Morgunblaðið - 13.08.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992
17
Réttleysi og þarfir
aumingja mömmu
eftirRegínu Gretu
Pálsdóttur
Tilefni þessara skrifa er grein
Signýjar Sigurðardóttur í Morgun-
blaðinu 29. júlí sl. Fjögurra dálka
grein um hið óréttláta samfélag
sem við búum í og neyðir okkur
til þess að sætta okkur við „að eign-
ast ekki börn eða að vera heima
hjd börminum okkai*'.
Það er a.m.k. tvennt sem við
Signý eigum sameiginlegt og það
er að vera búnar að skrifa 100
greinar í huganum síðan við urðum
mæður og aldrei gert neitt í því
að koma hugleiðingum okkar á
framfæri. Hugleiðingar mínar eru
hins vegar nokkuð frábrugðnar
hennar.
Ég tilheyri nefnilega þeirri teg-
und kvenna, sem af grein Signýjar
má ráða að verði stoppuð upp.
Þessa ályktun dreg ég af því að
Signý telur slíkar konur ekki til og
því hljótum við að vera í bráðri
útrýmingarhættu.
Ég er fjögurra ungra barna
móðir og hef ekki litið á það sem
nauðungarvinnu að vera heima hjá
þeim og annast þau. Þvert á móti
tel ég það rétt barnanna að fá að
umgangast foreldra sína eins mikið
og kostur er og vera til staðar þeg-
ar þau þurfa á okkur að halda,
fylgjast með þeim vaxa og þrosk-
ast. Það er nánast óskiljanlegt að
nokkurt foreldri geti látið frá sér
fara orð eins og: „... ef ég vil ekki
gjöra svo vel að vera heima hjá
dóttur minni ...“ — „... að þurfa
að vera heima [hjá barninu sínu]
oggleyma eigin þörfum ..." o.s.frv.
Þegar Signý hafði valið sér að
eignast barn (án nokkurs samráðs
við samfélagið), þótti henni „ekki
mikið“ að gera þær kröfur til
samfélagsins að það hjálpaði henni
við uppeldi barnsins.
En hvað er svo þetta samfélag
sem Signý er að tala um? Það er
auðvitað hitt fólkið í landinu, ég
og þú.
Signý vildi gjarnan borga háar
upphæðir fyrir „vistun þar sem
unnið væri eftir einhverri dag-
skrá“. Auk þess lítur hún á þessa
vistun dóttur sinnar (hjá dag-
mömmu) „sem fyrst og fremst
geymslu“ og hefur samviskubit
yfir því að dóttir hennar skuli þurfa
að lifa við það. En hver á að setja
saman dagskrá fyrir dóttur Signýj-
ar svo Signý „þurfi ekki að vera
heima og gleyma eigin þörfum“ og
svo barnið þurfi ekki að vera sent
eitthvert í vistun og Signý að sitja
uppi með eilíft samviskubit?
Svarið er auðvitað samfélagið.
Það eru nefnilega ég og þú sem
eigum að setja saman dagskrá fyr-
ir barnið. Ekki Signý, ekki barns-
faðir hennar, heldur meðborgar-
arnir. Signý og fyrrverandi sam-
býlismaður hennar sáu um að koma
barninu í heiminn og segja nú við
okkur hin svipað og þeir sögðu við
Signýju á Dagvistun barna:
„Vesgú, hér er barnið, ykkar er
ábyrgðin."
Signý telur sig „áhugamann um
umönnun barna í þessari borg“ og
lýsir útreiðinni sem hún fékk hjá
Dagvistun barna: „Ég varð sem
sagt að hitta þessar konur [þ.e.
dagmæður] og fara eftir minni til-
fínningu eingöngu" og hún sagðist
síðan þurfa að treysta á „Guð og
lukkuna“ þegar hún kom dóttur
sinni fyrir. Niðurstaðan er sem
sagt sú að Signý þurfti nú á eigin
Regína Greta Pálsdóttir
„Ég er fjögurra ungra
barna móðir og hef
ekki litið á það sem
nauðungarvinnu að
vera heima hjá þeim og
annast þau. Þvert á
móti tel ég það rétt
barnanna að fá að um-
gangast foreldra sína
eins mikið og kostur
er.“
spýtur að bera ábyrgð á vistun
dóttur sinnar án nokkurrar hjálpar
frá mér og þér (þ.e. samfélaginu).
Móðir, áhugamaður um umönnun
barna og kona með eigin þarfir á
hreinu, hlýtur að hafa skoðun á
þörfum barnsins síns. Er til of mik-
ils mælst að hún beri ábyrgð á
valinu en ekki meðborgararnir?
Þörf getur verið á dagvistun í
ýmsum tilfellum. Hins vegar er það
skoðun mín að foreldrar, hvort
heldur þeir eru sundur eða saman,
geti ekíri varpað ábyrgðinni á upp-
eldi barnanna á okkur hin.
Þá get ég ekki látið hjá líða að
víkja örlítið að þessum þörfum
kvenna sem Signý minnist á. Þarf-
irnar sem hún er svo hrædd um
að verða bara að gleyma ef hún
(sem og aðrar konur) kýs að vera
heima og sinna uppeldi barnsins
síns. Ósjaldan er fjallað um slíkar
þarfir í svokölluðum kvennatímarit-
um. Það er afar erfítt að skilja af
hveiju konur telja uppeldi eigin
barna ekki samrýmast uppfyllingu
þessara kvenlegu þarfa.
