Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Heilar hnetur... ...klasar af rúsínum... ...og 200 grömm af Síríus súkkulaði. Hátækniiðnaður á íslandi V. Nýsköpun eða stöðnun eftirPál Theodórsson í fyrri greinum hefur verið lýst erfíðleikum sem blöstu við ungum hugvitsmanni sem reyndi að skapa hér á landi aðstöðu til að vinna að þróun tækis, sem hann hafði fundið upp, og koma því í fram- leiðslu. Þróunarstarfið verður trú- lega unnið erlendis og tækið fram- leitt þar. Hvað hefur brugðist? Á fyrra stigi þróunarstarfs af þessu tagi má fá nokkurn stuðning frá Rannsóknasjóði Rannsóknaráðs ríkisins, en sjaldan nógan. Þessi sjóður, sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki, hefur verið að rýrna allt frá því hann var stofnaður fyrir rúmum sex árum, en á sama tíma hefur þörf fyrir stuðning hans vax- ið með auknum fjölda ungs fólks sem hefur lokið námi og oft aflað sér dýrmætrar starfsreynslu er- lendis. Á síðara stigi þróunar- starfsins, þegar hlutverki Rann- sóknasjóðs er lokið, þarf áhættufj- ármagn í lokaþróun og iðnhönnun. Þá er komið að erfíðasta hjallan- um. Þegar hugvitsmaðurinn kann- aði möguleika að koma tæki sínu í framleiðslu á íslandi, blöstu við margvíslegir erfíðleikar og hann taldi því ráðlegast að vinna að verkefninu erlendis. Ýmsir sem vel þekkja til núver- andi stöðu íslensks atvinnulífs hafa spáð því að áratugur stöðnunar sé framundan, að minnsta kosti tíma- bil þar sem hagþróun verður mun hægari hér en í nágrannalöndum okkar. Reynslusaga hugvits- mannsins styður vissulega þessa staðhæfíngu. En er þróunarstarf kannski svo dýrt að það sé íslensku þjóðfélagi ofviða, nema þá kannski með erlendu áhættufjármagni? Ég vil ljúka þessari umfjöllun um ís- lenskan hátækniiðnað með því að ræða þetta atriði nokkuð. Hve mikið kostar að fullþróa dæmigerða hugmynd, frá því hún kviknar þar til hún er orðin að söluhæfri vöru? Ég vil reyna að gefa nokkra mynd af þessu en ræði þá aðeins afmarkaðan geira á sviði hátækni: hugbúnað og raf- eindaiðnað. Ég spyrði þessar tvær greinar saman vegna þess að þró- unarstarfíð er náskylt enda þótt afurðirnar séu ólíkar. Þessar tvær greinar eiga það sameiginlegt að hönnunarstarfið fer að mestu leyti fram í tölvum og menntun þeirra, sem að þessu vinna, skarast mjög. Dæmi mitt er einfaldað, en ég tel 'að það sé nægilega lýsandi. Dæmigert íslenskt verkefni af þessu tagi er um 10 ársverk og ef heildarkostnaður að baki hvers ársverks er 3-4 milljónir króna, kostar allt verkið 30-40 milljónir króna. Tsekin, sem notuð eru við þróun af þessu tagi, felast fyrst og fremst í tölvum, sem ekki eru mjög dýrar. Engar sérstakar kröf- ur þarf að gera til húsnæðis. En hve margar álitlegar hugmyndir eru á þessu sviði, sem eiga erfítt uppdráttar? Ég tel ekki ólíklegt að finna megi fimm góðar hug- myndir á ári. Til að fullvinna þær þyrfti því 150 til 200 milljónir króna á ári. Ef Alþingi hefði eflt Rannsóknasjóð Rannsóknaráðs á liðnum árum í takt við vaxandi fjölda af vel menntuðu ungu fólki sem hefur verið að ljúka námi, þá gæti hann nú trúlega lagt fram hátt í helming þessarar upphæðar. Þá kæmust fleiri verkefni og fyrr á það stig að mögulegt væri að meta vel hve álitleg þau væru og auðveldara væri að afla áhættufjár til framhaldsins. Rýrnandi staða Rannsóknasjóðs er því snar hluti af fortíðarvanda nytjarannsókna. Þar sem dæmigert íslenskt verk- efni kostar 30-40 milljónir er ljóst að Tjársterka aðila þarf til að standa undir þessum kostnaði. Þegar síðan er litið á áhættuna verður ljóst að_þetta kallar á býsna sterka aðila. Áhættan af einstök- um verkefnum er veruleg. Reynsla erlendra þjóða sýnir að af tíu álit- legum verkefnum komast að jafn- aði þijú ekki langt, þijú fljóta án þess að skila umtalsverðum ágóða, tvö ganga þokkalega, en tvö skila miklum ágóða, mun meiri ágóða en lagt var í öll verkefnin sam- anlagt. Þetta er að sjálfsögðu mjög einfölduð mynd, en hún endur- speglar reynslu iðnaðarþjóða á þessu sviði. Þess má reyndar geta hér að fimm fyrirtæki hafa sprott- ið af þróun