Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Allur barlómur bannaður á grænum degi í Kolaportinu í KOLAPORTINU verður sérstakur „grænn dagur“ sunnudaginn 23. ágúst og verður markaðstorgið þá sérstaklega tileinkað öllum jákvæðum þáttum vistfræða og umhverfismála. Þann dág ætlar Kolaportsfólk að bregða á leik með framtíðarsýnir, breytt við- horf og þá byltingu í lífsvenjum sefiT blasir við í náinni framtíð. Allur barlómur verður bannaður og áhersla lögð á bjartsýni á betra líf og skemmtilegra umhverfi. Þennan græna daga í Kolaport- inu verður stofnunum, félagasam- tökum, fyrirtækjum og einstakl- ingum gefið tækifæri til að kynna jákvæð mál á þessu sviði, hvort sem um er að ræða hugmyndir, vörur, þjónustu, upplýsingar eða annað. Sem undirfiokka má nefna vistvænar eða umhverfisvænar vörur, endurnýtingu, mengunar- varnir, orkusparnað, náttúru- vernd, iandgræðslu og hrein- tækni. Nú þegar er búið að leggja drög að ýmsum atriðum og má t.d. nefna þátttöku hugmyndasmiða eins og Einars Þorsteins sem mun kynna mótaðar hugmyndir um vistþort framtíðarinnar sem byggðar eru á vinnu hans við þró- un slíks þorps í Danmörku svo og orkusparandi kúluhúss sem hann er kannski þekktastur fyrir hér á landi, en elstu kúluhúsin sem reist hafa verið hérlendis eftir hönnun Einars eru nú meira en 10 ára gömul. Einar mun kynna vistþorp sem er í vinnslu og mun væntan- lega rísa í náinni framtíð í landi Gunnarshólma, rétt utan Reykja- víkur, en þar verða vistrænt út- færðar þyrpar 44 hýbýla. í Kolap- ortinu verður m.a. til sýnis risa- stórt módel slíks hýbýlis. Þessi græni dagur, 23. ágúst, er jafnframt fyrsti sunnudagur haustsins í markaðstorginu, en það hefur eingöngu verið opið á kugardögum nú yfir hásumarið. Á sunnudögum verður Kolaportið opið sem fyrr kl. 11-17 en á laug- ardögum kl. 10-16. (Úr fréttatilkynningu) ■ HLJÓMS VEITIN Undir tunglinu spilar á Nillabar í Hafn- arfirði annað kvöld, föstudaginn 14. ágúst., frá kl. 23.-03. Hljómsveitin hefur leikið víða um land í sumar, síðast á útihátíðinni að Eiðum um verslunarmannahelgina. Undir tunglingu skipa Elfar Aðalsteins- son, söngur, Tómas Gunnarsson, gítar, Helgi Fr. Georgsson, hljóm- borð, Guðmundur Jónsson, trommur og Almar Þór Sveinsson, bassi. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! flfaHqpitiMaftffr R AÐ AUGL YSINGAR Enskukennarar Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill ráða enskukennara í fullt starf nú þegar. Upplýsingar hjá skólameistara í símum 98-11079 og 98-12190. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Laus staða Starfsmaður með fagþekkingu og reynslu í málefnum fatlaðra óskast til að aðstoða og leiðbeina fötluðu fólki, sem býr í íbúðum. Um er að ræða 100% stöðuhlutfall og er vinnutími aðallega á kvöldin og um helgar. Staðan veitist frá 1. október nk. Upplýsingar gefur Ásta M. Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 621388. Umsóknir berist til skrifstofunnar í Nótatúni 17, 2. hæð, fyrir 1. september nk. Innheimtumenn óskast á eftirtalin svæði: Seltjarnarnes, Njarðvík, Stykkishólm, Hellissand, Patreksfjörð, Hólmavík, Varmahlíð, Egilsstaði, Seyðisfjörð, Reyðarfjörð, Neskaupsstað, Djúpavog, Kirkjubæjarklaustur, Þorlákshöfn, Upplýsingar í síma 17336 milli kl. 9-12. Æskan. Starfsmenn við fornleifauppgröft Þjóðminjasafn íslands óskar að ráða nú þeg- ar starfsfólk til tínpabundinna starfa við forn- leifauppgröft. Umsækjendur með reynslu og háskólamenntun ganga fyrir. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnsins í síma 28888 milli kl. 8.00 og 16.00. Þjóðminjavörður. FJÓL8RAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 108 REYKJAVIK SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Fjölmiðlafræði Kennara vantar í fjölmiðlafræði nú þegar. