Morgunblaðið - 13.08.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.1992, Síða 1
56 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 181. tbl. 80.árg. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þjóðverjar skerða heilbrigðisþjónustu: Sjúklingar taka þátt í kostnaði Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin ákvað í gær að ná tökum á útgjöldum til heilbrigðis- mála meðal annars með því að sjúklingar taki aukinn þátt í kostn- aði við heilbrigðisþjónustuna en auk þess verða læknar, sjúkrahús og lyfjafyrirtæki knúin til að lækka verð á þjónustu sinni. Ríkisstjórnin lagði blessun sína yfir frumvarp Horst Seehofers heil- brigðisráðherra um breytingar í heilbrigðisþjónustunni sem ætlað er að leiða til 11,4 milljarða marka, jafnvirði 422 milljarða ÍSK, sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu á ári. Gert er ráð fyrir að hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði, legukostn- aði á spítölum og tannlæknaþjón- ustu verði aukin um 3,2 milljarða marka. Því sem á vantar, 8,2 millj- örðum marka, verður náð með því að lækka greiðslur til lækna, tann- Dráttar- vélum lagt Havana. Reuter. lækna og sjúkrahúsa. Lyfjaverð verður lækkað um 5% á næsta ári og hið nýja verð „fryst“ næstu tvö árin þar á eftir. Samtök lækna, lyfsala og lyfja- framleiðendur hafa gagnrýnt fyrir- hugaðar ráðstafanir harðlega. Karsten Vilmar, formaður þýska læknafélagsins, sakaði Seehofer um gerræðislega stjórnarhætti og sagð- ist ekki útiloka aðgerðir af hálfu lækna í mótmælaskyni við niður- skurðinn. Þýskir jafnaðarmenn hafa lýst andstöðu við sparnaðaráformin og segja þau íþyngja almenningi, eink- um venjulegu launafólki og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Seehofer segir hins vegar að ekki muni draga úr gæðum þjónustunn- ar. Á flótta undan Serbum Rcut' Konur og börn á flótta undan sveitum Serba í norðurhluta Bosníu. Myndin var tekin við borgina Prijedor. Reynt að hindra þjóðernis- hreinsun Serba í Bosníu Genf, Saræevo, Brussel. Reuter. DRÁTTARVÉLUM og öðrum vélknúnum landbúnaðartækjum hefur verið lagt unnvörpum á Kúbu á undanförnum misserum vegna skorts á eldsneyti, vara- hlutum og hjólbörðum, að sögn landbúnaðarráðuneytisins í Hav- ana. Á undanförnum tveimur árum hafa rúmlega 80.000 sérþjálfaðir uxar leyst dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki af hólmi og verið er að þjálfa 36.500 uxa til viðbótar til landbúnaðarstarfa, samkvæmt frétt flokksblaðsins Granma. Er uxunum einkum ætlað að draga plóga og flutningakerrur en uxar voru t.d. notaðir við að koma síð- ustu sykuruppskeru í hús. FULLTRÚAR Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu í gær að af hálfu stofnunarinnar yrði allt gert sem unnt væri til þess að koma í veg fyrir „þjóðernishreinsun" Serba í Bosníu-Herzegovínu en þeir hafa hótað að hrekja á þriðja tug þúsunda manna, aðal- lega múslima, frá heimkynnum sínum í Bosníu til Króatíu. Talsmaður Flóttamannahjálpar- innar sagði að erfitt yrði að koma í veg fyrir að Serbar hrektu um 28.000 manns til Króatíu. Á vegum stofnunarinnar yrðu þó menn send- ir til norðurhluta Bosníu til þess að freista þess að tala um fyrir serbnesku sveitunum. Þær hafa hótað að reka rúmlega 20.000 