Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 14

Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 NORRÆNT GIGTARAR 1992 Vísindasjóður til að efla islenskar gigtarrannsóknir eftir Helga Valdimarsson II. grein Gigtarfélag íslands stendur nú fyrir viðamikilli fjársöfnun í sér- stakan sjóð á vegum félagsins sem ætlaður er til að efla gigtarrann- sóknir hérlendis. í fyrri hluta greinarinnar var einkum fjallað um þær gigtarrannsóknir sem stund- aðar hafa verið á íslandi undanfar- in ár, markmið þeirra og forsend- ur. Hér verður fjallað um nokkur viðfangsefni sem íslenskir vísinda- menn geta unnið að á næstu árum ef nægilegt fé fæst til að efla ís- lenskar gigtarrannsóknir. Klínískar rannsóknir Nauðsynlegt er að endurmeta heilsufar sem flestra einstaklinga fyrrnefndra gigtarætta, bæði þá sem hafa ein- kenni um gigt- sjúkdóma og þá sem ekki kenna sér meins. Aðferð- ir til að greina og flokka ikt- sýki og rauða úlfa hafa breyst og orðið að mun ná- kvæmari á nýl- iðnum árum. Þetta endurmat gefur jafnframt tækifæri til að safna efniviði til erfðafræðilegra og ónæmisfræðilegra rannsókna. Erfðarannsóknir Safna þarf erfðaefnum úr blóð- frumum heilbrigðra og sjúkra með- lima gigtarættanna og einnig úr smærri fjölskyldum þar sem komið hafa upp fleiri en eitt tilvik af ikt- sýki eða rauðum úlfum. Beitt verð- ur genaþreifurum til að kanna byggingu þeirra gena sem eru lík- legust til að stuðla að tilurð þess- ara sjúkdóma. Á þennan hátt er hægt að bera saman gerð þessara gena hjá þeim sem eru heilbrigðir og sjúkir í þessum fjölskyldum. Finnist einhveijir erfðaeiginleikar, sem eru sérkennandi fyrir veika íjölskyldumeðlimi, er hægt að ein- angra hlutaðeigandi gen og fjöl- falda þau og raðgreina með svo- nefndri PCR-tækni. Með þessu móti er m.a. hægt að ákvarða að hvaða leyti afurð sjúkdómsgen- anna er frábrugðin afurð samsvar- andi gena í ættarmeðlimum sem eru heilbrigðir. í þessu sambandi getur orðið mjög lærdómsríkt að fylgjast náið með ungum ættar- meðlimum sem eru ennþá heil- brigðir enda þótt þeir beri sjúk- dómsgenin. Reglubundnar rann- sóknir á slíkum einstaklingum geta leitt í ljós hvers konar umhverfís- þættir (sýklar) og ónæmistruflanir marka upphaf sjúkdómsins. Ónæmisrannsóknir Iktsýki. Sjúklingar með iktsýki mynda sérstök mótefni, svonefnda gigtarþætti. Framleiðsla þessara gigtarþátta er líklega afleiðing þeirrar brenglunar, sem orsakar sjúkdóminn, en jafnframt er ljóst að gigtarþættirnir valda að ein- hveiju leyti þeim liðskemmdum sem iktsýkisjúklingar fá. Greindar hafa verið nokkrar tegundir gigt- arþátta og benda rannsóknir sem nýlega hafa verið gerðar hér á íslandi til þess að ein ákveðin gerð gigtarmótefna (tegund A) hafi áhugaverða sérstöðu bæði hvað varðar tilurð og gang iktsýki. Brýnt er að fylgja þessari uppgötv- un eftir með rannsókn á þgim erfðaþáttum sem stjóma myndun þessa gigtarþáttar og hafa þegar verið gerð drög að áætlun fyrir slíka rannsókn. Jafnframt þarf að athuga margvíslegar aðrar mögu- Iegar truflanir í ónæmiskerfi ein- staklinga sem eru ennþá einkenna- lausir en hafa erfðaupplag til að fá iktsýki og einnig þá sem hafa sjúkdóminn á