Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 50

Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 ©1991 Jim Unger/Distribuled by Universal Press Svndicate t.lóna, hi/ernij} sta/arþu ,.hniþakztsth ?' * Aster... <3 fj tj,'5, * g U í C7 Þegar ég var lltill voru lauf á þessu tré ... Burtséð frá honum, eru þá einhveijir aðrir? HOGNI HREKKVISI 9t«irpssiMðt>to BRÉF TÍL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Borgara- legar athafnir Frá Helga M. Sigurðssyni: Mér fínnst ekki úr vegi að í þess- um helsta trúarumræðudálki ís- lenskra dagblaða, sem Bréf tii blaðs- ins óneitanlega er, komi fréttir af okkur efasemdarmönnunum. Mánudaginn 20. apríl fór fram fjórða borgaralega fermingin hér- lendis. Fjöldi fermingarbarna var mjög svipaður og undanfarin ár, eða 15 talsins. Um 250 manns voru við- staddir athöfnina, sem fram fór í menningarmiðstöðinni Hafnarborg. Dagskrá var fjölbreytt: tónlist, söng- ur, upplestur og ávörp. Ræðumenn dagsins voru rithöfundamir Sigurður A. Magnússon og Sjón. Sigurður lagði í orðum sínum áherslu á dýr- mætasta frelsið væri hið innra frelsi. í því fælist viljinn til að vera sjálf- stæður, fylgja ekki fjöldanum í öllu, til að mynda neysluvenjum og lífs- skoðunum. Sjón notaði tækifærið í sínu erindi til að eiga stefnumót við unglinginn í sjálfum sér. Nokkuð Frá Gísla Júlíussyni: Það vita víst allir, að dagana. 1.-12. júní nk., verður haldin Umhverfís- málaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiró í Brasilíu (UNCED). Mig langar hins vegar, til þess að vekja athygli á því, að jafnframt þessari ráðstefnu verður haldin önn- ur ráðstefna í Ríó, þar sem reiknað er með að saman komi um 10.000 manns hvaðanæva úr heiminum á vegum umhverfísvemdarsamtaka, sem eru óháð opinberum aðilum, svokölluð NGO.-samtök. Þessi samtök hafa með þessu móti haft tækifæri til að hafa áhrif á það, sem skrifa á undir í Ríó og nefnist „Agenda 21“ eða Umhverf- isáætlun 21. aldarinnar. NGO samtökin hafa fengið til umráða svæði í Ríó, sem heitir Flam- engo Park og ráðstefnuhótel, sem heitir Hótel Gloria, sem verður mið- stöð þess, sem fram á að fara á veg- um þeirra dagana 1.-12. júní. Þessi samhliða ráðstefna heitir „The ’92 Global Forurn", sem kalla mætti „Heimsfundurinn ’92“, og samanstendur hún af samkomum, langt væri um liðið síðan hann hefði yrt á þann kumpána. Að mati okkar í Siðmennt eru borgaralegar fermingar nú að festast varanlega í sessi. Slíkt er mjög ánægjulegt því að viðeigandi sé að bjóða alla einstaklinga velkomna í fullorðinna manna tölu hveijar sem lífsskoðanir þeirra séu. En Siðmennt hefur ekki aðeins staðið fyrir fermingum. Hún hefur einnig stundað ráðgjöf varðandi borgaralegar útfarir. Nýkominn er út bæklingurinn „Borgaraleg útför, annar möguleikiu. Augljóst er að þörf hefur verið fyrir hann, því að viðbrögð við honum hafa verið bæði öflug og jákvæð. Dreifíng hans hefur af þeim sökum gengið mun hraðar en búist hafði verið við. Bæklinginn má fá ókeypis hjá stjórnarmönnum Siðmenntar, t.d. Helga (s. 641613) eða Hope (s. 73734). Fyrir þá sem vilja fá nánari upplýsingar verður hins vegar umræðu- og kynningar- fundur um borgarlega útför miðviku- daginn 13. maí kl. 20.30 á Hverfis- götu 21 (húsi Félags bókagerðar- manna). HELGI M. SIGURÐSSON, formaður Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, Fagrahjalla 4, Kópavogi. fundum, sýningum, fræðsluerindum og skemmtidagskrám, sem tengjast umhverfismálum og listum alls stað- ar úr heiminum. Samtök úr öllum heimshomum setja upp sýninga- og kynningarbása á svæðum, sem þau fá til umráða. Þetta er gert til að vekja athygli á umhverfisvemdar- samtökum um allan heim og baráttu- málum þeirra, og ekki síst til að vekja athygli á vandamálum þróun- arþjóðanna. „’92 Global Forum" hefur fengið sérstakt umboð framkvæmdastjóra Ráðstefnu Samieinuðu þjóðanna, Maurice Strong, til að almenn sam- tök geti haft áhrif á niðurstöður ráð- stefnunnar. Tré lífsins verður einkenni heims- fundarins og helgað sjálfbærri þróun, og verða hengdir á það seðlar, sem búist er við að milljónir manna sendi til Ríó hvaðanæva að með heitum um að hjálpast að við að bjarga jörð- inni. GÍSLI JÚLÍUSSON, verkfræðingur, Akraseli 17, Reykjavík. Förðun