rafeindatækja við Raunvísindastofnun Háskólans og þau starfa öll enn. í löndum með sterkan iðnað eru skilyrði til nýsköpunar mun hag- stæðari en hér á landi, þar veija fyrirtæki í þessum greinum 10-15% af heildarveltunni til þró- unarstarfs. Þessi fyrirtæki eiga auk þess jafnan nokkuð greiðan aðgang að áhættufjármagni. Hér á Islandi eigum við aðeins veikan vísi að hátækniiðnaði, staðan er því gjörólík. Við eigum eftir að greiða aðgangseyrinn, mætti segja. Jóhann Hauksson ritaði ágæta grein í Morgunblaðið 30. apríl sl. þar sem hann ræddi vanda nýsköpunar og skort á áhættuíjár- magni. Hann benti þar á hve lítið væri af erlendu áhættufé í íslensk- um atvinnurekstri miðað við t.d. í Danmörku. Ég er sammála Jó- hanni að erlent áhættufé getur létt mjög sókn okkar til nýsköpun- ar í iðnaði, en ef áhættufé útlend- inga verður meira en okkar sjálfra, værum við að selja hráar hug- myndimar við lágu verði, það væri sem að selja fískinn í sjónum. Við getum ekki vikist undan því að hafa meginfrumkvæðið í nýsköpun í íslensku atvinnulífí. Áhættufjármagn virðist vera minna um þessar mundir en fyrir nokkrum árum. Að frumkvæði Félags íslenskra iðnrekenda var veitt áhættufé í fyrirtæki sem börðust í bökkum við að koma álit- Páll Theodórsson „Nýjustu fréttir af mati á ástandi fiskstofna við ísland sýna betur en flest annað hve brýnt er að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Um þessar mundir er unnið að gerð fjárlaga fyrir árið 1993. Mikivægt skref má stíga nú með tillögri um að þrefalda framlag til Rannsókn- arsjóðs.“ legum nýjum iðnaðarvörum á markað. Sú fjárfesting mun hafa skilað sér vel. Nú er hinsvegar mjög erfítt að afla áhættufjár í þróunarstarf. Töluvert atvinnuleysi ríkir nú hér á landi og horfur eru á að það muni frekar aukast á næstu misserum en minnka. Eina svarið sem við eigum í þessari stöðu er að örva þá viðleitni, sem getur skapað ný störf og aukið þjóðar- tekjumar. En til þess þarf skipu- legt starf sem stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir jafnt sem einstakling- ar verða að taka þátt í. Beinum ekki ungum hugvitsmönnum til annarra landa heldur reynum að nýta hugmyndir þeirra á íslandi. Nýjustu fréttir af mati á ástandi fiskstofna við ísland sýna betur en flest annað hve brýnt er að efla nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi. Um þessar mundir er unnið að gerð fjárlaga iyrir árið 1993. Mikivægt skref má stíga nú með tillögu um að þrefalda framlag til Rannsóknarsjóðs. Höfundur er eðlisfræðingur og sturfnr við Raunvísindastofnun Háskólans. Mikið um dýrðir á SAMFELLD afmælisdagskrá stendur yfir á Akranesi þessa dag- ana og er fjölbreytni mikil. Þessi dagskrá stendur yfir dagana 12.-21. júní. Meðal þess sem á boðstólum hefur verið má nefna að tvær sýn- ingar heimamanna voru opnaðar, ---------------------------- PCILÍMOGFÚGUEFNI í Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 samsýning fímmtán listamanna sem sýna m.a. málverk, leirmuni, skúlptúra og vefnað. Nemenda- sýning í Brekkubæjarskóla er til- einkuð afmæli bæjarins. Alla dag- ana nema sunnudag er stór útimarkaður á Kirkjubrautinni semkaupmenn á Akranesi halda og er gatan sérstaklega útbúin til þess. Þá er rekin útvarpsstöð með fjölbreyttu efni. Fjölbreytt ír- þrðttadagskrá er í gangi og var víðavangshlaup og knattspyrnu- mót unglinga meðal dagskrárliða síðustu helgar. Akranesi Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra hefur þátttaka bæjarbúa verið mjög almenn í dagskrárlið- unum enda veður einstaklega gott. „Við vonumst að sjálfsögðu til að svo verði áfram enda mikil fjöl- breyttni dagskrárliða til boða. Við reynum að blanda saman afmælis- haldi og öðru því sem áunnið hef- ur sér fastan sess í bæjarlífinu. Einnig er að finna dagskrárliði sem teljast til nýjunga en ná von- andi varanlegri fótfestu í bæjarlíf- inu. Með afmælishaldinu viljum við öðru fremur sýna að bæjarlífið á Akranesi sé gróskumikið og af því erum við stolt“, sagði Gísli að lokum. - JG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.