Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1992 19 Háskólabíó var þéttsetið og áhuginn skein úr hverju andliti. Sinfóníuhljómsveitin býður grunnskólanemum á tónleika: Margir viðurkenna ekki að þeim finnist klassísk tónlist skemmtileg - segja Atli og Ingi Þór úr Flataskóla SINFONIUHLJOMSVEIT Islands býður grunnskólanemum á höfuðborgarsvæðinu upp á tónleika í Háskólabíói um þessar mundir. Tónleikarnir eru stuttir og efnisskrá þeirra er sérstak- lega miðuð við yngri kynslóðina. Flutt eru brot úr þekktum óperum og börnin látin taka þátt í flutningi verkanna eftir því sem tækifæri gefst til. Tónleikunum fylgir stutt hljóðfærakynn- ing. Þótt kliður væri meðal áheyr- enda meðan þeir voru að koma sér fyrir á nemendatónleikúm í Há- skólabíói í gærmorgun hóf hljóm- sveitin að leika og fékk strax alla athygli krakkanna í salnum. Þeir horfðu aðdáunaraugum á hljóm- sveitina og dilluðu sér í takt við forleikinn að William Tell en að honum loknum birtist Bergþór Pálsson, kynnir, á sviðinu. Tónleik- arnir voru byrjaðir. Eftir tónleikana gaf blaðamaður sig á tal við nokkra áheyrendur og kom þá í ljós að þeir voru allir úr Flataskóla í Garðabæ. Meira fyrir klassík en aðra tónlist „Mér fannst bara gaman," sagði Eyrún Valsdóttir, 9 ára, þegar hún var spurð hvernig henni hefði fund- ist á tónleikunum. Hún var heldur ekki í vafa þegar hún var spurð hvað henni hefði fundist skemmti- legast á efnisskránni. „Mér fannst lang skemmtilegast þegar hljóm- sveitin lék Nautabanasönginn úr Carmen og við sungum með," sagði hún en í samtalinu kom fram að Eyrún væri í Skólakór Garða- bæjar. „Við tókum þátt í tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni og nokkrum öðrum kórum í Háskóla- bíói fyrir jól. Þá sungum við jólalög og Snjókornadansinn úr Hnetu- brjótnum." Eyrún sagði að hún væri meira fyrir klassíska tónlist en aðrar teg- undir tónlistar. Hún ætlaði að nota eins mikinn tíma og hægt væri til að hlusta á hana í framtíðinni. Uppáhaldshljóðfærið sagði hún að væri harpa. Fiðlan fallegust María Björk Guðmundsdóttir, 9 ára, sagði að sér hefðu fundist skemmtilegast að syngja með hljómsveitinni Einu sinni á ágústr kvöldi. Hún var líka ein þeirra sem kunni textann utan bókar. „Ég lærði hann í skólanum," sagði María og þegar hún var spurð að því hvort henni fyndist skemmti- legra að vera í almennri kennslu í skólanum eða á tónleikum stóð ekki á svarinu. „Á tónleikum. Það er miklu skemmtilegra." Uppáhaldshljóðfæri Maríu er fiðla. „Hún er svo falleg," sagði hún og bætti við að hún væri á biðlista eftir að læra á fiðlu. Hvetur krakka til að hlusta á klassíska tónlist Atli Sævarsson, 11 ára, sagði að tónleikarnir hefðu verið mjög skemmtilegir. Hann segist aðal- lega hlusta á fjöruga popptónlist Eyrún Valsdóttir. Morgunblaðið/Emilía Bergþór Pálssson stjórnaði hópsöng á tónleikunum. Stjórnandi Sinfóníuhyómsveitarinnar var Páll P. Pálsson. Atli Sævarsson. Ingi Þór Arnarsson. María Björk Guðmundsdóttir. en efast ekki um að tónleikarnir hvetji krakka á hans aldri til þess að hlusta meira á klassíska tónlist. Atli minntist sérstaklega á að gaman hafi verið að sjá alla hljóm- sveitina. „Ég hafði einhvern veginn ekki ímyndað mér að hljóðfæra-. leikararnir væru svona margir," segir hann. „Það er mjög mikill munur að vera í nálægð við hljóm- sveitina eða hlusta