Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu '110 kr. eintakið. Alþýðubandalagið og fiskveiðistefnan Iályktun, sem miðstjóm Alþýðu- bandalagsins samþykkti um síðustu helgi var athyglisverður kafli um sjávarátvegsstefnu. Þar var lögð áherzla á nauðsyn þess að skapa samstöðu um nýja stefnu í sjávarútvegsmálum. Síð- an sagði: „Komið hefur í ljós, að núverandi stefna í sjávarútvegs- málum nær ekki með fullnægj- andi hætti fram markmiðum um þjóðhagslega hagkvæmni, rétt- láta dreifingu arðs og verndun og nýtingu fiskistofna." í samtali við Morgunblaðið í gær gerði Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalags- ins, frekari grein fyrir því hvað í þessari ályktun felst. í frétt Morg- unblaðsins af ummælum Ólafs Ragnars segir m.a. svo: „Hann sagði að flokkurinn legði megin- áherslu á að núverandi fram- kvæmd fiskveiðistjórnunarlag- anna væri í ósamræmi við 1. greinina, þar sem kveðið væri á um það að fiskimiðin f kringum landið væru þjóðareign og nýting aflaheimilda skapi ekki rétt til eignar. „Til viðbótar höfum við lagt áherslu á að í framkvæind þurfum við að tryggja þrennt. í fyrsta lagi að fiskimiðin séu í reynd þjóðareign og þjóðin fái arðinn af þeim, í öðru lagi að atvinnuhagsmunir byggðarlag- anna séu tryggðir og í þriðja lagi að uppbygging fiskiskipaflotans og fiskvinnslufyrirtækjanna sé á þann veg að hámarksarður fá- ist.““ Þessi samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins og skýring formanns flokksins á því hvað í henni felst sætir töluverðum tíð- indum. Alþýðubandalagið hefur hingað til farið sér svo hægt í umræðum um fiskveiðimál, að undrun hefur vakið. Nú er hins vegar Ijóst, að flokkurinn leggur í vaxandi mæli áherzlu á það grundvallaratriði, að fiskimiðin séu eign þjóðarinnar og að þjóð- inni beri arður af þessari eign. I samþykkt Alþýðubandalagsins felst að tveir stjómmálaflokkar, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, leggja nú áherzlu á þetta meginatriði. Þótt skoðanir séu mjög skiptar innan Sjálfstæðisflokksins um málið er ástæða til að minna á þau ummæli sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla í kosningabaráttunni sl. vor er hann Iýsti því yfir að gera yrði lagaákvæðið um sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum virkara og skömmu síðar lýsti hann þeirri skoðun, að ástæða gæti verið til að stjórnarskrárbinda þetta lagaákvæði. Þá gaf Friðrik Sophusson, ijár- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mjög af- dráttarlausa yfirlýsingu um sína afstöðu til málsins í ræðu á Al- þingi hinn 5. maí árið 1990. Vara- formaður Sjálfstæðisflokksins sagði m.a.: „Þar sem fískimiðin eru takmörkuð auðlind er ljóst, að rétturinn til veiðanna er verð- mætur og eftirsóknarverður fyrir fleiri en þá, sem fengið hafa veiði- leyfi. Þessi staðreynd birtist m.a. í því verði, sem greitt er fyrir aflakvóta og umframverð fyrir skip, sem hafa-veiðiréttindi. Það liggur því beint við, að eigendur auðlindarinnar, íslenzka þjóðin, selji veiðileyfi.