Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 „Eg lé-t sfcinguh&ru*.,, f^raencíá!'efúr bróður h.en*jCtr- rnÖrytrvuJ.." ,;i,w,il'iiuíii Ast er... 3-30 ... aðeignast fjölskyldu. TM Reg U.S Pat Oft—all rights reserved e 1992 Los Angeles Times Syndlcate Eg fékk hana á hálfvirði. ..1.216 Uyl»r Þetta undrar mig ekki. Hann hafði tapað pennanum þegar undirskrifa átti samn- inginn. - \ HOGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Ætla framsóknarmenn að éta skóinn sinn? Frá Jónínu Jónsdóttur ÞAÐ ER heilmikið að uppgötva sjálfan sig sem spámannlega vax- inn! Fyrir mörgum árum hélt ég því fram á prenti, að ekki væri framkvæmanlegur á íslandi meiri sósíalismi en fælist í stefnuskrá Framsóknarflokksins en miðju- flokkur eins og hann hefði stöðug- leika. Nú hefur sjálfur Berlínarmúrinn hrunið eins og spilaborg. Heims- veldið Sovétíkin hreinlega gufað upp. Og eitthvað átti nú Margrét okkar í Bretaveldi í vandræðum með kapítalismann sinn. Það er sama hvert litið er, allt er í upp- stokkun og á fleygiferð. ísland er engin undantekning nema síður sé. Samband íslenskra samvinnufé- laga, sem stofnað var í trúnni á það að manngildið gæti haldið því uppi eitt og sér, hefur nú.partað sig niður í varnagla svo það reynd- ist harðara undir tönn, þegar auð- hyggjan gerði sig til við að éta það. Samvinnutryggingar, stór frumkvöðull í öryggi gegn óhöpp- um hjá almenningi, þær hafa nú sest á hattinn sinn - fjallið tók jóð- sótt og út kom ekki mús heldur eitthvað stórt og gott. Og nú er sjálfur Þjóðviljinn lið- inn undir lok. Ég vil minnast þeirra yndislegu vina minna, látinna og lifandi, sem ég drakk með súkkul- aði og borðaði pönnukökur á Þórs- götu 1, Miðgarði, fyrir svo alltof löngu. Þeir keyptu allir Þjóðviljann og þeir áttu sneisafull hjörtu af gleði og trú á að aldrei yrðu smæl- ingjar til í þessum harða heimi, þegar skipulagið væri nógu gott. Nú vita það þeir sem vilja, að dagblaðið Tíminn er á sömu leið og Þjóðviljinn. Honum er eigr að síður engin vorkunn, margir líta nú til miðjupólitíkur og Tíminn hefur ekki glatað neinu átrúnaðar- goði. Það er líka tölfræðileg stað- reynd, að orsökin fyrir fjárskorti Tímans er aðeins ein ... og gettu nú. Það kaupa ekki nógu margir Framsóknarmenn Tímann! Ég tel mig kunnuga í Framsókn- arflokknum, ég hef samt aldrei beðið um skerf af fyrirgreiðsluk- vóta hans, hvorki fyrir mig né mín börn. Ég hef sleikt fyrir hann frí- merki og sópað fyrir hann gólf, þ. á m. á kosningaskrifstofum. Eg veit eigi að síður um marga af þeim sem veiða út á fyrrnefndan kvóta, enda er það sjaldnast nokk- uð leyndarmál. Mín pólitík er að fylgjast með því sem Framsóknar- menn vinna fyrir land mitt og þjóð. Til þess vil ég hafa mitt blað, það á að vera gott blað, lítið blað, sem allir vilja lesa af því það sé gott blað. Ég tel það ekkert sjálfsagt að Tíminn falli frá og stofnað verði nýtt blað þar sem hann skuli svo afturganga í. Ég tel það samt enga ranghug- mynd að stofna blað með einhverja risa á bak við sig. Það er eflaust spennandi að leggja til atlögu við Morgunblaðið. En mörgum okkar finnst svona pínulítið vænt um Moggann, þó enginn viti kannski alveg af hverju. Mér finnst hann t.d. of stór sem dagskammtur. Það skelfir mig allt þetta brall með bandalög. Fyrir mér er það bara málæði sem dæmt er til að mistakast fyrr eða síðar, svo sem í Evrópu núna, dæmt til að mistak- ast meðan við tölum ekki öll sama tungumálið. Þannig færi fyrr eða síðar fyrir blaði margra flokka. Mér finnst sagan sýna það að bandalög eru til að klóra yfir mis- tök og fresta því að taka afleiðing- um. Eg vil ekki láta það ógert að hnippa í framsóknarmenn. Málið er svo einfalt, bara kaupa allir Tímann. Mín trú er sú að fleira muni á eftir fara líði hann undir lok, og að vera flokkur án mál- gagns er eins og að hafa étið skó- inn sinn. Við sem komin eru vel 'til ald- urs, nutum þess að hlægja innilega þegar Chaplin át skóinn sinn með hnífi og