Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 55
( < < < < < < < < < < < < < MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 14. MAl 1992 55 KNATTSPYRNA Töpuðum stig- inu sem við ætluðum okkur — sagði Ásgeir Elíasson landsliðs- þjálfari eftirtapið gegn Grikkjum „VIÐ töpuðum stiginu sem við ætluðum okkur. Vörnin lék of aftarlega í byrjun, þannig að við fengum á okkur of mikla pressu. Eftir að þeir skoruðu jafnaðist leikurinn og við feng- um færi til að skora,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari ís- lenska liðsins. Asgeir sagði að það væri margt sem þyrfti að laga. „Leik- menn voru óþarflega hræddir að spila boltanum og fyrir vikið lentu þeir í vandræðum. Hægri vængur- inn var ekki nægilega góður að þessu leyti. Vörnin stóð fyrir sínu, ef frá eru taldar fyrstu þrjátíu mín- útumar. Ég lagði upp að þeir spil- uðu svæðisvörn, eins og ég er van- ur, í stað þess að leika maður á mann. Grikkirnir eru mun sneggri en við og því sterkara í stöðunni maður á móti manni. Það sem brást helst var varnarhlutverkið í auka- og hornspyrnum. Menn voru of staðir. Við verðum að læra að spila full- ar níutíu mínútur einsog við getum best til að eiga möguleika gegi^^ þessum þjóðum. Annars kom það mér á óvart, að strákarnir héldu baráttunni út allan leikinn, miðað við litla leikæfíngu. Við fengu færi til að jafna leikinn, en það vantaði smá heppni. Það var því ergilegt að þurfa að tapa þessum leik.“ Ásgeir sagði að nú yrði að treysta á heimavöllinn og ná stigum þar. „Við verðum að vinna heimaleikina til að eiga möguleika. Það þarf að koma upp sterkum heimavelli með áhorfendum sem styðja vel við bak- ið á okkur. Við verðum að ná að stjórna leiknum frá upphafi. Ég mun breyta leikaðferðinni þegar við spilum heima gegn Grikkjum í haust. og leika 3-5-2 í stað 4-5-1," • sagði Ásgeir. íttímiR FOLK ■ AÐGÖNGUMIÐINN á leikinn kostaði 1.500 drökmur i stúku, eða.. tæplega 500 krónur íslenskar. 'i n samanburðar má geta þess að stúkumiði á landsleik á íslandi kostar 1.200 krónur. ■ 2.600 áhorfendur af 10.000 greiddu aðgangseyri. Hinir voru með boðsmiða og mest var af ung- um nemendum. ■ BALDUR Bjarnason hljóp fyrstur inná leikvanginn í gær. Áhorfendur púuðu á hann en hann veifaði og hneygði sig og þaggaði þannig niður í þeim. ■ HARALDUR Ingólfsson vara- maður íslenska liðsins hitaði upp alian síðari hálfleikinn. Ásgeir El- iasson hugðist setja hann inná miðjuna fyrir Andra en snérist hugur þegar líða tók á leikinn setti Hörð Magnússon inná í stað- inn. „Hann fékk þó alla vega ágæt- is æfíngu út úr þessu,“ sagði Ás- geir eftir leikinn. ■ TÍU leikmenn landsliðanna beggja fengu nýliðamerki í saméig- inlegum kvöldverði eftir leikinn. í ræðu sem Eggert Magnússon for- maður KSÍ flutti við það tækifæri hvatti hann menn til dáða og sagð- ist enn trúa því að ísland ætti möguleika á að komast áfram. I A-LANDSLIÐIÐ og U-21s árs liðið léku í Nikebúningum í fyrsta sinn. A-landsliðsmennirnir skiptu á treyjum við Grikki en nokkrir leik- manna íslenska liðsins ætluðu varla- að tíma því þar sem þeim leist bet- ur á eigin treyjur. ■ MILOJEVIC, fyrrum þjálfari Real Madrid á Spáni og júgóslav- neska landsliðsins fylgdist með leiknum. Hann var á vegum knatt- spyrnusambands lands síiis sem er í sama riðli og liðin sem léku í gær. Hann sagðist hrifnastur af Rúnari Kristinssyni. B ÞJÁLFARI landsliðs Luxeni- borgar var einnig á leiknum. H EYJÓLFUR Sverrisson var ekki alveg sáttur við þýska dómar^ ann. „Þessi dómari hefur dæmt nokkra leiki hjá okkur í Stuttgart °g ég þekki hann því ágætlega. Mér fannst hann dæma mjög hart og nöldraði svolítið fyrir bragðið," sagði Eyjólfur sem fékk gult spjald í leiknum. M ÍSLAND og ísrael leika A- landsleik 9. ágúst og nú hefur ver- ið ákveðið að U-21s árs lið land- anna leiki sama dag hér heima. IB^^Gríska iiðið fékk aukspymu rétt fyr- ■ ^Jir utan vítateig hægra megin á 24. mínútu. Gefín var há sending fyrir markið Kallizakis skallaði í stöngina fjær, Birkir kast- aði sér á eftir boltanum en boltinn barst út til Sofíanopoulos sem skallaði í netið. Vamarmenn íslands gleymdu að dekka sóknarmanninn. Andrl Marteinsson í baráttu við Alexandris hinn gríska. Reuter AFLEIT byrjun íslenska lands- liðsins gegn Grikkjum ífyrsta leik þessara þjóða í undan- keppni HM í Aþenu ígærkvöldi varð því að falli. Grikkir press- uðu stíft fyrstu mínúturnar og linntu ekki látum fyrr en þeir skoruðu eina mark leiksins á 24. mínútu. Á þessum leikkafla var ekki heil brú íleik