Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Keflavíkurflugvöllur: Stéttarfélög óska breyt- inga á kaupskrárnefnd JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að halda fund með starfsfólki vamarliðsins og öðrum starfsmönnum á Keflavík- urflugvelli um væntanlegar breytingar á Keflavíkurflugvelli, öryggi þess fólks sem þar starfar og hvort breytingar hafi orðið varðandi starfsmannahald eða hvort breytinga sé að vænta. Ennfremur hafa fulltrúar 9 stéttarfélaga á Suðurnesjum óskað eftir viðræðum við ráð- herra um svonefnda kaupskrámefnd og hugsanlegar úrbætur á störf- um hennar. Væntanlegur fundur ráðherra verður næstkomandi þriðjudag klukkan 20,30, líklegast í Stapa. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa stéttarfélögin lengi knúið á um þennan fund, en síðasti fundur, sem starfsmennimir áttu með ráðherra var haldinn 29. októ- ber 1991. Jafnframt því sem forráða- menn stéttarfélaganna hafa óskað eftir þessum almenna fundi hafa þeir einnig óskað eftir viðræðum við ráðherra um sömu málefni. Nokkurrar óánægju gætir meðan starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, einkum með störf kaupsrámefndar. Fullyrt er að hópar starfsfólks hafi ekki fengið úrskurð frá nefndinni um launabætur sínar svo árum skiptir og stöðug loforð um úrbætur hafa verið létt í vasa. Nefndin hefur að mati starfsfólksins haft þá vinnu- reglu að komi þeir tveir nefndar- menn, sem em fulltrúar aðila vinnu- markaðarins, sér ekki saman, gerist ekkert innan nefndarinnar. Þannig telur starfsfólið að þriðji aðilinn í nefndinni hafí ekki atkvæðisrétt. Stjórnir Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og Rafiðnaðarfélag Suðurnesja fóru fram á það við ráð- herra í febrúar síðastliðnum að hann skipaði nýja kaupskrárnefnd og nef- ur núverandi nefnd að mati stéttarfé- laganna notað þá óvissu, sem þessi beiðni skapaði sem réttlætingu til að aðhafast ekkert í málum starfs- mannanna. Þau níu stéttarfélög, sem standa að beiðninni um almennan fund og breytingar á kaupskrárnefnd eru: Verlalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, Verslunarmannafélag Suður- nesja, Iðnsveinafélag Suðumesja, Rafíðnaðarfélag Suðumesja, Verka- lýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps, Bifreiðastjórafélagið Keilir, Verka- lýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Félag slöllviliðsmanna á Keflavíkurflug- velli. Reykjavíkurhöfn: Hafnardagur í Sundahöfn í tilefni 75 ára afmælisins í TILEFNI 75 ára afmælis Reykjavíkurhafnar verður sérstök hátið í dag, laugardaginn 20. júní kl. 10.00 til 17.00 í Sundahöfn - flutningam- iðstöð landsins. Umráðasvæði Sundahafnar nær frá Olís í vestri til Samskipa í austri. Fjölmargar skemmtilegar uppákomur verða í boði fyrir alla fjölskylduna. Til að auðvelda gestum að skoða athafnasvæð- ið og njóta þess sem boðið verður upp á munu strætisvagnar frá SVR aka um svæðið á 10 mínútna fresti og koma við hjá öllum fyrirtækjum í hverfinu. Því er upplagt fyrir gesti að leggja bílnum í stæði og stíga upp í strætisvagnana án endurgjalds, segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurhöfn. A