Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 55

Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 55 V estmannaeyjar: Hrönn Róbertsdótt- ir fegurðardrotting HRÖNN Róbertsdóttir var kjörin ósmyndafyrirsæta og fegurð- ardrottning Vestmanneyja síðastliðið laugardagskvöld. Hrönn er fædd 23. mars 1973 og stundar nám í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Stúlkumar 11, sem tóku þátt í keppninni, kusu Kristjönu Ingólfsdóttur vinsæl ustu stúlkuna í hópnum. Keppnin fór fram í Samkomu húsi Vestmannaeyja. Hrönn Róbertsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir Heimadæmi Bylgjunnar: Óánæeja með spurmngu um fullveldi DREGIÐ var í svokölluðu hcima- dæmi Bylgjunnar á sunnudags- kvöld. Nokkrir þátttakenda voru ósáttir við úrsiitin, þar sem þeir töldu að ein spurninganna hefði verið afar viliandi. Þar var fólk beðið að gefa upp, hve mörg ár væru liðin frá því að ísland vaiÆ sjálfstætt og fullvalda ríki. Gef™ var rétt fyrir töluna 47, miðað við lýðveldi árið 1944, en þátttakend- ur, sem höfðu samband við Morg- unblaðið, töldu réttara að miða við fullveldið árið 1918. Hallgrímur Thorsteinsson, dag- skrárstjóri Bylgjunnar, sagði að starfsmenn útvarpsstöðvarinnar hefðu orðið varir við það, eftir að þessari spumingu hafði verið útvarp- að, að fólk hefði ýmist talið rétt svar miðast við fullveldi 1918 eða lýðveldi 1944. „Við litum hins vegar svo á, að ártalið, sem uppfyllir bæði skilyrð- in [um sjálfstæði og fullveldi] sé 1944. Það hefði verið hægt að gefa rétt fyrir bæði svörin, en við ákváðuflP* að miða við 1944.“ Eiríkur Tómasson, lögfræðingur og kennari í stjómskipunarrétti við Háskóla íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi spum- ingu Bylgjunnar illa orðaða, en rétt svar teldi hann vera 1918. „Frá 1. desember 1918 naut Island fulls sjálfstæðis sem ríki, þó Danir hafi áfram farið með ýmsa málaflokka í okkar umboði og þjóðhöfðingi ríkj- anna hafi verið hinn sami.“ Kiwanisklúbburinn Eldborg: Hvað er kennara- fræðikapítal? Dr. Ingólfur Á. Jóhannsson sagnfræðingnr og uppeldisfræð- ingur heldur fyrirlestur í Kenn- araháskóla íslands v/Stakkahlíð (stofu B-302) þriðjudaginn 3. mars kl. 17. Fyrirlesturinn byggir Ingólfur á doktorsritgerð í uppeldisfræðum sem hann varði við University of Wiscons- in, Madison, í apríl 1991 og fjallar um menntaumbætur á íslandi frá stofnun Skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins fram til 1991. Niðurstaða Ingólfs er sú að skapast hafí „kennarafræðikapítal" og það lúti lögmálum sem að veru- legu leyti eru óháð því sem gerist í skólum og annars staðar í þjóðfélag- inu. Þessi fyrirlestur er þáttur í fyrir- lestraröð sem flutt verður nú á vor- misserinu á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla íslands. (Fréttatilkynning) ( --- ♦ ♦ » ■ BL ÚSHLJÓMS VEITIN Vinir Dóra hefur verið valin úr hópi 9.000 umsækjenda, að því er segir í frétta- tilkynningu, til að koma fram á tón- listarkaupstefnunni „South by So- uth“ sem haldin er I Austin í Texas og verða Vinir Dóra þar í hópi 70 hljómsveita. Vinir Dóra munu koma fram eitt kvöld sem aðalnúmer á blúsklúbbnum Antone’s ásamt Chicago Beau og Pinetop Perkins, en um sama leyti kemur á markaðinn geisladiskur sem hljóðritaður var á tónleikum Pinetops Perkins og Chicago Beau og Vina Dóra á Púlsin- um 7.-10. nóvember sl. Vinir Dóra fara í tónleikaferðina 10. mars; leika í Texas dagana 12., 13. og 14. mars. — * * *------------ Leiðrétting í auglýsingu sem birtist í Morg- unblaðinu 1. mars, „Bjarkarmál í Gerðubergi", var rangt farið með nafn ungrar söngkonu er heitir Höm Hrafnsdóttir en ekki Hrönn. