Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 16
tl :J= 16 MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 0 Kosningar í Háskóla Islands: Ahyggjur af skertum fjárfram- lögum einkenna umræðuna KOSIÐ verður til Stúdentaráðs og Háskólaráðs í Háskóla íslands á morgun. Tveir listar eru í fram- boði, listi Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, og Röskvu^ samtaka félagshyggjufólks. I Stúdentaráði eiga 30 fulltrúar sæti en kosið er um 15 fulltrúa hvert ár. Röskvumenn hafa í vet- ur haft meirihluta í s^jórn Stúd- entaráðs og bæði formaður ráðs- ins og iánasjóðsfulltrúinn hafa komið úr þeirra röðum en Vaka hefur haft meirihluta í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Um- ræðan fyrir kosningarnar að þessu sinni virðist einkennast af áhyggjum stúdenta af skertum fjárframlögum til skólans. Börkur Gunnarsson efsti maður á lista Vöku til Stúdentaráðs: Vaka hafnar vöxtum á námslán „Helsta stefnumál Vöku er að verja Háskólann og Lánasjóðinn gegn niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar með öllum til- tækum ráðum. Vökumenn telja rangt að éta útsæðið þegar illa árar," segir Börkur Gunnarsson, sem skipar efsta sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. Börkur segir að auk þess leggi Vaka mikla áherslu á aukin tengsl stúdenta við atvinnulífið, lækkun innritun- argjalda og fjölgun dagvistunar- plássa. Lánamálin verða í brennidepli á næstu mánuðum en fyrir Alþingi liggur nú nýtt frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Börkur segir að stefna Vöku í lána- málum sé skýr. „Við höfnum vöxt- um á námslán þar sem við teljum að slíkt myndi gjörbreyta eðli sjóðs- ins. í stað þess að vera félagslegur jöfnunarsjóður eins og honum er ætlað að vera yrði hann fjárfesting- asjóður fyrir einstaklinga og slíkt geta stúdentar ekki fallist á." Til að koma til móts við ríkisvald- ið eru vökumenn hins vegar tilbúnir að samþykkja hertar endurgreiðslur námslána, segir Börkur en leggur áherslu á að þær yrðu að vera tekju- tengdar. Að sögn Barkar er mikil þörf á að tengsl Háskólans við atvinnulífið verði aukin. „Miðað við erlenda há- skóla erum við langt á eftir í þessum efnum. Hér eru ekki einu sinni til tölfræðilegar upplýsingar um í hvaða störf fólk sækir eftir nám en úr þessu hafa vökumenn hugsað sér að bæta með ýmsum hætti," segir Börkur. „Við höfum hugsað okkur að koma upp atvinnumálanefndum í öllum deildum sem sjá myndu um fagfundi þar sem útskrifað fólk gæti svarað spurningum stúdenta um það hvernig námið hefði gagn- ast því og hvernig þeir þurfí að haga náminu til að komast inn í tiltekna geira atvinnulífsins." Hann segir að vökumenn hyggist einnig koma á laggirnar atvinnu- miðlun fyrir útskrifaða stúdenta sem starfa myndi samhliða atvinn- umiðlun námsmanna auk þess sem þeir ætli að stofna gagnabanka og Íokaverkefnamiðlun. í síðasta mánuði var haldin at- vinnumálaráðstefna á vegum at- vinnumálanefndar Stúdentaráðs og var Börkur framkvæmdastjóri. „A ráðstefnunni var haldin kaupstefna þar sem við fengum um 600 verk- efni sem fyrirtækin vildu láta stúd- enta vinna fyrir sig. Þessu starfi þarf að halda áfram og virkja þau tengsl sem mynduðust á þessari ráðstefnu," segir Börkur. Vaka hyggst næsta haust lækka innritunargjöldin úr 5.700 krónum í 3.800, fái félagið brautargengi í kosningunum á morgun að sögn Barkar. „Þetta er kleift vegna þess hve rekstur Félagsstofnunar stúd- enta hefur batnað á síðustu árum," segir Börkur. Loks segir hann að fjölgun dagheimilisplássa sé brýnt hagsmunamál stúdenta. „Á næsta ári verður byggt nýtt dagheimili með 100 dagvistunarplássum sem