Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 43
HANDKNATTLEIKUR 43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 Sigurður Sveinsson stóð vel fyrir sínu að vanda í liði Selfyssinga, og var markahæstur með níu mörk. AHreðekkií B-keppnina ALFREÐ Gíslason, þjálfari og leikmaður KA á Akureyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir B-keppnina, en hann hefur verið undir mikl- um þrýstingi HSÍ að undan- förnu að verða með. lfreð sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir leikinn á Sel- fossi að hann hefði enn ekki til- kynnt Þorbergi Aðalsteinssyni, landsliðsþjálfara, ákvörðun sína. „Það hefur aldrei staðið til að ég færi, nema ef upp kæmi algjört neyðarástand. Ef það hefði komið upp hefði ég að minnsta kosti hugs- að málið. F,g hef störfuln að gegna hjá KA og er skuldbundinn félag- inu. Þau mál hafa ekki verið leyst,“ sagði Alfreð. „Ég sé líka ekki betur en staðan sé þannig að fjórir leikmenn séu tilbúnir til að leika í skyttuhlutver*^ inu vinstra megin; Héðinn Gilsson, Júlíus Jónasson, Einar Gunnar Sig- urðsson og Sigurður Bjarnason. Þetta eru allt frambærilegir leik- menn.“ Þess má geta að handarbak hægri handar Alfreðs var stokk- bólgið í gærkvöldi. Hann meiddist gegn Fram á dögunum og var deyfður með sprautu fyrir leikinn á Selfossi. KNATTSPYRNA Fyrsta deild karfla hefst átjánda maí Fyrsta útgáfa dagskrár ís- landsmótsins í knattspyrnu hefur verið send út til félaga í 1. og 2. deild karla. Fyrsta um- ferð 1. deildar á að fara fram mánudaginn 18. maí kl. 20, en þeir eru: ÍBV-Valur, FH-Breiða- blik, Þór-Fram og KR-IA. Daginn eftir, þriðjudaginn 19. maí kl. 20 leika svo Víkingur og KA. Fjórir fyrstu leikirnir í annarri umferð verða sunnudaginn 24. maí kl. 20 og sá síðasti, viðureign Fram og KR, verður í Laugardal mánudaginn 25. maí kl. 20. Síðasta umferð verður, ef þess- ar tillögur breytast ekki, laugar- daginn 12. september. Stórsígur Setfoss á áhugalitlu KA-liði ÚRSLIT Selfoss - KA 32:21 íþróttahúsið á Selfossi, íslandsmótið í hand- knattleik - 1. deild karla, þriðjudaffinn 25. febrúar 1992. Gangur leiksins: 3:0, 7:2, 9:4, 11:7, 13:10, 14:12, 16:13, 19:14, 23:15, 26:17, 27:19, 29:21, 32:21. Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9/5, Sig- uijón Bjamason 8, Einar Gunnar Sigurðs- son 4, Kjartan Gunnarsson 3, Gústaf Bjamason 3, Einar Guðmundsson 2, Jón Þórir Jónsson 2, Sverrir Einarsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 15/1 (þar af 4 tii mótherja). Gfsli Feiix Bjamason 3. Utan vallar: 8 mín. Mörk KA: Alfreð Gislason 6, Erlingur Kristjánsson 3, Stefán Kristjánsson 3/1, Árni Stefánsson 3, Sigurpáll Aðalsteinsson 2/2, Arni Páll Jóhannsson 2, Pétur Bjarna- son 2. Varin skot: Axel Stefánsson 8 (þar af 4 til mótheija). Björn Björnsson 2. Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur: 460 Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmund- ur Sigurbjörnsson. „ÞAÐ lið sem hafði meiri vilja sigraði," sagði Einar Þorvarð- arson, þjálfari Selfyssinga, eft- ir að Selfoss hafði gjörsigrað KA, 32:21 á Selfossi í gær- kvöidi. Með þessum sigri tryggðu Selfyssingar sér þriðja sætið í deildinni og gæti þetta sæti gefið Selfyssingum rétt til að leika í Evrópukeppni félagsl- iða, ÍHF-keppninni, þ.e.a.s. ef Víkingar verða íslandsmeistar- ar. Þá fer Víkingur í Evrópu- keppni meistaraiiða, FH í keppni bikarhafa en þriðja sæti deildarkeppninnar gæti IHF-sæti. Selfyssingar hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu þijú fyrstu mörkin og greinilegt var á Úskar Sigurðsson skrifar frá Selfossi leik liðsins að ekkert átti að gefa eftir. Eitthvað virtist vanta í leik KA og leikmennirnir virk- uðu áhugalausir. Selfyssingar höfðu ávallt frumkvæðið og náðu mest fímm marka forskoti. KA náði þó að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hlé. Síðari hálfleikur hófst með því að Einar Þorvarðarson varði tvö skot með stuttu millibili og gaf hann þar með Selfyssingum tónin.n. Selfoss jók forskot sitt jafnt og þétt, jafnframt því sem vamarleikur liðsins styrktist. KA reyndi að taka Sigurð Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson, sem kom inn á í hálf- leik, úr umferð um miðjan síðari hálfleik. Þessi leikaðferð gekk ekki upp og hafði í raun þveröfug áhrif. Selfyssingar gengu á lagið og