gafli. Nú spyr ég ykkur Framsóknarmenn, sem ekki kaupið Tímann og líka þá sem kjósa stund- um flokkinn: Hverjir haldið þið að hlægi innilegast þegar Tíminn líður undir lok? JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Safamýri 51, Reykjavík Ofbeldi og kúgun Frá Guðjóni V. Guðmundssyni: ÞAÐ ER ríkt í mörgum manninum að dýrka illmenni. Af og til má sjá greinar á síðum Mbl. þar sem ísra- elsmenn eru lofaðir í bak og fyrir, en þeir eru fremstir í röð ofbeldis- og kúgunaraflanna, og það svo mjög að leita verður allt aftur til nasista-tímans -til að finna hlið- stæður. Ósvífni sumra þessara stuðningsmanna er með ólíkindum. Þeir bendla Guð við þessi fúl- menni. Að halda því fram að algóð- ur Guð styðji við bakið á ísraels- mönnum er vitanlega ekkert annað en guðlast af grófustu gerð. Það getur að sjálfsögðu ekki verið neinn annar en myrkra- höfðinginn sjálfur sem þar stendur á bak við. GUDJÓN V. GUÐMUNDSSON Helgalandi 5, Mosfellsbæ , SK/t./t£HJ þESStl/ " Víkverji skrifar Það vakti nokkra athygli í árs- byrjun 1989, þegar Morgun- blaðið og Ríkisútvarpið gáfu út bókina Málfar í fjölmiðlum eftir Árna Böðvarsson, cand. mag. og málfarsráðunaut Rfkisútvarpsins. Þessi bók var prentuð sem handrit og einkum til afnota fyrir starfs- menn fjölmiðlanna tveggja. Minnist Víkverji þess þó frá þessum tíma, að ýmsir höfðu samband við Morg- unblaðið í því skyni að kaupa bók- ina. Fór hún þannig í takmarkaða dreifingu og er nú á þrotum. Ætlun höfundarins var, að þessi útgáfa Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins færi ekki á almennan markað, enda ' leit hann á bókina sem hluta af stærra verki. Árni Böðvarsson hef- ur nú lokið því með bókinni íslenskt málfar, sem kom út hjá Almenna . bókafélaginu fyrir skömmu. Víkverji er þeirrar skoðunar, að þessi bók Árna Böðvarssonar sé tímabær, svo að ekki sé meira sagt, og hún eigi eftir að vera mörgum gagnlegt tæki við beitingu blessaðs móðurmálsins. Eitt af því, sem þeir, er rita er- lendar fréttir í blöð eða stunda þýðingar, reka sig á, þegar rætt er um samræmi í texta, er skortur á algildri reglu um beygingu á er- Iendum mannanöfnum í íslensku. Er hér einkum átt við það, hvort nota eigi eignarfallsendingu og sé það gert, hvort hún eigi bæði að vera á eiginnafni og ættarnafni. Árni Böðvarsson segir í bók sinni, að það eigi að beygja erlend manna- nöfn og kemst meðal annars þannig að orði um þetta margflókna mál: „Það er því rétt að tala um ræðu Ronalds Reagans og^ stjórnartíð Benitos Mussolinis. Útlend karl- mannanöfn sem enda á -a taka samt ekki slíkri beygingu (rétt er að segja Rabuka, uppreisn Rabuka) og ekki virðist heldur brýn þörf á að bætta eignarfalls-s-i aftan við nöfn sem enda á - e (t. d. morðingi Palme, Olofs Palme, eða Palmes, Olofs Palmes).) Víkverji áréttar, að hér er alls ekki um einfalt mál að ræða, til dæmis í dagblaði, þar sem vílji er til að gæta fyllsta samræmis í rit- hætti. Sumum kann að finnast þetta litlu skipta, en það er einmitt margt smátt sem gerir eitt stórt og ósam- ræmi í rithætti í sama fjölmiðli spill- ir heildarmyndinni. xxx Einn kaflinn í bók Árna Böðvars- sonar heitir: Frumsamning. Þar eru veittar leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að því að skrifa ritgerð, bréf eða annað, sem menn þurfa að semja. Eru birtar fyrir- myndir að bréfum og heillaskeytum, svo að dæmi séu tekin. Slíkar fyrir- myndir geta vafalaust oft komið að góðum notum. Margir virðast til dæmis oft vera í vafa um, hvernig þeir eigi að haga ávarpi og kveðju í bréfum, en um þetta hvort tVeggja ræðir Árni og nefnir dæmi. Handbækur af því tagi, sem hér er til umræðu, eru mikilvægur liður því að stuðla að málrækt og réttri málnotkun. Á kápu bókar Árna Böðvarssonar segir réttilega: „Góð meðferð móðurmálsins laðar að, vitnar um skýrleik, alúð og menn- ingu, en klaufaleg og hirðulaus meðferð er vitni hins gagnstæða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.