svo sannarlega er kominn tími á, þar sem það hefur verið alger hörm- ung hvernig búið hefur verið að börnum stúdenta til þessa," segir Börkur að lokum. Illugi Gunnarsson efsti maður á lista Vöku til Háskólaráðs: Leggjum áherslu á breytta forgangsröð „Vaka leggur megináherslu á breytta forgangsröð. Síðastliðið ár hefur verið vegið harkalega að Háskólanum og þegar slíkt á sér stað er það skylda stúdenta að einbeita sér að því að verja skólann sinn. Raunverulega falla öll önnur mál í skuggann fyrir því máli," segir Illugi Gunnarsson ,sem skipar efsta sæti á lista Vöku til Háskólaráðs. Hann segir að Vaka hyggist krefjst þess að fjárframlög til Há- skólans verði í samræmi við hlut- verk hans og mikilvægi. Ef það ta- kist ekki segist hann ekki geta séð hvernig Háskólinn eigi að geta sinnt hlutverki sínu. Að sögn Illuga verður áfram unn- ið að niðurbroti deildarmúra og bættum gæðum kennslu. „Nú er kominn tími til þess að við förum að huga að prófamálum þar sem víða er pottur brotinn í þeim efnum. Við munum byrja á því að reyna að hnekkja þeirri reglu að menn geti ekki kært prófin nema að hafa fallið," segir Illugi. Hann segir að engar fastmótaðar reglur séu í Háskólanum um gæði prófa og úr því hyggist Vaka bæta. „Nemendur hafa þá kröfu að prófin standist gæðakröfur. Auk þess þarf að koma upp prófnúmerakerfi víðar og samræma prófkerfíð á milli deilda," segir Illugi og bendir á að það sé nauðsynlegt að gera í tengsl- um við niðurbrot deildarmúranna. Mat og uppbygging prófa verði að vera stöðluð til að stúdentar geti farið á milli deilda. „Það er hins vegar til lítils að tala umgæði kennslu og prófa og félagsstarf í Háskólanum ef ekki eru til peningar til að reka skólann. Vökumönnum þykir ekki hafa vérið staðið nægilega vel að þessari hags- munabaráttu í vetur. Almennings- álitið hefur ekki verið virkjað sem skyldi og ekki heldur nemendur skólans. Þessu verður að breyta því ef það tekst ekki munum við alveg örugglega aldrei ná þessum pening- um til baka," segir Illugi að lokum. Ragnar Helgi Ólafsson efsti maður á lista Röskvu til Stúdentaráðs: Leiðin til árangurs í lánamálum f ólgin í samstöðu „Lánamálin verða mál málanna á næstunni. Sú stefna sem við höfum rekið á þeim vettvangi í vetur, sem er kúvending frá þeirri kröfugerðarpólitík sem ríkti áður, hefur verið fólgin í að ná samstarfi við þá hópa úti í þjóðfélaginu sem þetta varðar," segir Ragnar Helgi Ólafsson, efsti maður á lista Röskvu til Stúdentráðs. Hann segir að meg- instefnumál Röskvu auk lánamál- anna séu lifandi og skemmtilegt háskólasamfélag, lækkun bókaverðs í Bóksölu stúdenta, lækkun innritunargjalda, fjölgun dag- vistunarplássa og fagleg atvinn- umiðlun. Ragnar Helgi segir að Röskva telji að leiðin til árangurs í lánamál- um sé fólgin í samstöðu. „Allar námsmannahreyfingarnar hafa unnið saman og lagt fram sameigin- legar tillögur í lánamálum að und- anförnu þar sem við teljum að það sé samstaðan sem skilar árangri. Við leggjum auk þess áherslu á að vinna að þessum málum á málefna- legum grundvelli, ekki með æsinga- mennsku og frekjutóni," segir Ragnar Helgi. Hann segir Röskvu leggja áherslu á að endurgreiðsla námslánanna verði tekjutengd og félagið sé á móti því að vextir verði lagðir á lánin. „Okkur fínnst óeðlilegt að borga þurfi vexti af framfærslulán- um. Það ógnar jafnrétti til náms enn frekar en gert hefur verið með skólagjöldum auk þess sem það ógnar hlutverki sjóðsins sem félags- legs jöfnunarsjóðs," segir Ragnar Helgi. Hann segir að Röskva hyggist ýta í framkvæmd faglegri atvinn- umiðlun. „Það stefnir allt í að þetta verði erfitt sumar fyrir stúdenta og