“ Þótt Morgunblaðið vilji ekki draga neinar afdráttarlausar ályktanir af orðum Davíðs Odds- sonar er þó Ijóst, í hvaða átt þau hníga og ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins eru ótvíræð. Það fer því ekkert á milli mála, að tveir helztu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins vilja ieggja áherzlu á lagaákvæðið um sam- eign þjóðarinnar, sem er líka kjarninn í málflutningi Morgun- blaðsins um þetta mál. Hin pólitíska staða sýnist því vera sú, eftir að miðstjóm Al- þýðubandalagsins samþykkti ályktun sína, að Framsóknar- flokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem í heild rígheldur í kvótakerfið. Auðvitað eru innan Sjálfstæðisflokksins sterk öfl, sem vilja viðhalda kvótakerfinu og þau njóta forystu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Sú staðreynd blasir hins vegar við, að umfjöllun formanns og varaformanns flokksins er á allt annan veg. Það er því tæpast ofmælt að segja, að vaxandi pólitískur stuðningur sé við þá fískveiði- stefnu, að undirstrika í reynd lagaákvæðið um sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum. I því ljósi verður að telja samþykkt mið- stjórnar Alþýðubandalagsins bæði markverð pólitísk tíðindi og sérstakt fagnaðarefni. Nú starfar sérstök nefnd á vegum stjórnarflokkanna að end- urskoðun laganna um fiskveiði- stjórnun. Starf þessarar nefndar á eftir að verða mjög til umræðu, þegar líður á árið. Hins vegar hafa stjórnmálamenn, þ. á m. al- þingismenn, lítið fjallað um þessi veigamiklu mál á undanförnum mánuðum. Æskilegt er, að þeir láti meira að sér kveða í þessum umræðum á riæstunni og ekki sízt er nauðsynlegt að fram fari víðtækar umræður um málið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins til þess að auðvelda flokksmönnum að gera upp hug sinn. Rúturnar utan vegar í hlíðinni. Morgunbiaðið/Júiíus Suðurlandsvegi lokað vegna hvassviðris fyrir hádegi í gær: Farþegar rétt shippu út úr rútunni áður en hún valt ENGAN sakaði þegar tvær rútur, hvor með um 40 nemendur úr Flensborgarskóla, fuku út af Suðurlandsvegi í Draugahlíð ofan við Litlu kaffistofuna í gærmorg- un. Önnur rútan valt á hliðina út fyrir veg þegar nemendurnir og kennari og bílstjóri höfðu nýlega forðað sér út en hin rútan hélst á réttum kili en rann hálf út fyrir veginn. Lögregla stöðvaði alla umferð um Suðurlandsveg um tveggja tíma skeið í gærmorgun en þá var þar ekki stætt í hryðj- um. AIls höfðu ökumenn sex bíla misst farartæki sín út fyrir veg vegna vindsins á Sandskeiði og í Draugahlíð en engan sakaði að heitið gæti. Við Hólmsá tókst tóm- ur 20 feta gámur á loft af palli vöruflutningabíls og fauk út fyrir veg. Lögreglu- ogslökkviliðsmenn voru sendir á staðinn þar sem rúturnar höfðu oltið en farþegar og bílstjóri leituðu skjóls í Litlu kaffistofunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn áttu í miklum erfiðleikum með að athafna sig á staðnum enda hviðurnár svo snarpar að engum var stætt. Var gripið á það ráð að binda taug milli þeirra bíla sem voru í hlíðinni og eftir þeim fetuðu menn sig áfram. Þegar veðrið tók að ganga niður var send rúta til að sækja þangað Flens- borgarnemendur sem ásamt fjöl- mörgum öðrum vegfarendum biðu af sér veðrið í eða við Litlu kaffistof- una. Síðustu farþegarnir rétt komnir út þegar rútan valt Símon Jón Jóhannsson, kennari í Flensborgarskóla, sagði að í tilefni vakningardaga í skólanum, en svo nefnast þeir dagar á hveijum vetri þegar bóknámi er vikið til hliðar fyr- ir annars konar vinnu og fræðslu- og skemmtiferðum, hefði í morgun verið farið með hóp um 200 nem- enda í fjórum