Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 45

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 45 FRAMI Dóttir Jane Mansfield freistar gæfunnar Ung leikkona að nafni Mariska Hargitay er að hasla sér völl fyrir vestan haf, einkum fyrir góða frammistöðu í lögguþáttaröð í sjónvarpi þar sem hún leikur á móti Jack nokkrum Scalia sem þekktastur er fyrir að hafa leikið einn af mörgum vonbiðlum Sue Ellen Ewing í Dallas-seríunni. Ungfrú Hargitay er sögð bæði hæfileikarík, greind og falleg, en færri vita, að hún er dóttir hinnar látnu kynbombu Jane Mansfield. Mariska er 28 ára gömul, en var aðeins þriggja ára er móðir hennar lést í bílslysi. Mariska var í bílnum auk systkyna sinna tveggja. Böm- in lifðu öll slysið af, en Mariska hlaut alvarlega höfuðáverka. Enn í dag man hún ekkert frá slysinu og minningar af móður sinni eru einnig af skornum skammti. „Þetta eru undarlegar skyndi- myndir í höfði mínu, ég veit ekki hvort að þær eru raunverulegar minningar eða bara hugmyndir sem ég hef gert mér sjálf,“ segir Mariska. Mariska hefur lengi þurft að bíða eftir tækifærinu sem nú blas- ir við, smáhlutverk í ómerkilegum kvikmyndum með nöfnum eins og „Ghoulies" og „Jocks“ hafa verið hennar ær og kýr og hápunkturinn var hlutverk hjónadjöfuls nokkurs í nokkrum þáttum „Falcon Crest“. Móðir hennar komst aldrei úr B- mynda deildinni þótt fræg væri. Frægðin snérist um kroppinn en ekki leikhæfileika. Þessu er öðru vísi farið hjá Marisku. Og hún segir að rnóðurmissirinn hafi mót- að sig. „Ég var reyndar aðeins 3 ára er slysið varð, en það var eins og missirinn rynni upp fyrir mér upp úr tvítugu. Það þyrmdi yfir mig og ég átti til að vakna á nótt- unni grátandi. Ég var þunglynd svo mánuðum skipti. Mínir nán- ustu voru mér ómetanlegir og með hjálp þeirra fór ég að byggja mig aftur upp með þeim árangri að nú virðast ýmis góð tækifæri blasa við. Ýmsar hurðir eru að opnast hægt og bitandi," segir Mariska Hargitay. Mariah Carey... TÓNLIST Röddin opnaði bílskúrinn in af fræknustu popp- drottningunum þessi misserin er Mariah Carey, 23 ára gamall söngfugl frá Banda- ríkjunum. Hún þykir hafa ævin- týralega rödd og er það einkum raddsvið hennar sem heillar gesti og gangandi. Hún getur hvort heldur hún vill þrumað yfir áheyrendur sína furðudjúp- ri röddu miðað við að hér er kona á ferðinni, eða náð svo háum nótum að gler brestur. Carey segir sjálf sögu af konu sem tók sig tali og var raunar að kvarta undan hátíðni röddu hennar.„Konan sagði mér að dóttir sín væri alæta á allt sem ég sendi frá mér og sérstaklega hefði hún dálæti á því lagi þar sem ég syng hvað hæst. Það lag spilaði hún oft- sinnis hvað eftir annað og það væri mjög bagalegt, því bíl- skúrshurðin á heimilinu, sem stjórnað er af hátíðni fjarstýr- ingu, væri sífellt að opnast og lokast er lagið er leikið," segir Mariah. í fangi móður sinnar Jane Mansfield. Þarna er Mar- iska aðeins ársgömul. Macintosh fyrir byqendur Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan 'ír Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar cSf Grensá^veíjj 16 • stofnuð 1. mars 1986 GARÐASTAL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 LATTU ÞER EKKILEIÐAST • 10 STYRKLEIKASTIG • HLJÓÐROFI. • SÝNIR BESTA ÁRANGUR Á SKJÁ. VERÐ AÐEINS KR. 2.990,- PÖNTUNARSÍMI: 651297 Þessi frábæri leikur (TETRIS) fæst nú í vasatölvu. GKVILHJÁLMSSON Smyriahraun 60, 220 Hafnarfjöröur FALLEGAR L Mariska á góðri stundu. BREMSU -D/ELUR -SLÖNGUR -SETT Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endurvinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt' ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. í N U R Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. 0] f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.