Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
19
Ný kerti,
betri gangur.
^náust;
sími 622262.
Ríkismati sjávarafurða breytt í hlutafélag:
MAZDA 323 STATION
NÚ MEÐ
ALDRIFI !
1600 cc vél með tölvu-
stýrðri innspýtingu, 86 hö •
Sídrif • 5 gírar • Vökva-
stýri • Álfelgur o.m.fl.
Verð kr. 1.099.000 stgr.
meö ryövöm og skráningu.
steinn að slíkt eigi ekki að hafa
áhrif á hag starfsmanna Ríkismats-
ins. „Þeir munu væntanlega starfa
áfram hjá hinu nýja félagi og ég
tel ekki að þetta muni draga úr
atvinnutækifærum þeirra," segir
hann.
Opið laugardaga kl. 10-14.
RÆSIR HF
SKÚLAGÖTU 59, S.61 95 50
NGK rafkerti
Gert er ráð fyrir 25
milljóna kr. hlutafé
Frumvarp um gjaldtöku fyrir ólögleg-
an afla til þingflokka í næstu viku
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
Rauði kross íslands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722
SJÖTTA mars nk. verður sam-
koma í sal Hjálpræðishersins í
Reykjavík á vegum alþjóðlegs
bænadags kvenna.
Konur frá u.þ.b. 200 þjóðum taka
þátt í þessum bænadegi sem hefur
verið haldinn á hveiju ári í meira
en 70 ár. Dagskrá kemur árlega
frá einhveijum af þátttökulöndun-
um. Að þessu sinni kemur hún frá
konum í Austurríki, Þýskalandi og
Sviss.
Dagskráin verður send víða um
land og er fólki bent á að fylgjast
með auglýsingum á heimslóðum
sínum eða nágrenni. Karlar eru
einnig velkomnir á samkomurnar.
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðhérra hefur lagt fyrir
ríkisstjórnina hugmyndir sínar
um heildarendurskipulagningu á
stjórnsýslu í sjávarútvegi. Meðal
þess sem þar er að finna er breyt-
ing á Ríkismati sjávarafurða í
hlutafélag og er gert ráð fyrir
að hlutafé sé í upphafi 25 milljón-
ir króna. Ennfremur er í mótun
frumvarp um löggjöf um gjald-
töku fyrir ólöglegan afla sem
væntanlega verður rætt í þing-
flokkum stjórnarinnar í næstu
viku svo og ný löggjöf um gæða-
eftirlit í sjávarútvegi.
Þorsteinn Pálsson segir að meðal
þess sem rætt hafi verið sé stofnun
Fiskistofu þar sem ákvarðanir verði
teknar m.a. um veiðistjórnun og
gæðaeftirlit og verkefnum í þessum
málum verði komið í auknum mæli
yfir á greinarnir sjálfar í sjávarút-
veginum. „Um yrði að ræða sér-
stakar stofur þar sem fiskverkendur
og útgerðarmenn gætu leitað til
með framangreinda þætti og yrðu
þær í sérstökum deildum innan
Fiskistofunnar," segir Þorsteinn.
„Um leið yrði komið á nýrri löggjöf
um gæðaeftirlit í sjávarútvegi en
slíka löggjöf hefur skort til þessa.“
Hvað varðar nýja löggjöf um
gjaldtöku fyrir ólöglegan afla segir
Þorsteinn að í henni sé gert ráð
fyrir að menn geti leitað til sér-
stakrar úrskurðarnefndar með sín
mál og að nefnd þessi hafi svipaða
stöðu í kerfinu og Ríkisskattanefnd
hefur nú. „Hér yrði um að ræða
verulegar réttarbætur í þessum
málaflokki," segir Þorsteinn.
Þorsteinn reiknar með að hin
nýja löggjöf um gjaldtöku öðlist
gildi við upphaf nýs fiskveiðiárs,
eða 1. september, en að Fiskistofan
komist í gagnið um næstu áramót.
Hvað varðar breytingu á Ríkismati
sjávarafurða í hlutafélag segir Þor-
Merkjasöludagur
Rauða krossins
ÖSKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Á hverju
ári síðan 1925 hafa börn og unglingar um land allt aðstoðað Rauða kross
deildirnar við landssöfnun þennan dag.
Fénu, sem safnast, er varið til margvíslegs hjálpar-
starfs, svo sem til byggingar heilsugæslustöðvar í
Lesótó, kaupa á sjúkrabílum og fleiri brýnna
verkefna.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á
móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki
dagsins og styrkja þannig hjálparstarf Rauða
krossins.