rútum. Hefði helming- urinn ætlað á Þingvöll en hinn helm- ingurinn á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Rútur þeirra síðarnefndu voru á undan og komnar upp í miðja Draugahlíðina þegar snörp hviða tók með sér bílana og þeytti þeim yfír veginn og út í kant, þar sem þær vógu salt. „Við smöluðum hópnum út og það stóð á endum að þeir síð- ustu voru komnir út þegar rútan valt. Það meiddi sig enginn en marg- ir voru „sjokkeraðir“,“ sagði hann. Símon sagði að eftir á, þegar allir væru komnir ómeiddir í skjól, þætti sjálfsagt mörgum úr hópnum meira spennandi og eftirminnilegra að hafa Símon Jón Jóhannsson og nokkrir nemendur hans fyrir utan Litlu kaffistofuna. Þegar verstu hviðurnar gengu yfir var ekki ann- að að gera fyrir lögreglu- og slökkviliðsmenn en að grípa í bíl- ana og haida sér þar uns siotaði. Við Rauðavatn sneri lögreglan í Reykjavík þeim bílum við sem ætluðu austur yfir fja.ll og hinum megin fjallsins gerðu lögreglumenn frá Selfossi hið sama. lent í þessu ævintýri en að hafa kom- ist á leiðarenda. Undir það tóku nokkrir nemendur Símonar sem blaðamaður ræddi við. Allt að tíu vindstiga meðalvindur var á svæðinu frá Snæfellsnesi til Vestfjarða en hægari vindur annars staðar á landinu. Á veðurstofunni voru engar upplýsingar tiltækar um vindhraða á Sandskeiði í gær en þar sem vindhraði í verstu hviðunum hafði farið upp í 61 hnút í Reykjavík fyrir hádegi í gær voru menn viðbún- ir því að mjög hvasst yrði í Drauga- hlíðinni enda er hún í hópi annáluð- ustu hvassviðrisbletta suðvestan- lands, einkum í sunnan- og suðvest- an átt. Olíufélög með erlenda eignar- aðild mega ekki kaupa hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum Þau sem áttu hlut í útgerð og vinnslu fyrir 25. mars í fyrra, fá líklega að halda sínum hlut, en mega ekki auka hann MÖGULEIKAR olíufélaganna hér á landi til þess að eignast hlut í félögum sem hafa leyfi til fiskveiða við ísland eru mjög takmarkaðir ef olíufélögin eru ekki að öllu leyti í eign íslenskra aðila. Olíufélögun- um er út af fyrir sig „heimilt að eignast hlutabréf í hvaða útgerðarfé- lagi sem er, en við það missir utgerðarfélagið hæfi til þess að hafa heimild til fiskveiða í landhelgi Islands". Þannig orðar Gestur Jónsson hrl. hluta niðurlagsorða sinna í lögfræðilegri álitsgerð sem hann vann í nóvember 1991 að'beiðni Skeljungs hf. um hvaða áhrif það hefur á heimildir hlutafélaga til fiskveiða í íslenskri lögsögu að félag eins og Skeljungur hf., sem að hluta til er í eigu erlendra aðila, á eða eign- ast hlut í félaginu. Samkvæmt þessari álitsgerð er það matsatriði hvort sjávarútvegs- fyrirtæki sem olíufélögin, sem eru að hluta til í eigu erlendra aðila, áttu hlut í þegar lögum um ijárfest- ingar erlendra aðilq, var breytt í fyrra glati veiðiréttindum sínum í íslenskri landhelgi, þótt lögmaðurinn hallist fremur að þeirri skoðun að svo sé ekki. Jafnframt virðist ljóst, eftir að lögin tóku gildi, að ef erlendur aðili eignast hlut í olíufélagi hér á landi, þá glati þau sjávarútvegsfyrirtæki sem viðkomandi olíufélag á hlut í, veiðirétti sínum. Þannig kynni að fara fyrir þeim fyrirtækjum sem Olíufélagið hf. á hlut í, ef Kuwait Petroleum, Q-8, kaupir 31% hlut Sambandsins í Olíufélaginu, en við- ræður þar um eiga sér nú stað milli fyrirtækjanna. Samkvæmt