athafnasvæði Eimskips verður sýndur nýr og fullkominn „risa-gám- alyftari", sem getur teygt sig í og tekið gáma sem standa inn á milli í gámaröðum. Lyftarinn hefur ekki enn verið tekinn í notkun. Þá verður sýndur gamall hífíngarbúnaður, sem notaður var hér áður fyrr, samanbor- inn við afkastamesta krana landsins, Jaka, sem sýndur verður í vinnu. Land-flutningatæki ýmiss konar, gamlar og nýjar gerðir af gámum og fleira og fleira skemmtilegt verð- up til sýnis hjá Eimskip. Samskip bjóða gestum til grill- veislu aldarinnar frá kl. 12.00 til 15.00 og á sama tíma rallýkeppni, þar sem 7 bílar taka þátt í spenn- andi sérleið sem Hagvirki hefur út- búið. Bílamir verða til sýnis milli keppna. Bræðumir ómar og Jón Ragnarssynir keppa kl. 14.00 í æsi- spennandi gáma-uppröðumarkeppni á einhverjum öflugustu gámalyftumm landsins. Markmenn Samskipadeild- arinnar, Bjami Sigurðsson, Guð- mundur Hreiðar og Ólafur Gott- skálksson veija gámamarkið fyrir áhugasömum gestum kl. 12.30, 13.30 og 14.30. Þeir gestir sem standa sig best fá verðlaun. Heildsalar í Sundaborg hafa opið frá kl. 10.00. Gestum verður boðið að koma og skoða fyrirtækin, sem flest tengjast starfsemi hafnarinnar. Opið verður um 220 metra langan gang sem liggur eftir húsinu endi- löngu. Auk þess munu heildsalar sýna vörur sínar utan dyra. Þá ætlar Félag íslenskra stórkaupmanna að efna til spennandi getraunaleiks. Nokkur fyrirtæki verða með 400 fermetra tjald við athafnasvæði sitt með pepsí og pylsum og sýna gestum starfsemina undir leiðsögn heima- manna. Mikligarður, Bónus og Húsa- smiðjan verða opin. (Fréttatilkynning) ............. ............................ 1 TRÉSMIÐIR- HÚSBYGGJENDUR Hin frábæra v-þýska trésmíðavélasamstæða fyrirliggjandi Samanstendur af 10 tommu afréttara, 5 tommu þykktarhefli og 12 tommu hjólsög. Auk þess er hægt að bæta við vélina fræsara, bor, rennibekk, slípiskífu og bandsög. Því er vélin ekki aðeins til heimilisnota eða föndurs, heldur ákiósanleg við alla létta, almenna tresmíðavinnu. Vélir. er knúin 2ja hestafla einfasa mótor. LAUGAVEGI 29 SlMAR 24320- 24321- 24322 V -/ Krakkarnir sem tóku þátt í áheitasöfnuninni. Eskifjörður: íslandsmethafar í reki í gúmmíbjörgunarbát Eskifirði. UNpLINGADEILD Slysavarnafélagsins á Eskifirði stóð fyrir áheitasöfnun á dögunum. Fjórir unglingar voru á reki á gúmmí- björgunarbát í 35 tima og settu nýtt Islandsmet en áður áttu Hafnfirðingar metið sem var 34 tímar. Söfnunin gekk mjög vel og söfnuðust 180.000 þúsund krón- ur og fara þessir peningar í tækjakaup og vill Slysavarnafé- lagið koma á framfæri þakklæti til þeirra sem studdu söfnunina. Krakkarnir voru með tölu- verða sjóriðu þegar þau komu í land en annars amaði ekert að þeim. Erfiðasti tíminn að þeirra sögn var á milli kl. 4-8 um morguninn. Unglingarnir heita Agla H. Hauksdóttir, Freyja B. Kristins- dóttir, Einar Andrésson og Smári Skúlason. - Benedikt. Fimmtánda Norræna kirkjutónlistarmótið EINS og áður hefur komið fram er þema norræna kirkjutónlistarmóts- ins „Litúrgískt tónmál 10. áratugarins í guðsþjónustunni og kirkjuleg- um athöfnum“ Það er einmitt með