Morgunblaðið - 13.08.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992
Vii
A
Byggða- o g listasafn Arnesinga
List og hönnun
Bragi Asgeirsson
Á dögunum átti ég leið um
Selfoss og notaði sem oftar tæki-
færið til heimsóknar á Byggða-
og listasafn Árnessýslu, en þar
stendur nú yfir árleg sumaropnun.
Safnið er þá opið daglega frá kl.
14-17 og verður svo til ágúst-
loka. Lék mér einkum forvitni á
að sjá breytingar þær á listasafn-
inu, sem ég las um í fréttum ný-
lega.
Eg hef nokkrum sinnum ritað
sérstaklega um einstaka listvið-
burði, og þá helst opnun lista-
safnshússins 14. júní 1974. Þá
komst myndverkagjöf Bjarnveigar
Bjarnadóttur og sona hennar Lofts
og Bjama M. Jóhannessona loks
undir eigið þak, en það hafði áður
verið til húsa í byggða- og bóka-
safnshúsi héraðsins, og opnað 5.
júlí 1964. Málverkagjöfin sem af-
hent var árið áður taldi uppruna-
Iega 41 myndverk, en fram til
ársins 1974 bættust við 28 verk.
Síðan munu væntanlega eitthvað
hafa bæst við, en ég veit ekki
nákvæmlega hve mikið, en síðasta
verkið mun vera steinskúlptúr eft-
ir Pál Guðmundsson frá Húsafelli.
Ekki er það ætlun mín að fjöl-
yrða um þá höfðinglegu gjöf né
byggðasafnið í sjálfu sér, því að
ég var einungis staddur á þessum
slóðum fyrir tilviljun og viðstaða
mín stutt, en ég vil koma á fram-
færi ýmsum hugleiðingum sem
þetta innlit fæddi af sér.
Listasöfnin á landsbyggðinni
eru fá og ekki hugað að þeim sem
skyldi, t.d. endurnýjunarþörf
þeirra og að auka við þau svo að
yfirsýn verði meiri. Hér er yfirleitt
um einstaklingsframtak að ræða
og oftar en ekki aðfluttra höfuð-
borgarbúa sem eru að gefa fyrrum
heimaslóðum listaverkasöfn sín.
Fá þau þá yfirleitt einhversstaðar
inni t.d. í byggða- og bókasöfnum
og daga þar uppi án nauðsynlegr-
ar endurnýjunar. Myndimar verða
þá sem „betrekk" á veggjunum,
svo ég vitni í okkar ágæta málara
Svavar Guðnason.
Mikilvægi endumýjunar hefur
einmitt aukist til mikilla muna á
undanfömum áratugum með gjör-
breyttri þjóðfélagsgerð, breyttu
menntakerfi og flutningi fram-
haldsskóla til landsbyggðarinnar.
Við það einangrast landsbyggðin
menningarlega séð að því leyti,
að hún verður sjálf að standa und-
ir miðlun hennar. Byggðajafnvægi
er væntanlega ekki hið sama og
byggðaútjöfnun, og hér dugir alls
ekki að troða einhveijum stöðluð-
um lærdómsgreinum inn í kollinn
á nemendum, svo sem í höfuðborg-
inni, heldur verður einnig að skapa
menningarlegt umhverfi og and-
rúmsloft.
Meðal þess er t.d. varðveisla
muna úr fortíðinni, er skara dag-
legt líf og atvinnuhætti, svo og
sögufrægra bygginga. Þetta hefur
sumstaðar tekist vel en sumstaðar
miður. í fyrra fallinu er menn
hafa varðveitt hlutina svo til
óbreytta eins og t.d. byggingar,
eða komið þeim í upprunalegt
horf, en í seinna fallinu er menn
hafa reynt að skapa hlutum
ímyndað umhverfi, eins og t.d. sér
stað á Selfossi. Þetta atriði, að
leitast við að bregða upp sannverð-
ugu og lifandi umhverfí í kringum
dýr og dauða hluti, er í raun list-
og vísindagrein, svo sem sjá má
á söfnum úti í heimi og þá einnig
héraðssöfnum, sem sum eru af-
skaplega vel úr garði gerð, þótt
ekki séu þau stór í sniðum. Það
er svo einnig mikil list að gera
lítil héraðssöfn þannig úr garði,
hlýleg og aðlaðandi, að þeim
magnist aðdráttarafl og fólk komi
þangað aftur og aftur.
Menning er ekkert sem mætir
afgangi meðal þjóða og þjóðar-
brota, heldur markast það af stolti
og metnaði að gera sem best um
varðveislu dýrmætra sérkenna, og
hefur heimsbyggðin orðið áþreif-
anlega vör við það á undanfömum
árum.
Stærð safna hefur og aldrei
verið aðalatriði heldur innihald
þeirra, og örfá lykilverk bestu
listamanna þjóðarinnar eru meira
virði en mörg miðlungsverk. Þetta
ætti að liggja í augum uppi og svo
skal að auki vísað til þess og minnt
á, að margur listunnandinn kemur
einungis á heimssöfnin til að skoða
frumgerðir verka örfárra uppá-
haldslistamanna sinna.
