Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 19 Ný kerti, betri gangur. ^náust; sími 622262. Ríkismati sjávarafurða breytt í hlutafélag: MAZDA 323 STATION NÚ MEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. meö ryövöm og skráningu. steinn að slíkt eigi ekki að hafa áhrif á hag starfsmanna Ríkismats- ins. „Þeir munu væntanlega starfa áfram hjá hinu nýja félagi og ég tel ekki að þetta muni draga úr atvinnutækifærum þeirra," segir hann. Opið laugardaga kl. 10-14. RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, S.61 95 50 NGK rafkerti Gert er ráð fyrir 25 milljóna kr. hlutafé Frumvarp um gjaldtöku fyrir ólögleg- an afla til þingflokka í næstu viku Alþjóðlegur bænadagur kvenna Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722 SJÖTTA mars nk. verður sam- koma í sal Hjálpræðishersins í Reykjavík á vegum alþjóðlegs bænadags kvenna. Konur frá u.þ.b. 200 þjóðum taka þátt í þessum bænadegi sem hefur verið haldinn á hveiju ári í meira en 70 ár. Dagskrá kemur árlega frá einhveijum af þátttökulöndun- um. Að þessu sinni kemur hún frá konum í Austurríki, Þýskalandi og Sviss. Dagskráin verður send víða um land og er fólki bent á að fylgjast með auglýsingum á heimslóðum sínum eða nágrenni. Karlar eru einnig velkomnir á samkomurnar. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðhérra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina hugmyndir sínar um heildarendurskipulagningu á stjórnsýslu í sjávarútvegi. Meðal þess sem þar er að finna er breyt- ing á Ríkismati sjávarafurða í hlutafélag og er gert ráð fyrir að hlutafé sé í upphafi 25 milljón- ir króna. Ennfremur er í mótun frumvarp um löggjöf um gjald- töku fyrir ólöglegan afla sem væntanlega verður rætt í þing- flokkum stjórnarinnar í næstu viku svo og ný löggjöf um gæða- eftirlit í sjávarútvegi. Þorsteinn Pálsson segir að meðal þess sem rætt hafi verið sé stofnun Fiskistofu þar sem ákvarðanir verði teknar m.a. um veiðistjórnun og gæðaeftirlit og verkefnum í þessum málum verði komið í auknum mæli yfir á greinarnir sjálfar í sjávarút- veginum. „Um yrði að ræða sér- stakar stofur þar sem fiskverkendur og útgerðarmenn gætu leitað til með framangreinda þætti og yrðu þær í sérstökum deildum innan Fiskistofunnar," segir Þorsteinn. „Um leið yrði komið á nýrri löggjöf um gæðaeftirlit í sjávarútvegi en slíka löggjöf hefur skort til þessa.“ Hvað varðar nýja löggjöf um gjaldtöku fyrir ólöglegan afla segir Þorsteinn að í henni sé gert ráð fyrir að menn geti leitað til sér- stakrar úrskurðarnefndar með sín mál og að nefnd þessi hafi svipaða stöðu í kerfinu og Ríkisskattanefnd hefur nú. „Hér yrði um að ræða verulegar réttarbætur í þessum málaflokki," segir Þorsteinn. Þorsteinn reiknar með að hin nýja löggjöf um gjaldtöku öðlist gildi við upphaf nýs fiskveiðiárs, eða 1. september, en að Fiskistofan komist í gagnið um næstu áramót. Hvað varðar breytingu á Ríkismati sjávarafurða í hlutafélag segir Þor- Merkjasöludagur Rauða krossins ÖSKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Á hverju ári síðan 1925 hafa börn og unglingar um land allt aðstoðað Rauða kross deildirnar við landssöfnun þennan dag. Fénu, sem safnast, er varið til margvíslegs hjálpar- starfs, svo sem til byggingar heilsugæslustöðvar í Lesótó, kaupa á sjúkrabílum og fleiri brýnna verkefna. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki dagsins og styrkja þannig hjálparstarf Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.