Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
27
Sarajevo-búar grafnir í almenningsgörðum
Bosníumaður er hér á gangi fram hjá grafreitum múslima í vesturhluta Sarajevo, höfuðborgar Bosníu-
Herzegovinu. Allir kirkjugarðar í borginni eru nú fullnýttir og fólk er nú grafið í almenningsgörðunum.
Synir Roberts Max-
wells handteknir
London. Reuter.
KEVIN og Ian Maxwell, synir fjölmiðlakóngsins Roberts Maxw-
ells, sem drukknaði í fyrrahaust, voru handteknir í gær vegna
rannsóknar á meintu fjármálamisferli innan fjölmiðlasamsteypu
föðurins.
Bræðurnir voru handteknir árla
í gærmorgun á heimilum sínum
og einnig var bandarískur fjár-
málamaður, Larry Trachtenberg,
tekinn fastur en hann var einn
nánasti ráðgjafi Roberts Maxwells
heitins.
Skömmu eftir handtökuna sáu
blaðaljósmyndarar lögreglumenn
bera nokkra sekki fulla af skjölum
inn á lögreglustöðuna á Snow Hill
í London en þar var mönnunum
þremur birt ákæra fyrir að hafa
stolið miklu fé úr lífeyrissjóðum
Maxwell-samsteypunnar og svikið
fé út úr svissneskum banka. Að
því búnu voru þeir látnir lausir
gegn tryggingu.
Handtökurnar áttu sér stað sjö
mánuðum eftir dularfullt dauðsfali
fjölmiðlakóngsins sem féll fyrir
borð á snekkju sinni við Kanaríeyj-
ar 5. nóvember sl. Eftir dauða
hans tóku synirnir við stjórn sam-
steypunnar og reyndu að halda
henni gangandi. Skuldirnar námu
milljörðum ÍSK en verðhrun varð
á hlutabréfum í samsteypunni eftir
andlát Maxwells og kippti það end-
anlega fótunum undan fyrirtæk-
inu. Eftir mánuð gáfust synirnir
upp við að bjarga því.
Rannsókn stendur yfir á fjár-
reiðum fjölmiðlasamsteypu Maxw-
ells en grunur leikur á að hann
og hugsanlega synir hans einnig
hafi gengið í lífeyrissjóði starfs-
manna samsteypunnar til þess að
greiða af skuldunum. Trachten-
berg stjórnaði fyrirtæki sem sá
meðal annars um fjárfestingar líf-
eyrissjóðanna.
Weinberger ákærður í íran-kontramálinu:
Á yfír höfði sér 25
ára fangelsisvist
Washington. Reuter, The New York Times.
SAKSÓKNARINN, sem fer með ákæruvaldið á hendur Caspar Wein-
berger, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna aðildar
hans að Iran-kontra málinu, mun að ölium líkindum byggja sókn sína
á dagbókum sem Weinberger hélt í embættistíð sinni. Weinberger
hefur meðal annars verið gefið að sök, að hafa veitt Bandaríkjaþingi
ósannar upplýsingar og reynt að hindra rannsókn þess á hneykslinu.
Verði Weinberger fundinn sekur um öll ákæruatriðin gæti hann feng-
ið 25 ára fangelsisdóm og þurft að borga um 80 milljónir króna í sekt.
Weinberger var varnarmálaráð-
herra Ronalds Reagans Bandaríkja-
forseta á árunum 1981-1987. Árið
1987 hófst rannsókn á ásökunum
bandarískra fjölmiðla um það, hvort
bandarísk stjórnvöld hefðu selt vopn
á laun til íranskra stjórnvalda og
flutt hagnaðinn með leynilegum
hætti til kontraskæruliða í Nic-
aragua en hvort tveggja braut í
bága við bandarísk lög. Dómstólar
komust að þeirri niðurstöðu að svo
hefði verið og var Oliver North,
starfsmaður þjóðaröryggisráðsins,
dæmdur fyrir hlutdeild sína í mál-
inu. Síðar var dómurinn þó ógiltur
vegna þess að talið var að fyrri vitn-
isburður Norths í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings hefði haft óeðlileg
áhrif á dóminn.
Ákæruatriðin á hendur Weinberg-
ers eru fimm. Eitt fyrir að hafa lagt
stein í götu rannsóknarnefndar
þingsins, tvö fyrir meinsæri og tvö
fyrir að hafa gefið ósannar yfirlýs-
ingar í Íran-Kontra málinu. Er hann
meðal annars sakaður um að hafa
viljandi komið í veg fyrir að rann-
sóknarmenn þingsins gætu rannsak-
að dagbækur hans sem eru um 1.700
blaðsíður. Umrædd skjöl eru nú í
höndum saksóknarans í málinu og
er talið að þau geti leitt í ljós hvort,
og að hve miklu leyti, Weinberger
og aðrir háttsettir embættismenn
séu flæktir í máiið.
Weinberger er hæstsetti embætt-
ismaðurinn í Reagan-stjórninni sem
hefur verið ákærður í íran-kontra-
málinu. Haft var eftir Weinberger á
þriðjudag að allar sakargiftirnar
væru rangar. Hann hefði ávallt ver-
ið á móti vopnasölu til írans og átt
gott samstarf við þingið og saksókn-
ara við rannsókn hneykslisins.
Saksóknarinn, sem fer með málið,
neitaði því að með ákærunni gegn
Weinberger væru böndin farin að
beinast gegn Reagan en getum hef-
ur verið leitt að því að samsæri sé
á milli fyrrum háttsettra embætt-
ismanna forsetans fyrrverandi um
að hylma yfir þátt hans í málinu.
