Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 23 Skólagjöld og óréttlæti eftir Pétur Henry Petersen í Morgunblaðinu 25. janúar síð- astliðinn viðrar Óttar Guðjónsson hagfræðinemi í HÍ skoðanir sínar á því hvernig koma skuli í veg fyrir óréttlæti í rukkun á skólagjöldum við HÍ. Hans skoðun er sú að fólk eigi að borga hlutfall af þeim kostn- aði, sem nám þeirra kostar, í skóla- gjöld. T.d. myndi þá nemandi í tann- lækningum borga fjórðung af 1.070 þúsundum á ári en nemi í lögfræði íjórðung af 108 þúsundum. Þetta er að hans mati besta leiðin til að koma í veg fyrir óréttlætið sem fælist í því að rukka sama gjald af öllum. Fyrr í greininni ræðir hann námslánakerfið og spyr hvort þetta kerfi sé það sem almenningurinn í landinu vill. Óttar segir m.a. að lán- in séu það há að sumir þjóðfélags- þegnar hafa meira í lán en þeir hafa í laun að loknu námi og telur hann því lánin væntanlega of há. Nú eru full Ián til einstaklinga í leiguhúsnæði eitthvð tæp 50 þúsund og mætti því spyija hagfræðinem- ann hve marga háskólamenntaða starfskrafta hann þekki með laun undir því marki? En þó svo að Óttar þekkti marga slíka, sem ólíklegt er, væri það ekki nein lausn á vanda lánasjóðsins heldur einfaldlega stjórnmálamönnum landsins til skammar. Launafólk hlýtur að eiga heimtingu á því að laun dugi til framfærslu en námslánin eru ein- mitt reiknuð út frá framfærslu. Málið er einfaldlega það að alltaf eru til einhver undantekingartilfelli sem dregin eru fram þegar rætt er um að lánin séu of há. Allur meiri- hluti námsmanna þarfnast lánanna, fær ekki of mikið af þeim og borgar þau aftur. Staðreyndin er sú að endurborgunarhlutfallið er eitthvað um 90% og gæti það varla verið hærra miðað við eðlileg „afföll“ lán- þega. Kostnaðurinn af námslánakerfinu er reyndar hár en að_mínu mati er augljóst að það er ekki vegna hárra námslána heldur vegna margra námsmanna. Menntun er og verður fjárfesting í framtíðinni og að sjálf- sögðu mætti spyija sem svo hvort allir nemendur í háskólum séu góð fjárfesting en þá væri miklu eðli- legra að hefta nemendafjölda í há- skólum frekar heidur en að lækka Pétur Henry Petersen „Réttlátasta leiðin, og að mínu mati sú eina, út úr vanda lánasjóðsins er að fækka nemendum í Há- skólanum og það á að gera á þann hátt að auka námskröfurnar og fylgja betur eftir að lánþegar -erlendis standi sig í námi.“ námslánin niður fyrir fátæktar- mörkin. Hinsvegar gæti svarið við spurn- ingunni verið að Ijárfestingin væri í alla staði góð, enda skilar háskóla- menntun, allavega ef stunduð af alvöru, sér eflaust eftir einhveijum leiðum til betra þjóðfélags. Svo mætti aftur spyija á þessum sparn- aðartímum atvinnuleysis hvort sé betra að borga fólki atvinnuleysis- bætur eða lána því fyrir námi? Námslánin eru og verða tæki til að tryggja jafnrétti til náms í þeim skilningi að fólk sem hefur alla burði til að vera góðir námsmenn þurfi ekki að hrökkiast úr námi vegna fjárskorts. Þetta leiðir umræðuna að skólagjöldunum. í draumaheimi hagfræðinemans Óttars er það væntanlega þannig að bráðgáfaði munaðarleysinginn sem kemur frá litlu gjaldþrota sjáv- arþorpi út á landi, og verður því að leigja í Reykjavík eða á Akureyri, fær ekki námslán sem hann getur lifað af og ef svo vel færi að arfur- inn eftir foreldra hans nægði fyrir lámarksútgjöldum í 3 til 5 ár yrði hann að velja sér námsbraut eftir efnahag. Tannlæknissonurinn eða heildsaladóttirin gætu hinsvegar valið sér nám að vild og þannig við- haldið auði ættarinnar. Ég get nú svosem skilið að einstaka hagfræði- nemi sé þessarar skoðunnar en ef það er það sem almenningurinn í landinu vill fer maður nú bara að koma sér til Svíþjóðar. Að öllu gamni slepptu er hið rök- rétta svar við vangaveltum Óttars um skólagjöld að sjálfsögðu að við HÍ eiga ekki að vera skólagjöld. Háskólinn er sameign þjóðarinnar og vinnur að bættu mann- og efna- hagslífi á ýmsan hátt og því enginn ástæða til að hegna mönnum fyrir að vilja mennta sig. Vandi lánasjóðsins er vandi úr fortíðinni eins og svo margt annað hérlendis. Islenskir stjórnmálamenn virðast stundum bara sjá fjögur ár eða tæplega það fram í tímann og það skemmtilega við það er að þeir virðast komast upp með það. Fyrir einhveijum árum voru t.d. tollar felldir niður af bílum og sko hvað gerðist? Jú, allt fylltist af bílum og enginn skildi neitt. A líkan hátt voru ki'öfur inn í framhaldsskóla að engu gerðar þannig að þangað komust og kom: ast hveijir þeir sem þangað vilja. I framhaldi af því vill fólk svo náttúr- lega í háskóla enda stúdentsprófið álíka mikils virði og gamli hundrað- kallinn rifinn. Réttlátasta leiðin, og að mínu mati sú eina, út úr vanda lánasjóðsins er að fækka nemendum í Háskólanum og það á að gera á þann hátt að auka námskröfurnar og fylgja betur eftir að lánþegar erlendis standi sig í námi. Háskólinn á Akureyri var og er að mínu mati mistök og enn eitt dæmið um það hvernig Ieysa á vanda á einum stað með því að búa til vanda á öðrum. Lítil þjóð eins og íslendingar hefur einfaldlega ekki efni á að reka fleiri en einn alvöru háskóla. Að lokum vil ég árétta það að jafnrétti til náms eru mannréttindi og að góður háskóli og menntuð þjóð eru og verða grundvallarskii- yrði fyrir siðmenntuðu velferðar- þjóðfélagi og að því er ég veit best er það það sem fólkið í landinu vill. Höfundur er háskólanemi. - NICAM HIFI/STEREO - SKARTTENGI - RCA INNGANGUR/ÚTGANGUR - DIGITAL AUTO TRACKING - FLJÓTÞRÆÐING (MYND KEMUR Á SKJÁ INNAN 1 SEK.) - EINS ÁRS UPPTÖKUMINNI Á 6 RÁSIR - HLEÐSLURAFHLAÐA FYRIR TÍMA 0G MINNI EF RAFMAGNISLÆR ÚT - LEITAR AÐ EYÐU Á SPÓLU - HÆGT AÐ MARKA INN UPPTÖKUR (INDEX SEARCH OG GO-TO) - O.FL. O.FL. <ö> Heimilistæki hf KRINGLUNNI - SÆTÚNI 8 HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt t einniferó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.