Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.IUDAGUR 3. MARZ 1992 Mísskílínn menningarsjóður eftir Lárus Ými * Oskarsson Það er greinilegt á skrifum ýmissa aðila, fjölmiðlarýnis Morg- unblaðsins til dæmis, að þeir eru að fjalla um Menningarsjóð út- varpsstöðva án þess að hafa skilið eða nennt að hugsa út í hvaða til- gangi hann á að þjóna, eða hvers vegna hann varð til. Ólafi M. Jóhannessyni finnst súrt í broti fyrir útvarps- og sjónvarps- stöðvar að þær fái ekki framlag úr sjóðnum í hlutfalli við hvað mikla peninga þær þurfa að láta af hendi til sjóðsins. Hugmyndin með þessu sjóði var við stofnun hans, að stuðla að 'aukn- um metnaði og gæðum í dagskrár- gerð. Einnig auknu magni af vönd- uðu efni. Hugmyndin var að íslensk- ir fjölmiðlanotendur fengju fyrir til- stilii sjóðsins að sjá og heyra hluti í fjölmiðlunum, sem þeir annars fengju síður eða ekki að sjá ella og að kvikmyndagerðarmenn og út- varpsfólk fengju möguleika á að vinna sína hluti við betri skilyrði, peningalega og timaíega en daglega rútína fjölmiðlanna býður uppá. Þetta átti s.s. að vera til þroska- og yndisauka bæði fyrir áhorfendur og fagfólkið. ' ■':* Fjölmiðlar borga ekki Til þess að þetta mæti verða var lagt sérstakt gjaid ofaná auglýs- ingakostnað þeirra sem auglýsa í Ijósvakamiðlum. Fjölmiðlunum var gert að innheimta þetta gjald og koma því til Menningarsjóðs út- varpsstöðva, sem síðan veitti pen- inga til sérlega áhugaverðra verk- efna. Það er því í rauninni rangt að einstakir fjölmiðlar séu að greiða fé til sjóðsins - þeir eru aðeins inn- heimtuaðilar fyrir sjóðinn. Auðvitað kemur það einstökum fjölmiðlum til góða aS fá peninga úr sjóðnum til að geta gert vandað efní, vegna þess að allt það efni sem sjóðurinn styrkir gerð á kemur þar fram á endanum. En mikill mis- brestur var á að þetta gengi svona fyrir sig á meðan eldri reglugerð var í gildi. Peningar sem úthlutað var úr sjóðnum (þá eingöngu til fjöl- .miðlanna sjálfra) fóru meira og minna í almennan rekstur. Þetta er skiljanlegt. Það er ekki auðvelt að fá enda til að ná saman í rekstri fjölmíðils á þessum litla markaði hér. Flestir hafa nóg með að fylla þann mínútufjölda sem útsendinga- tíminn er með þeim peningum sem til staðar eru. Oftast ræður því magnið frekar en gæðin hvað kem- ur fyrir augu og eyru fjölmiðlanot- enda. En það var einmitt þess vegna sem Menningarsjóður útvarps- stöðva var stofnaður á sínum tíma. Þar átti að velja til styrkveitinga áhugaverðustu verkefnin án þess að stóra málið væri: hvað kostar mínútan. Gæði efnisins eiga að ráða. Til dæmis sjónvarp Mér er kunnugast um kvik- myndagerð og þess vegna ætla ég að taka dæmi af henni og Sjónvarp- inu. Til er grein kvikmynda sem flestir kanast við nafnið á: heimild- armyndir. Margir kunna að verða hissa á þeirri fullyrðingu minni að þessi grein kvikmyndagerðar sé nánast ekki til á íslandi. Það sem hefur stundum verið kallað heimild- armyndir hér eru myndskreytt við- töl, fræðandi þættir í sjónvarpi (um dauða menn eða málefni), og svo kallað „reportage“ sem er fljótgerð og snöggsoðin úttekt með myndum af einhveijum ,staðháttum, byggð- arlagi, manni eða málefni. Rep- ortage er gjarnarn tekið upp á ein- um eða tveimur dögum og klippt saman á innan við viku. 011 þessi dagskrárgerð er ágæt og nauðsyn- leg, en þetta eru ekki heimildar- myndir (documentaries). Heimildra- myndir athuga hluta lífsins eða veruleikans og höfundurinn skoðar og skilgreinir út frá eigin sjónar- hóli. Raunhæft er að ætla að klukk- utíma