íslenska liðsins. Eftir markið var einsog öðru liði hefði verið skipt inná. Hugarfar leikmanna breyttist, þeir fengu meira sjálfstraust °9 það vantaði herslumuninn, einsog svo oft áður, að liðinu tækistað jafna. Cyrstu 20 mínútumar voru mar- ■ tröð fyrir íslenska liðið og mátti það teljast heppið að hafa ekki fengið á sig ValurB. dæmda vítaspyrnu á lónatansson 8. mínútu. Kristján sknfarfrá Jónsson braut þá á rikklandi grískum leikmann innan vítateigs, en dómarinn sleppti brotinu. „Ég viðurkenni það alveg að þetta var ekkert annað en víti,“ sagði Kristján Jónsson um atvikið. Grikkir höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum og sóttu stíft. Islend- ingar náðu ekki að komast út úr varnarhlutverkinu, voru ragir og flýttu sér um of að losa sig við boltann, beint útaf eða þá til and- stæðingana. Grikkir brutu loks varnarmúrinn á 24. mínútu og komust í 1:0. Eft- ir það var einsog að íslenska liðið vaknaði til lífsins og fengi sjálfs- traust. Leikmenn fóru að spila bolt- anum, komu framar á völlinn og voru hreyfanlegri. Liðið fékk þrjú marktækfæri á síðustu 5 mínútum hálfleiksins. Rúnar Kristinsson átti skot eftir snarpa sókn, en varnar- maður komst fyrir boltann sem breytti um stefnu og fór framhjá. Síðan komst Eyjólfur í gegnum vöm Grikkja en markvörðurinn varði Iaust skot hans. Besta færið kom á loka mínútu hálfleiksins. Andri Marteinsson átti þrumuskot frá vítateigslínu eftir laglegt sam- spil við Eyjólf. Gríski markvörður- inn varð að taka á öllu sínu til að veija. Síðari hálfleikur byijaði með lát- lausri sókn Islendinga þar sem þeir fengu fjórar hornspyrnur á fyrstu 5 mínútunum. En gríska vörnin var hlutverki sínu vaxin og varðist vel. ísland mátti þó þakka fyrir vera að ekki 2:0 undir er Tsiantakis átti skalla í stöng íslenska marksins er 10 mín. vom liðnar af síðari hálf- leik. Arnar Grétarsson fékk ágætt færi til að jafna leikinn á 64. mín. Hann náði opnu skoti frá vítateig eftir skemmtilega sókn en boltinn fór rétt framhjá. Rúnar fékk einnig möguleika á að jafna eftir að hafa fengið fallega sendingu frá Baldri Bjarnassyni undir lokin. Rúnar var kominn inn í vítateig Grikkja en var aðeins of seinn að hleypa af skoti áður en vamarmaður komst fyrir. Hann átti þann möguleika í stöðunni að gefa boltann á Eyjólf | sem var í enn betra færi. Rúnar Kristinsson og Birkir Kristinsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins. Rúnar hélt boltan- um vel og var sá sem valdið hafði á miðjunni. Vamarmennirnir Guðni, Valur og Kristján skiluðu sínu hlut- verki vel og Sævar kom sterkur út í seinni hálfleik. Kristinn R. Jónsson og Arnar Grétarsson komust vel frá vamarhlutverkinu, en hefðu mátt ógna meira. Kantmennimir Andri og Baldur, áttu í vandræðum lengi vel og liðið saknaði greinilega Arn- órs og Sigurðar Grétarssonar. Ey- jólfur vann vel frammi en mátti sín lítils gegn margnum lengst af. Hann fékk of litla hjálp þegar hann fékk boltann og reyndi að komast í gegnum vömina. Vamaraðferð Ásgeirs Elíassonar heppnaðist ekki í þetta skipti. Leik- menn festust of mikið í varnarhlut- verkinu á kostnað miðjuspilsins, sérstaklega í byijun leiksins. Þá var bara hugsað um að halda hreinu og ekkert annað. En leikurinn batn- aði er á leið. Sagan endurtekur sig einn einu sinni — liðið þarf alltaf að lenda undir á útivelli til að leik- menn þori að taka fmmkvæðið. ís- lensku strákarnir hafa sýnt að þeir geta það, en það þarf bara að byija á því á fyrstu mínútu. Ef við ætlum okkur að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppni HM í Bandaríkj- unum 1994 þarf liðið meira sjálfs- traust. Ég bíð spenntur eftir að sjá liðið leika á heimavelli, því þar ætl- ar Ásgeir að leggja upp leikaðferð- ina 3—5—2. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn — sagði Georgiadis, þjálfari Grikklands Eg er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, sérstaklega fyrstu þijátíu mínútumar. lxdkmenn mínir léku þá eins og fyrir þá var lagt, en síðan gáfu þeir eftir,“ sagði Antonios Georgiadis, þj&lfari giiska landsliðs- ins. Georgiadis sagði að leikur islenska liðsins hefði ekki komið sér á óvart. „Ég vissi að þeir myndu spila stífan varnarleik og þaö var því mikilvægt að fá mark í fyrri hálfleik. Það er greinilegt að það má ekki vanmeta íslenska liðið og það sýndi í seinni hálfleik, að það er til alls líklegt. Ixik- urinn í Reykjavík verður mjög erfiður." Afleit byijun gegn Grikklandi í Aþenu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.