manns sem hafast við á svæði í norðurhluta Bosníu yfir landamær- in til Króatíu og einnig nokkur þúsund manns í suðurhluta lands- ins. Starfsmenn SÞ fylgdu í gær rúmlega 300 konum og börnum frá Sarajevo til Split en þaðan er ráð- gert að þau fari til Slóveníu og Austurríkis. Samkomulag náðist í fyrradag við stríðandi fylkingar í Bosníu um brottflutning fólksins. Forsetar allra fyrrum lýðvelda júgóslavneska ríkjasambandsins hafa þegið boð Carringtons lávarð- ar um að sitja nýjan fund friðarráð- stefnu Evrópubandalagsins (EB) í Brússel á morgun, föstudag. Óljóst var þó hvort Slobodan Milosevic Serbíuforseti tæki þátt í sameigin- legum fundi fulltrúanna en hann mun alltént eiga tvíhliða viðræður við Carrington á föstudagsmorgun. Einn tilgangurinn með fundunum í Brussel er að undirbúa Lundúna- ráðstefnu EB og SÞ um ástandið í Júgóslavíu. Bandaríkjamenn freistuðu þess í gær að ná breiðri samstöðu á alþjóðavettvangi um að Sameinuðu þjóðirnar skipuðu sérstakan full- trúa til þess að rannsaka mannrétt- í bréfi frá sænsku hirðinni til Per Danielsen, lögmanns selveiði- mannanna, segir, að gagnrýni kon- ungsins á selveiðimennina og Gro Harlem Brundtland hafi byggst á upplýsingum, sem ekki hafi reynst alveg réttar. „Auðvitað er ég ánægður," seg- ir lögmaðurinn í viðtali við Ar- beiderbladet, „bréf Karls Gústavs konungs er afsökunarbeiðni til for- sætisráðherrans, norsku þjóðar- innar, en ekki síst til selveiðimann- anna.“ Vorið 1989 var sænski konung- urinn óvenjulega hvass í ummæl- um sínum um selveiði Norðmanna sem þá lá undir harðri gagnrýni í indabrot í fyrrum lýðveldum Júgó- slavíu. Beinist þessi tilraun gegn meintu illu framferði serbneskra sveita í Bosníu. Sjá „Hóta að ..." á bls. 22. Svíþjóð og fleiri löndum. „Ef Gro Harlem Brundtland getur ekki lát- ið selavandamálið til sín taka, skil ég varla í að hún geti stjórnað norsku þjóðinni," sagði Karl Gústav meðal annars. í bréfinu frá sænsku hirðinni, sem er undirritað af Per Sköld ríkismarskálki, segir: „Þar sem upplýsingar bæði í blöðum og sjón- varpi voru samhljóða og snertu mikilvægt náttúruverndarmál, var eðlilegt, að hans hátign tjáði sig um málið. Hann byggði mál sitt á upplýsingum sem eftir á reyndust ekki alveg réttar. Ummælunum var ekki beint gegn neinum ákveðnum selveiðimönnum.“ Hungursneyð í Sómalíu Hálf fimmta milljón manna líður skort af völdum borgarastríðs eða hungursneyðar í Sómalíu, að mati fulltrúa erlendra hjálparstofnana. Ástandið í landinu er sagt ólýsanlegt. Samkomulag náðist í gær um að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér að tryggja flutninga á matvæl- um og hjálpargögnum til landsins og innan þess. í því skyni verða 500 gæsluliðar sendir til Sómalíu á næstu dögum. Myndin var tekin af sómölsku barni í flóttamannabúðum í gær. Sjá „Þrjú til fimm þúsund manns hungurmorða ..." á bls. 22. Norskir selveiðimenn fá uppreisn: Svíakontingur send- ir afsökunarbeiðni Ósló. Frá Morten Rod, fréttaritera Morgunblaðsins. KARL Gústav Svíakonungur hefur beðið 17 norska selveiðimenn og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra afsökunar á ummæl- um sem hann viðhafði um selveiðar Norðmanna fyrir þremur árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.