á Islandi FORÐUN er starfsgrein sem æ meira hefur kveðið að undanfarin 10 ár og hefur ungt fólk streymt út í heim til að læra fagið. Förðunarfræð- ingar sérhæfa sig í förðun fyr- ir kvikmyndir, auglýsingar, leikhús, tísku og ljósmyndir. Eins og sést á öllum þeim fjölda auglýsinga og kvik- mynda sem framleiddar hafa verið hafa kröfur um starfs- hæfni aukist í faginu. Fastar stöður eru innan við tuttugu hér á landi og baráttan því hörð á hinum fijálsa markaði. í dag eru íslenskir förðun- arfræðingar samkeppnishæfir út um allan heim. Lánasjóður íslenskra náms- manna veitir ekki lán til skemmri tíma en tveggja ára. (Comité international d’est- hétique et de cosmétologie) próf, sem er virt alþjóðleg gráða innan snyrti- og förðun- arfræðinnar. Þetta próf veitir fólki innan þessara greina rétt til að starfa hvar sem er í heim- inum og taka þátt í alþjóðleg- um keppnum. Ef til þess kem- ur að Lín hættir að lána til náms erlendis sökum þess að fagið er kennt hér heima hefur fólk um fátt annað að velja en stunda ósambærilegt nám hér heima. Þeir skólar sem Félag íslenskra förðunarfræð- inga hafa reynslu af hafa fjör- utíu til fímmtíu stunda kennsluviku og gera einnig mikla kröfu til heimanáms. Félag íslenskra förðunar- fræðinga vill benda á að til þess að grundvöllur sé fyrir opnun förðunarskóla hér á landi, þarf að löggilda starfs- greinina (iðngreinina), síðan opna skóla í samráði við yfir- völd menntamála. Þá fyrst getum við boðið upp á sam- bærilegt nám og erlendis og borið okkur saman við fagfólk í svipuðu starfi hér á landi. SIGGA RÓSA BJARNADÓTTIR HELENA JÓNSDÓTTIR SVAVA HULD ÞÓRÐARDÓTTIR LILJA HELGA MATTHÍASDÓTTIR Umhverfismála- ráðstefnur í Ríó Víkveiji skrífar Baráttan um Leif Eiríksson er stöðug! Nýlega fékk Víkveiji sent ljósrit af hluta sænsks frí- merkjablaðs, þar sem m.a. er kynnt útgáfa þriggja siglingafrímerkja á þessu ári. Heiti seríunnar er Evrópa 92 - í kjölfar Kólumbusar og á frí- merkjunum eru myndir af sögufræg- um sænskum skipum, sem sigldu frá Svíþjóð til Ameríku. En það sem vakti athygli sendand- ans var eftirfarandi í kynningu út- gáfunnar. „950 árum á eftir Brendon hinum írska og 500 árum á eftir Leifi Eiríkssyni hinum norska fann Kólumbus Ameríku." Og nú eru liðin 500 ár frá ferð Kólumbusar og af því tilefni eru umrædd frímerki gefin út. xxx Leið Víkveija dagsins liggur stundum í Suðurbæjarlaugina í Hafnarfirði. Þetta er ný og glæsileg sundlaug. Eitt fínnst Víkveija þó hreint út sagt hrikalegt og reyndar fráhrindandi. Gufubaðsgangurinn, er þannig, að hvíldarherbergið, ljósher- bergið og nuddherbergið eru aðeins stúkuð í sundur, en hvergi veggur upp í loft á milli. Þetta veldur miklu ónæði. Einkum skemmir þetta hvíld- arherbergið, sem er að öðru leyti snyrtilegt og mjög vel gert, eins og annað á þessum gangi. Hljóð frá öll- um eðlilegum umgangi fyrir framan berst óhindrað inn í hvíldarherbergið og reyndar nuddherbergið líka, sem þó nýtur þess að vera fremst á gang- inum. Og til að kóróna allt saman er kallkerfi tengt þama inn og reynd- ar útvarp með. Þannig var Víkveija til dæmis um daginn í tvígang kippt út úr draum- lausri hvíldarveröld með kallkerfínu og í bæði skiptin var verið að tala til unglinga við útisundlaugina. Á endanum hvarf Víkveiji á braut fúll í skapi og fannst verr farið í Suðurbæjarlaugina en heima setið. Þetta er mikil synd, því sundlaugin er hin skemmtilegasta að öðru leyti. xxx Stundum ber við, að Víkveiji fær starfs síns vegna boðskort á hitt og þetta. Slíkt er ekki í frásögur færandi, en þó ætlar Víkveiji að gera að umtalsefni boðskort, sem hann fékk frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í tilefni 50 ára afmæl- is fyrirtækisins. Víkveiji er kvæntur maður og á þessu boðskorti voru nöfn beggja, en aðrir láta sér yfírleitt nægja að setja „og frú“, ef tilefni er til. Um leið og boð þetta var þakkað var haft orð á þessu ánægjulega fram- taki að hafa fullt nafn beggja á boðs- kortinu. Konan sem fyrir svörum var sagði þá að þetta hefði kostað tals- verða vinnu. „En við viljum heita okkar nöfnum, þótt við séum giftar mönnunum okkar," sagði hún „og því vildum við hafa þetta svona“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.