mínum upplýsingum mun Sambandinu full alvara með því að selja Q-8 sinn hlut, fáist viðun- andi verð fyrir hlutinn, sem Sam- bandsmenn munu telja vera sexfalt nafnverð, eða rúmar 1.100 milljónir króna. Kaupgengi hlutabréfa Olíufé- lagsins var í gær skráð hjá Kaup- þingi 4,6 falt nafnverð og sölugengi 5,48 falt nafnverð. Samkvæmt skráningu hlutabréfa á hlutabréfa- markaði, er sennilega eðlilegast að miða við skráningu Kaupþings, þar sem þeirra markaður er tilboðsmark- aður. Sambandið hefur nú þegar óskað eftir upplýsingum um árs- reikning.Olíufélagsins frá því í fyrra, en samkvæmt mínum upplýsingum eru reikningarnir ekki tilbúnir og því var ekki orðið við þessari beiðni Sambandsins. Kunnugir telja að þessi beiðni sé tilkomin, vegna þess að Q-8 hafí óskað eftir slíkum upp- lýsingum frá Sambandinu. Ljóst er því að Sambandið reynir að ná fram hærra söluverði, með tilraun sinni til þess að selja Q-8, en fyrirtækið getur gert sér vonir um að ná hér innanlands. Þeir sem til þekkja telja á hinn bóginn af og frá að Kuwp.it Petroleum sé reiðu- búið til þess að greiða yfirverð, til þess að ná hér takmarkaðri mark- aðshlutdeild, á markaðssvæði sem í heild er ekki stærra en úthverfi stór- borgar. Þó svo að samningar tækjust með Sambandinu og Q-8 um kaup þess síðarnefnda á hlut hins fyrrnefnda í Olíufélaginu, er ekki þar með sagt að af kaupunum yrði endilega, vegna þess að 9. grein samþykkta fyrir Olíufélagið hf. er svohljóðandi: „Vilji erlendur aðili eignast hlut í félaginu, þarf til þess samþykki stjórnar fé- lagsins." Ekkert liggur fyrir um það enn sem komið er að stjórn Olíufé- lagsins væri samþykk slíkri sölu og jafnframt eru líkur á að þau sjón- armið sem Vilhjálmur Jónsson, fyrr- verandi forstjóri Olíufélagsins, reif- aði í viðtali hér í blaðinu í gær, þess efnis að með sölu á hlut í Olíufélag- inu til Kuwait Petroleum myndi Olíu- félagið missa alla sína samninga við ESSO, yrðu stjórnarmönnum Olíufé- lagsins ofarlega í huga þegar þeir tækju afstöðu til samningsins. Auk þess er líklegt að Olíufélagið yrði að selja sinn hlut í sjávarútvegsfyrir- tækjum þeim sem það á hlut í, ef af sölu til Q-8 yrði, en samtals á Olíufélagið nálægt eitthundrað millj- ónum í hlutafé í nokkrum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Sama máli gegnir um Skeljung og OLÍS. Hvort olíufé- lag um sig á samkvæmt mínum upplýsingum nálægt eitthundrað milljónum í hlutafé í sjávarútvegs- fyrirtækjum víðsvegar um landið. í lögfræðilegri álitsgerð Gests Jónssonar segir m.a. um þá laga- setningu frá í fyrra sem Skeljungur fékk hann til að fjalla um: „Yfirlýst markmið lagasetningarinnar var að setja almennar reglur sem rýmkuðu rétt erlendra aðila til fjárfestingar hér á landi, en á sama tíma yrðu tryggð full yfirráð íslendinga yfir náttúruauðlindum lands og sjávar. Bera umræður á Alþingi með sér að talsmenn allra flokka lögðu áherslu á að tryggja að fiskveiðar og tiltekinn þáttur fiskvinnslunnar yrði í höndum íslenskra aðila einna.