Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 35 Guðbjörg Guðmunds dóttir - Minning Þann 16. júlí sl. var gerð frá Fossvogskirkju útför Guðbjargar Guðmundsdóttur, sem síðast var til heimilis að Fururgerði 1 í Reykja- vík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans þann 6. júlí sl. 81 árs að aldri. Guðbjörg fæddist 30. ágúst 1911 að Seli í Asahreppi í Rangárvalla- sýslu. Var hún sú 10. af 14 börnum hjónanna Sesselju Vigfúsdóttur og Guðmundar Jóhannessonar, bónda. Voru systurnar 8 en bræðumir 6. Þtjár systranna eru enn á lífi, þær Ingileif, Svava og Hulda. Guðbjörg eða Gauja, eins og hún var kölluð, ólst upp að Seli og gekk þar til allra venjulegra sveitastarfa. Hún fluttist til Reykjavíkur 17 ára gömul og vann þar við ýmis störf. Lengst af starfaði hún á kaffistofu kennara í Austurbæjarskólanum. í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Henry Franzsyni, fyrrum sjómanni og vörubílstjóra. Þau gift- ust 21. október 1939. Um tíma bjuggu þau á Digranesvegi í Kópa- vogi en lengst af í Hvammsgerði 5 í Reykjavík. Þau höfðu verið gift í 52 ár er Henry lést 13. nóvember 1990. Þau voru barnlaus en tóku kjörsoninn Hólmar árið 1953. Frá þeim tíma sinnti Guðbjörg syninum og heimilinu af miklum myndarskap og alúð en Henry vann hörðum höndum fyrir lífsbjörginni lengst á eigin vörubílum og sendibílum. Voru alla tíð miklir kærleikar með þeim hjónum og saman báru þau fyrst og fremst hag sonarins fyrir bijósti. Mér er í fersku minni hve gott var að heimsækja fjölskylduna bæði á Digranesveginn og í Hvammsgerðið og síðar í Furugerð- ið. Alltaf sat snyrtimennskan í fyrir- rúmi hjá Gauju og ekki stóð á að manni væri boðið góðgæti eða kök- ur og kræsingar. Henry frændi, maður Gauju, var annálað hreystimenni, sem aldrei féll verk úr hendi. Er hann féll frá fór heilsu Gauju að hraka og var hún oft á sjúkrahúsum eftir það. Undir það síðasta var Gauja mikið veik og komst ekki til meðvitundar eftir aðgerð á Landspítalanum í byijun júlí. Sonurinn Hólmar, sem býr í sam- býlinu í Njörvasundi 2, á nú um sárt að binda. Hann naut alla tíð ástríkis og umönnunar móður sinn- ar og föður. Þau vildu allt fýrir hann gera. Þau höfðu og mikla áhyggjur af velferð hans eftir sinn dag og vildu sjá hag hans sem best borgið. Það er mér Ijúft að hafa fengið að aðstoða Henry og Gauju á efri árum þeirra, það áttu þau sannarlega skilið. Þau skilja eftir hjá mér ljúfar minningar allt frá barnsárum. Minning þeirra öldruðu heiðurshjóna mun lifa áfram með ættingjum þeirra og vinum. Ég og fjölskylda mín, foreldrar og systkini vottum Hólmari innilega samúð og biðjum almáttugan guð að halda verndarhendi sinni yfir honum. Blessuð sé minning Henrys Franzsonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur. Jón H. Karlsson. Kristjana V. Hafliða dóttir - Minning Fædd 31. janúar 1918 Dáin 27. júlí 1992 Foreldrar Kristjönu voru hjónin Hafliði Þorsteinsson frá Grenjum í Álftaneshreppi og Steinunn Krist- björnsdóttir frá Elliða í Staðarsveit. Þau Tijón hófu búskap í Bergholts- koti og bjuggu þar í 19 ár, en fluttu árið 1922 að Stóru-Hellu við Hellis- sand. Alsystkini Kristjönu voru tíu og eru þau öll látin nema Steinunn. Einnig átti Kristjana tvær háífsyst- ur, sem báðar eru búsettar í Alaska. Ung að árum missti Kristjana móður sína. Dvaldi hún í nokkur ár hjá foreldrum mínum á Hellis- sandi. Systrakærleikur þeirra var mikill og höfðu fjölskyldur þeirra alla tíð mikið og gott samband. Jana frænka giftist árið 1940 Jóni Zophoníasi Sigríkssyni frá Krossi, Innri Akraneshreppi. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Hrönn, maki Halldór Jóhannsson, Ester, dó tveggja mánaða gömul, Börkur, maki Valgerður Sigurðar- dóttir, og Þorsteinn, maki Hrefna Steindórsdóttir. Ég átti því láni að fagna að vera barnapía hjá þeim hjónum. Oft var komið þar við á leið okkar að norð- an. Makar okkar töluðu mikið um laxveiði. Margar ferðir fór hún með manni sínum til laxveiða á ýmsum stöðum á landinu. Alla tíð, bæði góð og glaðlynd varstu geymdir þú djúpan frið í hjarta þér. Með hugrekki og þrótti þrautir barstu, þakkaðir jafnan Guði eins og ber. Allt fram á þínum stranga banabeði, brosmild þú varst með ró og stilltu geði. (Jakob Jóh. Smári.) Blessuð sé minning hepnar. Sendi eiginmanni börnum og ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Hrefna Einars og fjölskylda. Foreldrar hennar voru hjónin Hafliði Þorsteinsson og Steinunn Kristjánsdóttir, búendur á eignar- jörð sinni Bergholtskoti í Staðar- sveit. Steinunn var fædd að Ytra- Lágafelli í Miklaholtshreppi, for- eldrar Vigdís Jónsdóttir og Kristján Elíasson. Þau hjón áttu bæði stóran ættboga um Snæfellsnes. Hafliði var sonur Þorsteins Þórðarsonar og Sigríðar Hafliðadóttur. Þau voru búendur að Grenjum á Mýrum. Nú sem fyrr sannast að enginn veit hvað átt hefur fýrr en misst hefur. Systir mín Jana er horfin frá okk- ur. Við sem eftir stöndum lifum í von um endurfundi, þegar lífsgöngu okkar lýkur, þar til yljum við okkur við ljós minninganna, sem við eigum um elsku systur mína. Hún miðlaði okkur ríkulega af manngæsku sinni og kærleika. Hún tók svo mikinn þátt í gleði okkar allra. Einnig miðl- aði hún í ríkum mæli til okkar af hluttekningu og manngæðum, já móðurlegri umhyggju þegar sorgir og erfiðleikar sóttu okkur heim. Gleði hennar og hlýja voru einstök, það var ómetanlegt að eiga hana að. Mörg síðustu árin hefi ég átt því láni að fagna, að eiga heimili mitt í nálægð hennar. Ekki hafa liðið dagar á þessum árum án þess að við töluðum saman í síma, eða heimsóknir væru tíðar. Það var ómetanlegt hin síðari ár, að eiga hana að með sinn systurkærleika og umhyggju. Systir mín gekk ekki heil til skógar. Rúm 30 ár hefui hjarta- og æðasjúkdómur þjáð hana. En hún bar þetta mein sitt sem hetja. Já, svo að oft mundi maður tæpast eftir hve mikill sjúkl- ingur hún var. Lífs- og starfsgleði hennar villtu okkur oft sýn. Hún miðlaði svo mörgum, bæði skyldum og vandalausum. Þau hjón voru afar vinmörg, þau veittu ríkulega þeim fjölmörgu sem áttu gestrisni þeirra vísa á heimilinu fallega og vistlega, sem hún bjó og þau bæði hjónin fjölskyldu sinni. Bestu alúðarþakkir skulu færðar manni hennar og börnum fýrir alla umhyggjuna sem þau veittu henni í hennar sjúkdómsbaráttu. Systir mín bar mikla umhyggju fyrir vel- ferð fjölskyldu sinnar, var þakklát Guði sínum fyrir þær gjafir sem hún hlaut í börnum sínum og allri fjölskyldu sinni. Hún var svo sann- arlega mikil og góð fjölskyldumóðir. Ég færi eiginmanni, börnum þeirra og öllum afkomendum sam- úð. Megi þau um allan aldur