frumstigi. Þessar rannsóknir byggjast einkum á notkun einstofna mótefna til að eiginleikagreina eitilfrumur en einnig á greiningu og mælingu efna sem þessar frumur framleiða við ræktun. fyJl-<jýculfÍ*U4 Olíufyllti rafinagnsofninn frá ELFA LVI e^krefi framar! • Þægilegur og jafn hiti. • Enginn bruni á ryki sem þurrkar loftið. • Lágur yfirborðshiti. ELFA LVI ofnarnir eru frameiddir í Svíþjóð með sama gæðastaðli og útliti og venjulegir vatnsofnar. Hagstætt. verð og greiðsluskilmálar !:/■ Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 „Forsenda þess að hægt verði að nýta áskjósan- legar aðstæður hér- lendis til að varpa ljósi á orsakir gigtsjúkdóma er að landsmenn styðji við bakið á Gigtarfélagi íslands við öflun fjár í vísindasjóð félagsins. Ef vel tekst til ætti slík- ur sjóður að gera ís- lenskum vísindamönn- um kleift að hafa frum- kvæði á alþjóðlegum vettvangi í rannsóknum á gigtsjúkdómum.“ Rauðir úlfar. Sjúklingar með þennan sjúkdóm mynda margvís- leg mótefni gegn eigin vefjum er. mest ber þó á mótefnum gegn ýmsum þáttum sem eru í frumu- Helgi Valdimarsson. kjörnunum. Rannsókn sem gerð hefur verið hérlendis bendir ein- dregið til þess að ákveðinn galli í svonefndu komplímentkerfí geti átt beinan þátt í tilurð þessa sjúk- dóms og hefur tekist að halda ís- lenskum sjúklingi með slíka galla því sem næst heilbrigðum í mörg ár með því að gefa þann komplí- mentþátt sem skortir. Þetta er mjög mikilvæg vitn- eskja vegna þess að hún bendir til þess að einn eða fleiri af þeim erfðaeiginleikum, sem geta stuðlað að tilurð rauðra úlfa, sé að finna í þeim genum sem framleiða komp- límentþætti. Jafnframt þarf að huga að genum sem hafa áhrif á starfsemi eitilfruma sem stýra ónæmisviðbrögðum. Þessar frum- ur þarf jafnframt að rannsaka með svipuðum ónæmisfræðilegum að- ferðum og þeim sem áður var minnst á fyrir iktsýki. Beina þarf þessum rannsóknum fyrst og fremst að einkennalausum meðlim- um ætta sem hafa arfgenga til- hneigingu til að fá rauða úlfa og einnig að þeim sem hafa sjúkdóm- inn á byijunarstigi. Meðferðar- og faralds- fræðirannsóknir íslendingar hafa einnig tekið virka þátttöku í meðferðarrann- sóknum, s.s. notkun nýrra ónæmis- bælandi lyfja við sóragigt (psorias- isliðagigt) auk þátttöku í alþjóðleg- um rannsóknum með ný lyf sem sífellt er verið að þróa við iktsýki, slitgigt og vefjagigt. Stöðugt er unnið að faraldsfræðirannsóknum á útbreiðslu gigtsjúkdóma, s.s. ikt- sýki, rauðra úlfa, herslismeina og fjölvöðvagigtar og þörf er á slíkum rannsóknum á beinþynningu. Ætl- unin er að halda rannsóknarstarfi af þessu tagi áfram hérlendis og auka það ef fjárhagurinn leyfir. eftirEddu Bjarnadóttur og Jórunni Sörensen í 9. grein laga nr. 21/1957 um dýravernd segir svo: Þegar dýr eru deydd, ber að hafa í huga að deyðing fari fram með jafnhröðum og sársaukalitlum hætti og frekast er völ á. Með öðrum orðum þá er bannað með lögum á íslandi að murka lífið úr nokkurri skepnu. Samt virðist það vera þegjandi samkomulag hjá stórum híuta þjóðarinnar að þessi lög skuli ekki gilda um öll dýr — allra síst þau sem við teljum keppa við okkur um fæðu. Meðal þeirra- eru þau dýr sem