“ Lögmaðurinn rekur þessu næst hvaða reglur giltu þar til lög nr. 34/1991 tóku gildi þann 25. mars í fyrra. Aðalregla hafi verið sett í 1. grein laga númer 33 frá árinu 1922 að einungis íslenskir ríkisborgarar mættu stunda fiskveiðar í íslenskri landhelgi og mætti einungis nota íslenska báta og skipt til veiðanna. Frá aðalreglunni hafi verið mikilvæg undantekning í 11. grein sömu laga, sem varðaði rétt hlutafélaga til þess að reka fiskveiðar og fískverkun í i landhelgi. í greininni hafi verið heimilað að hlutafélög, sem ríkis- borgarar annarra ríkja ættu hlut í, rækju fiskveiðar í landhelgi að upp- fylltum eftirfarandi skilyrðum: 1. Meirihluti hlutaljár væri í eigu íslenskra ríkisborgara. 2. Félagið ætti heimili á íslandi. 3. Stjórn félagsins væri skipuð íslenskum ríkisborgurum og væri helmingur þeirra búsettur á Islandi. Lögmaðurinn getur þess að þessi heimild hafi nokkuð takmarkast af 5. tölulið 1. greinar laga um skrán- ingu skipa,nr. 53/1970 því skráning fiskiskips, heimilisfang og varnar- þing á íslandi sé forsenda þess að það verði notað við fiskveiðar í land- helginni. Lögmaðurinn telur með tilvísan til þessara laga ljóst að hlutafélag sem Skeljungur eigi hlut í, hafi get- að fengið heimildir til fiskveiða í ís- lenskri lögsögu, enda væru ofan- greind skilyrði uppfyllt. Þessu næst rekur Gestur hvaða breytingar hafí orðið með lögum nr. 23 og 34/1991. Orðrétt segir hann: „Fyrsta grein þessara laga breytti lögum um rétt til fiskveiða í land- helgi í grundvallaratriðum. Breyt- ingin miðar að því að útiloka lögað- ila frá fiskveiðum í landhelginni, _ef lögaðilinn er ekki með heimili á Is- landi og að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara. Nánar er breytingin sú, að felld var niður heimildin í 11. grein til þess að hlutafélög, sem að hluta til eru í eigu erlendra ríkisborgara, geti átt hlut í félagi sem stundar fiskveiðar ... Lögaðilar, þ.m.t. hluta- félög, geta einungis fengið réttinn ef þeir eru með lögheimili á Islandi og að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara. Óneitanlega er þetta orðalag um skilyrði þess að félög geti fengið veiðirétt í fiskveiðilandhelginni þröngt ...“ Gestur segir að lög nr. 34/1991 feli í sér almenna heimild fyrir er- lenda aðila til þess að fjárfesta í ís- lensku atvinnuhfi, en frá meginregl- unni séu síðan gerðar tilteknar und- antekningar. I fyrsta tölulið greinar- innar sé orðrétt tekin upp sú tak- mörkun á heimild til fiskveiða í ís- lenskri landhelgi sem lýst sé í lögum nr. 33/1922, eins og þeim lögum var breytt með 1. 23/1991. „í reynd fela lögin því í sér algert bann við því að erlendir aðilar, með beinum eða óbeinum hætti, gegnum eignarhald á íslenskum fyrirtækjum, geti öðlast rétt til fiskveiða við ísland. Ekki er að sjá af lagafrumvarpinu, greinar- gerðinni sem því fylgdi eða umræð- um á Alþingi að neinar undantekn- ingar hafi verið ætlaðar frá þessari reglu aðrar en þær sem kynnu að felast í sérstöku ákvæði til bráða- birgða sem er aftast í lögunum,“ segir orðrétt um þetta atriði í álits- gerð lögmannsins. Ákvæðið til bráðabirgða í lögun- um er svohljóðandi: „Takmarkanir þær, sem lög þessi setja íjárfestingu erlendra aðila hér á landi, skulu ekki ná til fíárfesting- ar erlends aðila sem átt hefur sér stað fyrir gildistöku laga þessara samkvæmt heimildum í eldri lög- um. ..