Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
43
Jóhanna A. Eyjólfs-
dóttir - Kveðjuorð
vegna lipurs talanda, en hann þótti
mælskur.
Halldóra fæddist að Laugavegi
23, en lengst af bjó hún með foreldr-
um sínum að Ingólfsstræti 8. Magn-
ús faðir hennar var vel efnum búinn
og lét sér mjög annt um einkadótt-
ur sína, enda mat hún hann mjög
mikils. Hún dvaldist löngum í Stífl-
isdal og þar kenndi hann henni á
unga aldri að sitja hest, hjóla og
synda, náði hún svo góðum tökum
á þeirri íþrótt að hún kenndi sund.
Þá hafði hún tónlistarhæfileika,
einkum góða söngrödd. Söng hún
mikið í kórum undir stjórn Sigfúsar
Einarssonar, meðal annars á Al-
þingishátíðinni 1930. Hún sótti hús-
mæðraskóla í Kolding á Suður-Jót-
landi og dvaldist oft í Kaupmanna-
höfn og var þar meðal annars við
nám í píanóleik, en faðir hennar
bjó þar um nokkurt skeið. - Af
þessu má sjá að Halldóra fékk í
æsku og uppvexti óvenjufjölþætta
menntun miðað við það sem þá
gerðist.
Þann 11. október 1930 giftist
hún Þórði Eyjólfssyni frá Kirkju-
bóli í Hvítársíðu, síðar prófessor í
lögfræði, en lengst af hæstaréttar-
dómara, einum merkasta laga-
manni þessarar aldar. Eftir það var
húsmóðurstarfið aðalstarf hennar
eins og flestra kvenna af hennar
kynslóð. Heimili þeirra stóð lengst
af við Sellandsstíg 3 sem síðar varð
Sólvallagata 53.
Þau eignuðust þijú börn:
Magnús, f. 6. september 1932,
sem er forstöðumaður Upplýsinga-
og blaðadeildar Atlantshafsbanda-
lagsins á Islandi. Hann á þrjú börn
og tvö barnabörn.
Ragnheiði, f. 22. febrúar 1934,
sem er gift Magnúsi Hjálmarssyni,
rekstrarstjóra tæknideildar Ríkisút-
varpsins. Hún hefur eignazt fjögur
börn, og eru tvö á lífi, og fímm
barnabörn.
Guðrúnu, f. 6. janúar 1936, gifta
Einari Þorlákssyni listmálara. Hún
á fjögur börn og fjögur barnabörn.
Þórður lézt 27. júlí 1975 og síðustu
árin bjó Halldóra á Elliheimilinu
Grund.
Eins og greint er í upphafi var
Halldóra af rótgrónum Reykjavík-
urættum. Í föðurætt stóðu að henni
útvegsbændur og miklir sjósóknar-
ar sem jafnframt voru ötulir jarð-
yrkjumenn. Ræktuðu þeir víðlend
tún á þeim slóðum þar sem nú er
hús iðnaðarmanna, Hallveigarstíg-
ur og Aðventkirkjan, en túnin fóru
undir byggð snemma á þessari öld.
Þessi hluti bæjarins, Ingólfsstræti,
Þingholtsstræti og neðri hluti
Laugavegar, var Halldóru mjög
kær. Hafði hún allt til æviloka mik-
ið yndi af að fara þar um og gladdi
hana ekki sízt að mörg gömlu hús-
in standa þar enn.
Hún var því Reykvíkingur í húð
og hár og var vel kunnug fjölda
Reykvíkinga sem fæddir voru um
miðja síðustu öld. Þótt bærinn
stækkaði, fárið væri að kalla hann
borg og annað breyttist eftir því,
hélt hún fast við gamla góða
Reykjavíkursiði sem voru henni inn-
grónir og miðlaði þeim þannig til
nýrra kynslóða.