Fær t.d. dagmamma þessum
þörfum fullnægt þegar hún er ekki
að ala upp eigin börn heldur stunda
atvinnu sína? Eða fóstra á dagvist-
arstofnun? Spyr sá sem ekki veit.
Annars er fróðlegt að vita hversu
miklum peningum „samfélagið" ver
til hjálpar barni í sömu aðstöðu og
barn Signýjar, að meðtalinni niður-
greiðslu hinna illræmdu yfirvalda
hér í Reykjavík á dagvistarrými.
Ekki væri úr vegi að viðkomandi
yfírvöld upplýstu það.
Höfundur starfar við uppeldi
fjögurra barna sinna. Hefurauk
þess lokið BA-prófi í
uppeldisfræði og MA-prófi í
sálarfræði.
Tölvusumarskólinn
PC eða Macintosh námskeið fyrir 10 -16 ára
2ja eða 3ja vikna námskeið hefjast 17. og 24. ágúst. Kennt frá
9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J)
j ihátíð ÍÍLixocard í
' [vamms /ík
sunnudaginn 16. ágúst
/ A fí:
, Í
f* m
M '• k íá^S
►. ,?>; -"jy■>*
Enn á ný efnir Eurocard til útihátíðar í Hvammsvík í Hvalfirði
(aðeins 40 mín. akstur frá Reykjavík) fyrir gullkorthafa og
félaga í Euroklúbbnum. Fjölbreytt dagskrá allan daginn tryggir
að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.
CVeiði:
kl. 10-18
Mikið er af spriklandi fiski í vatninu við Hvammsvík
sem er sólginn í alls konar beitu, s.s. maísbaunir,
rækju, hrogn, maðk og flugu. Hægt er að veiða allt í
kring um vatnið og því ættu flestir að geta krækt í
væna silunga eða laxa í soðið. Veiðivörður leiðbeinir
við veiðamar og veitir aðstoð ef á þarf að halda.
Veiðistangir fást leigðar í veitingaskálanum, og þar
eru til sölu spúnar og krókar, svo og laxahrogn til að
nota sem beitu. Þar er fiskurinn einnig vigtaður,
slægður og þveginn fyrir veiðimenn þeim að
kostnaðarlausu. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta
fískinn sem veiðist fyrir kl. 16. Auk þess hefur
verið sleppt einum sérmerktum fisk í vatnið.
Verðlaun fyrir að veiða þennan fisk eru vegleg,
- helgarferð fyrir tvo til Parísar.
► Golfleikur kl. 10-18
<i> Golfkennsla kl. 10-14
Það er góð aðstaða til golfiðkunar í Hvammsvík og
geta þeir sem leika golf nýtt sér hana að vild á
hátíðardaginn. Fyrir byrjendur eða þá sem vilja
bæta leik sinn verður Amar Már Ólafsson
golfkennari með ókeypis golfkennslu á milli kl. 10
-14 á æfíngabraut vallarins. Golfvöllurinn er opinn
allan daginn og hægt er að leigja kylfur og fá
skorkort í veitingaskálanum. Verðlaun verða veitt
fyrir þann bolta sem lendir næst holu á 9. braut
eftir upphafshögg.
Hestar kl. 10-12 og 14-18
Boðið er upp á stutta útreiðatúra, einkum fyrir
yngstu kynslóðina. Tekið er mið af hæfni hvers
og eins.
M Gönguferð með leiðsögn kl. 12:30
Skemmtileg gönguferð undir leiðsögn Lýðs
Bjömssonar sagnfræðings verður farin um
Hvammsvík og næsta nágrenni. Gönguferðin
tekur rúma klukkustund og er við allra hæfi.
Tónlist - leikir
Nikkan er ómissandi á útihátíð í sveitinni, og
félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur leika
létta og dillandi tónlist við veitingaskálann kl.
12:30-13:30 ogkl. 14:30-15:30. Dagskrárkynnir
hátíðarinnar, Hafsteinn Hafsteinsson, leikur og
syngur á milli atriða og stjómar auk þess leikjum
fyrir börn á öllum aldri á grasflötinni við skálann.
& Grillveisla kl. 13
Efnt er til mikillar grillveislu þar sem Goði og
Coke leggja saman og bjóða upp á gémsæta rétti
og svalandi gosdrykk.
•
t Upplýsingabás
í veitingaskálanum verður starfræktur
upplýsingabás þar sem starfsfólk Eurocard mun
veita hvers kyns upplýsingar um hátíðina, svo og
allar upplýsingar um Eurocard, Euroklúbbinn og
þá þjónustu sem korthöfum og klúbbfélögum
stendur til boða.
Allt þetta bjóðum við gullkorthöfum og félögum í
Euroklúbbnum þeim að kostnaðarlausu, en greiða
þarf 400 kr. fyrir hvem veiddan fisk (ath. ekkert
veiðileyfisgjald). Hér gefst allri tjölskyldunni
kjörið tækifæri til að eiga ánægjulegan dag og
Eurocard vonar að sem flestir nýti sér þetta boð.
Kreditkort hf., Ármúla 28,108 Reykjavlk. Sími (91) 685499