Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 21 NORRÆNT GIGTARAR Sjúkraþjálfun gigtarsjúklinga eftir Sólveigu B. Hlöðversdóttur Sjúkraþjálfun er einn þáttur í meðferð gigtarsjúklinga. Markmið hennar er að bæta líðan og líkamlegt ástand og gera viðkomandi hæfari til að takast á við daglegt líf. Margs konar aðferðum er beitt og velur sjúkraþjálfari, að lokinni nákvæmri skoðun, þá meðferð sem hentar þörf- um hvers og eins. Áherslur í meðferð eru mismunandi eftir gigtarsjúkdóm- um en hún byggir ætíð á því sem fínnst við skoðun. Verkja- og bólgu- minnkandi meðferð Verkir og stirðleiki er algengasta kvörtun þeirra sem koma í sjúkra- þjálfun. Við skoðun finnst oft bólga í liðum, einnig bólga eða spenna í vöðvum, vöðvafestum, sinum og lið- böndum. Meðferð hefst gjarnan á því að minnka þessar bólgur sem geta hindrað fullan hreyfiferil og valdið verkjum sem m.a. koma í veg fyrir að vöðvar taki eðlilega á. Æfingameðferð og þjálfun Hreyfískerðing er algeng. Stirðn- un getur orðið í liðnum sjálfum eða stytting í vefjum í kring, s.s. liðpoka eða vöðvum. Liðkandi meðferð er því mikilvæg og slíkar æfíngar þurfa að verða daglegur þáttur í lífi flestra gigtarsjúklinga. Ein afleiðing gigtar er minnkaður vöðvakraftur, m.a. vegna rýrnunar af völdum sjúkdómsins og minni hreyfígetu. Þetta kemur niður á færni viðkomandi, hann þreytist fyrr, aukið álag kemur á liði því að vöðv- amir styðja ekki eins vel við þá, lið- ir verða óstöðugir og meiri hætta á skekkju í þeim. Styrkjandi æfingar eru því mikilvægar. Meðan bólga er í liðum þarf að fara varlega í æfíng- Sólveig B. Hlöðversdóttir „Sjúkraþjálfun er mik- ilvægur þáttur í að bæta líðan gigtar sj úklinga. Hún getur stytt sjúkra- húsvist, dregið úr vinn- utapi og gert fólk færara um að sjá um sig sjálft.“ ar vegna hættu á liðskemmdum en þegar hún minnkar er álag aukið. Þjálfun þarf að aðlaga að hverjum fyrir sig og taka tillit til bólgu og verkja. Minnkað þol og úthald eru algeng vandamál sem taka þarf á. Þegar viðkomandi hættir í sjúkra- þjálfun er lögð áhersla á að hann haldi áfram þjálfun við sitt hæfí til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur og reyna að ná enn lengra. Margir stunda æfíngar heima, aðrir leikfimi, sund eða annað sem hentar. Þjálfun í sundlaug er góð. Vatnið auðveldar hreyfingar ef um mikla verki eða kraft- litla vöðva er að ræða og gefur mótstöðu á hreyfíngar í styrktar- og þol- þjálfun. Hópþjálfun fyrir hryggiktar- sjúklinga undir stjórn sjúkra- þjálfara er hafin og stefnt er að slíkri þjálfun fyrir fleiri hópa. Hóp- þjálfun sem er sérsniðin fyrir gigtar- sjúklinga er æskilegur kostur því að almenn leikfími er mörgum of erfíð. Hún gefur aðhald og hvatningu til að stunda reglulega þjálfun, sem er mikilvægt til að viðhalda sem bestu líkamlegu ástandi. Fræðsla — ráðleggingar Fræðsla er mikilvægur þáttur í meðferð. Því meira sem viðkomandi veit um sjúkdóm sinn og áhrif hans því auðveldara er að læra að lifa með honum. Lifa eins eðlilegu lífí og hægt er þrátt fyrir gigtina en taka samt fullt tillit til hennar. Miklu skiptir að kenna liðvemd, rétta líkamsbeitingu og ráðleggja um hvíldarstöður. Slík fræðsla er mikil- væg fyrir alla en ekki síst gigtar- sjúklinga með slit eða bólgur í liðum. Leiðrétting rangrar stöðu getur átt stóran þátt í að minnka verki í bólgn- um eða slitnum liðum og dregið úr hættu á frekara sliti. Sjúkraþjálfun er mikilvægur þátt- ur í að bæta líðan gigtarsjúklinga. Hún getur stytt sjúkrahúsvist, dregið úr vinnutapi og gert fólk færara um að sjá um sig sjálft. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélagj Islands. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 Sízmsæft JACOBS tekex Efnast sumarsaumakonur me\t? Sumar konur efnast meira en aðrar án þess að vera samansaumaðar. Þessar konur kaupa sumarefni á efnilegu dögunum í IKEA. Sumar sauma úr efnunum sumargardínur, sumardúka, sumaráklæði á gamla sófann og sumar jafnvel stuttbuxur á eiginmanninn. Sumar kaupa stólsessur, sumar handklæði og sumar bara einhverjar allt aðrar sumarvörur. I Sumarvörurnar eru komnar, en spurningin er þessi: Er sumarið saumakona? FRUTISSIMO sumarefni ■ Tilboðsverð ULLA sturtuhengi RYMINGARSALA Á HANDKLÆÐUM Verðdæmi: 50 x lOOcm kr. 65 x 140cm kr. FRUTISSIMO stólsessur 100 x 150cm kr. VIKEN A handklæði efnileg verslun Tilboðsverð ISA sængurverasett HAGTORN púðar, 40x40,6 gerðir KRINGLUNNI 7 SÍMI 91-686650 NÝTT GREIÐSLUKORTATÍMABIL © Inter IKEA system B.v. 1«

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.