Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 Rislítil Hedda Björn Ingi Hilmarsson og Bára Lyngdal Magnúsdóttir sem Tes- man og Hedda. Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Kaþarsis-leiksmiðja HEDDA GABLER Höfundur: Henrik Ibsen. Þýð- ing: Leikhópurinn. Leikstjórn og leikmynd: Kári Halldór. Lýs- ing: Jón Þórðarson. Búningar: Ólöf K. Sigurðardóttir. Kaþarsis-leiksmiðjan hefur fengið inni hjá Leikfélagi Reykja- víkur og sýnir nú Heddu Gabler á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikritið er um ráðgátuna Heddu, sem ætti að una glöð við sitt, nýgift manneskjan í fallega nýja húsinu sínu, en dundar sér þess í stað við að eyðileggja líf þeirra sem nálægt henni koma. Hún er gift fræðimanni sem bíður eftir prófessorsstöðu, ástfangin af öðr- um sem ætti að fá stöðuna, nema hann er svo mikill villimaður að honum er varla treystandi og svo er það lögmaðuriim sem er ein- hvers konar hliðstæða Heddu og gengur fyrir einni hugsun: „Eg vil.“ Enn koma til sögunnar Tea, sem er andstæða Heddu og vill fóma sér fyrir ástina, Júlla, sem er frænka eiginmannsins, sem er enn meiri andstæða og vill fóma sér fyrir hvem sem er, og svo er Berta, vinnukona Heddu. Hedda finnur engan tilgang í lífinu. Hún er dekurrófa sem er orðin, leið á öllum í kringum sig og verður leið á öllu um leið og það gerist. Hún er skorðuð inn í lítið og þröngt samfélag, þar sem staða konunnar er inni á heimil- inu; hún er framlenging af karlin- um. Allt sem hún gerir tengist honum á einhvem hátt. Annars verður hneyksli. Og þótt Hedda virðist hafa hlotið fremur fijáls- legt uppeldi jaðrar tilhugsunin um hneyksli við náttúruhamfarir. • Hedda er auðvitað hundóánægð með þetta (og skyldu margir lá henni það?). En hún hefur ekki verið alin upp til að gera neitt annað og henni hefur ekki heldur verið kennt að bijótast út úr hefð- inni. Þegar Tea kemur til sögunn- ar verður Heddu Ijóst hversu óbærileg staða hennar sjálfrar er. Tea hefur kosið að yfirgefa mann sinn og fylgja Ejlert Lövborg, sem Hedda elskar. Tea veit afskaplega vel að framkoma hennar veldur hneyksli, en hún er tilbúin að fórna öllu fyrir manninn sem hún elskar. Það var Hedda ekki til í að gera. Ejlert hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir hana, en hann brýtur norm og gildi samfélagsins og var drykkfelldur í meira lagi þegar Hedda var í tygjum við hann, svo hún lætur hann sigla. Tea hefur endurreist Ejlert og hann byijar ekki aftur að drekka fyrr en Hedda ögrar honum. Það verða átök milli kvennanna um sál Ejlerts og auðvitað sigrar Hedda, en sá sigur kostar mann- fórnir. Bára Lyngdal Magnúsdóttir fer með hlutverk Heddu, en það verð- ur að segjast eins og er að hún er engin Hedda. Leikurinn snýst um þessa konu og hún á að vera sterkust á sviðinu, hvort sem hún talar eða ekki, hún á að vera sterkust í sýningunni, hvort sem hún er á sviðinu eða ekki. Bára hefur ekki nægilega mikla útgeisl- un til að uppfylla þessi skilyrði. Hún er afskaplega sæt Hedda en hálf karakteriaus; of mild í skepn- uskapnum, engist líkamlega, kúg- ast og strýkur niður eftir sjálfri sér til að túlka innri átök og skil- ar hugsun ekki nægilega vel, það er að segja innri barátta Heddu kemur hvorki fram í blæbrigðum raddar né í augunum. Speglar sálarinnar er of lygnir. Með hlutverk Jörgens Tesman, eiginmanns Heddu, fer Bjöm Ingi Hilmarsson og kemur mjög svo á óvart. Tesman er örugglega ekki skemmtilegasta hlutverk í heimi, en Bjöm Ingi vinnur það vel. Þessi þurri fræðimaður er bemskari, einlægari og eðlilegri en maður á að venjast með Tesman, fullur af tilhlökkun fyrir framtíðinni, kann ekki að dyljast og fínnst eins eðli- legt að Hedda sé eiginkona hans og henni fínnst það óeðlilegt. Hann er maðurinn sem lifír augnablikið og kann bæði að gleðjast og hryggjast með sjálfum sér og öðrum, þótt hann sé mjög upptekinn af fræðistörfum sín- um.. En hann er voðalega feginn að Ejlert ætlar ekki að sækja um prófessorsstöðuna á móti honum. Þótt vinna Björns Inga á hlutverk- inu sé vammlítil, var kaflinn þar sem Tesman og Ejlert standa andspænis hvor öðmm bestur í túlkun hans. Erla Ruth Harðardóttir vann hlutverk frænkunnar, Júlíönu Tesman, vel. Júlla frænka er svo laus við þá hugsun að hún megi vera til að hún hefur hafnað eigin lífí og lifað fyrir móður sína. Þeg- ar sú deyr ætlar Júlla að finna einhvern annan til að lifa fyrir, einhvern sem getur ekki séð um sig sjálfur. Erla Ruth skilaði þess- ,ari einhliða konu prýðilega. Það sama má segja um Steinunni Ól- afsdóttur sem leikur vinnukonuna Bertu. Harpa Arnardóttir leikur Theu. Hún er ágæt sem hin kyrra, feimna Thea, en hefur