Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1992 fólk f fréttum ÓHAPP Reagan lagðist utan í afmælistertuna thUis Copco EiNKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 -TELEFAX (91) 19199 GA 5-10 HINN ÞÖGLI FÉLAGI Rakt þrýstiloft er óhagkvæmt og eykur kostnað. Hinar nýju GA 5-10 loftþjöppur frá Atlas Copco hafa innbyggðan kæli- þurrkara, sem tryggir þar með þurrt þrýstiloft. Hljóðstyrkur er ekki meiri en venjulegur samtalstónn, svo þú getur auðveldlega staðsett þær hvar sem er. GA 5-10 er þín trygging fyrir gæðalofti. ÞURRT OG HUÓTT Loftþjöppunýjung frá HEIMILI Jerry Hall og Mick Jagger flytja í nýtt hús HEIMDALLUR Davíð Oddsson þingmaður ársins — Blindfarþeginn virðist alls ekki blindur. Hjónin Mick Jagger og Jerry Hall eru nú loks flutt inn í nýtt hús sem þau keyptu á síðasta ári. Húsið er í Richmond rétt fyrir utan London og síð- ustu mánuði hafa verið gerðar breytingar á því fyrir hjóna- kornin og þrjú börn þeirra, en yngsta bam þeirra, Georgia May Ayeesha, fæddist í síðasta mánuði. Georgia er jafnframt eina barn þeirra sem fæðist eftir að þau giftu sig fyrir rúmu ári. Nýja húsið er aðeins eitt af nokkrum heimilum þeirra hjóna en þau eiga einnig hús í Suður-Frakklandi sem og hús á Mustique-eyju í Karíbahafi. Georgia litla sást fyrst opinber- lega er fjölskyldan flutti inn í nýja húsið fyrir skömmu. Jerry Hall heldur á yngsta fjölskyldumeðliminum inn í nýja húsið. Siguijón Pálsson formaður skólanefndar Heimdallar afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra Þing- mannabikarinn. egar bandaríska tímaritið Pe- ople bað nokkra ljósmyndara að velja eftirlætismyndir sínar frá síðasta ári, dró Lee Celano fram þá sem hér birtist frá áttræðisaf- mæli Ronalds Reagans fyrrum Bandaríkjaforseta og kvikmynda- stjömu, en veislan var haldin á Regent Beverly Wiltshire hótelinu. Veislan var hin veglegasta sem nærri má geta og fjölmenni mikið. Var margt frægra manna saman- komið við þetta tækifæri og er hápunkti var veislunnar náð, vatt Reagan sér að risastórri afmælis- tertu og hugðist blása logana af áttatíu kertum. Það tókst ekki betur til en svo, að er hann hall- aði sér fram til að blása á kertin sem lengst vom frá honum, lagð- ist hann utan í kökuna með þeim afleiðingum að kremklessa læsti sig í kjólfötin! Þeir sem til þekkja reiknuðu með því að Reagan myndi þegar í stað snúa öllu upp í grín og dengja fram nokkrum brönduram í tilefni óhappsins. En það var öðru nær. Reagan var miður sín og er einhver rétti hon- um skeið, hrifsaði hann hana til sín og hóf að skrapa jakkann í gríð og erg. EKki bætti úr skák, að Nancy Reagan hló svo mikið að hún varð að grípa um magann og beygja sig í keng. Eftir nokkur pínleg augnablik náði hann þó að rétta úr kútnum og jafna sig. Og þá streymdu brandaramir... Fyrir skömmu var Davíð Oddsson forsætisráðherra valinn þing- maður ársins 1991 af skólanefnd Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, og var honum afhentur sérstakur bikar, Þing- mannabikarinn, af því tilefni. Skólanefndin fylgist stöðugt með frammistöðu þingmanna og árlega er bikamum úthlutað til þess þing- manns sem hefur, að dómi nefndar- innar, helzt starfað í anda sjálf- stæðisstefnunnar á Alþingi. Siguijón Pálsson formaður skóla- nefndar Heimdallar afhenti Davíð bikarinn við hátíðlega athöfn í Stjómarráðinu en formaður Heim- dallar, Kjartan Magnússon, rakti ástæður tilnefningarinnar. Sagði Kjartan að mjög hefði gustað um Davíð á þingi þrátt fyrir að hann hefði aðeins setið þar í stuttan tíma. Undir forystu Davíðs hefði Sjálf- stæðisflokkurinn unnið stærsta sig- ur sinn í þingkosningum í apríl síð- astliðnum og hlotið 26 þingmenn. Strax að þeim kosningum loknum hefði Davíð myndað ríkisstjóm en áður hefði stjómarmyndun oft dreg- ist í marga mánuði. Ríkisstjórnin hefði síðan á skömmum tíma skipt um stefnu í íslenzkum stjórnmálum og sem dæmi mætti nefna að strax hefði verið gengið í að minnka fjár- lagahalla ársins 1991, sem hefði að óbreyttu stefnt í að verða um 16 milljarðar króna. Þá hefði ríkis- stjórnin einnig boðað víðtæka einkavæðingu, sem hefði verið eitt helzta baráttumál Heimdallar um áratuga skeið. Davíð Oddsson for- sætisráðherra væri því vel að þing- mannabikar Heimdallar kominn. COSPER \\C0SPER K \ \ \2,OOi (OPIB 1 ; — vc_--■ ;rJ—-oyjryr »»#\ FRAMLEIÐENDUR VÉLA OG TÆKJA Munið fagfund framleiðenda véla og fækja fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 16.30 ó HallveigarstígJ, Reykjavík. M.a. fjallað um: - Kröfur sem gerðar verða um öryggi véla og tækja í tengslum við væntanlega EES-samninga. Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur. - Möguleika ó sölu véla og tækja í fjarlægum löndum. Elías Gunnarsson, verkfræðingur. Félagsmenn eru hvattir til að mæía vel og stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.