“ Vilhjálmur Jónsson sagði í blaðinu í gær að hann teldi erlenda eignarað- ild að sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi, í gegnum erlenda eignarað- ild að olíuféiögum ekki heimila, vegna þess að í lögum um stjórn fiskveiða væri slík (járfesting ein- ungis heimil íslenskum ríkisborgur- um. Gestur Jónsson telur í álitsgerð sinni að ákvæðið til bráðabirgða í lögum nr. 34/1991 sé mjög sér- stakt, fyrir þá sök að það sé sagt til bráðabirgða, en ekki tiltekið að það skuli gilda í tiltekinn tíma. „Eg held að rétt sé að líta svo á að nafn- giftin sé mistök og í reynd séu þetta venjuleg lög þess meginefnis að rétt- indi sem erlendir aðilar áttu á grund- velli íjárfestingar í íslenskum at- vinnuvegum, fyrir gildistöku lag- anna, skuli ekki skerðast þrátt fyrir lögin ... Mér finnst eðlilegast að líta svo á að réttur íslensks lögaðila, sem erlendur aðili á hlut í, með beinum eða óbeinum hætti, til fiskveiða í landhelgi íslands, skerðist ekki frá því sem ,var fyrir gildistöku laganna. Ónnur niðurstaða fæli í sér að fjár- festing erlenda aðilans yrði í sumum tilvikum verðlaus,“ segir lögmaður- inn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra virðist hafa sama skilning á þessu „bráðabirgðaákvæði" og Gestur. Jón sagði í gær að nokkur mál hefðu komið inn á sitt borð, vegna þess að olíufélög, sem að hluta væru í erlendri eigu, ættu hlut í fiskveiðifé- lögum. „Þetta varðar náttúrlega ein- göngu eignarhluti sem olíufélögin hafa eignast eftir 25. mars 1991, því eldri eignarhlutar eru í lagi. Það sem gerðist fyrir þann tíma, verður ekki athugasemdaefni, segja hinir lögfróðu menn,“ sagði viðskiptaráð- herra.“ Viðskiptaráðherra kvaðst hafa vakið athygli sjávarútvegsráðuneyt- isins á nokkrum málum sem hefðu komið inn á hans borð um þetta efni, eftir 25. mars í fyrra. Jón var spurður hvort í þessu fælist að hans mati að sjávarútvegs- fyrirtæki þau sem Olíufélagið á hluti í, misstu veiðiheimildir sínar, ef samningar takast um kaup Q-8 á 31% hlut Sambandsins í Olíufélag- inu: „Mér finnst nú eðlilegra að segja að þá þyrfti Olíufélagið að losa sig við eignarhluti sína í sjávarútvegs- fyrirtækjum," sagði viðskiptaráð- herra. í lokakafla álitsgerðar sinnar fjjall- ar Gestur Jónsson um stöðu Skelj- ungs hf. sem er væntanlega sama staða og OLÍS hefur í þessum efnum og Olíufélagið kæmi til með að hafa, kaupi Q-8 sig inn í félagið: „Það er alveg ljóst, af því sem að framan er sagt, að möguleikar Skeljungs hf. til þess að eignast hlut i félögum sem hafa leyfi til fiskveiða við ísland eru mjög takmarkaðir meðan félagið er ekki að öllu leyti i eign íslenskra aðila. Skeljungi hf. er út af fyrir sig heimilt að eignast hlutabréf í hvaða útgerðarfélagi sem er, en við það missir útgerðarfélagið hæfi til þess að hafa heimild til fisk- veiða í landhelgi íslands. Iiklega gildir þetta þó ekki um útgerðarfélög sem Skeljungur hf. átti hlut í við gildistöku laga nr. 34/1991. Mér sýnist að „bráða- birgðaákvæðið“ tryggi að viðkom- andi útgerðarfélög haldi veiðiheim- ildum sínum, þrátt fyrir eignaraðild Skeljungs hf. Hætt er þó við að rétt þyki að túlka bráðabirgðaákvæðið þröngt, þannig að aukning á hlutafé Skeljungs hf. í útgerðarfélagi valdi því að veiðiheimildir þess falli úr gildi, hvort sem aukningin stafar af kaupum þegar útgefins hlutafjár eða þátttöku í hlutafjárútboði. Skeljungi hf. er þó væntanlega heimilt að taka við jöfnunarhlutafé án þess að slíkt hafi áhrif á réttindi félagsins til fisk- veiða í landhelginni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.