Ég hef þekkt Halldóru og Þórð
frá því ég man fyrst eftir mér, en
þau voru heimilisvinir foreldra
minna. Alloft kom ég til þeirra og
mátti um skeið kallast þar heima-
gangur þegar við Magnús sonur
hennar þýddum rit Milovan Djilas:
Hin nýja stétt. Og síðar var ég sam-
starfsmaður Þórðar sem ritari
Hæstaréttar og við það styrktust
kynni á ný. Mér fannst alltaf mikið
til hennar koma. Hún var hávaxin
og fríð sýnum, virðuleg í fasi og
kurteis að hætti eldri kynslóðar -
þó algerlega án þess að mér fynd-
ist þvingandi. Ég varð þess var af
tali hennar að hún var orðvör og
lagði gott til ef hallmæli heyrð-
ust.
Nú er langri og farsælli ævi lok-
ið og ekkert er í sjálfu sér eðlilegra
en að kona yfir nírætt kveðji þenn-
an heim. En þó er sem þráður slitni
til veraldar sem var og því fylgir
óneitanlega söknuður. Ég sam-
gleðst vandamönnum með að hafa
notið samvista við hana jafnlengi
og raun ber vitni, en flyt þeim jafn-
framt samúðarkveðjur á skilnaðar-
stund. Sigurður Líndal.
Fædd 2. desember 1906
Dáin 22. febrúar 1992
Morguninn sem mamma hringdi
og sagði okkur fréttirnar, að amma
væri dáin, var einn af þeim dögum
sem okkur finnst við vera allt of
langt frá öllum okkar nánustu. Fjar-
lægðin og tveir ungir synir, sem
stanslaust þurfa athygli, veldur því
að erfitt er að skilja það að við eig-
um ekki eftir að hitta ömmu og
langömmu Jóu þegar við komum
til Islands næst.
Það hafa margar glaðar minning-
ar flogið í gegnum kollinn á mér
undanfarna daga. Allt frá því að
amma leyfði mér, sem smákrakka,
og fyrsta barnabarni að „hjálpa"
til við að bóna gólf og umturna
öllum húsgögnum í lestrarleik, og
þangað til í fyrra þegar við heim-
sóttum ömmu í síðasta sinn, með
langömmubarn nr. 2 nýfætt.
A milli eru ótal aðrar góðar minn-
ingar. Frá heimsóknum ömmu og
afa til okkar í Danmörku þegar við
vorum litlar stelpur. Seinna allar
heimsóknirnar á Njálsgötuna. Mikið
var notalegt að koma í heimsókn á
milli aukatíma í skólanum og á öll-
um öðrum tímum. Jólaundirbúning-
urinn í blómabúðinni, annasamt en
sérstök stemmning. Og ekki minnst
frá öllum jólunum sem við höfum
haldið hátíðleg með ömmu. Að-
fangadagskvöld hjá ömmu Jóu,
voru jól með öllu tiiheyrandi. Fjöl-
skyldan samansöfnuð, góður matur,
sófinn yfirfullur af gjöfum og alveg
sérstök stemning. Það var sannar-
lega ekki fyrr en í fulla hnefana
sem amma gafst upp á að halda jól
fyrir okkur.
Ég er viss um að fæstir séu svo
lánsamir að eiga jafn glæsilega
ömmu. Og enn færri ömmu sem
hægt var að tala við um allt milli
himins og jarðar, á jafn notalegan
og skemmtilegan hátt. Ömmu sem
hægt var að grínast við og hlæja
jafn innilega með. Ekki minnst þeg-
ar amma var að segja frá og herma
eftir hinum og þessum. Það eru ófá
skiptin sem við höfum setið saman
með tárin í augunum af hlátri. Þeir
fara á mis við mikið, langömmu-
strákarnir, að kynnast ömmu ekki
í fullu fjöri. Við vonum að amma
sé búin að fínna afa Gústa fyrir
handan og alla þá sem á undan
henni eru farnir. Það átti engan
veginn við ömmu að vera ekki í
„tipp-topp“-formi og vera eins og
manneskja eins og hún orðaði það.
Við minnumst ömmu með sökn-
uði.