tryggðu sér ömggan sigur. „Við náðum upp góðri baráttu og spiluðum góða vörn. Einar varði líka vel í byrjun og kom okkur á sporið. Við héldum einbeitingu allan leikinn og auk þess sköpuðu áhorf- endur ótrúlega stemmningu í hús- inu,“ sagði Einar Gunnar Sigurðs- son, fyrirliði Selfoss, að leik loknum. Allir leikmenn Selfossliðsins áttu góðan leik en Siguijón Bjamason og Sigurður Sveinsson stóðu upp úr. Kjartan Gunnarsson, sem hóf leikinn í stað Einars Gunnars, stóð sig líka vel. Einar Þorvarðarson varði einnig mjög vel eða alls fimmtán skot. KA virtist heillum horfíð í leikn- um og leikmenn skorti einbeitingu og vilja til að klára leikinn. Alfreð Gíslason var bestur í liði KA og barðist vel allan leikinn. „Ég er auðvitað svekktur yfír úrslitunum. Við vomm lélegir og þoldum ekki álagið sem á okkur var. Selfyssing- ar voru betri aðilinn og betri aðilinn vann. Við höfum núna góðan tíma til að spá í okkar leik og mætum því sterkir til leiks í úrslitakeppn- ina,“ sagði Pétur Bjarnason, fyrir- liði KA, eftir leikinn. BADMINTON íslendingar unnu írani Fj. leikja u J T Mörk Stig FH 22 18 2 2 614: 506 38 VÍKINGUR 22 17 2 3 566: 502 36 SELFOSS 21 13 1 7 573: 538 27 KA 22 10 4 8 549: 539 24 HAUKAR 22 9 4 9 554: 540 22 FRAM 22 9 4 9 515: 533 22 IBV 21 9 3 9 557: 530 21 STJARNAN 22 10 1 11 537: 516 21 VALUR 20 6 5 9 480: 486 17 CRÚTTA 22 5 4 13 443: 528 14 HK 22 4 2 16 496: 548 10 UBK 20 2 2 16 363: 481 6 BLcikir sem eftir eru: Valur - UBK (í kvöld), Selfoss - Valur (28. feb.) ojr IBV - UBK (28. feb.). ISLENSKA karlalandsliðið sigraði íran, 3:2, í síðasta leik sínum í undankeppni HM, Tómasarbikarnum, sem fram fór í Den Bosch í Hollandi. Broddi Kristjánsson vann and- stæðing sinn í einliðaleik, 15:8 og 15:7, og síðan unnust báðir tvíliðaleikirnir. Broddi og Árni Þór Hallgrímsson unnu 154:4 og 15:11 og Jón Zimsen og Þorsteinn Páll Hængsson unnu 15:7 og 15:2. Þorsteinn Páll og Óii Zimsen töpuðu sínum leikjum í einliðaleik. ísland hafði áður tap- að fyrir Svíum og Rússum, 0:5. Danir sigrðu í undankeppninni, unnu Svía í úrslitaleik 5:0. Eng- land varð í þriðja sæti eftir 4:1 sigur á Hollendingum. Þijár eftu þjóðirnar tryggðu sér sæti í úr- slitakeppni HM, ásamt Indónesíu, Suður-Kóreu og Tælandi og fer keppnin fram í Kuala Lumpur f Malasíu 5.-16. maí. í undankeppni HM í kvenna- flokki, sem nefnist Uber-bikarinn, sigraði Svíþjóð lið Hollands í úr- slitum, 4:1 og England varð í þriðja sæti eftir 3:2 sigur á Dön- um. Það verða því Svíþjóð, Hol- land og England sem leika í úrsli- takeppninni í Kuala Lumpur ásamt Indónesíu, Suður-Kóreu og Japan. ÍÞRÚmR FOLK ■ BARCELONA og Teka eru efst í úrslitakeppni spænska hand- boltans eftir leilri helgarinnar með 7 stig. Granollers er í öðru sæti með 5 stig og Valencia í 3. sæti með 4 stig. Síðan koma Atletico Madrid, Mempamsa og Pontevedra með 2 stig og loks Bidasoa í 8. sæti með 1 stig. Átta lið leika í úrslitakeppninni og er leikið heima og heiman. ■ MJKHAÍL Jakímovítsj, lands- liðsmaður fyrrum Sovétríkjanna, hefur gert fjögurra ára samning við spænska handknattleiksfélagið Teka, sem Kristján Arason lék með. Jakímovítsj er mjög sterkur hornamaður og er einnig öflug skytta á vinstri væng. Hann byijar að leika með Teka næsta keppnis- tímabil. ■ VESELIN Vujovic, júgóslav- neski handknattleiksmaðurinn sem leikur með Barcelona, hefur enn ekki spilað með liði sínu eftir meift^L in sem hann hlaut í Evrópuleiknum gegn Val í Laugardalshöll í byijun desember. ■ GEIR Sveinsson lék ekki með Valencia er liðið sigraði Atletico Madrid 19:16 um síðustu helgi. Hann sagði að þar sem þrir útlend- ingar eru hjá liðinu verði alltaf einn að hvíla. „Við skiptum leikjunum með okkur þannig að hver leikmað- ur spilar tvo leiki og hvílir í einn. Ég á að leika næsta leik gegn Mempamsa á sunnudaginn og kem síða heim í landsliðsundirbúninginn fyrir B-keppnina,“ sagði Geir, stter er fyrirliði íslenska landsliðsins. ■ SPÆNSKA handknattleiks- sambandið sendi Bidasoa skeyti varðandi mál Júlíusar Jónassonar og Bogdasn Wenta. IHF fór fram á það við spænska handknattleiks- sambandið, að beiðni HSÍ og pólska handknattleikssambandsins, að þj$ beitti sér fyrir því að Júlíus og Wenta yrðu lausir frá félaginu meðan á B-keppninni í Austurríki stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.