Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 52

Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Æg nytLL eJndregið meS þehv tina. rétti sem m'S tígum eftír." Ast er... Með morgunkaffinu *-6 . . þurfandi fyrir vökvun. TM Reg. U.S Pal Oll. — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicale 'zci — cMi2-S- Blessaður, flýttur þér. Ég er að drepast í hausnum ... Verið svakalega sætar við gestina. Rauðvínssósan er ekki nógu góð. HOGNI HREKKVISI .kasanóva ?... née er. £~NGlNN KASANÓX/A. “ BREF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fyrir börnin okkar? Fri Einari Ólafssyni: RÁÐAMENN þjóðarinnar og tals- menn þeirra hafa það stundum á orði, að sá niðurskurður ríkisút- gjalda, sem þeir standa í, sé til að bjarga komandi kynslóðum undan skuldum. Jón Steinar Gunnlaugsson orðaði það svo í Morgunblaðinu 12. febrúar sl. að við höfum, „nútíma- mennirnir, sem viljum hafa það svo gott, ákveðið að skuldbinda þá sem á eftir okkur koma, börnin okkar, til að borga velferðarkerfið okkar“. Og í framhaldi af því réðst hann hart að nýstofnuðum samtökum sem hafa hlotið nafnið Almannaheill. Ritstjórum Morgunblaðsins féll þessi grein bersýnilega vel, því þeir vitnuðu til hennar með velþóknun í leiðara tveim dögum síðar. En það vildi svo til, að þegar umrædd grein birtist var á síðunni á móti grein eftir Kristínu Ólafsdóttur borgarfull- trúa, þar sem ljallað er um óhóflega skuldasöfnun Reykjavíkurborgar á undanfömum árum, og munar þar ekki minnst um lán sem tekin voru á síðastliðnu ári til að fjármagna ráðhúsið og Perluna. Þetta er náttúrlega hlálegt vegna þess að sá maður, sem var borgar- stjóri meðan skuldir borgarinnar tvö- földuðust, meðal annars vegna byggingar skrauthýsa, er sami mað- ur og nú situr á stól forsætisráð- herra. Frá því að hann tók við for- sæti í ríkisstjóm á miðju ári 1991 hefur hann borið hag komandi kyn- slóða svo fyrir brjósti að venjulegir breyskir menn horfa agndofa á. Aftur á móti lét hann sér hag kom- andi kynslóða í léttu rúmi liggja meðan hann sat í embætti borgar- stjóra fram á mitt ár 1991. Er nú að undra að einhver verði tortrygg- inn gagnvart svo snöggum sinna- skiptum? Fæstir munu mótmæla því, að það er illur kostur að safna háum skuld- um á herðar komandi kynslóðum. Og margir munu sammála því að við þurfum að fara að grípa í taum- ana. En þegar gripið er í taumana er kannski betra að gera það ekki svo harkalega að maður hendist af baki. Þarf í rauninni að grípa svo hart í taumana sem ríkisstjórnin ætlar sér? Er vandinn í raun svo bráður, að ekki er annars völ en að ijúka í að endurskipuleggja og hag- ræða svo flóknu og viðamiklu kerfi sem heilbrigðiskerfið er í slíku hasti að hugsanlega verði betur heima setið en af stað farið. En við sjáum líka kringum okkur að þessi þjóð er ekki á vonarvöl. Hér er víða búið í húsum sem eru langt umfram þörf venjulegra vest- rænna nútímamanna. Og göturnar eru fullar af bílum og ekki bara ein- hveijum druslum. Við erum ekki bara að skuldbinda börnin okkar til að borga velferðarkerfið, heldur líka óhóflegt húsnæði, bíla og allskonar græjur og verslunar- og skrifstofu- húsnæði sem er langt um fram brýn- ustu þarfir. Og samtímis búa aftur margir við basl sem kemur á ýmsan hátt niður á börnunum og mun gera það enn frekar með niðurskurði í skólamálum. En það eru ýmsir meinbugir fundnir þegar minnst er á skatt á íjármagnstekjur og það er eftirtekt- arvert að það er lengi búið að rótast um í heilbrigðismálunum þegar ioks er farið að reikna út hveiju hátekju- skattur gæti skilað. Það