Anna Hulda, Halldór,
Matthías og Stefán Jón.
í dag, þriðjudaginn 3. mars,
kveðjum við í hinsta sinn elskulega
ömmu okkar, ömmu Jóu, er hún
verður jarðsett við hlið afa Gústa
en þau munu nú sameinast á ný
eftir tæpra 19 ára aðskilnað.
Okkur langar til að minnast okk-
ar elskulegu ömmu í örfáum orðum.
Frá því við munum hefur hún
verið foringinn og fyrirmynd í okk-
ar kvennaskara, tveggja dætra og
fimm dætradætra.
Það átti ekki við ömmu að vera
aðgerðalaus og vildi hún helst alltaf
vera að allan daginn, annaðhvort
heima við eða á þönum út um allan
bæ og virðist þetta einnig vera ríkj-
andi í afkomendunum.
Hún hefur mátt muna tímana
tvenna enda af þeirri kynslóð sem
hefur upplifað meiri þjóðfélags-
breytingar en flest okkar eiga eftir
að upplifa og var gaman að hlusta
á hana þegar hún var að rifja upp
gamla tíma svo fjarri okkur barna-
börnunum sem lifum í nútíma þjóð-
félagi og þekkjum ekki annað.
Eitt það sem einkenndi ömmu
sérstaklega var að hún var svo
mikil dama. Aldrei munum við eftir
henni öðruvísi en vel til hafðri, og
aldrei mátti vanta farðann, púðrið
né varalitinn þrátt fyrir að aldurinn
væri farinn að segja til sín. Það var
sama hvar hún var eða hvert hún
fór, ailtaf urðu snyrtivörurnar að
vera á sínum stað. Við stelpurnar
og hún áttum það til að grínast
með það við hana hvað hún var
pjöttuð, enda viðurkenndi hún það
fúslega. Við vorum líka ásáttar um
að það væri betra að vera pjattaður
en að hugsa ekkert um útlitið.
Það eru margar góðar stundir
sem riíjast upp þegar við setjumst
niður og horfum aftur. Eins og
þegar við sváfum hjá ömmu í nota-
lega rúminu hennar sem okkur
fannst svo stórt. Þá fengum við að
kaupa smá nammi og jafnvel að
vaka aðeins lengur en vanalega.
Eins er það minnisstætt þegar við
vorum fyrir jólin að gera jólaskreyt-
ingar í kjallaranum hjá ömmu og
afa og ekkert var til þess sparað
að gera okkur ánægðar.
Þótt amma sé nú farin þá lifir
hún áfram með okkur. Við viljum
þakka henni samfylgdina og allar
þær stundir sem við áttum með
henni um leið og við kveðjum hana.
Við erum þess vissar að hún er nú
komin á góðan stað og líður vel hjá
afa.
Þér lof vil ég ljóða,
þú lausnarinn þjóða,
er gafst allt hið góða
af gæzku og náð.
Þá miskunn og mildi
ég miklaði' ei, sem skyldi,
þótt vegsama’ æ ég vildi
þá vizku og dáð.
(Bjami Eyjólfsson.)
Við biðjum algóðan Guð að fylgja
ömmu og vera mæðrum okkar
styrkur á þessari stundu svo og
okkur hinum.
Gústi, Þóra, Sísí og Hanna
Gústa.
Jóhanna Andrea Eyjólfsdóttir
fæddist 2. desember 1906 í Borg-
um, Nesjahreppi í A-Skaftafells-
sýslu en fluttist til Reykjavíkur eins
árs gömul með foreldrum sínum,
þeim Eyjólfi Bjarnasyni og Þórdísi
Sigurðardóttur. Hún var þriðja í
röðinni af sex systkinum. Elstur var
Vilhjálmur sem kvæntist Jóhönnu
Lúðvíksdóttur, þau eru bæði látin,
Þorgrímur Stefán, framkvæmda-
stjóri í Keflavík kvæntur Eiríku
Árnadóttur og lifir hún mann sinn,
Rannveig sem giftist Sigurði Jónas-
syni pípulagningameistara hann er
látinn, Ásgerður, sem giftist Elíasi
Þorsteinssyni framkvæmdastjóra í
Keflavík, hann er látinn og Bjarni
framkvæmdastjóri Kristniboðssam-
bandsins og formaður KFUM, sem
einnig er látinn.
