Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 31 Minning: Ragnheiður Magnús- dóttír Fremri-Brekku Fædd 10. mars 1896 Dáin 18. febrúar 1992 í dag er til moldar borin Ragn- heiður Magnúsdóttir fyrrum hús- freyja að Fremri-Brekku í Dala- sýslu, en hún lést 18. þ.m., tæplega 96 ára að aldri. Þegar aldur er orð- inn svo hár ætti engum að koma á óvart að æviskeið sé á enda runnið. Samt erum við sem eftir lifum aldr- ei sátt við þetta óumflýjanlega í lífi hvers manns, dauðann. Okkur finnst erfitt að horfast í augu við að ástvinur sé horfinn fyrir fullt og allt, þótt aldraður sé, og það rökkv- ar í hugans ranni um stund. Ragnheiður fæddist í Miðhúsum í Bæjarhreppi í Strandasýslu hinn 10. mars 1896, dóttir hjónanna Ólafar Magnúsdóttur og Magnúsar Jónssonar er þar bjuggu. Hún var næstyngst af sex systkinum, fimm systrum og einum bróður, og lifði hún þau 611. Ólöf var ættuð úr Skagafirði, afkomandi Jóns Samsonarsonar í Keldudal í Hegranesi, sem var þjóð- kunnur hæfileikamaður og alþingis- maður Skagfirðinga. Magnús var ættaður frá Skálholtsvík, sonur Jóns Þórðarsonar og Guðnýjar Magnúsdóttur er þar bjuggu mynd- arbúi á þeirra tíma vísu. Miðhús er lítil og harðbýl jörð úr landi Skálholtsvíkur og var af- lögð sem ábýli 1946. Þar bjuggu foreldrar Ragnheiðar frá 1885 til 1922, eða í 37 ár. í Miðhúsum ólst Ragnheiður upp í glaðværum systk- inahópi fram yfir tyítugsaldur. Árið 1918 giftist hún Magnúsi Ingi- mundarsyni, ættuðum úr Saurbæ í Dalasýslu. Þau hófu búskap í Mið- húsum sama ár með foreldrum hennar um eins árs skeið, en fluttu þá að Kjarlaksvöllum í Saurbæ þar sem þau þjuggu í tvö ár. Árið 1921 keyptu þau jörðina Fremri-Brekku í sömu sveit þar sem þau bjuggu í 24 ár, til ársins 1945, er þau fluttu til Reykjavíkur. Á Fremri-Brekku búnaðist þeim vel þrátt fyrir að jörð- in þætti engin kostajörð. Magnús var afkastamaður til vinnu, hagur í höndum og einstakt snyrtimenni. Þótti meðferð hans á búfénaði til fyrirmyndar. Hann var eitt sinn verðlaunaður úr opinberum sjóði „vegna dýranna" eins og letrað var á verðlaunagripinn. Þau hjónin voru einstakléga samhent á þessu sviði sem öðrum. Magnús lést árið 1958, þá tæplega 68 ára gamall. Ragnheiður og Magnús eignuð- ust tvo syni. Torfi, fæddur 27. jan- úar 1919, hann kvæntist Ernu Kol- beins og eignuðust þau fimm börn. Torfi lést 9. maí 1990. Ástvaldur, fæddur 29. júní 1921, kvæntur Guðbjörgu Helgu Þórðardóttur og eiga þau fjögur börn. Auk bræðr- anna tveggja ólu þau hjónin upp systurdóttur Magnúsar, Gísleyju Sesselju Gísladóttur, fædd 24. ág- úst 1929. Hún giftist Hauki Hjart- arsyni og eignuðust þau þrjú börn. Gísley lést 13. febrúar 1988. Ásamt bræðrum mínum átti ég því láni að fagna að kynnast ömmu Ragnheiði strax í upphafí ævi okk- ar. Hún bjó í sama húsi og við, frá því að við munum eftir okkur og þar til við vorum orðin fullorðin og farin úr föðurhúsum. Við systkinin viljum með þessum línum heiðra minningu hennar að leiðarlokum. Það sem einkenndi Ragnheiði ömmu öðru fremur var góðvild, glaðlyndi og hlýtt viðmót. Hjá henni var alltaf stutt í hláturinn og glettn- ina. Hygg ég að hún hafi átt þessa mannkosti meðfædda, en þó grunar mig að uppeldið í litla heiðarbýlinu, Miðhúsum, hafi lagt drjúgan skerf af mörkum í því að sá fræi glaðlynd- is og kærleika í hug og hjarta, því að þessi skapgerð virtist einkenna systkinin öll. Því kynntist ég af eig- in raun á meðan ég var að slíta barnsskónum og næstu árin þar á eftir. Ætíð þegar amma minntist æskuáranna komst hugur hennar á flug og andlitið ljómaði á