tilliti til þessa að í dagskránni hef- ur verið lögð áhersla á að kynna sem flestar hliðar tónlistar sem notuð er í hinum ýmsu athöfnum kirkjunnar. Þetta einkennir mjög dagskrá föstudagsins 19. júní á Norræna kirkjutónlistarmótinu því ekki færri en þijár tíðagjörðir verða fluttar. Sú fyrsta hefst kl. 9 í Bústaða- kirkju og verður á fínnsku. Þar verð- ur flutt Laudes eftir Kaj-Erik Gu- stafsson. Finnsku þátttakendurinir á mótinu leiða sönginn ásamt séra Hannu Vapaavuori en Aale Lindgren leikur á óbó og enskt hom og höfund- urinn á orgel. í Háteigskirkju verður kl. 18.30 fluttur aftansöngur á sænsku eftir Per Gunnar Petersson. Það er Jubilatakören, sem er stúlkna- kór frá IKEA-bænum Álmholt og Maty Chard Petersson sem flytja hann undir stjórn fundarins. KI. 22 verður svo fluttur náttsöngur á ís- lensku í Dómkirkjunni í Reykjavík. Það eru félagar ísleifsreglunnar sem eiga veg og vanda að flutningnum. Fyrirlestrar og önnur dagskrá mótsins fer fram í Norræna húsinu. Kl. 10.30 hefst þar umfjöllun um þema mótsins. Á tónleikum, sem verða í Háteigs- kirkju og hefjast kl. 17 verða flutt tvö kórverk eftir sænsku tónskáldin Roland Forsberg og Sven-David Sandström, verk fyrir óbó og orgel eftir finnska tónskáldið Harri Wess- man og Norðmanninn Conrad Baden, orgelverk eftir Danann Axel Borup- Jorgensen og Kirkjusónata eftir Þor- kei Sigurbjömsson. Flytjendur eru Collegium Cantorum Upsaliensis undir stjórn Lars Angerdals, Aale Lindgren óbó og Lasse Erkkilá org- el, Eva Feldbæk orgel og Kjartan Óskarsson bassethom/Inga Rós Ing- ólfsdóttir selló og Hörður Áskelsson orgel. Á kvöldtónleikum, sem verða í Kristkirkju og hefjast kl. 20.30 verða m.a. flutt orgelverk eftir Kurt Wik- landre, Leif Thybo og Trond Kvemo. Flytjendur eru Mary Chard Peters- son, Grethe Krogh oog Terje Winge. Verk Thybio sem nefnist 7 Mosaik- kervar samið í tilefni af nýrri skreyt- ingu eftir danska myndlistarmanninn Carl-Henning Pedersen í dómkirkj- unni í Rípum á Jótlandi. Dagskrá laugardagsins hefst með morgunsöng á dönsku í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem Herning kirkes Drenge- og Mandskor leiða sönginn sundir stjórn Mads Bille, orgelleikari er Jesper Madsen. Laugardeginum lýkur með miðnæturmessu á sænsku sem hefst kl. 23 í Hallgrímskirkju. Stuðst verður við Messu á hvíta- sunnunótt eftir Kaj-Erik Gustafs- son. Prestur er séra Márten Lindblom sem er prestur hjá sænska söfnuðin- um í suðurhluta Helsingfors. Þá verða tónleikar í Selfosskirkju og heflast þeir kl. 16.30. Þar verða flutt verk eftir Ketil Hovslef, Roland Forsberg, Henrik Colding-Jorgens- en og Erik Haumann. Flytjendur eru Teije Winge oregl. Þómnn Guð- mundsdóttir mezzósópran og Örn Falkner orgel og Heming kirkes Drenge- og Mandskor og Jesper Madsen orgel undir stjóm Mads Bille. Listahátíð í Reykjavík: Dagskráin í dag íslenska óperan: Rigoletto kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Hressó Síðasta kvöldið sem klúbburinn starfar kemur hljómsveitin Júp- iters fram auk hljómsveitarinn- ar Babalú. Einnig verða óvænt- ar uppákomur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.