er hæpið að segja að við ætlum að láta börnin okkar borga velferðarkerfið okkar. Vegna þess að uppbygging velferðarkerfisins mun koma þeim til góða. Þess vegna verður venjulegt alþýðufólk tor- tryggið þegar á að bjarga ríkisfjár- málunum með því að þrengja að velferðarkerfinu og jafnvel rífa það niður að hluta meðan alls kyns óhóf er látið óátalið hjá þeim sem betur mega. Er það í raun svo að þessi ríkisstjórn beri hag barna okkar fyr- ir bijósti? Eru það ekki bara hinir betur settu sem hún ber fyrir bijósti, þessir sem hafa ráð á að borða í hringekjunni í Perlunni? Er hagur barna okkar kannski bara hafður að yfirskini? EINAR ÓLAFSSON rithöfundur Trönuhjalla 13 Kópavogi Ljósm. Guðm. Svansson VETRARKVÖLD Vetrarkvöld í Lystigarðinum á Akureyri. Víkveiji skrifar Sýning íslenzku óperunnar á Ótelló eftir Verdi er ein af glæsilegustu sýningum, sem óperan hefur sett á svið. Garðar Cortes ber þessa sýningu uppi með frábærri frammistöðu. Nú eru liðin rúmlega 100 ár frá fyrstu sýningu óperunn- ar í Scala í Mílanó en þar var hún sýnd árið 1887. Margir telja Ótelló eitt af meist- araverkum Verdis. Áður hafði hann samið óperuna Macbeth, sem einnig var byggð á samnefndu verki eftir Shakespeare. Vafalaust muna ein- hveijir eftir kvikmyndinni, sem hér var sýnd fyrir nokkrum árum um Ótelló Verdis. Ef Víkveiji man rétt var Placido Domingo þar í titilhlut- verkinu en Katia Ricciarelli, sem hér hélt ógleymanlega tónieika fyr- ir nokkrum árum, söng hlutverk Desdemonu, sem Ólöf Kolbrún syngúr hér. Víkveija er kunnugt um a.m.k. eina útgáfu á Ótelló á geisiadiski en vafalaust eru þær útgáfur orðn- ar fleiri. En í þessari útgáfu syngur Domingo aðalhlutverkið og Renata Scotto, sem einnig hefur komið hingað til tónleikahalds, hlutverk Desdemonu. Þriðja stórsöngkonan, sem hingað hefur komið og hefur jafnframt sungið hlutverk Desdem- onu er Margaret Price en mikið orð fer af söng hennar í því hlutverki í Vínarborg á sínum tíma. Það er rík ástæða til að hvetja fólk til þess að sjá sýningu íslenzku óperunnar á Otelló. Þetta litla óperuhús er að ná ákveðnum þroska og sýningar þess gera meira en að standa undir nafni. Hins vegar er framtíð þess undir því komin, að þjóðin sýni þessari nýju menningar- stofnun áhuga og ræktarsemi. Raunar hefur starfsemi íslenzku óperunnar vakið svo mikla athygli erlendis, að óperan í Gauta- borg sá ástæðu til þess að sækja nýjan óperustjóra hingað til lands. Að loknum sýningum á Ótelló tekur Garðar Cortes við hinu nýja starfi sínu við óperuna þar og á athygli Islendinga áreiðanlega eftir að bein- ast mjög að því, sem gerist í óper- unni í Gautaborg næstu árin. í þess- ari ákvörðun óperunnar í Gautaborg felst auðvitað mikii viðurkenning á starfi Garðars við uppbyggingu óperunnar hér. Ahugi á óperuflutningi fer vax- andi. Sjónvarpsstöðvarnar báðar eiga þátt í því að auka áhuga fólks á óperum og kynna þær. Og fróðlegt verður að sjá, hvernig til tekst hjá Óperusmiðjunni, sem ætl- ar að sýna La Boheme eftir Puccini í Borgarleikhúsinu í vetur. Allt er þetta til marks um blómlegt menn- ingarlíf, sem bvggir hins vegar mjög á því, að almenningur sýni þessari viðleitni þann áhuga, sem er við hæfí. Agengni sölumanna í síma er óþoiandi. Fólk hefur hvorki frið fyrir hringingum á kvöldin eða um helgar. Ef þessi sölustarfsemi í gegnum síma heldur áfram, á al- menningur ekki annan kost en að hætta að skrá símanúmer sín í sím- askrá. Fólk á rétt á því að fá frið á heimilum sínum. ItmniHtMHI!' rf 41fff»f f ff fft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.