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Sjávarréttaborð í fjáröflimarskyni ÁRLEG fjáröflun Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði var haldin að venju í Danshúsinu í Glæsibæ sl. laugardag. Það var Halldór Júlíusson veitingamaður sem átti hugmyndina að sjávar- rétlaborði klúbbsins, sem boðið er upp á í hádegi einu sinni á ári á þessum árstíma. „Sjávarréttadagur Kiwanis- klúbbs Eldborgar er haldinn í fjár- öflunarskyni og hefur verið svo síðastliðin þrettán ár, en klúbbur- inn er 22 ára,“ sagði Halldór. „Upphafíð var að við fengum gef- ins físk og ég matreiddi hann og síðan var fyrirtækjum og einstakl- ingum gefinn kostur á að kaupa sig inn. Fyrst héldum við til í Skiphóli í Hafnarfirði en við sprengdum það húsnæði utan af okkur og erum nú komnir hingað í Danshúsið í Glæsibæ og höfum verið hér síðustu tíu árin.“ Eingöngu var boðið upp á sjáv- arrétti og voru 39 fisktegundir á boðstólunum að þessu sinni auk hvalkjöts, lunda og háhymings. „Við bjóðum upp á allar fískiteg- undir sem veiðast hér við land,“ sagði Halldór. „í ár settu óveður nokkuð strik í reikninginn en þó hafðist að ná inn nánast öllum þeim fískitegundum sem venjah er að hafa á boðstólunum." Markús Öm Antonsson borgar- stjóri var ræðumaður dagsins að þessu sinni og að venju fór fram málverkauppboð á verkum eftir þekkta listamenn. Halldór sagði að sumir þeirra hefðu gefíð verk síðastliðin tíu ár, þar á meðal Ei- ríkur Smith listmálari. Ragnar Bjamason söngvari sá um tónlist og söng undir borðum en hann er í hljómsveit hússins, sem leikur fyrir dansi í húsinu um helgar. Halldór hefur rekið Danshúsið í Glæsibæ í 20 ár. Sonur hans, Magnús Páll, hefur nú tekið við daglegum rekstri og gert ýmsar breytingar á undanförnum tveim- ur árum, þ.á.m. kynnt karioke- söng. Jafnframt hefur salur og eldhús staðarins verið endurnýjað. Auk Danshússins hafa þeir feðgar rekið Veislueldhúsið í 20 ár. Fyrirtækið matreiðir og selur matarbakka til fyrirtækja, stofn- ana og hópa og má segja að þar hafi verið unnið brautryðjanda- starf með slíkri þjónustu, að sögn Halldórs. Þriðja búgreinin er rekstur skíðaleigu, miðasölu og veitingarekstur í Bláfjallaskálan- um fyrir íþrótta- og tómstunda- ráð. „Þann rekstur höfum við ver- ið með síðastliðin tíu ár og seljum skyndibita, kaffí, kókó og kökur ásamt gosi og sælgæti," sagði Halldór Júlíusson. Andrés Magnússon, formaður sjávarréttadags Kiwaniskiúbbsins Eldborgar, og Valgarð Sverrisson, forseti klúbbsins, við sjávar- réttahlaðborðið. Morgunblaðið/Þorkell Feðgarnir í Danshúsinu í Glæsibæ, Halldór Júlíusson og Magnús Páll Halldórsson. VflNNÞÍN FJÖLSKYLOA? Heildarvinningsupphæðin var: 177.462.301 kr. Röðin : 221-X12-X21-1121 13 réttir: 33 raöir á 12 réttir: 806raöirá 11 réttir: 7.980 raðir á 10 réttir: 71.262raöirá Engin röö kom fram meö 13 réttum hérlendis þessa helgi. Átta raöir komu fram meö 12 réttum -176 raöir meö 11 réttum og 1.697 raöir meö 10 réttum. Vinningar undir 15.000 kr. eru greiddir út á sölustööum. 1.451.960-kr. 37.430 - kr. 3.200 - kr. 940 - kr. Smygl í Bakkafossi 60 kassar af bjór fundust um borð SMYGL fannst í Bakkafossi er skipið kom til hafnar í Vestmanna- ejjum aðfaranótt laugardagsins. Við leit tollvarða fundust 60 kass- ar af bjór í skipinu og hátt á ann- að hundrað kíló af nautakjöti, auk nokkurs af skinku, áfengi og tób- aki. Bakkafoss var að koma úr sigl- ingu frá höfnum á Norðurlöndum með viðkomu í Þórshöfn í Færeyj- um. Sex skipverjar hafa gengist við að eiga smyglið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.