Jóhanna giftist hinn 26. desem-
ber 1931, Ágúst Jónssyni, sem
fæddur var 31. ágúst 1901, en þau
höfðu kynnst er bæði unnu saman
í Björnsbakaríi. Áttu þau saman
tvær dætur, Ragnheiði sem gift var
Jóni L. Sigurðssyni lækni og eiga
þau saman þijár dætur, Jóhönnu
Huldu gift Halldóri Páli Ragnars-
syni, Ágústu Rögnu og Sigrúnu
Eddu gifta Agli Þór Sigurðssyni,
og Kristínu Þorsteinsdóttur sem er
gift undirrituðum og eigum við
saman tvær dætur Jórunni Þóru
gifta Einari Magnúsi Ólafssyni og
Jóhönnu Ágústu.
Ágúst og Jóhanna bjuggu allan
sinn búskap á Njálsgötu 65, í
Reykjavík, þar sem Ágúst rak fyrst
bakarí og verslun í samvinnu við
Alfreð Nielsen en síðan ráku þau
hjónin þar Blómabúðina Hvamm og
voru mjög samhent í þeim rekstri.
Jóhanna hélt rekstrinum áfram í
nokkur ár eftir að Ágúst lést eða
þar til Stefán Hermanns í Stefáns-
blómum tók við rekstrinum árið
1976 og reyndist hann Jóhönnu ein-
staklega traustur og góður vinur.
Ég kynntist fjölskyldunni fyrst þeg-
ar ég fór að líta hýru auga til yngri
dóttur þeirra hjóna og var mér strax
mjög vel tekið af þeim og reyndust
þau mér alla tíð bestu tengdafor-
eldrar.
Þau áttu mjög fallegt og myndar-
legt heimili á Njálsgötunni og var
þar gott að koma. Jóhanna var
gestrisin kona, tók vel á móti fólki
og naut þess að hafa fallega hluti
í kringum sig.
Hún tók talsverðan þátt í félags-
starfsemi, starfði m.a. með Thor-
valdsenfélaginu.
Ágúst féll frá árið 1973 og bjó
Jóhanna síðustu 18 árin á sínu fal-
lega heimili. Síðustu þrjú árin voru
henni erfið. Hún var ónóg sjálfri
sér og fann oft að hún gat ekki
gert allt það sem hún gjarnan vildi.
Að eðlisfari var hún mjög dugleg
kona, einstaklega snyrtileg með allt
sem í kringum hana var og sjálfa
sig. Þetta fór því illa í hana en stolt
hennar var mikið og helst vildi hún
ekki þiggja þá hjálp sem henni stóð
til boða.
Hluta þess tíma var Jóhanna í
Dagvistun á Dalbraut en síðasta
hálfa árið dvaldi hún á Elliheimilinu
Minning:
Fæddur 8. janúar 1895
Dáinn 20. febrúar 1992
Vegna andláts afa míns langar
mig að minnast hans með nokkrum
línum. Ég er fæddur í Litla-Saurbæ
eins og fleiri af mínum frændsystk-
inum, og alinn upp stóran hluta af
minni æsku hjá afa og ömmu minni,
Margréti Kristjánsdóttur, sem lést
1964 og afí syrgði mjög alla tíð.
Þau bjuggu lengst af í Litla-Saurbæ
í Ölfusi, í 32 ár, miklu myndarbúi,
og stóru á þeirra tíma mælikvarða.
Þeim varð níu barna auðið sem öll
eru á lífi og þrjátíu barnabarna, auk
ijórða og fímmta ættliðs, eða 83
afkomenda alls, sem nú eru á lífi.