við viljum því hefja starfsemi atvinn- umiðlunarinnar, sem starfrækt hef- ur verið á skrifstofu Stúdentaráðs undanfarin ár, miklu fyrr og á nýj- um grundvelli með það að markmiði að útvega stúdentum sumarvinnu þar sem þekking þeirra og menntun nýtist. Að þessu er undirbúningur þegar hafinn," segir Ragnar Helgi. „Það er auk þess stefna Röskvu að háskólasamfélagið verði lifandi og skemmtilegt. í vetur höfum við hrint í framkvæmd menningarátaki sem mælst hefur mjög vel fyrir. Þessari stefnu hyggjumst við halda áfram og virkja stúdenta bæði í menningarlegu tilliti, akademískri hugsun og vísindalegri umræðu," segir Ragnar Helgi. Hann segir að önnur mál sem Röskva leggur áherslu á sé lækkun bókaverðs í Bóksölu stúdenta, lækk- un innritunargjalda og fjölgun dag- vistunarplássa. „Við höfum beitt okkur af fullum krafti til að bæta úr þeirri brýnu nauðsyn sem er fyr- ir dagvistunarpláss handa börnum stúdenta. Við erum að vinna að nýbreytni í þessum málum með au- knu samstarfí við launþegasamtök en það var einmitt eitt af því sem Röskva setti á oddinn í kosningabar- áttunni í fyrra," segir Ragnar Helgi. UR HUGSKOTI Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur ÁDREPA Afar sjaldgæft er orðið að góðar greinar eða pistlar birtist í blöðum; skrif sem eiga erindi sem erfiði, sakir orðsnilldar og innihalds að jöfnu. Mest er þetta prentsverta, eins og svartur og gróðursnauður sandur; eyðimörk augunum — hvað þá sálinni — og betur ólesið en lesið, svo það íþyngi ekki sjón- um og ánetji andann. Flestar greinar, jafnvel pínulitlir pistlar, eru auðgreinilega holufyll- ingarefni, svo allt verði sem slétt- ast og áferðarfallegast í umbroti blaða og yfirborðsmennsku, þeirri einsleitni sem eru lögmál sand- auðnar, þar sem ekkert má skera sig úr — varla korn; hvað þá mark- tækt kennileiti, hvað þá tindur sem vísar til stjarna, skínandi korna í eyðiheimi myrkurs. í þessu blaði, þessari Sahara, er Matthías Johannessen auðvitað undantekning, Sfinx í auðninni, enda á sérsamningi — hjá almætt- inu. Hið lárétta og heildræna eyði- merkurlögmál skal yfír öðrum ríkja. Ekkert lóðrétt er vel séð, ekkert flug í hugmyndum né stíl — og jafnvel ekki laust við, að rit- Ieikni sé gert lágt undír höfði. Allt slíkt skal umsvifalaust vængstýft í lengd eða lukt í búri í bráð, sett í spennitreyju, þrönga pistla sem hafa of stutta braut til hugarflugtaks — og veita því að- eins rúm fyrir dægurmál eða í besta lagi: smávægilegar athuga- semdir um líftð og tilverúna. Eftir stendur lesandi með þykjustu í stað veruleika, tómleika í stað fylling- ar; sálarhungur í stað saðningar, hjartakal í stað kærleika, heimsku í stað hugmyndaauðgi. Slík takmörkun minnir á vængstýfðan fugl í ævintýri eða dæmisögu, sem sagði við himininn: sjáðu, ég er með vængi á bakinu — sem væru þá aðeins tilgangslaus byrði; og úti er ævintýri, flugævin- týri, lífsævintýri. Engir eru þó jafn vængstýfðir — af eigin völdum — og velséðir en hugmyndasnauðir og stílgeldir höfundar stjórnmálagreina, al- þingismenn og sandblindir áhang- endur þeirra, og oft er veitt rausn- arlegra rúm en öðrum í grafreitum deyjandi prentsvertudaga. Þeim dettur aldrei neitt nýtt í hug — fremur en líkum. Það er eins og þeim hafí aldrei orðið litið til himins og stjarna úr startóftum skoðanafestu við graf- letur á stjórnmálaskrám og skýrsl- um um efnahag. Þeir virðast stadd- ir í sjónluktum grafhvelfingum, þar sem þeir telja af trúarlegum ákafa sömu peningana — aftur og aftur — í fjárkistum skuldabanka og rukka og rukka, eins og þeir vilja gjöra lífíð gjaldþrota. Líf sem snýst ekki um efnahag, eins og þeir virðast