meðan hún miðlaði sögum úr sjóði minn- inganna. Veganesti æskuáranna leyndi sér ekki. Nú á tímum tækni og hraða þeg- ar „fjölskyldan" á í vök að verjast geri ég mér ljóst hve mikils virði það var fyrir okkur börnin að fá að njóta samvista við ömmu í upp- vextinum. Tel ég að það hafí haft mikil áhrif á mótun bamssálarinnar og verði okkur mikið lán. Amma Ragnheiður var í meðal- lagi há en alltaf grönn og kvik á fæti og gekk rösklega til allra verka. Hún hafði næmt auga fyrir öllu vel unnu handverki. Hún saum- aði, prjónaði og heklaði svo að til listaverka má telja. Áhugi hennar snerist þó fyrst og fremst um fjöl- skylduna og þá sérstaklega um okkúr barnabörnin. Hún fylgdist ætíð með lífi okkar og störfum, Minning: Sigríður Lofts- dóttir frá Sandlæk Er ég frétti lát þessarar ágætu frænku minnar voru fyrstu við- brögð mín þau að ég fann til nokk- urs léttis. Hvað er sárara en að vita ættingja eða vini berjast harðri baráttu við skæðan sjúkdóm sem að lokum brýtur niður vonir og þrek. Á slíkum stundum sættir maður sig jafnvel við að horfa á eftir þeim sem manni eru kærir. Sigríður Loftsdóttir, eða Sigga á Sandlæk eins og hún var jafnan nefnd af ættingjum og vinum, fæddist á Sandlæk í Gnúpverja- hreppi 11. apríl 1940, dóttir hjón- anna Lofts Loftssonar og Elínar Guðjónsdóttur konu hans. Hún var næst yngst af fimm systkinum en þau eru: Baldur, fæddur 5. október 1932; Erlingur, fæddur 22. júní 1934; Loftur Sigurður, fæddur 5. apríl 1937; og yngst er Elínborg, f..26. ágúst 1947. Sigga ólst upp í glaðværum systkinahópi en það var einmitt á þessum uppvaxtarárum sem við höfum hvað mest saman að sælda. Ég átti því láni að fagna sem barn að fá að dvelja á þessu heimili nokkur sumur hjá Lofti ömmubróð- ur mínum, eða „frænda" eihs og ég kallaði hann jafnan. Hafði hann ungur sýnt mikla fórnfýsi er hann lét af námi í Hvanneyri til að taka við búsforráðum með Höllu ömmu er þá bjó á Sandlæk og yarð ekkja með fimm ung börn er Ámundi afi lést úr spönsku veikinni 1918. Síð- ar tók Loftur svo alfarið við jörð- inni og bjó þar til æviloka. Sumrin sem ég dvaldi í sveitinni liðu við leik og störf. Urðum við frænkurnar þá mestu mátar og hélst sú vinátta alla tíð þótt sam- verustundir yrðu alltof strjálar hin síðari ár. Það var mikið sungið á þessum árum og er mér minnisstætt þegar við Sigga vorum að þvo mjólkur- brúsana og sungum allt hvað af tók hvor sitt lagið en leikurinn var í því fólginn að setja hvor aðra út af laginu. Ég held að flest þau ættarljóð og lög sem ég kann enn í dag hafi ég lært af þeim mæðg- um, Elínu og Siggu. Einnig brugð- um við því fyrir okkur að kveðast á. Við vorum víst komnar um eða yfir fermingu þegar við brugðum síðast á leik, en þá fórum við ríð- andi fram á Murneyri og létum sem við ættum heilan hóp af gæðingum og rækjum hrossabúgarð. Eru mér enn í minni nöfnin sem Sigga valdi þessum fákum, en hún hafði frjótt og skemmtilegt ímyndunarafl og var að eðlisfari kát og hláturmild. Hún var mikill bókaormur og ef hún hvarf frá uppþvottinum eft- ir hádegið var næsta víst að hún hefði laumast upp á loft með bók. Að loknu barnaskólanámi gekk Sigga í héraðsskólann á Laugar- vatni. Næstu árin þar á eftir stund- aði hún ýmsa vinnu, svo sem verslunarstörf á Selfossi og skrif- stofustörf í Reykjavík. Einnig starfaði hún á Reykjalundi m.a. sem aðstoðarsjúkraþjálfi. Árið 1970 fór hún til Danmerk- ur til náms í iðjuþjálfun. Að námi loknu vann hún brautryðjendastarf á því sviði á Reykjalundi og á Landspítalanum. Einnig vann hún á Grensásdeild og jafnvel víðar