við nefnum einu nafni varga. Þeim er kennt um flest illt sem hendir bústofn okkar eða þau villtu dýr sem við nýtum. Refur og minkur teljast til vargdýra. Hvernig gengið er að þessum dýrum er þjóðinni til vansæmdar. Lögum samkvæmt eru þau réttdræp. Við leyfum okkur að dæma refinn til útrýmingar — spendýr sem átti heima á Islandi í mörg þúsund ár áður en menn stigu hér fæti. Og ekki er vandað til drápsaðferða þegar þessi dýr eiga í hlut. Allt er leyfilegt. Greni dýranna svæld, lagðir eru fyrir þau dýrabogar svo eitthvað sé nefnt. Svo yfirgengilega finnur fójk til þeirra skyldu sinnar að þessum dýrum sé komið fyrir kattarnef að það lætur hendur standa fram úr ermum- svo um munar hvert sinn er það verður vart við mink eða ref. Fólk ræðst að þeim með gijótkasti eða lurk og lesa mátti á síðum dagblaðs fyrir skömmu að hetja nokkur hafi gert sér lítið fyrir og keyrt yfír ref. Það er nefnilega örugg leið til þess að verða þjóðhetja og fá birta mynd af sér í blöðunum að kála ref eða mink og fá svo peningaverðlaun að auki fyrir skottið. C-blað Morgunblaðsins sunnu- daginn 26. júlí sl. er að miklum hluta helgað öldruðum manni, en samkvæmt greininni virðist eftir- lætisiðja hans vera að drepa. Það Edda Bjarnadóttir er eins og rödd Skugga Sveins rymji gegnum kallinn: „Drepum, drepum. Aldrei skal guggna, aldrei vægja.“ í greininni kemur m.a. fram að dýradráparinn notar fótboga sem dýrið festist í og drukknar þegar það brýst um og reynir í örvinglan að losna. Þessa boga notar kallinn þótt hann eigi kost á öðrum sem drepa samstundis. Ekki verður á nokkurn hátt merkt við lestur grein- arinnar að sá sem hana ritar geri sér ljóst, né bendi viðmælanda sín- um á, að hér sé um ótvírætt laga- brot að ræða. Það er nú öðru nær. Dráparinn er hafinn til skýja og lokaorð hans um að verðmæti lifaðs dags séu fólgin í hversu mörgum dýrum honum hafi tekist að murka lífið úr eru síður en svo gagnrýnd. Að það er þetta sem við höfum fyrir ungu kynslóðinni sést best á frétt í Morgunblaðinu 29. júlí sl. Þar er frásögn af litlum börnum sem dunda sér lengi við að pjakka með priki í minkahvolpa með dyggri aðstoð sumra vegfarenda, sem eiga leið hjá, meðan aðrir láta sér nægja ánægjuna af að horfa á atganginn. Jórunn Sörensen „Minkurinn og refurinn eru lifandi verur og eiga sinn tilverurétt.“ í frásögninni af þessum atburði segir orðrétt: „ ... að þau hafi verið búin að pikka svo oft í yrðlinginn að hann hafí allur verið orðinn úf- inn og tættur og prikið útatað í blóði.“ í lok greinarinnar segir að börnin hafi verið „ansi lúin eftir þennan erfiða dag“. Sem betur fer komast börn á síð- ur dagblaðanna fyrir fleira en að misþyrma dýrum. Öðru hveiju má sjá í dagbók Morgunblaðsins mynd- ir af börnum sem hafa unnið af dugnaði og fórnfýsi við að safna munum, auglýsa og halda tombólur til ágóða fyrir allskyns góðgerðar- starfsemi. Aldrei fylgir þó nákvæm frásögn af mikilvægi þessarar sjálf- boðavinnu sem sýnir skilning barn- anna á því hversu brýnt það er að allir leggist á eitt til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er ekki Esjan og teskeiðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.