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 814022. Skólameistari. Fiskiskip Til sölu 36 tonna kvótalaus eikarbátur. Tilboð óskast fyrir 20. ágúst 1992. Upplýsingar gefa: Skipasalan Bátar og búnaður, sími 622554, og eigandi í símum 93-61284 og 985-22636. Kvótasala - kvótaleiga - kvótaskipti. Verslunarhúsnæði Til leigu glæsilegt, standsett, 120 fm verslun- arhúsnæði með góðu skrifstofu- og lager- plássi. Upplýsingar í síma 688715 alla virka daga mili kl. 13-18, á kvöldin og um helgar í síma 657418. Skíðamenn 30 ára og eldri Dagana 15. og 16. ágúst verður haldið í Kerlingarfjöllum opið Reykjavíkurmót í svigi/stórsvigi. Mótið er opið öllum skíða- mönnum 30 ára og eldri. Skráning keppenda er á mótsstað. Keppendur sjá sér sjálfir fyr- ir gistingu og fæði. Stefnt er að því að fá sem flesta skíðamenn til leiks og góðrar samveru. Nefndin. Stöðupróf f framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn 1992 eru haldin sem hér segir: Þri. 18. ágústkl. 18.00 enska. Mið. 19. ágúst kl. 18.00 norska, sænska. Fim. 20. ágúst kl. 18.00 spænska, ítalska. Fös. 21. ágúst kl. 18.00stærðfr., þýska, franska. Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlend- um málum eru ekki fyrir nemendur sem að- eins hafa lagt stund á málið í grunnskóla. Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þeir, sem ætla að gangast undir þessi próf, þurfa að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð. Skráningu lýkur mánudaginn 17. ágúst. Hvítabjarnarskinn Til sölu fallegt hvítabjarnarskinn án höfuðbeins. Nánari upplýsingar gefnar á kvöldin út þessa viku í síma 76094. Réttingarverkstæði Til sölu er réttingarverkstæði í fullum rekstri í leiguhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Áhugasamir leggi inn upplýsingar um nafn og síma á auglýsingadeild Mbl., merkt: „AE - 10417“, fyrir mánudaginn 17. ágúst. Bflasala í Keflavík til sölu af sérstökum ástæðum. Er umboðsaðili fyrir bílaumboð og á besta stað í bænum. Gott útisvæði. Áhugasamir hafi samband við Róbert í símum 92-11900 á daginn og 92-12423 á kvöldin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Aðalræðumaður: kommandör Anna Harrevik. Þú ert velkomin(n)!. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Helgarferðir 14.-16. ágúst. Bósar í Þórsmörk. Síðsumars- ferð. Góð aðstaða í skálum. Gönguferðir við allra hæfi með fararstjóra. Brottför frá BSl bensínsölu kl. 20.00. Fimmvörðuháls 15.-16. ágúst. Fullbókað er í ferðina. Brottför frá BSl bensínsölu kl. 8.30 á laugardag. Fararstjóri Reynir Sigurðsson. Sjáumst í Útivistarferð. Scunhjólp I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum. Almennur söngur. Vitnisburðir. Ræðumað- ur Þórir Haraldsson. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Völvufelii Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferðir FÍ 14.-16. ágúst: 1) Bátsferð á Langasjó. Gist í Lambaskarðshólum og Land- mannalaugum. Ekið að Langa- sjó og siglt í gúmmíbát að jökl- inum. Óvenjuleg ferð - spenn- andi ferð. 2) a. Þórsmörk - gönguferðir um Mörkina. b. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Skógar. Gist í Skagfjörðsskála. Brottför í ferðirnar er kl. 20 föstudag. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu FÍ. Enn er hægt að komast í áhuga- verðar sumarleyfisferðir með Ferðafélaginu: 1) 14.-16. ágúst (3 dagar): Núpsstaðarskógar. Brottför kl. 08. Gist í tjöldum. Gönguferðir í stórbrotnu lands- lagi, m.a. á Súlutinda, að fossum Hvítár og Núpsár og víðar. 2) 19.-23. ágúst (5 dagar) Hofsjökulshringur. Brottför kl. 09. Ekin Sprengi- sandsleið norður og gist í sælu- húsi F( við Nýjadal. Haldið næsta dag um Laugafell og Ásbjarnar- vötn og gist i skála FFS í Lamba- hrauni. A þriðja degi liggur leiðin um Vesturdal til Skagafjarðar og siðan um Blöndusvæðið til Hveravalla og gist þar. Að lokum liggur leiðin norður fyrir Kerling- arfjöll um Kisubotna og á síðasta degi verður ekið suður með Þjórsá að vestan um Gljúfurleit, Þjórsárfossar skoðaðir o.fl. Spennandi ferð um sannkallaðar óbyggðir. Leitið upplýsinga hjá okkur á skrifstofunni. SkipuEagðar ferðir frá Land- mannalaugum til Þórsmerkur verða út ágúst á miðvikudögum og föstudögum (nokkur sæti laus). Dagsferðir til Þórsmerkur á sunnudögum og miðvikudög- um - hægt að dvelja milli ferða. Laugardaginn 15. ágúst kl. 08: Gengið á Baulu f Borgarfirði. Sunnudaginn 16. ágúst ki. 10.30 Þjóðleið 2: Selvogsgata og kl. 13: Krýsuvík - Geitahlið - Eldborgir. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.