Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. JUNI 1992
------------------i---------------;--
Sæmdir heiðursmerkj -
um Fálkaorðunnar
FORSETI íslands sæmdi í tilefni þjóðhátíðardagsins samkvæmt til-
lögu orðunefndar 16 Islendinga heiðursmerkjum hinnar islensku
fálkaorðu:
Andrés Guðjónsson, skólameist-
ara, Reykjvík, riddarakrossi fyrir
störf að fræðslumálum, Ásmund
Stefánsson, forseta Alþýðusam-
bands íslands, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að félags- og verka-
lýðsmálum, Einar Odd Kristjánsson,
framkvæmdastjóra, Flateyri, ridd-
arakrossi fyrir störf að félagsmálum,
Hauk Morthens, söngvara, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir sönglist,
Hrafn Túliníus, lækni, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir vísindastörf, Jón
Júlíusson, skrifstofustjóra, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir störf í opin-
bera þágu, Jón A. Skúlason fv. póst-
og símamálastjóra, Reykjavík, stór-
riddarakrossi fyrir störf í opinbera
þágu, Jónas Pálsson, fv. rektor,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf
Sigldu
í strand
Ölvað fólk sigldi hraðbáti í
strand við Gufunes aðfara-
nótt 17. júní. Hjón sem eiga
bátinn voru að koma af
skemmtistað og buðu með sér
manni í siglingu. Ekki segir
af ferðinni fyrr en við Gufu-
nes þar sem báturinn strand-
aði og var þá send út hjálpar-
beiðni.
í kjölfarið fór hafnsögubátur,
og smábátur til aðstoðar. Eftir
að báturinn hafði verið losaður
var honum siglt með skemmda
skrúfu og lekan skrokk inn til
smábátahafnarinnar.
að uppeldis- og fræðslumálum,
Kristínu’Jónsdóttur, húsmóður, Sel-
fossi, riddarakrossi fyrir störf í opin-
bera þágu, Magnús Magnússon, pró-
fessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrri
störf í opinbera þágu, Herra Olaf
Skúlason, biskup yfir íslandi,
Reykjavík, stórkrossi fyrir störf að
kirkjumálum, Rut Magnússon, söng-
konu, Reykjavík, riddarakrossi fyrir
sönglist og störf að menningarmál-
um, Snæbjörn Jónasson fv. vega-
málastjóri, Reykjavík, stórriddara-
krossi fyrir störf að samgöngumál-
um, Sveinbjörn Björnsson, háskóla-
rektor, Reykjavík, riddarakrossi fyr-
ir vísindastörf, Tómas Helgason,
prófessor, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir vísindastörf og Vigdísi Jóns-
dóttur fv. skólastjóra, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að fræðslu-
málum.
Nýverið var sturtað um 4.000 rúmmetrum af grjóti niður með stöplum Borgarfjarðarbrúarinnar.
Borgarfjarðarbrúin:
Grjótvöm við stöpla styrkt
SÍÐAN Borgarfjarðarbrú var
tekin í notkun árið 1981 hefur
reglulega þurft að bæta við
gijótvörnina við brúarstöplana
enda mæðir mikið á henni. Mik-
ill straumur er undir brúna á
fallaskiptunum og álag vegna íss
er ryðst undir brúna þegar ísa
leysir á Borgarfjarðaránum.
Að sögn Ingva Árnasonar, deild-
arstjóra hjá Vegagerð ríkisins í
Borgarnesi, var í upphafi áætlað
að klæða allan botninn með gijóti
en síðan var horfið frá því og
ákveðið að mynda þröskuld framan
við stöplana og fylgjast síðan með
endingu hans og bæta við ef þörf
krefði. Bætt væri að jafnaði um tvö
þúsund rúmmetrum við í vömina
annað hvert ár en að þessu sinni
hafi verið lagfært heldur meira.
Sagði Ingvi að vandlega væri fylgst
með þykkt gijótvarnarinnar með
nákvæmum mælingum og þetta
viðhald væri vel innan þeirra marka
er reiknað hafi verið með í upphafi.
TKÞ.
Tvær mismunandi verðskrár í
__ >
gildi hjá Tannlæknafélagi Islands
TVÆR gjaldskrár eru nú í gildi hjá Tannlæknafélagi Islands. Önnur
er samkvæmt samningum við Tryggingastofnun ríkisins en hin sam-
kvæmt einhliða ákvörðun Tannlæknafélagsins, og er sú ríflega 3%
hærri. Samkvæmt því kostar sama þjónusta mismikið, allt eftir því
hvort sjúklingurinn fellur undir ákvæði Tryggingastofnunar um aðstoð
eða ekki. Verðlagsráð hefur fundað um málið, en ekki hefur enn ver-
ið gripið til aðgerða.
Þann 1. mars síðastliðinn hækkaði
Tannlæknafélag íslands einhliða
gjaldskrá sína um 3,2%, að sögn
Guðmundar Sigurðssonar, yfirvið-
skiptafræðings hjá Verðlagsstofnun.
í apríl hefði hins vegar samist um
0,16% hækkun á töxtum þeim, er
gilda fyrir skjólstæðingaTrygginga-
stofnunar ríkisins, en samt myndi
gjaldskráin frá 1. mars gilda gagn-
vart almenningi. „Þetta var tekið
fvrir á síðasta fundi verðlagsráðs,
og verður sennilega einnig á þeim
næsta,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði hækkunina gefa tilefni til at-
hugunar, og í raun væru hverskonar
samningar og samráð um verð
óheimilir, í greinum sem ekki væru
undir verðlagsákvæðum og verðlag
væri fijálst.
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri
sjúkratryggingadeildar Trygginga-
stofnunar ríkisins, sagði, að þótt
samið hefði verið um 0,16% meðal-
talshækkun væri jafnframt um að
ræða verulega lækkun á einstaka
liðum, svo í heild gæti jafnvel verið
um að ræða verðlækkun. Þetta kæmi
þó aðeins þeim hópum til góða sem
njóta aðstoðar Tryggingastofnunar.
Svend Richter, formaður Tann-
læknafélagsins, sagði að gjaldskráin
væri einungis til viðmiðunar, og
ákvæði samkeppnislaga skýrt tekin
fram. Tilgangur skrárinnar væri ein-
ungis sá, að auðvelda félagsmönnum
útreikning á raunkostnaði, og hækk-
unin endurspeglaði aðeins það.
Aðalvinningurinn í Happó gengur
alltaf út og gceti því orðið ríflegur
með Lukkupottinum á laugardaginn.
Áttu miða?