Bretland:
Eyða skammdrægum
kjarnavopnum á sjó
London. The Daily Telegraph.
BRESKI flotinn mun eyða öllum skammdrægum kjarnaflaugum og
kjarnorkudjúpsprengjum sínum, að sögn Malcolms Rifkinds, vamar-
málaráðherra Breta. Ekkert hinna kjarnorkuveldanna fimm hefur
gefið jafn afdráttarlausa yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun á höfunum.
Bretar munu halda langdrægum
Trident-flaugum um borð í kafbát-
um, en 30 kjarnorkudjúpsprengjur
og 30 skammdrægar flaugar verða
eyðilagðar. I september síðastliðnum
ákvað Atlantshafsbandalagið
(NATO) að skip undir merkjum
bandalagsins myndu ekki bera
skammdræg kjarnorkuvopn um borð,
en vopnin voru geymd í landi og tilbú-
in til notkunar ef þyrfti. Rifkind sagði
að nú yrði gengið skrefi lengra og
vopnin eyðilögð. ,
Til stendur að eyðileggja um helm-
ing þeirra 2.500 skammdrægra
kjarnavopna sem bandaríski flotinn
býr yfir, en sjóliðar verða væntanlega
áfram æfðir í notkun þeirra. í flota
Sovétríkjanna voru um 2.600
skammdræg kjarnorkuvopn, en til
stendur að ljarlægja flest eða öll
þeirra úr skipum. Frakkar eiga um
36 flugskeyti með kjamaoddum, sem
hægt er að setja í flugvélar um borð
í tveimur flugmóðurskipum, en þeir
hafa ekki gefið út neina yfirlýsingu
um að slíkt verði ekki gert.
Tilbodgildir í eftirtöldum verslunum:
REYKJAVIK: Hagkaup (allar verslanir), Bónus (allar verslanir),
Nóatún (allar verslanir), 10:10 Vogaveri, 10:10 Norðurbrún,
Matvörubúðin Grímsbæ, Hagabúðin, Melabúðin, Kársnerskjör,
Sunnukjör, Matvörubersl.Austurvcri,Kjöthöllin,Júllabúð,Versl.
Rangá, Versl. Svaríhóll, Kjötmiðstöðin, Vinberið, Laugameskjör,
Breiðholtskjör, Plúsmarkaðurinn Straumnes, Kjöt & Fiskur.
KÓPAVOGUR: Brekkuval, Borgarbúðin, Sækjör, Hvammsval,
Versl. Vogur. HAFNAFJÖRÐUR: Bónus, Versl. Amarhraun,
Versl. Þórðar Þórðarsonar MOSFELLSBÆR: Nóatún, Kaupf.
Kjalamesþings. AKRANES: Skagaver, Versl. Einars Ólafsson.
AKUREYRI: Hagkaup, Matvömmarkaðurinn. BÍLDUDALUR:
Edinborg. BLÖNDUÓS:Vísir.BORGARNES:Versl.Jón&Stéfan,
Vöruhús Vesturlands. BOLUNGARVÍK: Vcrsl. Einars
Guðfinnssonar. BUÐARDALUR: Dalakjör. DJLJPIVOGUR: KASK
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Viðarsbúð. GRUNDARFJÖRÐUR:
Ásakjör, Versl. Gmnd. GRINDAVÍK: Staðarkjör. HELLA: Höfh/
Þríhymingur, HELLISSANDUR: Kjörbúðin. HÓLMAVÍK: Kaupf.
Steingrímsfjarðar. HÚSAVÍK: Kaupf. Þingeyinga, Kjarabót.
HÖFN: KASK (Vesturbraut & Hafnarbraut). ÍSAFJÖRÐUR:
Vömval, Kaupf. ísfirðinga, Bjömsbúð. KEFLAVÍK: Hagkaup,
Stórmarkaðurinn.Versl.Hólmgarður.Miðbær.ÓLAFSFJÖRÐUR:
Versl. Valberg. ÓLAFSVÍK: Kassinn, Hvammur. RIF: Virkið.
SELFOSS: Höfn/Þríhyrningur, Kjarabót, Vöruhús K.Á.
SIGLUFJÖRÐUR: Frímanskjör. STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör.
VESTMANNAEYJAR: Tanginn, Eyjakaup, K.Á. Goðahrauni,
Eyjakjör, Betri Bóuus.
150 kr.
s
Eg vel:
□ Ríó Kaffi □ Diletto Kaffi | | Colombia Kaffi
Heimilisfang:
Sími:_________
Tilboð gildir adeins ef útfylltum
miða er framvísað í einhverri
neðangreindra verslana.
Afsláttur á lkg. lengjumi
Þessi miði veitir þér 50 kr. afslátt þegar þú kaupi 1 kg. af Ríó kaffi !
eða Diletto kaffi eða Colombia kaffi. Það eina sem þú þarft að gera |
er að merkja við hvaða kaffi þú kaupir og skrifa nafn þitt og |
heimilisfang á miðann. Síðan afhendir þú miðanum við kassann í ®
einhverri af neðangreindum verslunum.
I
I
I
I
I
I
I
,J
Tilbod gildir frá 11. júní til 25. júni.
Tilboð gildir adeins ef 'keypt er
1. kg. lengja af ÓJ&K kaffi.
Sætún 8,125 Reykjavík. Sími 6 24 000