Það verður vonandi seint, að
menn telji frumstæð og klaufaleg
vinnubrögð til héraðseinkenna á
íslandi, en það snerti mig sannar-
lega illa að sjá dýrastofn okkar
innan um mjög ólífrænt umhverfí,
sem virkaði á mig líkt og klúðurs-
lega gerð leikmynd.
Hér er nefnilega hægt að gera
svo miklu betur 'og þarf ekki að
kosta mikinn pening, mun fremur
útsjónarsemi og hugvit. Hámenn-
ing er að sjálfsögðu sprottin af
alþýðumenningu, en hér þarf að
gera skilsmun á, eins og aðrar
þjóðir gera, en ekki vera með allt
í einni bendu. Vísa má einnig til
þess, að frumstæð alþýðumenning
til sveita er yfírleitt alls staðar
keimlík í kjama sínum, og það ber
alls ekki að horfa fram hjá henni
og enn síður ýta henni til hliðar,
en hún á ei heldur að vera í for-
grunninum. Sú útjöfnunarárátta
sem hér á sér stað er eins og
draugur úr fortíðinni og verður
einungis framkvæmd á kostnað
hálistarinnar. Héraðssöfnin
stækka af því að viða að sér því
sem best hefur verið gert, og er
gert í list þjóðarinnar, og um leið
eru þau andlit héraðsins út á við,
stolt þeirra, metnaður og ris.
Það gladdi mig að sjá margt
merkilegra gripa og fagurra hluta
á lista- og byggðasafninu og mál-
verkasafnið er athyglisverð og
mikil gjöf. En hins vegar er and-
rúmsloftið framandi, kalt og þrúg-
andi í sumum deildum, og þá eink-
um dýrasafninu, jafnvel svo að
minnir á vaxmyndasafn, eins og
dýrin sjálf eru nú falleg og lit-
brigði þeirra nátengd safaríkum
grómögnum.
Fyrirlestr-
ar í Nor-
ræna húsinu
FYRIRLESTRAR um íslenskt
samfélag, efnahagslíf, menn-
ingu og lifnaðarhættí hafa verið
haldnir í fundarsal Norræna
hússins á sunnudögum í sumar
og hafa þeir verið vel sóttír af
norrænum ferðamönnum.
Sunnudaginn 16. ágúst kl.
16.00 mun Sigrún Stefánsdóttir
fræða gesti Norræna hússins um
íslenskt þjóðfélag og fréttaatburði
líðandi stundar og sýna fréttaskot
af myndbandi. Sigrún flytur mál
sitt á norsku. Sunnudaginn 23.
ágúst verður síðasti fyrirlesturinn
í þessari röð og verður Sigrún
Stefánsdóttir þá öðru sinni með
fyrirlestur.
Kvikmyndasýningar eru í fund-
arsal Norræna hússins á hveijum
degi kl. 13.00 og er þá sýnd kynn-
ingarmynd um Island og er textinn
ýmist á norsku eða dönsku. Kl.
13.30 er kvikmyndin sýnd með
finnsku tali fyrir gesti frá Finn-
landi.
(Fréttatilkynning)
Tölvunámskeið
17. - 28. ágúst '92
Word fyrir Windows
24. - 28. agúst kl. 16:00-19:0«
•••
Macintosh fyrir byrjendur
Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikeifi
17. - 21. ágúst kl. 16:00-19:00 og
kvöldnámskeið 20. ág-3. sep, tvisvarí viku
•••
Tölvusumarskóli 10-16 ára
Frábært námskeið fyrirpilta og stúlkur
Kennt á Macintosh eða PC
17. ág. -4. sep. ki. 09:00-12:00 eða 13:00-16:00
•••
Windows 3.1 • PC grunnur
17.-19. ágústkl. 16:00-19:00
•••
Word 5.0 á Macintosh
24.- 28. ágústkl. 16:00-19:00 og
kvöldnámskeið mán og mið. 26. ág.-8. sep.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16*stofnuö 1. mars 1986
Sími 68 80 90
MONGOOSE FJALLAHJOL
Nú býbst þér gulliö tækifæri,
dragbu því hjólakaupin ekki lengur.
'W ^ Þú hjólar á MONCOOSE hjólum allan ársins hring.
Vandlátir Vatnajökulfarar, skíbalandslib íslands, Hreystimannafélagib
og þú velja ab sjálfsögbu MONGOOSE fjallahjól.
RAÐGREIÐSLUR
Notum hjálm.
Virðum vibkvæma náttúru landsins.
Fjallahjólabúbin
CA?
G. Á. Pétursson hf.
Nútlðinni, Faxafeni 14, sfmi 68 55 80
Fjallhressir sölumenn! V) 3 z
Viðhalds- =o
og varahlutaþjónusta.