löng heimildamynd taki ekki- minna en hálft ár í framleiðslu. Dæmi um slíkar myndir eru „Maður og verksmiðja" eftir Þorgeir Þor- geirsson og „Rokk í Reykjavík" eftir Friðrik Þór Friðriksson. Ekkert er eðlilegra en að Sjón- varpið eða Stöð 2 sjái sér ekki fært að framleiða slíkar myndir vegna þess hvað þær eru frekar á tíma, peninga og mannafla. Þó er rétti vettvangurinn fyrir sýningu heim- ildarmynda núorðið sjónvarp. Sama er að segja um styttri leiknar myndir sem nýta kvik- myndamiðilinn. Stöðvarnar þurfa að borga margar krónur fyrir mín- útuna í þeim tilfellum og velja því frekar sófa-spjallþætti með glensi. Þessum myndum getur Kvik- myndasjóður ekki sinnt af neinu viti, ef hann á að vinna að því sem verður að vera hans meginmark- mið: að sjá íslendingum fyrir ís- lenskum kvikmyndum í bíó. Ný reglugerð í nýlegri reglugerð sem gefin var út um starfsemi Menningarsjóðsins var kveðið svo á um að einkaaðilar sem ekki standa í fjöimiðlarekstri gæti líka sótt um styrki í sjóðinn. Og núverndi stjóm hefur þá yfir- lýstu stefnu að hún fari ekki eftir öðru en gæðum verkefnanna sjálfra sem sótt er til þegar hún veitir styrki. Að einstakir umsækjendur og jafnvel fleiri séu óánægðir með val styrktra verkefna er óhjákvæmi- legt, en sú óánægja verður þá að vera á þeim grundvelli að annað verkefni hefði verðskuldað brautar- gengi frekar en það sem fékk pen- inga - ekki að deila eigi út pening- um í samræmi við þá upphæð sem hver ijölmiðill innheimtir fyrir sjóð- inn. Sjáið Stöð 2 Engan þarf að undra að Stöð 2 framleiði ekki meira af innlendu efni en raun ber vitni. Þar á bæ er verið að reyna að halda fjárhag í böndum og allir vita að innlend dagskrárgerð er margfalt dýrari en að kaupa erlent efni. Það er auð- skiljanlegt að ef stjórnendur þar á bæ fá inn á borð til sín þetta auglýs- ingagjald þá nota þeir auðvitað aurinn til að standa undir rekstrin- um. Hér er Stöð 2 aðeins nefnd sem dæmi - það sama gildir um allar (t) >IÍU SINNUM , FUÓTARI? 09 skemmfo þér víð þoð? Mólaskólinn Mímir kynnir í fyrsfo sinn ó íslandi: HRADNAMSTÆKNi í TUNGUMAIUM Þeno línurir byggir ó ronnsóknum Lflvð. orö SjOOO- Dr. Robcsok í Dudapesr 1979 og 5.N. Smimovo 1 Moskvu 1973. 2j000' Seinni ronnsóknlr bendo fil oö hraönómsraeknln ouki nómshroóo ollf oó 2 rii lOslnnum. 1-000- Engln ronnsókn bendlr rll mlnni órongurs en rvóföldunor fró heföbundou mólonómi. Fjöldi alþjóðafyrirtækja og stofnana, eins og 1BM, Shell, Unesco, Delta og Hilton hótelin, hafa tekið upp hraðnámstækniaðferðir við tungumálakennslu. Enska, þýska, Franska, Ítalska, SPÆNSKA OG tSLENSKA FYRIR ÚTLENDMGA bjóðast með hraðnámstækninni - aðeins hjá Mími. Skráning er hafin - takmarkaAur þáWakentíafjöWi. SíAasti möguieiki til aö skrá sig í Cambridge-próf in er 18. mars. SflVUNN ER 10004 Máloskólinn Mímir er í eigu Stjómunarfélags íslonds Lárus Ýmir Óskarsson „Reyndin hefur orðið sú að samkeppnin hefur aukið framboð á létt- meti, sem þörf var á, en annað gott hefur ekki hlotist af.“ hina fjölmiðlana, í mismiklum mæli þó. Ef við viljum sjá vandaðar íslen- skar myndir sem eitthvað er lagt í verðum við annað hvort að bíða þangað til að þeim tekst að rétta fjárhaginn af - sem sjónvarpsstjór- inn segir að gerist vonandi á næstu árum - eða að nota stofnun eins og Menningarsjóðinn til að úthluta Stöð 2, eða kvikmyndagerðarmönn- um sem vinna í samráði við hana, peninga til að vinna efni sem síðan er sýnt á Stöðinni. Og vel að merkja peninga sem eru ekki ög hafa aldr- ei verið þeirra, þó svo að þeir