lítið vald yfír henni þegar kemur að því að sýna örvæntingu, eins og aðrir sem sveiflast í geðinu í sýning- unni, sveiflast hún í skapinu. Erling Jóhannesson fer með hlutverk Ejlerts Lövborg, manns- ins sem veður í kvenfólki, snill- ingsins sem drekkur sig út af kortinu. En Erling hefur lítið í þetta hlutverk að gera. Túlkun hans á Ejlert er flöt. Hann vantar bæði hrokann og harminn í augnaráðið, ögrandi líkamsburði og svipbrigði til að fylgja veðrinu í sálinni eftir. Hann er of mikið eins, hvort sem hann er stillti kvöldgesturinn, reiður út í Heddu eða fullur og slæptur að ýta Theu frá sér og gera upp dramatísk samskipti við Heddu. Aðdráttarafl hans á sviðinu er of lítið ctil að hægt sé að trúa því að tvær kon- ur bítist um hann — og það hefur ekkert með útlit að gera. Sigurþór Albert Heimisson leik- ur svo Brack lögmann. Ég get vel ímyndað mér að Sigurþór eigi ýmislegt til en lögnin á Brack var dálítið sérkennileg. Textameðferð hans og raddbeiting var í einhvers konar„Sledge Hammer“ stíl sem auðvitað er paródía á Humphrey Bogart stílinn. Því miður, og Brack var eins og úr öðru leik- riti. Ekki þar fyrir, Sigurþór fylgdi þessum leikstíl eftir í hvívetna. Af þessu má líklega sjá að mér þótti leikhópurinn ekki valda hinu mikla drama um Heddu Gabler. Það var of agað yfirbragð á sýn- ingunni og hana vantaði ögrun og dirfsku og hana vantaði eld- inn. Það var hvergi nein Iífshætta og því fannst manni alveg út í hött að bæði Ejlert og Hedda skyldu skjóta sig. Uppsetningin er dálítið ómark- viss. Innri átök eru sýnd með því að persónurnar kúgast og fara í keng, sem er harla óeðlilegt. Þar með verða vandamál þeirra líkam- leg fremur en hér sé verið að fara persónulegu sálfræðilínuna og hin raunverulegu átök verksins, sem byggja á því hvernig konur eru skilgreindar í þessu samfélagi og hvernig það fer með þær, verður aukaatriði. Hér er bara verið að setja upp leikrit sem heitir Hedda Gabler, um pena og hversdags- lega konu úti í bæ, og ekki að sjá að tekin sé afstaða um hvað verk- ið snýst. Að minnsta kosti skilar það sér ekki yfir til áhorfandans. Leikmyndin var mjög einföld og stílhrein en sviðið, leikrýmið, var allt of stórt. Leikararnir eru yfir- leitt ekki nógu sterkir til að halda salnum svona standandi á víð og dreif. Það hefði þurft að þjappa þeim meira saman. Þetta, ásamt löngum epísódum þar sem verið var að vafstra á sviðinu við að færa til blóm og vesenast með ferðatöskur og kampavín, gerði sýninguna losaralega og lang- dregna. Búningarnir voru að mestu hlutlausir, sérstaklega á karlmönnunum, en búningar kvennanna voru eintóna, aðallega í brúnum litum og mér þóttu bún- ingar Heddu púkalegir. Hún er öðruvísi kona en Thea og Berta og Júlíana og það hefði mátt und- irstrika betur. Arnarfjörður: Lömbin á Osi heimsótt EINS og fram kom í frétt Morgunblaðsins laugardaginn 15. febrúar eru 23 ær bomar á bænum Ósi í Arnarfirði. Fyrsta lambið fæddist 21. desember og urðu lömbin um 30 talsins, en fimm þeirra drápust eftir burð, þar af þrílembingar. Ósi. Morgunblaðið slóst í för með Halldóri Jónssyni, sjópósti frá Bíldudal, miðvikudaginn 19. febr- úar sl. til að heimsækja bænduma á Ósi, þá Pétur Sigurðsson og Þorbjöm Son hans. Þeir feðgar búa þar einir og em með 280 ær. „Já fyrsta lambið kom 21. des- ember síðan hafa þau komið með nokkra daga og vikna millibili. Við höfum þurft að vera yfír fénu dag og nótt, og það er mikil vinna,“ sagði Pétur á Ósi í sam- tali við Morgunblaðið. En hver er skýringin á þessum burði núna? „Ja, þetta kom aldrei fyrir féð sem við höfðum áður. Þetta fé sem við erum með núna er allt aðkeypt. Fyrir nokkrum ámm urðum við að skera niður allt okkar fé, sem og féð á Laugar- bóli, án þess að þess þyrfti,“ sagði Pétur. Aðspurður kvaðst Pétur muna eftir að slíkt hafí gerst áður en ekki í svona miklum mæli. „Það bára fjórar síðasta vetur en það er ekkert til að tala um.“ Á Ósi er til nóg af heyi en það fer mikið í skepnurnar og líka mikið til spillis því æmar draga heyið um alla hlöðu. Pétur og Þorbjöm segja að það sé erfítt að stía fénu í sundur og verst þegar æmar bera með löngu milli- bili. En lömbin em spræk og vel á sig komin. Það er líkast að sauð- burður sé hafínn að fullu þegar útihúsin á Ósi em skoðuð. Alls staðar má sjá lömb jarmandi inni á milli básanna. En þó svo bænd- ur í Mosdal hafí tekið forskot á sauðburðinn þá styttist í vorið og þá hefst hinn eiginlegi sauðburð- Pétur Sigurðsson bóndi á Ósi. ur. - R. Schmidt Halldór Jónsson sjópóstur. MorgunDlaoio/KODert scnmiai Þorbjörn Pétursson með tvö hvít lömb sem fæddust í janúarlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.