Morgunblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 19 „Sæljón sem er látið leika sér með bolta eða príla uþp á stóla er ekki lengur alvöru sæljón.“ eftir Eddu Bjarna- dóttur og Jórunni Sörensen „Sýning á þjálfuðum dýrum vekur hjá mér andstyggð. Hvílíkar þján- ingar og grimmd hafa vesalings skepnurnar ekki mátt þola til þess að menn sem eru gjörsneyddir hugsun og tilfinningu megi skemmta sér örskamma stund.“ (Albert Schweitzer) Saga fjölleikahúsanna nær alveg aftur til ársins 300 f. Kr. Hinir fornu Rómverjar veiddu villt dýr og notuðu þau í skemmtiatriði í hringleikahúsunum. Þau voru kval- in og niðurlægð á ýmsan máta og að lokum drepin fyrir framan áhorfendur. Nautaat Spánverja eru leifar hinna blóðugu leikja Róm- veija. Sömuleiðis hanaat og ýmis- konar önnur misþyrming á dýrum á sýningum sem ætlaðar eru til skemmtunar sumstaðar í heimin- um. Hvað kemur þetta sæljónunum við sem gera kúnstir fyrir áhorf- endur í Reykjavík þessa dagana? Enginn er vondur við þau, er það? Nei, ekki í þeirri merkingu að sæl- jónin séu stungin með sveðjum eða barin með kylfum. Þau deyja ekki í lok sýningarinnar. Þau lifa og eru látin sprella á annarri sýningu og þeirri næstu og þarnæstu. Svo þeg- ar vikurnar hér í Reykjavík eru liðnar halda sæljónin á ný yfir haf- ið og halda áfram að gera kúnstir fyrir fólk í útlöndum á hverjum staðnum á fætur öðrum. Er þetta góð meðferð á sæljónum? Það er það ekki. Sæljón sem er látið leika sér með bolta eða príla upp á stóla er ekki lengur alvöru sæljón. Það er skrípamynd af sjálfu sér sviðsett með háværri tönlist, litríkum bún- ingum og brosandi andlitum fólks- ins sem stjórnar dýrunum og rekur fjölleikahúsið. Það breytist ekki í venjulegt sæljón að sýningu lok- inni. Það er búið að taka frá því allt sem það þarfnast svo náttúru- leg hegðun þess geti notið sín. Fjöl- leikamaðurinn fer heim að lokinni vinnu og lifir því lífi sem hann hefur valið sér en dýrið ekki. Vaxandi hópur fólks um allan heim gerir sér sífellt betur ljóst hversu ranglátt það er að menn skuli leyfa sér að hrifsa villt dýr úr náttúrulegum heimkynnum þeirra. Halda þeim föngnum ævi- langt, bijóta niður þeirra eigið eðli en þvinga þau til að læra alls kon- ar leikaraskap einungis fyrir smá- vægilega dægrastyttingu mann- skepnunnar. Fjölleikahús hafa upp á svo ótal margt skemmtilegt að bjóða. Þar koma fram listamenn af ýmsu tagi. Mörgum þykir mest gaman af hin- um ómótstæðilegu trúðum sem hafa lag á að sýna okkur á spaugi- legan hátt ýmsar hliðar á okkur sjálfum. Bestu fjölleikahúsin eru Fjölleikahús í Reykja- vík - Er eitthvað að? _ Bigfoot á íslandi 1992 STÓRBROTIN SÝNINGARKEPPNIOFURHUGA FYRSTA SINN Á ÍSLANDI - BEINT FRÁ BANDARÍKJUNUM - HINIVI EINI SANNI BIGFOOT þau sem virkja gestina. í Dan- mörku er nýtekið til starfa eitt slíkt. Þar geta börn komið alla virka daga og æft sig í akrobatik, töfra- brögðum, á einhjólum og mörgu öðru. Um helgar eru svo haldnar sýningar þar sem hinir raunveru- legu fjöllistamenn koma fram ásamt bömunum. Það er ánægjulegt þegar okkur hér á skerinu er boðið upp á ýmis- legt af því sem gerir líf annarra þjóða litríkt. En látum dýrin ekki líða fyrir skemmtiþörf okkar. Sýn- um dýrum virðingu. Villt dýr eiga heima í óspilltri náttúru. Með því að fara með börn í fjöl- hugmynd að dýrin og náttúran séu eitthvað sem við megum ráðskast með að