halda, heldur þann sálarhag er lætur sig varða ást og von og trú; sækir sinn jarðn- eska og andlega efnahag í þær opinberuðu vistarverur sem aldrei verða sandi orpnar: himnaríki með fjárhirslur fullar af stjörnum, skín- andi alheimsmynt er aldrei verður talin, því ella yrði guð sjálfur gjald- þrota. Það gleymist í stundlegum glat- kistum dagblaða, að jörðin er hluti af stjarnheimi eilífðar, að maður- inn er þar stjarnbúi — eins og sál hans sannar — og stjarnmynt ein gildur og ósvikinn gjaldmiðill, en aldrei gjaldþrotamynt stjórnmála- manna, sem er í raun og veru ekkert nema valdmiðill stjórnsýki. Ef stjórnsýslumönnum valdsins yrði litið upp til stjarna, myndu þeir ef til vill læra af efnahags- undri almættisins, sem fólgið er í auðmýkt og gjörir manninn ham- ingjuríkan: Sælir eru þér, fátækir, því að yðar er guðsríki. Ritstjórum dagblaða, sem skammta lesendum daglegt brauð, sjónum þeirra andlega sýn, myndi líklega lærast, ef þeir reistu augu hærra, að ljósborið stjörnuryk er læsum sálum næringarríkara en blindfætt sandryk; að lesmál sem birtir sýnishorn af alheimi og ber í sér víðsýni stjarna, er innihalds- ríkara en texti sem hefur sjónar- mið eyðimerkur og ber í sér hnoð- myrkur sandkorna. Greinar sem bregða með fleyg- um anda og stirndu orðfæri ljósi á mannlegt líf eru því gjöfulli og gagnlegri en eyðimerkurskríf, vængstýfð í tjáningu og mött að stíl, hvort sem um er að ræða langt eða stutt lesmál; langur texti er ekki endilega láréttur, flatur, en stuttur texti lóðréttur, háreistur — eins og dæmi sanna. Þeirri neyðarformúlu, að stutt og jafnvel vængstýft sé betra en langt og kannski alfleygt, hefur ritstjórn komið sér upp gagnvart skæðadrífu greina eftir höfunda, sem ekkert liggur á hjarta nema hagsmunir sínir, en hún verður ósjálfrátt að allsherjar formúlu, sem bitnar einnig á þeim er hafa mikið til brunns að bera, meira að segja í annarra þágu. Ritstjórar ættu þess í stað að vega og meta gildi greina, velja og hafna af dómgreind, sem hæfir þeim sjálfum og kröfum lesenda, dauðleiðum á of stórum dag- skammti af innihaldslausu sand- kroti — og endar venjulega með uppgjöf: að þeir kasta tómleika þess naumlesnum í öskutunnur, þar sem hann á heima og sannar dómgreind þeirra. Þó að þetta blað, Morgunblaðið, sé lýðræðislegur þjóðarvettvangur (en sá fjölmiðill hafi framið sjálfs- morð — af alræðiskreppu — sem þjófkenndi sig við þjóðina) þá er það aðal lýðræðis að iðka val, velja og hafna af dómgreind og sam- kvæmt leikreglum frelsis. Enda bágt að sjá hvernig blað, þótt flæmi sé í fjölmiðlun, á til lengdar og við fjölgun lýðs að þjóna skrif- sýki hans, er minnir helst á fjallið sem tók joðsótt — og fæddi mús- ina. Viðbrögð lesenda við greinum þessa hugskotsmanns hafa endan- Íega sannfært hann og staðfest grun hans um gildi þess að reyna — um sinn — á innantómum fjöl- miðlavettvangi nútíma að fjalla að einhverju marki um það sem mönn- um fínnst nokkru varða. Áður hafði sá hornkarl orðið þess var af viðbrögðum gesta og gangandi við Helgispjalli Matthíasar Jo- hannessen, er tiðum reyndist næst- um það eina greinarkyns sem hugsandi menn nenntu að lesa í blaði þess ritstjóra; enda svarinn óvinur einsmennsku, þó að blað hans sé henni óþarflega vinveitt. Þótt öðrum sé ekki fært að feta í fótspor svo fjölhæfs rithöftjndar, skálds og blaðamarms, vegna þess — einfaldlega — að þeim er ekki jafn mikið af guði gefið, þá eru til í ómælisgeimi þær stjörnur yfir þaki einfara, sem öðrum kynnu að vera birta í forgengilegri og myrk- vaðri fjölmiðlun. Á meðan hefur höfundur erindi sem erfíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.