn hamra nú á því að Röskva hafi ekk- ert gert til að berjast gegn frum- varpi til nýrra lánasjóðslaga, enda hefur formaður Stúdentaráðs ekki verið daglegur gestur í sjónvarpinu eins og gerðist í þeirra tíð. Stjórn stúdentaráðs hefur hins vegar barist ötullega, en við ofurefli er að etja. Bæði eru stjórnvöld mjög ákveðin í að ná fram vilja sínum nú, og erfitt hefur reynst að ná tali af málsmet- andi mönnum vegna slæmrar fyrri reynslu þeirra af samskiptum við forystumenn stúdenta. Þrátt fyrir þetta tókst að ná fram tekjutengingu í lánasjóðsfrumvarpið, sem er geysi- mikilvægt, og tekist hefur að koma á góðu sambandi við nokkra veívilj- aða þingmenn með því að gæta hófs, kurteisi og raunsæis. Þetta samband á eftir að koma að gagni í framtíð- inni þegar næsta holskefla skellur yfir námsmenn. Með öðrum orðum er endurreisnin hafin. Endurreisn, sem miðar að því að endurvekja traust á stúdentum og samúð með málstað þeirra, og að auka almennt traust milli starfs- greina í þjóðfélaginu. Enginn betri vettvangur en háskólinn er til að hefja slíkt starf. Menn ættu síst að vanmeta það, hve miklu máli það skiptir fyrir námsmenn að hafa samúð þjóðarinn- ar í hagsmunabaráttu sinni. Raunar held ég að enginn geri það, svo aug- ljóst er að einskis árangurs er að vænta ef enginn hefur samúð með okkur. Reyndar er ekki útilokað að nýju lögin hefðu ekki orðið svo hark- •aleg fyrir okkur ef stjórnvöld hefðu ekki vitað að námsmenn ættu minnk- andi samúð þjóðarinnar vegna heimskulegrar framkomu í fortíðinni. Ég hef gerst býsna berorður hér, en það er oft nauðsynlegt að vera ekkert að skafa utan af hlutunum til að koma mikilvægum boðskaþ til skila. Hægt væri að misskilja orð mín eingöngu sem árás á. stúdenta, en ekkert er fjarri mér. Eg er sann- færður um að fleiri en ég gera sér grein fyrir þeim vanda sem málstað- ur okkar er í og boðskapur minn til þeirra er að við völd i Stúdentaráði er nú fólk sem vill fara raunsæjar leiðir til lausna. Þar að auki veit ég að í Háskóla íslands er vel gefíð fólk sem skilur það rétt sem jafnvel er harkalega orðað. Höfundur er eðlisfræðinemi í Hl og skipar 2. sæti á lista Röskvu tii Háskólaráðs. HÓTEL ÍSLAND FYRIR FELAGASAMTOK OG EINSTAKLINGA Leigjum út sali fyrir árshátíðir og hvers konar einkasamkvæmi, erfidrykkjur, afmælis-, fermingar- og brúðkaupsveislur. Fyrir stóra sem smáa hópa, frá 20 til 900 manns. Ef þú hyggur á fund eða ráðstefnu þá höfum vib örugglega rétta salinn fyrirþig. Fullkomin funda- og ráostefnuþjónusta. Hafðu samband vib veitingastjórann okkar og talaðu við hann um salinn sem þig vantar. HÓTEL gEXND Sími 687111. Veitingastjóri ísleifur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.