geðþótta. Kennum börnun- um að bera virðingu fyrir lífinu, dýrunum og náttúmnni með því að tala við þau, lesa fyrir þau og horfa með þeim á hinar fallegu og fróðlegu náttúrulífsmyndirnar í sjónvarpinu og útskýra fyrir þeim hvers vegna það er rangt að svipta villt dýr frelsinu. Edda Bjarnadóttir er hópstjóri Skuldar, vinnuhóps Sambands dýra vcrndarfélaga íslands til verndar villtum dýrum. Jórunn Sörensen erformaður Sambands dýraverndarfélaga íslands. Aðgangseyrir: Fullorðnir 1.000,- kr., börn 6-12 ára 500,- kr. + sæti 200,- kr. Tímaáætlun Dagsetn. Tími 20.6. 16.00 21.6. 16.00 22.6. 20.00 23.6. 20.00 24.6. 20.00 25.6. 20.00 26.6. 27.6. 28.6 29.6. 20.00 01.7. 20.00 Völlur Þórsvöllur Þórsvöllur Fótboltavöllur Fótboltavöllur ÍA völlur Leiknisvpllur Leiknisvöllur Leiknisvöllur Leiknisvöllur Fótboltavöllur Fótboltavöllur Staður Akureyri Akureyri Sauðárkróki Njarðvík Akranesi Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Selfossi Fellabær Edda Bjamadóttir og Jórunn Sörensen. leikahús til að horfa á villt dýr spella erum við að viðhalda þeirri Kvennaganga - skokk - hlaup í Garðabæ 20. júní eftir Gunnar Einarsson Um 3.000 konur tóku þátt í kvennahlaupinu í Garðabæ í fyrra. Hlaupið tókst í alla staði mjög vel, mikil gleði og samstaða var ríkj- andi hjá þátttakendum. Konur á öllum aldri gengu, skokkuðu eða hlupu allt eftir hvað hentaði. I ár er búist við enn fleiri konum í hlaup- ið. Markmið hlaupsins em m.a. að leggja áherslu á íþróttaiðkun kvenna og holla lífshætti sem konur fá í gegnum þátttöku í íþróttum og líkams- og heilsurækt. Nefnd á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar skipulegg- ur og annast framkvæmd á hlaup- inu. Forskráning er í íþróttavöru- verslunum og á sundstöðum. Skrán- ing og afhending bola verður einnig við hátíðarsvæðið frá kl. 11 laugar- daginn 20. júní. Þáttur fyrirtælga Um eitt þúsund fyrirtækjum hef- ur verið sent bréf og þau hvött til að stuðla að þátttöku starfsmanna sinna. Einnig hafa mörg stórfyrir- tæki styrkt hlaupið beint. Skandia ísland tryggir alla þátttakendur, Coca Cola, Landsbanki Islands, ís- landsbanki, Sparisjóðurinn Garðabæ, Flugleiðir, ísspor og Nike styrkja kvennahlaupið myndarlega. Það er ánægjulegt að verða vitni að auknum áhuga fyrirtækja á al- menningsíþróttum og heilsurækt. Lífsstíll Lífsstíll er oftast áunninn. Með aukinni fræðslu og upplýsingum er flestum orðið ljóst gildi hollrar hreyfingar og líkamsræktar. Æ fleiri stunda nú reglulega heilsu- rækt. Kyrrseta, ofát og orkuleysi KVENNAHLAUP ÍSÍ GARÐABÆ 20.JÚNÍ Gunnar Einarsson með skammt af reykingum og nei- kvæðni er áunninn lífsstíll. Það þarf þolinmæði og áræðni til að breyta því munstri. Með auknum hraða og streitu er nauðsynlegt fyrir alla að íhuga í hveiju lífsgæða- kapphlaupið er fólgið. Eru það ekki lífsgæði að hafa góða líkamlega, andlega og félagslega heilsu, já- kvæðni og gleði? Kvennahlaupið er góður viðmiðunarpunktur til að breyta óæskilegum venjum. Allar konur með Kvennahlaupið er fyrir konur á öllum aldri, vinkonur, ömmur, mæð- ur og dætur og er ekki keppni með tímatöku, allir þátttakendur fá verðlaunapening að loknu hlaupi. Hægt er að ganga, skokka eða hlaupa tvo, fimm eða sjö kílómetra Ég þori, get og vil eiga að vera einkunnarorðin. Nú er engin afsök- un stelpur, af stað!!! Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.