og fullyrða má að hvar sem hún starf- aði var hún vel látin. Eftirlifandi manni sínum, sr. Sigurði Arngrímssyni, giftist hún 1980, áttu þau síðast heimili í Málmey í Svíþjóð og voru barnlaus. Votta ég honum sem og systkin- um hennar og venslamönnum inni- lega samúð með þessum fáu línum sem tengjast bernskuvináttu okkar Siggu á Sandlæk. Halla L. Loftsdóttir, Álftanesi, Aðaldal. Aðalfundur Félags íslenskra fræða FÉLAG íslenskra fræða heldur aðalfund í kvöld, miðvikudags- kvöld, klukkan 20.00 í Skólabæ við Suðurgötu. Að lokum venjulegum aðalfund- arstörfum talar Dagný Kristjáns- A einnig eftir að við fórum að heiman og stofnuðum eigin heimili. Hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki hjá mönnum né málleysingjum. Hún var viðkvæm og tilfinningarnar leyndu sér ekki og var þá sturidum grunnt á tárum, en þá koma mér í hug þekktar ljóðlínur Hannesar Hafstein: „Þá er það víst að bestu blómin gróa, í brjóstum sem að geta fundið til". Amma var mikill aðdáandi tón- listar og þá sérstaklega sönglistar- innar. Það var henni mikið gleðiefni að synir hennar lögðu báðir mikla rækt við sönginn, en þeir voru báð- ir félagar í kvartettinum' „Leik- bræður" sem þekktur er frá seinni tíð. Tvennt var það sem gladdi hana öðru fremur, en það var að hlusta á fallegan söng og svo að ferðast á æskustöðvarnar norður í Skál- dóttir bókmenntafræðingur um nokkrar skáldsögur og ljóðabækur af nýliðinni jólavertíð. Léttar veit- ingar verða í boði og er öllum vel- komið að hlýða á erindi Dagnýjar meðan húsrúm leyfir. FJAÐRAGORMAR ÍÝMSABÍLA Sími 622262 holtsvík og víðar á Strandir að hitta nákomna frændur og vini. Hélt hún þeirri venju, að heimsækja ættingj- ana fyrir norðan fram á níræðisald- ur. Hún talaði oft um ferska sjávar- loftið í Skálholtsvík og sólarupprás- ina þar við ystu hafsbrún í há- norðri, sem oft er tilkomumikil sjón. Amma Ragnheiður var alla tíð heilsuhraust og enda þótt aldurinn segði til sín hélt hún reisn sinni til dauðadags. Um ævina mátti hún sjá á bak eiginmanni sínum, syni og fósturdóttur og sýndi á þeim stundum hve hún bjó yfir miklum sálarstyrk. Hún lifði langa ævi og var farin að þreytast á amstri þessa heims og kveið því ekki dauðanum. Hún bjó síðustu sex æviár sín á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hér eru starfsfólki þar færðar bestu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Hún trúði staðfastlega á líf eftir dauðann og hlakkaði til að hitta ástvini sína sem farnir voru á und- an henni. Ég vona að henni hafi orðið að ósk sinni. Nú þegar amma er öll og horfin sjónum okkar fyllist hugurinn sökn- uði um leið og við þökkum henni ómetanlega ást og umhyggju. Blessuð sé minning hennar. Dóra Steinunn Astvaldsdóttir. KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn lika í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknir japanskra visindamanna. Lífrænt ræktaður íómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1 -28-04. Flísaúrval í Nýborg Aldrei meira úrval af flísum á stofuna, eldhúsið eða baðið Flísar 60 ? 60 cm kr. 3.990, U 50x50 " kr. 2.990, « 40x40 " kr. 2.395, tt 30x30 " kr. 1.680, « 26x26 " kr. 1.590, Frostheldar flísar (klinkur) kr. 1.920, Marmari kr. 3.590, Flísalím 25 kg. poki kr. 1.100, Með stórum flísum frá Nýborg verða öll þrif auð- veld, auk þess sem loftið verður heilnæmara. Vorum að taka upp nýjar, stórar og glæsilegar flísar frá Spáni. Nýborg hf., sérverslun með flísar Betra verð Nýborg JjOflUS VerO Skútuvogi 4, s. 812470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.