á hana til dæm- is í útvarpi." * Honum fannst skemmtilegast að syngja Einu sinni á ágústkvöldi og segist kunna textann næstum því utan bókar. Af hljóðfærunum fannst honum skemmtilegast að heyra í hörpunni. Frábært „Mér fannst alveg frábært," sagði Ingi Þór Arnarsson, 10 ára, þegar hann var inntur eftir tónleik- unum. Sjálfur segist hann þó alla jafna hlusta meira á popptónlist en klassíska tónlist. Fram kemur að honum líki vel við tónlist hljóm- sveitarinnar Sálin hans Jóns míns og félagi hans, Atli, skýtur inní að sú' hljómsveit ásamt Ný dönsk séu tvímælalaust þær sem skari framúr í dag. Strákarnir eru sammála um að margir krakkar þori ekki að viður- kenna að þeim finnist klassísk tón- list skemmtilega. „Margir strákar hlusta til dæmis frekar á þunga- rokk af því þeim finnst það meira töff," segir Ingi þór. Hann segist ekki hafa farið á Sinfóníutónleika áður. Aftur á móti hafi hann farið á leikrit þar sem hafi verið sungið og nefnir að hann hafi farið á Söngvaseið og Töfraflautuna. Borgarráð: Norska bakaríið selt fyrir 3,6 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka kauptilboði Sólveigar Eggertsdóttur og Þráins Bertels- sonar í húsið við Fischersund 3, öðru nafni Norska bakaríið. Fram kemur að húsið er næst elsta húsið í Grjótaþorpi og er frið- að í A-flokki. Það þarfnast veru- legrar endurnýjunar og er áætlaður kostnaður talinn vera um 12 millj- ónir króna. Fyrirhugað er að ljúka endurbyggingu á sem skemmstum tíma og taka húsið í notkun fyrir atvinnustarfsemi og íbúðarhúsnæði næsta haust. ? ? ? Fríðuvaka haldin í Nor- ræna húsinu DAGSKRÁ í fundarsal Norræna hússins, til heiðurs Fríðu Á. Sig- urðardóttur, verður fimmtudag- inn 27. febrúar kl. 20.30, en hún hlýtur sem kunnugt er bók- menntaverðlaun Norðurlandar- áðs 1992. Verðlaunin verða af- hent á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í næstu viku. Dagskráin verður á þessa leið: Þórður Helgason heldur fyrirlestur um eínkenni Fríðu sem höfundar, Margrét Erlendsdóttir talar um smásögur Fríðu, Kristján Jóhann Jónsson fjallar um bókina Eins og hafið og Dagný Kristjánsdóttir talar um verðlaunabókina Meðan nóttin líður. Leikarar undir stjórn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur lesa úr verkum Fríðu milli fyrirlestra. Að samkomunni standa Félag áhuga- manna um bókmenntir, íslandsdeild Norðurlandaráðs og Norræna hú- sið. Athugasemd frá frétta- stofu útvarps MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fréttastofu útvarps: Vegna ummæla Hafsteins Garð- arssonar skipstjóra Krossness í Morgunblaðinu 25. febrúar óskar fréttastofa útvarps að taka fram: „Við frásógn af slysinu þegar Krossnes frá Grundarfirði fórst var í hvívetna farið eftir fréttareglum Ríkisútvarpsins. Séra Sigurður Kr. Sigurðsson, sóknarprestur í Grund- arfirði, staðfesti við fréttastofu áður en fréttin var sögð í hádegisfréttum á sunnudaginn að búið væri að láta alla nánustu aðstandendur skip- verja á Krossnesi vita af slysinu. Fréttin var í heild lesin fyrir Atla Viðar Jónsson, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, út- gerðarfélags skipsins, áður en hún var birt. Þéir tveir höfðu séð um að láta aðstandendur vita af slys- inu. Samstarf við séra Sigurð og Atla Viðar var gott og þakkar frétt- astofa það."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.