hafi innheimt þá fyrir sjóðinn. Síðan höfum við auðvitað enga tryggingu fyrir því að Stöð 2 fari að framleiða innlent gæðaefni að einhveiju marki, rekstur stöðvarinnar er þrátt fyrir allt eins og hver önnur við- skipti, sem ætlað er að skila arði og þar á bæ verða kannski fundnar aðrar og ódýrari leiðir til að bæta dagskrána. Sinfonían vandamál Þegar verið var að afgreiða til- löguna um þennan sjóð uphaflega á Alþingi, þá datt einhveijum það glapræði í hug að láta greiða hluta af kostnaði við Sinfóníuhljómsveit íslands úr honum. Hljómsveitin hef- ur gleypt meirihluta sjóðsins. Þetta hefur með öðru orðið til þess að sjóðurinn hefur aldrei getað ræktað upphaflegt hlutverk sitt. Meirihlutinn af því fé sem hugsað var til að styrkja metnaðarfullla dagskrárgerð, hefur sem sagt í raun farið til að borga fyrir að útvarpa sinfóníutónleikum úr Háskólabíói. Þetta er auðvitað bara subbuskap- ur. Það þarf að fínna aðrar og rök- réttari leiðir til að fjármagna sinfón- íuhljómsveit á íslandi en að gera það með þessum sjóði sem er til annarra hluta. Markaður og menning Fyrir nokkrum árum var fijáls- ræði komið á í rekstri ljósvaka- miðla. Það var auðvitað rás tímans sem gerði þetta óhjákvæmilegt. Ýmsir sem mæltu fyrir þessu ftjáls- ræði töluðu um að öll blómin ættu að fá að blómstra og framtíðarsýn- in var að neytandinn fengi úr miklu að velja. Reyndin hefur orðið sú að samkeppnin hefur aukið framboð á léttmeti, sem þörf var á, en annað gott hefur ekki hlotist af. Það sem hefur gerst, ekki síður hér en er- lendis, er að við getum á öllum útvarpsstöðvunum fengið að hlusta á sömu þættina í mismunandi út- færslum. Þar sem sjónvarpsstöðvar eru reknar á viðskiptagrundvelli einvörðungu eins og víða erlendis getur áhorfandinn nánast einvörð- ungu valið á milli mismunandi spurningaþátta (game-show) og mismunandi „sápa“ sem eiga allt sameiginlegt nema andlitin á leikur- unum, auk bíómynda. Því miður geta markaðslögmálin ekki gefið okkur neytendum öll hin blómstr- andi blóm í svona dýrum miðlum. Það sem farið var eftir við vai á efni og gerð efnis er tvennt: vin- sældir og kostnaður. Ráðið er að gera sem vinsælasta þætti, sem líka eru ódýrir. Þeir sem reka fjölmiðil hugsa með sér: Af hveiju skyldi ég vera að gera dýran þátt sem fær jafn mikla áhorfun og skilar jafn miklum auglýsingatekjum og annar sem er fimmfalt ódýrari? Þetta eru eðlileg viðskiptasjónarmið, en þau valda því að við fáum lélegra og einhæf- ara fjölmiðlaefni. Menningarsjóður útvarpsstöðva er hugsaður sem mótvægi við þennan hugsunarhátt. Ef Menningarsjóður útvarps- stöðva fær að gegna því hlutverki sem honum var upphaflega ætlað, getur hann orðið til mikils fram- dráttar fyrir menningu og almenn- ing þessa lands. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Morgunblaðið/Sverrir Framleiðslumenn Grillsins í endurnýjuðum salnum. Grillið opnar á ný GRILLIÐ á Hótel Sögu hefur verið opnað á ný en það hefur verið lokað vegna breytinga á staðnum og var það m.a. gert vegna 30 ára afmælis Hótels Sögu en hótelið tók fyrst til starfa árið 1962. Helstu breytingamar felast í nýj- Au^ Þess hefur barinn verið end um innréttingum í salnum en þar hefur miðju gólfsins verið lyft um 17 sentimetra svo að allir matar- gestir geti notið útsýnisins, að sögn Jónasar Hvannbergs hótelstjóra. umýjaður og í eldhúsi hafa öll tæki jafnframt verið endumýjuð. Matseðill Grillsins hefur enn fremur verið endurskoðaður og fleiri réttum bætt við hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.