Það var oft mannmargt á heimili
afa og ömmu enda húsakostur góð-
ur og mikil gestrisni og allir vel-
komnir. Afí var dugnaðarforkur
mikill, ósérhlífínn og kappsfullur,
og gustaði þá stundum af honum,
svo mér þótti nóg um, og ekki vor-
um við alltaf sammála.
Eitt sinn er ég heimsótti hann á
Grund, fyrir nokkrum árum og við
töluðum um liðna tíð eins og svo
oft, þá strauk gamli maðurinn mér
um vangann og sagði „við áttum
ekki alltaf skap saman Magnús
minn“. Afí var trúaður maður og
heiðarlegur, og vildi vera sáttur við
guð og menn, eins og hann sagði
stundum.
Ég heimsótti afa nokkuð reglu-
lega, bæði að Ási í Hveragerði og
Grund í Reykjavík, þar sem hann
dvaldist síðari ár.
Hann hafði gott minni, og oft
hlustuðu börn mín með athygli á
sögur af sjómennsku hans á togur-
um og þegar þau amma voru að
byija búskap í moldarkofum í
Brunnárvallakoti, eins og hann
sagði sjálfur, ogþeirri hörðu lífsbar-
áttu á þeim tímum. Ég minnist með
hlýhug og þakklæti þeirra stunda,
Grund og virtist hún una því vel.
Fjölskylda Jóhönnu er þakklát
starfsfólki Dagvistunar á Dalbraut
og Elliheimili Grundar fyrir góða
umönnun sem hún naut á meðan
hún dvaldi þar.
Ég þakka Jóhönnu og Ágúst fyr-
ir þau ár sem við máttum eiga sam-
an og bið þeim báðum blessunar
Guðs.
Sigurður Örn Einarsson.
Kveðja frá Thorvaldsens-
félaginu
Jóhanna Eyjólfsdóttir gekk til
liðs við Thorvaldsensfélagið 29.
október árið 1962. Ljúfar eru minn-
ingarnar í hugum félagskvenna eft-
ir þijátíu ára samveru í félagsstörf-
um með Jóhönnu.
Jóhanna Eyjólfsdóttir var glæsi-
leg kona sem eftir var tekið hvar
sem hún fór sökum fríðleika og
tígulegrar framgöngu. Hún var allt-
af fallega klædd og fáguð í fram-
komu.
Starfsvettvangur Jóhönnu var
lengst af á Njálsgötu 65, þar rak
hún áratugum saman ásamt manni
sínum, Ágúst Jónssyni, blómabúð-
ina Hvamm og í sama húsi var einn-
ig heimili þeirra og dætranna Krist-
ínar og Ragnheiðar. Vinnudagur
Jóhönnu hefur því æði oft verið
langur þar sem mikil vinna var við
verslunina og heimilisrekstur alla
tíð mikill og glæsilegur.
Störf Jóhönnu fyrir Thorvalds-
ensfélagið voru unnin af sömu
smekkvísi og virðuleika er ein-
kenndi öll hennar störf. Jóhanna
var greiðvikin og hjálpsöm og naut
sín þar af leiðandi vel í störfum
fyrir líknarféiag. Félagskonur í
Thorvaldsensfélaginu þakka Jó-
hönnu fyrir vel unnin störf fyrir
félagið og samfylgdina í gegnum
árin og senda dætrum hennar og
fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.
Ingibjörg Magnúsdóttir.
sem að baki eru með afa mínum,
og veit að nú er hann kominn í
faðm þeirrar sem hann hefur svo
lengi saknað, og við afkomendur
eigum svo margar góðar minningar
um. Mér fínnst þessar ljóðlínur eiga
vel við sem hinsta kveðja til afa
míns, hvíli hann í guðs friði.
Og nú fór sól að nálgast æginn
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvem daginn
með eilífð glaða kringum þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta bamið sitt,
hún býr þar hlýtt um bijóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Magnús Jón.
Jón Helgason frá
Litla-Saurbæ