ylja sér við minningu um hana sem elsk- aði þau öll og vildi vaka yfir velferð þeirra. Ég kveð elsku systur með þakklæti fyrir alla systurumhyggju og vináttu. Steinunn H. Hafliðadóttir. ERFIDRYKKJUR r^n Perlan á Öskjuhlíð p e r l a J sími 620200 + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, föður, bróður, mágs, sonarsonar og vinar, GUÐMUNDAR ÓLAFSSOIVIAR, Miðvangi 14, Hafnarfirði. Unnur Ágústsdóttir, Lisabet Guðmundsdóttir, Erling Ólafsson, Ingibjörg Svala Ólafsdóttir, Örn Olafsson, Friðrik Ágúst Ólafsson, Kolbrún Olafsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Kristín Jensdóttir, Erna Snævar Ómarsdóttir, Hilmar Halldórsson, Jóna Jóhannsdóttir Sesselja Einarsdóttir, og aðrir vandamenn. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð hilluuir salir og mjög góð þjónnsta. Upplýsingai' í sima 2 23 22 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIIIR Kveðjuorð: Unnur María Friðriksdóttir Kveðja frá Hjálparsveit skáta á Akureyri Við gerðum sjálfsagt öll ráð fyr- ir að einhvern tímann kæmi að því að hópurinn, sem starfar í dag í Hjálparsveitinni, yrði ekki alltaf til staðar. Hver og einn myndi vegna breyttra aðstæðna hverfa á braut til annarra staða, til annarra starfa og til annarra heimkynna. En það átti allt að bíða síns tíma. Við vorum ung, glöð og við vorum bjartsýn á framtíðina. Hún var okk- ar. En snögglega dró ský fyrir sólu. Ein úr hópnum var hrifin á braut, óvænt og alltof fljótt. Hinn 2. ágúst síðastliðinn lést einn félaga okkar, Unnur María Ríkarðsdóttir, eftir að hafa orðið fyrir slysi nokkrum dögum áður. Unnur var góður og traustur félagi sem gott var að starfa með og eiga að vini. Þessi fjögur ár sem hún var í sveitinni var hún ætíð tilbúin til starfa hvort sem verkin voru lítil eða stór, og öll verk vann hún sam- viskusamlega, af alúð og áhuga. Og það var aldrei leiðinlegt þar sem Unnur var. Hver og einn má vera vel sæmd- ur að því að skilja eftir handa þeim sem eftir lifa svo góðar minningar um starf sitt og vináttu eins og Unnur gerði. Eða eins og segir í Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Félagar f Hjálparsveit skáta á Akureyri senda innilegar samúðar- kveðjur til ástvina Unnar og við þökkum fyrir allar þær góðu stund- ir sem við fengum að njóta með henni. + Útför bróöur mins, LEIFS LOFTSSONAR, Vinjum, Mosfellsbæ, fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Sigurður Loftsson. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, Skúlagötu 40b, Reykjavík, lést laugardaginn 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Kristján Kristjánsson, Álfheiður Hjaltadóttír, Anna Kristjánsdóttir, Logi Runólfsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Lára Valdís Kristjánsdóttir, Nanna Logadóttir, Kristján Frosti Logason. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur, VALDÍSAR JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Vallargötu 16, Keflavík. Þorsteinn Valur Baldvinsson, Sigrfður Björnsdóttir, Sædís Mjöll Þorsteinsdóttir. + Við þökkum hjartanlega auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Halla Gunnlaugsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Guðlaugur Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting a fmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.